Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 8
MK UthiJóUn Má Real Madrid Real Madrid vann Barcelona, 2:0, í spænsku deildinni á laugardag og fer í jólafrí ofar á stigatöflunni en helstu andstæð- ingarnir en ein umferð er eftir fyrir jól. „Við erum samt ekki meistarar," sagði Lorenzo Sanz, forseti Real. Króatinn Davor Suker nýtti sér mistök í vörn gestanna um miðjan fyrri hálfleik eftir aukaspyrnu. „Ég hef alltaf skorað á móti Barc- elona og vona að það verði þannig áfram,“ sagði miðheijinn. Predrag Mijatovic frá Svartfjallalandi bætti öðru marki við eftir góðan undir- búning frá Clarence Seedorf í byij- un seinni hálfleiks. Heimamenn léku mjög vel en gestimir tóku á honum stóra sín- um í 20 mínútur og áttu þá m.a. tvisvar skot í rammann auk þess sem Ronaldo, sem annars fór sér hægt, fór illa með gott marktæki- færi. „Leikaðferðin gekk algjör- lega upp hjá okkur,“ sagði Fabio Capello, þjálfari Real. Leikurinn var opinn í byijun. Oaul Gonzalez rétt missti marks fyrir Real og skömmu síðar bjarg- aði Victor Sanchez á línu heima- manna eftir skalla frá Miguel Angel Nadal. Sanchez var aftur á réttum stað þegar Clarence Seed- orf var nærri búinn að gera sjálfs- mark í kjölfar hornspyrnu Barcel- ona. Reuter ÁHANGENDUR Real Madrid höfðu ærna ástæöu tll að fagna á helmavelli um helgina. KNATTSPYRNA FIFAvill knatt- spyrnu áfram á Ólympíu- leikum SEPP Blatter, framkvæmda- stjóri FIFA, sagði um helgina að FEFA vildi að knattspyma yrði áfram keppnisgrein á Ólympíuleikum. Lennart Jo- hansson, forseti Knattspyrnu- sambands Evrópu, sagði í lið- inni viku að svo gæti farið að knattspyrna yrði tekin af dagskrá leikanna. Blatter sagði að FIFA hefði harðlega gagnrýnt fyrirkomulagið á Ieikunum í Atlanta og sér- staklega þá ákvörðun að seija engan leik á í Atlanta auk þess sem farið hefði fyrir brjóstið á mönnum að enginn leikur hefði verið í beinni útsendingu sjónvarps í Bandaríkjunum. „Þetta voru ekki Ólympíuleikarnir í Atl- anta heldur Ólympíuleikar Bandaríkjanna," sagði Blatt- er. Hann bætti við að FIFA hefði krafist þess að fyrsti leikurinn á Ólympíuleikunum i Sydney árið 2000 yrði á ólympíuleikvanginum og eins úrslitaleikurinn. „1,4 milljón- ir mættu á knattspymuleik- ina á Ólympiuleikunum i sum- ar, knattspyman skilaði 100 milijónum dollara i hagnað og við eigum að fá viðeigandi virðingu." Klinsmann rauf 10O marka múrínn Juventus sýnir klæmar Bosnía má leika HM-leikina í Sarajevo ALÞJÓÐA knattspyrausam- bandið, FIFA, ákvað um helg- ina að Bosnia mætti leika heimaleiki sína, sem eftir em í forkeppni heimsmeistara- mótsins, i Sarajevo í Bosniu. Bosnía varð að leika heima- leikinn við Króatfu í Bologna á Ítalíu i liðnum mánuði vegna stríðsástandsins sem rikt hefur i landinu. Hins veg- ar eru hlutirnir að komast í samt lag undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna og þvi vildu heimamenn fá að spila í Sarajevo. ítalir féllust á að leggja þeim lið i baráttunni og vináttuleikur þjóðanna i Sarajevo fyrri skömmu full- vissaði FIFA um að ósk heimamanna ætti rétt á sér. Júrgen Klinsmann gerði 100. mark sitt í þýsku deildinni þeg- ar Bayern Múnchen vann Gladbach 1:0 um helgina. Bayern er á toppn- um með 36 stig og er þetta í 10. sinn sem það fer í vetrarfrí í þann- ig stöðu síðan félagið var fyrst með í deildinni 1965. Klinsmann skoraði á 51. mínútu eftir sendingu frá Mario Basler og fögnuðu 63.000 áhorfendur inni- lega á ólympíuleikvanginum í Múnchen. „Ekki er nóg að vera haustmeistari," sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern. „Úrslit- in liggja fyrri í maí og þó ég sé ánægður þarf liðið að bæta sig. Við erum efstir þó við höfum verið án margra manna í haust vegna meiðsla en við getum gert betur.“ Klinsmann hefur aðeins gert fimm mörk á tímabilinu, hefur ver- ið harðlega gagnrýndur og er óánægður með áhersluna sem lögð er á varnarleik hjá Bayern. „Ef þetta heldur áfram svona fer ég,“ sagði hann eftir leikinn. „Ég hef þurft að taka margt á mig og er tilbúinn að gera enn meira í þeirri von að Bayern verði meistari en þegar mér er kennt um allt sem misferst verð ég að spyija sjálfan mig hvort ég eigi heima hérna.“ Hann er samningsbundinn til 30. júní 1998 en má fara í lok yfirstand- andi tímabils. „Ég hef verið í Múnc- hen í eitt og hálft ár og alltaf hald- ið að hlutirnir löguðust en ekkert í þá veru hefur gerst." Gladbach hefur ekki skorað í síð- ustu sex leikjum og ekki í síðustu níu útileikjum. Liðið er í næstneðsta sæti og var þjálfarinn Bernd Krauss látinn fara eftir leikinn en hann var samningsbundinn til 1998. Meistarar Dortmund unnu Köln 3:1 eftir að hafa verið 1:0 undir í hálfleik. Heiko Herrlich jafnaði á 69. mínútu og fýrirliðinn Michael Zorc bætti öðru marki við þremur mínútum síðar en Herrlich átti síð- asta orðið fjórum mínútum fyrir leikslok. „Það voru engin marktæki- færi í fyrri hálfleik en markið ýtti við okkur,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund. „Allir leikmenn- irnir bættu sig 100% í seinni hálf- leik og það gerði gæfumuninn." Stuttgart tapaði 2:0 fyrir Armin- ia Bielefeld og er í fjórða sæti. „Við eyðilögðum fyrir okkur með þessum leik,“ sagði varnarmaður- inn Thorsten Legat. Þórður Guðjónsson og samheijar í Bochum gerðu 2:2 jafntefli við Bayer Leverkusen sl. föstudag og hefur Bochum ekki tapað heima síðan í desember í fyrra. Heimsmeistarar félgasliða, Ju- ventus, eru komnir upp að hlið Vicenza á toppi ítölsku deildar- innar eftir góðan Einar Logi sigur á Sampdoria á Vignisson útivelli þar sem skrifar frá varnaijaxlinn Ciro l,allu Ferrara skoraði eina mark leiksins. Juve á einn leik til góða, gegn Udinese annað kvöld og gæti náð þriggja stiga forystu með sigri. Fari svo spá margir því að liðið haldi henni út veturinn. Ferrara tileinkaði vini sínum Diego Maradona markið og vildi senda honum baráttukveðjur og vonaði að hann næði að sigrast á eitur- lyfjafíkninni. „Ég er mjög ánægður, Samp lék vel og það er mikilvægt að missa ekki svona leiki í jafntefli," sagði Marcello Lippi, þjálfari Juve, eftir leikinn. „Vörnin var mjög sannfær- andi og Zidane hélt boltanum vel á miðjunni, hann er einfaldlega stórkostlegur leikmaður." Zidane sagðist ánægður með sína frammistöðu en hann yfirspil- aði landa sinn Christian Karembeu algjörlega. „Ég skil vandræði Ka- rembeu, honum líður greinilega ekki vel,“ sagði Zidane en Ka- rembeu hefur aðeins verið skugg- inn af sjálfum sér í haust og vill fara frá Sampdoria, hefur verið í endalausum samningaviðræðum við Real Madrid og Barcelona sem ekki hafa skilað neinni niðurstöðu. AC Milan rétti aðeins úr kútnum eftir niðurlæginguna gegn Rosen- borg í vikunni og sigraði Udinese 2:1 með mörkum frá Savicevic og Eranio en fyrrum Milan leikmaður- inn Stroppa gerði mark Udinese með þrumuskoti beint úr auka- spyrnu. Sacchi hristi upp í liðinu og tók Albertini og Rossi út en það hefur ekki gerst í 4 ár að þeir byiji ekki inná ef þeir eru heilir. Tveir ungir menn glöddu Sacchi mest, Angelo Pagotto sem kom í markið og stóð sig vel og Svíinn Jesper Blomqvist sem lék sinn fyrsta leik fyrir Milan, kom inná fyrir Edgar Davids. Berlusconi eigandi Milan var mjög ánægður með „lo svedesino", Sviann litla, og sagði greinilega mikið búa í honum: „Hann er fljót- ur og leikinn og sýndi mikla aðlög- unarhæfni, mjög góð frumraun." Fimm leikjum í deildinni lyktaði með jafntefli og áttu íslenskir sjón- varpsáhorfendur kost á að sjá tvo þeirra, steindautt markalaust jafn- tefli í borgarslag Rómarliðanna Lazio og AS Roma og 1:1 jafntefli í viðureign Vicenza og Inter þar sem Youri Djorkaeff jafnaði fyrir Inter úr víti eftir að Maini hafði náð forustinni fyrir Vicenza. ITALIA: X 2X 1 X X 11X X222 ENGLAND: 2 X2 X22 X X 1 1X22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.