Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ IDESEMBER árið 1839 kom nýr konungur til valda í Danmörku, Kristján átt- undi. íslendingar gripu tækifærið og sendu menn á fund konungs til að athuga hvort hann væri nokkru fúsari en fyrirrennar- inn að stofna sérstakt ráðgjafar- þing á íslandi. Nokkru síðar eða í maí gaf konungur út bréf þar sem hann bað embættismenn sína á íslandi að athuga hvort ekki væri rétt að stofna þar ráðgjafar- þing. Margt var eftir að ákveða varðandi þetta nýja þing. Jón Sig- urðsson hellti sér út í umræður og deilur um þetta með löndum sínum í Kaupmannahöfn. Um tíma stóð til að Jón gengi í félag sem gaf út Fjölni en þar sem hann var mjög einþykkur gat hann ekki sæst á að vera í félagi með mönnum sem kröfðust þess að Alþingi yrði staðsett á Þingvöll- um, en hann taldi skynsamlegra að hafa þingið í Reykjavík. Vegna þessa ágreinings hóf Jón Sigurðs- son og hópur manna með honum að gefa út nýtt tímarit í Kaup- mannahöfn árið 1841 og kallaði það Ný félagsrit. Á þessu árum eftir stofnun Nýrra félagsrita varð Jón almennt viðurkenndur helsti stjórnmálaleiðtogi íslendinga, bæði í Kaupmannahöfn og heima á íslandi. Konugur gaf út lög árið 1843 um stofnun Alþingis á íslandi. Tuttugu menn átti að kjósa úr hinum 19 sýslum landsins en kon- ungur tiinefndi sex þeirra. Jón var kosinn af fæðingarsýslu sinni, Isa- fjarðarsýslu, með 50 atkvæðum af 52 mögulegum. Jón lagði mikla áherslu á að áheyrendum yrði heimilað að fylgjast með umræðum á þinginu og þingmenn töluðu íslensku. Al- þingi kom fyrst saman árið 1845 í Reykjavík. Jóni varð ljóst að stofnun Alþingis var aðeins áfangi en hann var þó ekki svartsýnn um framhaldið. Árið 1848 urðu konungsskipti í Danmörku. Hinn nýi konungur hét því að leggja einveldi sitt niður og hefja undir- Jón Sigurðsson - Niðurlag Sómi íslands, sverð og skiöldur eftir Birki Jóhannsson búning að stjórnarskrá. íslending- um lofaði konungur að ekki skyldi ákveðið nema ísamráði við þá hvemig stjóm íslands yrði háttað í framtíðinni. 5. júní 1849 var þingbundinni konungsstjórn komið á í Dan- mörku. Jón sagði að nú ætti ís- lenska þjóðin að fá vald yfir ís- landi fyrst konungur hefði sagt upp einveldi sínu, því íslendingar hefðu gengist undir stjórn Nor- egskonungs en ekki þings né ráð- herra og skipti það ekki máli hvort konungur flyttist til annars Iands. Danska stjórnin svaraði þessu hvorki af né á en ákvað að halda sérstakt þing um málið í Reykja- vík. Þing þetta var haldið sumarið 1851 og kalla þjóðfundur. Fulltrúi konungs á fundinum var stiftamt- maðurinn yfír íslandi, Jörgen Ditlev Trampe. Danastjórn sendi 25 manna herflokk til Reykjavíkur sem átti að bæla niður uppreisn ef með þyrfth Þess þurfti ekki. En fulltrúar íslendinga á fund- inum undir stjórn Jóns Sigurðs- sonar lögðu fram frumvarp sem var gjörólíkt því sem Danir höfðu hugsað sér. Samkvæmt því átti Alþingi að fá löggjafarvald í inn- anlandsmálum Islands. Ráðherra- valdið átti að vera í höndum ís- lenskra ráðherra fyrir utan einn mann sem átti að hafa sæti í ríkis- stjóm Dana í Kaupmannahöfn. Þeir urðu fyrir vonbrigðum því mælt var að sömu grundvallarlög yrðu í Danmörku og Islandi. Ekki var gert ráð fyrir löggjafarvaldi Alþingis, heldur ættu íslendingar að kjósa sex menn á danska þingið. Fleira var í danska frum- varpinu sem íslend- ingar gátu ekki sætt sig við. Þegar fundur- inn hafði staðið í fímm vikur, kvaddi Trampe sér Jón hljóðs og skammaði Sigurðsson fundarmenn fyrir að eyða tíma sínum til einskis og lýsti því yfir í nafni konungs að fundinum væri slitið. Áður en hann hafði sleppt orðinu rauk Jón á fætur og bað um að fá orðið til að veija gerðir fundarmanna. Því var neitað af forseta þingsins. Og þegar konungsfulltrúi stóð upp úr sæti sínu sagði hann: Ég vona að þingmenn hafi heyrt að ég hef slitið fundi ínafni konungs. I því tók Jón til máls og sagði: Og ég mótmæli ínafni konungs ogþjóð- ar þessari aðferð, og ég áskil mér rétt til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri sem hér er höfð íframmi. Þá risu allir þingmenn úr sæt- um sínum og sögðu í einu hljóði: Vér mótmælum allir. Allan þennan tíma var Jón leið- togi íslendinga. Hann bjó í Kaup- mannahöfn með konu sinni og lifði að mestum hluta á ritstörfum. Hann var lengi forseti Kaup- mannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og forseti Al- bingis. Af þeim tveim störfum fékk hann titilinn for- seti, og enn er talað um hann sem Jón Sigurðsson forseta eða Forsétann. Þau hjónin gerðu mikið til að halda saman fé- lagsskap íslendinga í Kaupmannahöfn og höfðu jafnan opið hús á miðvikudagskvöld- um. Árið 1873 var Þingvallafundur haldinn fýrir Alþingi. Fundurinn samþykkti að ísland og Danmörk ættu að hafa sama konung en ekki annað samband og Alþingi fengi fullt löggjafar- vald og fjárforræði. Alþingi sam- þykkti frumvarp sem var þessu líkt. Afskipti Jóns Sigurðssonar af stjómmálum minnkuðu mjög eftir 1874 enda var hann kominn yfír sextugt og heilsu hans farið að hraka. Þá hafði Jón í rúmlega þijá áratugi mótað stefnu og bar- áttuaðferðir Islendinga og hafði talsverður árangur náðst. Islend- ingar héldu sér lengi við hvort tveggja og það bar þann árangur að landið fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt land 1944. Ljóst er að stefna Jóns og baráttuað- ferð hans hlutu viðurkenningu landsmanna fyrir 1874. Jón sat síðast áþingi árið 1877 og var kosinn forseti þess en tók aldrei til máls. Heilsu Jóns hrakaði mjög 1877 og fór hann að missa rænu og minni. Jón andaðist hinn 7. desember 1879 os var iarðsettur hinn 13. desember að viðstöddum flestum íslendingum í Kaup- mannahöfn og ýmsum stórmenn- um. Ingibjörg dó 9 dögum seinna pg var jarðsett á Þorláksmessu. Islendingar í Höfn gáfu silfursveig með eftirfarandi áletrun á kistu Jóns: Jón Sigurðsson fæddist 17. júní 1811 kvængaðist 4. desember 1845 dó 7. desember 1879. Óskabarn íslands sómi þess, sverð og skjöldur. Kistur þeirra hjóna voru teknar upp næsta vor, fluttar til íslands og látnar í jörðu í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík 4. maí 1880. Var þetta gert að ósk Jóns. Þegar ég velti fyrir mér persónunni Jóni Sig- urðssyni, er ekki hægt að segja annað en hann hafí lifað eftir eigin hugsjónum og gert það sem honum sýndist burt séð frá því hvað öðrum fannst. Hann bjó í Kaupmanna- höfn við nám árum saman án þess að Ijúka háskólaprófí, en á meðan bjó Ingibjörg, kona hans, heima á íslandi og beið eftir að hann segði henni að koma til sín. Hann virðist hafa verið einþykkur maður og lét illa að gefa eftir af kröfum sínum til að komast að samkomulagi. Ef til vill voru það þessi persónuleikaeinkenni sem þurfti til að vinna það þrekvirki sem hann vann í sjálfstæðisbarátt- unni. Það er ótrúlegt, að sveita- strákur af Vestfjörðum skuli hafa unnið það verk að sigra dönsku stjórnina í fyrsta áfanga að sjálf- stæði íslendinga. Eftir að hafa lesið um Jón Sig- urðsson finnst mér hann hafa sloppið vel frá lífínu. Kosturinn við lífsmáta Jóns var sá, að hann gerði það sem honum sýndist, en ókosturinn, að hann tók lítið sem ekkert tillit til annarra ef honum bauð svo við að horfa. Biðinni er lokið! HALLO, Stekkjastaur, ég er búin að bíða mjög mikið eftir þér, skrifaði Andrea Andrésdóttir, 7 ára, aftan ,é þessa mynd. Jólasveinarnir vita sem er, að þið eruð öll búin að BÍÐA MJÖG LENGI eftir þeim hverjum og einum, en með komu Kertasníkis í dag, aðfangadag, 24. des- ember, er biðinni lokið að þessu sinni. Dúkku- vagninn GETIÐ þið aðstoðað stúlkuna við að komast leiðar sinnar að dúkkuvagninum? Jólin koma ANDREA Rós, 7 ára, gerði þessa fallegu jólamynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.