Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
l|
i
ÍÞRÓTTIR
BJÖRN DÆHLIE BÆTTI MET GUNDE SVAN
Björn Dæhlie frá Noregi sló
nýverið met Gunde Svan frá
Svíþjóð í fjölda sigra á
heimsbikarmótum
Bjorn Dæhlie
Fæddur:19. júní 1967
Hæð 184 cm
Þyngd
76
kg
Elena Velbe
Fædd: 20. apríl 1968
Hæð: 164 cm, þyngd 58 kg
Heimsbikar-
keppni karla
1. Björn Dæhlie
2. GundeSvan
3. Vladimir Smirnov
4. Torgny Mogren
5. Vegard Ulvand
Fjöidi sigra á
heimsbikar-
mótum
32
30
'rS\
13
9
Heimsbikarkeppni kvenna
1. ElenaVelbe 38
2. Marja Lisa Kirvesmiemi 11
3. Ljubov Egorova 11
4. Stefania Belmondo 11
5. Berit Petersen 10
■ GEORGE Weah frá Líberíu,
sem hefur verið fyrirmynd annarra
innan sem utan vallar og var kjör-
inn besti leikmaður Afríku, Evrópu
og heims í fyrra, fékk sex leikja
bann fyrir að skalla mótheija eftir
leik Porto og AC Milan í Meistara-
deild Evrópu fyrir skömmu.
■ WEAH var fyrst úrskurðaður í
eins leiks bann og tók það út þegar
AC Milan mætti Rosenborg en
UEFA kannaði málið betur og
breytti fyrri ákvörðun.
■ WEAH sagði að viðbrögð sín
eftir fyrrnefndan leik hefðu verið
röng en í kjölfar áreitni hefði hann
sleppt sér.
■ DAMON Hill heimsmeistari í
kapgakstri var um helgina útnefnd-
ur íþróttamaður ársins af BBC
sjónvarpsstöðinni. „Ég er mjög
ánægður með verðlaunin og þau
fullkomna árið hjá mér,“ sagði enski
ökuþórinn. Ræðarinn Steve
Redgrave varð í öðru sæti en hann
og félagi hans, Matthew Pinsent
voru valdir lið ársins, en þeir
hrepptu eina gull Englendinga á
Ólympíuleikunum.
■ GREMIO varð á sunnudaginn
brasilískur meistari í knattspymu,
sigraði lið Portuguesa 2:0 í síðari
úrslitaleiknum og það voru Paulo
Nunes og Ailton sem gerðu mörk-
in, það fyrra á 3. mínútu og það
síðar á þeirri 85. Portuguesa sigr-
aði 2:0 í fyrri leiknum en Gremio
er meistari vegna betri árangurs í
mótinu í heild.
■ PATREKUR Jóhannesson
skoraði sjö mörk fyrir Essen, en
það dugði ekki til sigurs gegn
Flensborg, sem vann í Essen,
24:27.
■ GUÐMUNDUR Bragason og
félagar hans hjá þýska liðinu BCJ
Hamborg eru efstir í norðurriðli
2. deildar í körfuknattleik, eftir sig-
ur á Oldenborg, 89:98, á útivelli.
■ VALDIMAR Grímsson og læri-
sveinar hans í Stjörnunni fóru til
Siglufjarðar til að leika við KS í
32-liða úrslitum bikarkeppninnar á
sunnudaginn. Stjarnan hafði betur,
17:28, í fyrsta opinbera handbolta-
leiknum á Siglufirði. Valdimar var
markahæstur í liði Garðbæinga
með sjö mörk en Tómas Oskarsson
var markahæstur heimamanna með
fimm mörk.
■ AUSTURRÍKISMENN voru
sigursælir í heimsbikarnum í alpa-
greinum karla í Val d’Isere í
Frakklandi um helgina. Á sunnu-
dag áttu þeir fjóra fyrstu í bruni og
í gær ijóra af fimm fyrstu í risa-
svigi. Hans Knauss sigraði í risa-
sviginu og tók um leið við forystu
í stigakeppni heimsbikarsins af
Norðmanninum Kjetil Andre
Ámodt. Það var aðeins Svisslend-
ingurinn Steve Locher sem kom
í veg fyrir að Austurríkismenn
ættu íjóra fyrstu menn annan
keppnisdaginn í röð.
■ FRITZ Strobl fór fyrir Austur-
ríkismönnum í fyrsta brunmóti
vetrarins á sunnudag. Þessi 24 ára
gamli lögregluþjónn frá Steinfeld
var 0,02 sekúndum á undan Wern-
er Franz.
AFREK
Kristinn Björnsson skíðakappi
frá Ólafsfirði hefur verið að
gera það gott í skíðabrekkunum
í Evrópu að undanförnu. Þrátt
fyrir að hafa slitið hásin í mars
í fyrra er hann kominn á fulla
ferð og enn að bæta sig. Hann
sýndi og sannaði um helgina að
hann er að komast í
allra fremstu röð.
Hann sigraði í sterku
alþjóðlegu svigmóti í
Sviss á sunnudag og
hlaut 12,31 alþjóðlegt
styrkstig (FlS-stig)
sem er afrek sem vert
er að gefa gaum. Til
að skýra það nánar eru gefín
styrkstig fyrir einstök mót og
eftir því sem stigin eru færri því
sterkara er mótið. Heimsbikar-
mótin eru yfirleitt í kringum núll-
ið (0 FlS-stig) svo dæmi sé tekið.
Árangur OÍafsfírðingsins þýðir
að hann er á milli 40 og 50 á
heimslistanum í svigi, sem á eru
að minnsta kosti 3.000 þúsund
nöfn. Það gæti þýtt að Kristinn
startaði í kringum 20 á HM eða
Ólympíuleikum því hver þjóð má
aðeins senda Qóra keppendur í
hveija grein og má gera ráð fyrir
að sterkustu skíðaþjóðimar eigi
fleiri en fjóra skíðamenn sem eru
innan við 40 á heimslistanum.
Kristinn hefur helgað sig skiða-
íþróttinni alfarið undanfarin sex
ár. Hann var í Qögur ár í Geilo
í Noregi þar sem hann var S
skíðamenntaskóla og síðustu tvo
vetur við æfíngar Schladming í
Austurríki ásamt félögum sínum
S landsliðinu. í vetur hefur hann
og ísfirðingurinn Arnór Gunn-
arsson æft með finnska landslið-
inu. Það var vel til fundið hjá
Skíðasambandi íslands að semja
við Finna. Auðvitað er það ekki
ókeypis og þarf SKÍ að greiða
finnska sambandinu töluverða
peninga fyrir samstarfið.
Afreksmannasjóður ÍSÍ hefur
styrkt besta íþróttafólk landsins
í gegnum árin og er það vel. Sam-
kvæmt reglum sjóðsins komast
þeir á A-styrk (80.000 krónur)
sem eru á meðal 20 efstu á heims-
lista í sinni grein. Þetta eru lítt
skiljanlegar reglur enda íþrótta-
greinar misfjölmennar á heims-
vísu og engin rök sem segja að
hægt sé að draga svona afdráttar-
lausa viðmiðun. Nú eru þrír
íþróttamenn á A-styrk. Þeir eru
Jón Amar Magnússon, Guðrún
Amardóttir og Pétur Guðmunds-
son sem hefur verið á styrk allt
árið. Þá spyr sá sem ekki veit,
hvers vegna er íþróttamaður sem
náði ekki lágmarki fyrir síðustu
Ólympíuleika enn á styrk? Er
ekki eitthvað bogið við reglur
sjóðsins?
Kristinn var á B-styrk Afreks-
mannasjóðs frá 1. janúar 1996
til 30. júnf 1996. Hann hefur
ekki hlotið náð fyrir augum sjóðs-
stjómar þó svo að afrek hans séu
flestum Ijós. Hvers vegna er
langbesti skíðamaður landsins, og
þótt víða væri leitað, ekki á styrk
tveimur mánuðum fyrir í heims-
meistaramót og rúmu ári fyrir
Vetrarólympíuleika? Er ekki kom-
inn tími til að stjómarmenn Af-
reksmannasjóðs horfi aðeins fram
á veginn og opni augun fyrir því
sem Kristinn Björnsson hefur ver-
ið að gera?
Valur B.
Jónatansson
Ereitlhvaðbogið
við reglur Afreks-
mannasjóðs?
Ætlarkörfuboltamaðurinn ALBERT ÓSKARSSON að hætta með Keflavík á toppnum?
Vítum hvað
vid getum
KEFLVÍKINGAR tróna á toppnum í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik þegar keppnin er háifnuð. Þeir kannast við tilfinninguna
og Albert Óskarsson, sem hefur verið lykilmaður í áratug,
sagði hana þægilega. „Það er mjög gott að vera kominn á
toppinn en staðan getur breyst skyndiiega," sagði hann. „All-
ir eru að sigra alla og því verðum við að vera tilbúnir í hvern
leik.“
Albert er 28 ára gamall af-
greiðslumaður í Fríhöfn-
inni á Keflavíkurflugvelli,
kvæntur Ragn-
Eftir heiði Ragnars-
Steinþór dóttur og eiga þau
Guðbjartsson synina Ragnar og
Aron Inga.
Síðastliðið vor gaf Albert ekki
kost á sér í landsliðið en var á
dögunum valinn í hópinn sem fer
til Danmerkur milli hátíðanna.
Þar leikur Albert trúlega 30.
landsleik sinn, en hann hefur
þegar klæðst landsliðspeysu ís-
lands 29 sinnum.
„Síðastliðið vor stóð til að fara
til Bandaríkjanna í flugnám en
við hjónin frestuðum því, ætlum
að skoða þetta betur því svona
námi fylgja miklar skuldir. Samt
sem áður er stefnan að fara út
í vor og því er þetta sennilega
síðasta tímabil mitt en í svona
málum er ekkert hægt að full-
yrða fyrr en ákvörðun hefur ver-
ið tekin.“
Kemur árangur Keflavíkur-
liðsins á óvart?
„Ekki okkur sjálfum því við
vitum hvað við getum. Yfirleitt
höfum við verið að missa góða
leikmenn en í fyrsta sinn höfum
við nú fengið liðsstyrk og það
hefur mikið að segja.“
Hvað um þig sjálfan?
„Ég er í allt annarri stöðu.
Áður spilaði ég fyrir utan og
dekkaði bakverðina en nú spila
ég inni í og dekka stærri menn-
ina. Hvorutveggja er mjög erfítt
en ég er þannig gerður að mér
finnst að ég þurfi að hreyfa mig
mikið og því er skemmtilegra að
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ALBERT Óskarsson í vinnunni í Fríhöfninni í gær.
elta skytturnar."
„Varnarjaxlinn" hefur verið
iðnari við að skora í vetur en
áður. Til dæmis var hann með
10,7 stig að meðaltali í leik í
fyrra en gerði 23 stig á móti
Tindastóli á Sauðárkróki um
helgina. Hvað veldur þessari
breytingu?
„Ástæðan er einfaldlega sú
að ég tek meiri þátt í sóknar-
leiknum en áður. Hins vegar er
ég fyllilega sáttur við það sem
ég hef gert fyrir liðið. Jafnvel
að sitja á bekknum getur verið
nóg fyrir mig ef liðinu gengur
vel.“
Ertu ánægður með fyrirkomu-
lag deildarinnar?
„Já. Þetta fyrirkomulag er
miklu betra heldur en það sem
áður var. í raun var þetta tómt
rugl. Menn verða að hafa í huga
að við erum áhugamenn sem
stunda fulla avinnu með þessu.
Auk þess eru flestir fjölskyldu-
menn og taka verður tillit til
þessara atriða. Nú erum við til
dæmis heima um helgar en áður
voru alltaf leikir á fimmtudögum
og sunnudögum. Þó gaman sé
að spila voru leikimir rosalega
margir og dagskráin stíf en nú
er þetta manneskjulegt. Svo var
mjög skemmtilegt að fá Lengju-
bikarinn inn í mótið og úrslita-
leik á þessum tíma tímabilsins,“
sagði Albert en þess má geta
að hann og félagar í liði Keflavík-
ur sigruðu í þeirri keppni á dög-
unum.