Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
Keflvíkingar
heppnir á
Sauðárkróki
Keflvíkingar höfðu löngum ör-
ugga forystu er þeir heimsóttu
Tindastól á sunnudaginn en loka-
mínúturunar urðu
Björn spennandi og gat
Björnsson sigurinn lent hjá
skrifar frá hvoru liðinu sem var.
Sauðárkróki Happnin var Keflvík-
inganna að þessu sinni og sigruðu
þeir 90:85.
Leikurinn var í heild hraður,
skemmtilegur og spennandi og buðu
bæði lið uppá góðan körfubolta.
Heimamenn byijuðu mjög vel og
fóru þeir Arnar Kárason og Ómar
Sigmarsson fyrir þeim, léku vörn
gestanna oft grátt og Piccini var
sterkur í vörninni. Kraftur leik-
manna Tindastóls sló Keflvíkinga
út af laginu en eftir sex mínútna
leik fóru þeir að beita stórskyttunum
utan þriggja stiga línu og söxuðu
þannig á forskot heimamanna. Al-
bert Oskarsson setti niður fjögur
þriggja stiga skot, Guðjón Skúlason
þijú og Kristinn Friðriksson tvö.
Með stórskotaiiðið í stuði komust
gestirnir yfir og léku á als oddi,
skoruðu grimmt og náðu mest 19
stiga forystu, 32:51. Gestirnir virt-
ust telja það formsatriði að ljúka
síðari hálfleiknum, þeir slökuðu á
og það nýttu heimamenn sér. Þegar
sjö mínútur voru til loka var staðan
73:75 og Tindastóll fékk tvö tæki-
færi til að jafna en tókst ekki.
Arnar og Ómar léku vel hjá Tinda-
stóli og Jeffrey einnig þó svo hann
gæti ekki beitt sér af fullum krafti
vegna bakmeiðsla. Piccini, Lárus
Dagur og Skarphéðinn voru einnig
góðir. Hjá gestunum var Johnson
bestur og Guðjón átti einnig góðan
leik svo og Albert, sem fékk sína
ijórðu viliu um miðjan síðari hálfleik-
inn og varð að hægja aðeins á sér
eftir það. Kristinn átti einnig góða
kafla og lék vel fyrir liðið.
Auðveh hjá
ísfirðingum
KFÍ vann Þór auðveldlega er
Akureyringar komu í heim-
sókn á ísafjörð á sunnudaginn.
Lokatölur 85:70 eftir
Þór að heimamenn höfðu
Pétusson mest náð 20 stiga
skrifar frá foiystu.
ísafirði Isfirðingar byij-
uðu af miklum krafti og náðu góðri
forystu strax í upphafi. Þar fóru
fremstir í flokki Derek Bryant, sem
gerði fimm þriggja stiga körfur á
fyrstu 10, mínútunum, og Friðrik
Stefánsson sem var gífurlega sterk-
ur undir körfunni.
Þór átti engin svör við sterkri
vörn ísfirðinga og greinilegt að
Guðni Guðnason er að gera mjög
góða hluti með hið unga lið KFI.
Sem dæmi um góða vörn heima-
manna má nefna að Fred Williams
skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálf-
leik, sem er afar lítið á þeim bæ.
í upphafí síðari hálfleiks juku
heimamenn enn muninn og náðu
mest 20 stiga forystu er 7 mínútur
voru eftir. Þá slökuðu þeir ósjálfrátt
á og Akureyringar minnkuðu muninn
og þegar fjórar mínútur voru eftir
var munurinn orðinn 10 stig, enda
var Fred Williams kominn í gang.
ísfirðingar voru þó hvergi nærri
hættir og í leikslok var 15 stiga
munur. Bryant og Friðrik voru best-
ir heimamanna og tók sá síðarnefndi
18 fráköst. Hjá Þór var Hafsteinn
Lúðvíksson sá eini sem lék af eðli-
legri getu.
Skagamenn
lögðu Njarðvík
Ovænt úrslit urðu á Akranesi á
sunnudagskvöld þegar
heimamenn burstuðu heillum
horfna Njarðvíkinga
í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik.
Skagamenn áttu
frábæran fyrri hálf-
leik og lögðu þá grunninn að góðum
sigri 79:62 en staðan í hálfleik var
39:17.
í upphafi leiks vissu Njarðvíking-
ar ekki hvaðan á þá stóð veðrið.
Skagamenn komu bijálaðir til leiks
og gerðu þrettán fyrstu stigin og
það var ekki fyrr en á sjöundu mín-
útu sem Njarðvíkingar gerðu sín
fyrstu stig. Leikmenn ÍA fóru á
kostum í vörninni og fylgdu því
eftir með góðum og skipulögðum
sóknarleik. Það skipti engu máli
hver kom inn af bekknum, allir
voru með á nótunum og báru þeir
enga virðingu fyrir reynslumiklum
leikmönnum Njarðvíkinga sem
greinilega voru farnir í jólafrí að-
eins of snemma. Skagamenn völt-
uðu yfir andstæðinga sína án nokk-
urra vandræða og þarf eflaust að
leita langt til baka síðan Njarðvík-
ingar gerðu aðeins sautján stig í
fyrri hálfleik og þess má geta að
þeir rufu tíu stiga múrinn þegar
tvær mínútur voru eftir af hálfleikn-
um.
Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvík-
inga, las vel yfir sínum mönnum í
hálfleik, enda ekki vanþörf á, og
þeir komu ákveðnir til leiks í síðari
hálfleik og pressuðu út um allan
völl. Það var mikill hamagangur og
gestirnir reyndu hvað þeir gátu til
að minnka muninn. Það tókst á
tímabili og minnstur varð munurinn
tíu stig um miðbik hálfleiksins. Þá
settu Skagamenn aftur á fullt og
hleyptu Njarðvíkingunum ekki nær,
juku heldur við muninn og lokatölur
leiksins urðu 79:62.
Skagamenn hafa sjaldan eða
aldrei leikið betur, sérstaklega í
fyrri hálfleik. Hver einasti maður
barðist eins og ljón og þeir upp-
skáru eftir því. Ermolinskij, þjálfari
Skagamanna, er augljóslega að
gera góða hluti með liðið og leið
þeirra liggur einungis upp á við ef
marka má síðustu leiki.
Njarðvíkingar vilja gleyma þess-
um leik sem allra fyrst. Þeir voru
eins og höfuðlaus her og enginn
þeirra tók frumkvæði þegar á þurfti
að halda. Allir léku langt undir
getu en því má ekki gleyma að lið
spila ekki betur en andstæðingurinn
leyfir.
Grindvfldngar
stóðust áhlaup KR
í spennuleik
Það var hart barist í leik Grind-
víkinga og KR í úrvalsdeild-
inni í Grindavík á sunnudagskvöld.
Leikurinn var
Frímann sveiflukenndur en
Ólafsson heimamenn höfðu
skrifar frá sigur á lokasprettin-
Grindavík um en jq^ fær tæki-
færi á að jafna metin því sömu lið
mætast í undanúrslitum bikarsins
strax eftir áramót.
Grindvíkingar hreinlega völtuðu
yfír gestina í upphafi leiksins og
eins og hendi væri veifað var staðan
23:2 fyrir þá. Helgi Jónas Guðfinns-
son fór á kostum ásamt Herman
Myers og saman skutu þeir KR
nánast í kaf. KR-ingar eru þó
þekktir fyrir annað en að gefast
upp og þeir náðu að minnka muninn
í 3 stig fyrir leikhlé og áttu mis-
heppnað skot í endann til að jafna
leikinn. Það gerðu þeir hinsvegar í
upphafí seinni hálfleiks og komust
síðan yfir 67:64 þegar seinni hálf-
leikur var rétt rúmlega hálfnaður.
Heimamenn bitu þá í skjaldarrend-
urnar og innbyrtu baráttusigur áður
en leikurinn var úti.
Helgi Jónas og Herman Myers
fóru báðir á kostum hjá Grindvík-
ingum. Helgi gerði 6 þriggja stiga
körfur fyrir Grindvíkinga, margar
á mikilvægum augnablikum. Her-
man varði ein 7 skot og reif niður
20 fráköst sem þykir ekki slæmt.
Marel og Páll náðu sér á strik í
seinni hálfleik.
David Edwards var allt í öllu hjá
KR en náði samt ekki að drífa liðs-
menn sína með sér. Hann fór illa
að ráði sínu eftir leikinn þegar hann
lét Helga Bragason dómara heyra
nokkur vel valin orð og uppskar
brottrekstur sem þýðir væntanlega
að hann verður í leikbanni í bikar-
leik liðanna eftir áramót. Jonathan
Bow og Hermann Hauksson léku
einnig ágætlega á köflum.
„Þetta var virkilega sætur sigur.
Við byijuðum leikinn rosalega
grimmt en þeir náðu að komast inn
í hann. Við gáfum síðan eftir eins
og oft vill verða þegar annað liðið
nær miklu forskoti. Við tókum okk-
ur þó á og náðum að klára leik-
inn,“ sagði Marel Guðlaugsson fyr-
irliði Grindvíkinga í leikslok. „Það
voru einfaldlega sumir hjá okkur
komnir í jólafrí og náðu ekki að
ljúka þessum leik eftir að hafa unn-
ið upp forskot Grindvíkinga í fyrri
hálfleik. Við komum grimmir í
bikarleikinn og ætlum okkur sigur
þar,“ sagði Benedikt Guðmundsson
þjálfari KR eftir leikinn.
JÚDÓ
KA vann eftir
sjö ára bið
Júdódeild KA á Akureyri varð
um helgina íslandsmeistari í
karlaflokki í sveitakeppni Júdó-
sambandins. Einungis tvær
sveitir mættu til leiks í karla-
flokki, KA og Armann, og hafði
KA betur, sigraði 4:3 í einstakl-
ingskeppninni og hlaut 32
tæknistig á móti 23 tæknistig-
um Ármanns. Keppt hefur verið
í sveitakeppninni allt frá árinu
1974 og hefur Ármann oftast
sigrað eða 13 sinnum, Júdófélag
Reykjavíkur sigraði fyrstu sjö
árin og Keflvíkingar unnu eitt
árið og um helgina tryggði KA
sér Islandsmeistaratitilinn í
annað sinn, sigraði einnig árið
1989.
Ármann sigraði í sveita-
keppni karla skipuðum kepp-
endum 21 árs og yngri, þar
varð KA í öðru sæti og Júdó-
deild Selfoss í því þriðja. í dren-
gjaflokki sigraði KA, A-sveit
Júdófélags Reykjavíkur varð í
öðru sæti og B-sveit sama fé-
Iags í því þriðja.
Sigursveit KA skipuðu þeir,
talið frá vinstri, Hilmar Harðar-
son, Brynjar H. Ásgeirsson,
Guðlaugur Halldórsson, Friðrik
Blöndal, Vernharð Þorleifsson,
Jónas Blöndal og Sævar Sigur-
steinsson. Þjálfarinn, Freyr
Gauti Sigmundsson hefur það
notalegt fyrir framan kappana,
í sigursveit KA fyrir sjö árum
voru meðal annars þeir Freyr
Gauti, Guðlaugur og Sævar.
Morgunblaðið/Golli