Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KR-ingar vilja Pál Kolbeinsson og síðan meistaraflokki. Hann var íslandsmeistari 1990 en var síðan spilandi þjálfari og fagnaði bikar- meistaratitli 1991. Hann þjálfaði KR-liðið með Birgi Guðbjörnssyni tímabilið 1991 til 1992 en gekk í raðir Tindastóls á Sauðárkróki sumarið 1992 og lék með liðinu þar til í fyrra. KR-ingar eru einnig að leita að erlendum bakverði fyrir leikinn við Hauka í átta liða úrslitum bikar- keppninnar 5. janúar nk. en þá verður David Edwards í banni. ÍÞRÚmR FOLK ■ THEÓDÓRA Mathiesen úr KR varði í 5. sæti í stórsvigi á alþjóð- legu stigamóti í Noregi á þriðju- dag. Hún hlaut 42,17 FlS-stig fyrir árangur sinn. ■ BRYNJA Þorsteinsdóttir frá Akureyri kom næst á eftir Theó- dóru, í 6. sæti. Hún hlaut 44,94 FlS-stig. ■ FRANK Clark, knattspyrnu- stjóri Nottingham Forest sem er neðst í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sagði starfi sínu lausu í gær og samþykkti stjórnin upp- sögnina. ■ CLARK tók við af Brian Clo- ugh í maí 1993 en sætti sig ekki við að fá ekki að kaupa leikmenn og sagðist frekar vilja segja upp en verða rekinn. Liðið hefur ekki sigrað síðan í fyrstu umferð. ■ STUART Pearce, fyrirliða For- est, var þegar boðið að taka við liðinu og svarar hann í dag en Clark var óðar orðaður við Manchester City. ■ EDUARDO Vingada, landsliðs- þjálfari Saudi-Arabíu er kominn með liðið í úrslit á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Asíu- bikarnum. Landsmenn hafa gjarn- an sagt að þeir leiki „brasilíska" knattspyrnu en Vingada, sem er frá Portúgal, segir að liðið leiki „Saudi“ knattspyrnu. ■ JEROME Bonnissel, franski varnarmaðurinn hjá Deportivo Co'runa á Spáni, er óánægður hjá liðinu og vonast til að leika undir stjórn Arsenes Wengers, landa síns og knattspyrnustjóra Arsenal. ■ DARKO Butorovic, varnar- maður hjá Hadjuk Split í Króatíu, hefur gert samning til fjögurra ára við Porto í Portúgal. Meistararn- ir féllust á að greiða um 20 millj. kr. fyrir landsliðsmanninn sem getur byrjað að leika 5. janúar en má ekki spila með liðinu í Meistaradeildinni þar sem hann var með Hadjuk í UEFA-keppn- inni. ■ RONALDO tryggði Brasilíu 1:0 sigur á Bosníu í æfmgalands- leik í Manaus í Brasilíu í gær. Ronaldo skoraði beint úr umdeildri aukaspyrnu um miðjan seinni hálf- leik. ■ BOLIVAR varð Bójivíumeist- ari í knattspyrnu þegar það vann Oriente 3:1 í úrslitaleik. Þetta er í 10. sinn sem Bolivar verður meist- ari en keppnin fór fyrst fram 1977. ■ RIVER Plate vann Velez Sarsfield 3:0 og varð Argentínu- meistari í 25. sinn. Síðan 1991 hafa verið tvö meistaramót á hveiju tímabili og var þetta fyrri keppnin. Forystumenn körfuknattleiks- deildar KR hafa, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, sett sig í samband við Pál Kolbeinsson og boðið honum að taka við þjálf- un úrvalsdeildarliðsins af Benedikt Guðmundssyni, sem hætti skyndi- lega í fyrrakvöld. Páll, sem er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Sauðárkróki, hefur ekki gefið fyrr- um samheijum sínum svar og get- ur það ekki í skyndi, atvinnu sinnar vegna. Páll lék með yngri flokkum KR Santana þjálfar Palmeiras TELE Santana, fyrrum landsliðsþjálfari Brasiliu, hefur tekið að sér þjáifun hjá brasilíska félaginu Palmeiras. Santana hef- ur ekki verið starfandi þjálfari í næstum ár vegna veikinda. Hann þjálfaði brasilíska landsliðið frá 1982 til 1986 og er þekktur fyrir sóknarknattspyrnu. Haft hefur verið eftir honum að betra sé að tapa leik ef spiluð er skemmtileg sóknarknatt- spyrna en vinna leikþar sem leikinn er stífur vamarleikur. Hann hætti sem þjálfari Sao Paulo snemma á þessu ári vegna veikinda og tók ekki tilboði Fluminense um að gerast þjálfari þess I síðustu viku. Hann tekur við Palmeiras í febrúar þegar nýtt keppnistímabil hefst í Brasilíu. Forveri hans í starfí er Vanderley Luxemburgo. Reuter BRYANT Stlth hjá Denver kann greinilega vel við boltann en Mitch Richmond hjá Kings reynir að trufla hann. Páll Kolbelnsson KORFUKNATTLEIKUR Stærsti sigur Detrort í sjö ár 16 stig og tók 10 fráköst. Suns hefur ekki tapað fyrir Bullets síðan 9. mars 1988 - unnið 17 leiki í röð. Rod Strickland var stigahæst- ur í liði Bullets með 20 stig og tók auk þess 11 fráköst. Denver Nuggets náði loks að sigra eftir tíu tapleiki í röð er liðið mætti Sacramento Kings, 95:79. Ervin Johnson var með 18 stig og Antonio McDyess 17 fyrir Nug- gets. Mitch Richmond var allt í öllu hjá Kings með 32 stig, en lið- ið notaði aðeins sjö leikmenn í leiknum. Tyus Edney, Billy Owens, Lionel Simmons og Corliss Will- KNATTSPYRNA iamson léku ekki með vegna meiðsla. Sam Perkins skoraði 25 stig og tók níu fráköst og Shawn Kemp 22 fyrir Seattle sem vann Portland 106:102. Isaiah Rider var með 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Port- land og Kenny Anderson 21 stig. Golden State vann Minnesota 123:96 á heimavelli þar sem Joe Smith gerði 19 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og tók auk þess 12 fráköst. Latrell Sprewell kom næstur með 25 stig og Chris Mull- in 16. Tom Gugliotta var stiga- hæstur í liði gestanna með 20 stig. Fékk 28 millj. króna í bætur ENSKI knattspyrnumaðurinn Brian McCord, sem varð að leggja skóna á hill- una fyrir þremur árum eftir að gróflega hafði verið brotið á honum í leik, voru í gær dæmdar um 28,1 miljj. kr. í sárabæt- ur. Þetta er í fyrsta sinn sem bætur eru greiddar í svona máli á Englandi en tál þessa hefur öllum sambærilegum málum verið vísað frá. McCord lék með Stockport í 2. deild og átti atvikið sér stað í leik við Swansea. Hann einbeitti sér að boltanum en mót- heiji hans „tæklaði“ hann illa með fyrr- nefndum afleiðingum. Lögfræðingur McCords sagði dóminn mikilvægan áfanga því ekkert kerfi væri í gangi þar sem leik- menn gætu leitað réttar sins í ámóta tilfell- um. Han sagði tíma til kominn að íþrótta- hreyfingin kæmi á einhverju slíku kerfi til að ekki þyrfti að fara til dómstóla. „Nú get ég hlakkað til jólanna en ég vildi miklu frekar að knattspyrnuferillinn hefði haldið áfram,“ sagði McCord, sem er 28 ára og í sjúkraþjálfaranámi. Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle stendur í stórræðum Byggir nýjan völl og fer á hlutabréfamarkað Detroit Pistons vann stærsta sigur sinn í sjö ár er liðið sigr- aði New York Knicks 112:78 í fyrrinótt. Lindsey Hunter var stigahæstur í liði Pistons með 28 stig og Grant Hill náði þrefaldri tvennu, gerði 17 stig, tók 10 frá- köst og átti 11 stoðsendingar. „Þetta var næst því að spila full- kominn leik,“ sagði Hill sem náði þrennunni í 12. sinn á ferlinum. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Liðið hefur nú meira en 50 prósent vinningshlut- fall og er það í fyrsta sinn síðan 15. apríl 1992. John Starks var með 15 stig fyrir Knicks og Char- les Oakley 14. Shaquille O’Neal var í miklu stuði og gerði 41 stig og tók 13 fráköst fyrir LA Lakers sem vann Milwaukee Bucks 111:105 á úti- velli. Glenn Robinson var einnig mjög góður og gerði 42 stig. Eld- en Campbell og Eddie Jones voru með 19 stig hvor og Nick Van Exel 18. Vin Baker var með 25 stig og 10 fráköst fyrir heima- menn. Reggie Miller fór fyrir Indiana er liðið vann Orlando 102:95 í tví- framlengdum leik. Hann gerði 34 stig og þar af fimm í síðari fram- lengingu. Penny Hardawy og Nick Anderson léku ekki með Orlando vegna meiðsla. Terrel Brandon gerði 28 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann New Jersey 99:81. Kerry Kittles var með 20 stig fyrir Nets, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Phoenix Suns sigraði Washing- ton Bullets 114:107 og gerðu John Williams og Michael Finley 22 stig hvor og Danny Manning var með Enska úrvalsdeildarfélagið New- castle tilkynnti í gær áform um byggingu nýs vallar í nágrenni við St. James’ Park og staðfesti að félagið færi á hlutabréfamarkað eftir áramótin. Sótt hefur verið um lóð fyrir nýjan völl sem á að taka 55.000 áhorfendur í sæti og er áætlaður kostnaður um 65 millj. punda (um 7,3 milljarðar kr.) en stefnt er að því að breyta núver- andi mannvirki í íþrótta- og afþreying- amiðstöð innanhúss. Knattspyrnan verður æ vinsælli í sjónvarpi og hafa háar upphæðir verið greiddar fyrir einkarétt frá leikjum. Þetta hefur ekki farið framhjá fjár- festum og hafa stöðugt fleiri félög farið á hlutabréfamarkað. Manchester United gerði það fyrir fimm árum og er eitt af 250 stærstu fyrirtækjum Bretlands en gjarnan er litið á það sem fyrirmynd hvernig eigi að sameina fjármögnun og árangur á knatt- spyrnuvellinum. Síðan Kevin Keegan tók við stjóm- inni hjá Newcastle hefur liðið styrkst með hveiju ári og þykir með þeim skemmtilegri í úrvalsdeildinni. Völlurinn tekur 36.000 áhorfendur en eftirspurnin er meiri og segja talsmenn félagsins að nýr og stærri völlur sé óhjákvæmileg- ur til að verða við óskum stuðnings- manna. Umhverfissinnar hafa hins veg- ar mótmælt hugmyndum félagsins og vilja hafa umræddan garð eins og hann er en talsmenn Newcastle sögðu að með breyttu fyrirkomulagi mynduðu gamli völlurinn og nýja mannvirkið heild sem nýttist öllum íbúum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.