Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ : 4 C SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 FERÐALÖG HATT ARNIR eru af öllum stærðum og gerðum en mest bar þó á eftirlíkingum af loðhöttum. Tælenskt á leið á Norður- pólinn í NÓVEMBERHEFTI tíma- rits tælenska flugfélagsins Sawasdee er farið lofsam- legum orðum um veitinga- staðinn Me Nam Kwai við Laugaveg 11 í Reykjavík. Greinin ber yfirskriftina The Hottest Restaurant in Iceland, eða heitasta veit- } t i ingahúsið á íslandi og bygg- ist á spjalli við eigendurna, Boga Jónsson og tælenska eiginkonu hans Narumon Sawangjaitham eða Nok eins og hún er oftast sögð kölluð. Stiklað er á stóru um upphaf rekstursins fyrir fimm árum þegar þau hjón seldu mat til að taka með heim. Andrúmsloftinu í veit- ingasalnum, sem þau opn- uðu fyrir rúmum tveimur árum á hæðinni fyrir ofan er lýst gaumgæfilega, rétt- irnir eru sagðir gómsætir og þjónustan góð. Sóllii sem vlll ekkl síga í sæinn í rólegrl borg Undirtitill greinarinnar segir að ferðamenn geti nú andað rólega því þeir geti gætt sér á gómsætum tæ- lenskum réttum á leiðinni á Norðurpólinn. Efalitið á umfjöllunin, sem spannar tvær blaðsíður, eftir að reynast góð landkynning fyrir ísland því talið er að farþegar Sawasdee hafi ver- ið 800 þúsund í nóvember. Meðal annars er sagt frá risastórri mynd af Boga og Nok utan á veitingastaðn- um. Hermt er að Reykjavík sé norðlægasta höfuðborgin og ein sú rólegasta. Suz- annne Ingelbrecht höfundur greinarinnar virðist hafa verið hér í sumar og furðar sig á tregðu sólarinnar til að síga í sæinn. Höfundurinn á erfitt með að ímynda sér að létt sé að reka Thailenskan veitinga- stað í hundrað þúsund manna borg, en getur sér til að það sé auðveldara fyr- ir alúðlega eigendur eins og Boga og Nok. ■ The Hottest Restaurant in lceland Innrkrs can tcts\. fom yam kuajt ískí o!hu fioy Tltí delicai anr n»v araildbíe oo y»iur Ui thc Nprth ftác Brtowst hminoB k: U «f ml pcr* *a f1 *™»r fc* ««« *w fcMr. IK' ik.xMÍm ■■ m -X.*' j-JrK ll«n ia JCrxVIítiV. «»» aurdkiV li tix •» jíir. 1 njiij. («( KIL AtOn (v-a^ÍMnnl ÚUC ikK kmI cak wíjNi Ww ia lli hmtd miith * «.t , xirU. Cv- totlt Oi tyrU KttaMit |vvyv W* 1» tot» Mxpiv. wtttnMnf t> rit. pL w- jjrt (W» ég bar upp spurninguna, hvort ég mætti taka af henni hattamynd bandaði hún mér ergileg frá sér og hvæsti: „I hate you.“ Svo strunsaði hún framhjá. Ég tók þetta ekkert nærri mér. Ég skildi kon- una vel, hún hataði mig ekki persónu- lega heldur blaðamenn almennt. Þetta hefur líklega verið fræg kona, hugsaði ég, eða kannski leiddust henni jólainn- kaupin. Hatturlnn skapar helldarsvlpinn Það er löngu vitað að breskar konur eru afar veikar fyrir höttum. Það er líka vel þekkt staðreynd að Bretar kunna sig manna best í alls kyns siðum og venjum. Sagt hefur verið að hatturinn skapi hinn fullkomna heildarsvip, hann sé eins og punkturinn yfir i-ið. Breskar konur vita þetta og klæðast því höttum við öll tækifæri. Þegar þær fara út í búð, í brúðkaup eða á veðreiðar. Fræg- asta og tilkomumesta hattasýning ver- aldar er á Ascot veðreiðunum ár hvert. Á Ascot gefur að líta glæsilegt og hug- myndaríkt samsafn hatta, sem er heims- pressunni yrkisefni í hvert sinn. Sú sýn- ing sem ég varð vitni að þarna úti á götunni var auðvitað ekki svipur hjá sjón miðað við þau ósköp, en ágæt samt. ÞAÐ var hálf hráslagalegt í London þegar ég var þar á dögunum, fremur kalt (þó ekki eins kalt og hér) og það rigndi einn daginn. Menn flýttu sér á milli staða dúðaðir vetrarfatnaði, 'úlpum, kápum, þykkum frökkum eða jökkum. Eina stúlku sá ég sem skar sig úr fjöldanum, hún var í jólasveinakápu. Já, ég tel að það sé ekki hægt að kalla þessa flík neitt annað en jólasvein- akápu. Hún var skærrauð með hvítri líningu og líktist því hefðbundnum jóla- sveinabúningi nema hvað kápan var stutt og aðskorin í mittið. Það var vídd í kápunni að neðan þannig að faldurinn sem var rúnnaður á köntunum bylgjað- ist skemmtilega fyrir ofan hnén þegar stúlkan gekk. Við kápuna klæddist hún -þröngum, svörtum leðurstígvélum. Jólasveinabúningar hafa aldrei þótt sérlega þokkafullur klæðnaður en þessi kápa stúlkunnar var mjög kvenleg, nán- ast „sexý“! Stúlkan var að flýta ser nið- ur í neðanjarðarlestina. Líklega að koma úr vinnunni, kannski af einhverri skrif- stofunni í grenndinni. „Munur að eiga fatnað við hæfi,“ hugsaði ég svolítið öfundsjúk, þar sem ég arkaði framhjá konuni með pokann sinn sem geymdi jólagjafir handa ættingjum og vinum. Af öllum stærðum og gerðum Það var reyndar ekki jólasveinabún- ingurinn sem átti að verða aðal umræðu- efnið heldur sá fatnaður sem fylgir oft hefðbundnum vetrarfatnaði en það eru höfuðföt. Ég er því komin langt út fyr- ir efnið ... Þar sem fólkið gekk í stríðum straumi fram hjá mér sá ég annað sem Breskar konur hafa löngum þótt ur Einarsdóttir var í London og kannaði hattavalið hjó konunum sem hún só úti ó götu. vakti athygli mína. Það voru hattar sem allflestar konurnar voru með á höfðinu. Hattar af öllum stærðum og gerðum. Sumir voru eins og eftirlíking af loðhött- um með tígrisdýra-, dalmatíuhunda- eða hlébarðamunstri, aðrir voru úr ull með flísáferð, eða barðastórir flókahattar og hattar úr flaueli með ýmsu sniði. Fræg- asti hattahönnuðurinn í London um þessar mundir heitir víst Philip Treacy og rekur eigin verslun í London. Auðvitað var kalt úti en eitthvað meira bjó að baki áhuga kvennanna á höttum, hugsaði ég. Ef hattar væru ekki í tísku væri ekki nokkur þeirra með hatt. Þegar þeirri niðurstöðu var náð ákvað ég að mynda þetta fjölskrúð- uga hattaval. Stöðvaði snarlega konur sem voru að flýta sér að gera jólainn- kaupin. Allar voru þær jafn vingjamleg- ar þrátt fyrir annríkið; það var ekkert mál að leyfa blaðamanni af norðurhjara veraldar að mynda sig. Ein undanteking var á þessu. Sú var glæsileg kona á sextugsaldri. Á höfði hennar trónaði myndarlegur, köflóttur hattur og hún var i kápu í stíl. Ég sá reyndar þegar ég kom nær konunni að hún var alltof mikið máluð, en hvað með það. Þegar Hattar í London

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.