Morgunblaðið - 28.12.1996, Page 4
KNATTSPYRNA
Meistaramir
herða róðurínn
Iverson
skoraði tvö
NORSKI landsliðsmað-
urlnn Steffan Iverson
byrjaðl vel með Tott-
enham á Whlte hart
Lane, skoraðl tvö
mörk í slgurlelk gegn
Southampton, 3:1. Hér
geystist hann með
knöttlnn framhjá
Ulrlch van Grobbel og
Francis Banall.
Reuter
Coventry, varði vítaspymu frá Gary
Kelly. Noel Whelan, fyrrum leik-
maður Leeds, var rekinn af leik-
velli og léku leikmenn Coventry því
tíu síðasta hluta leiksins. Þess má
geta að Anthony Yeboah kom inná
sem varamaður hjá Leeds þegar
tuttugu mín. voru til leiksloka.
Iverson byrjaði vel
Norðmaðurinn Steffen Iverson
byijaði vel með Tottenham, skoraði
tvö mörk þegar liðið skellti South-
ampton, 3:1. Iverson skoraði fyrra
markið sitt eftir aðeins 53 sek.
Danski landsliðsmaðurinn Alan Ni-
elsen skoraði þriðja mark Totten-
ham. Matthew Le Tissier, sem kom
inná sem varamaður, skoraði mark
Southampton.
„Þetta var langþráður og kær-
kominn sigur hjá okkur. Ég er mjög
ánægður með framgöngu Juninho,
sem skoraði tvö mörk,“ sagði Bryan
Robson, knattspyrnustjóri Middl-
esbrough, eftir að lið hans hafði
lagt Everton að velli, 4:2. Staðan
var jöfn í leikhléi, 2:2. Brasilíumað-
urinn Juninho gerði síðan út um
leikinn með tveimur mörkum á 58.
og 75. mín.
Sheffield Wed. og Arsenal skildu
jöfn, 0:0. Leikmenn Sheff. Wed.
hafa ekki tapað síðustu tíu leikjum
sínum, gert átta jafntefli og unnið
tvo leiki.
■ Úrslit / B2
■ Staðan / B2
MEISTARAR Manchester Un-
ited hafa sýnt það að undan-
förnu, að þeir ætla ekki að
gefa eftir meistaratitilinn
átakalaust - lögðu Nottingham
Forest örugglega að velli, 0:4,
~ á City Ground í Nottingham.
Leikmenn United hafa hert róð-
urinn, skorað níu mörk í síð-
ustu tveimur leikjum sínum og
eru komnir í þriðja sæti.
David Beckham kom United á
bragðið á City Ground, skor-
aði eftir 21 mín. eftir sendingu frá
Ryan Giggs. Nicky Butt bætti öðru
marki við fyrir leikhlé og í seinni
hálfleik skoraði Norðmaðurinn Ole
Solskjær, hans tíunda mark í vetur,
og smiðshöggið á sigurinn rak Andy
Cole, sem kom inná sem varamað-
urt og lék sinn fyrsta leik síðan
hann fótbrotnaði í leik gegn Liv-
erpool í byijun keppnistímabilsins.
Ekki er hægt að segja að Nigel
Clough hafí átt góða endurkomu á
City Ground, lék fyrsta leik sinn
þar með Forest síðan hann var seld-
ur til Liverpool fyrir þremur og
hálfu ári.
Liverpool
saknaði Fowlers
Liverpool varð að sætta sig við
jafntefli gegn Leicester á Anfield
Road, 1:1. Það var greinilegt að
heimamenn söknuðu Robbie Fowl-
^ er, sem gat ekki leikið vegna
fneiðsla á ökkla. Sóknarleikur
þeirra var bitlaus. Steve Claridge
skoraði fyrir Leicester á 76. mín.,
Stan Collymore jafnaði fyrir Liv-
erpool fjórum mín. síðar - sendi
knöttinn í netið af stuttu færi, hans
sjöunda mark á keppnistímabilinu.
Blackbum
lagði Newcastle
30.398 áhorfendur mættu á
Ewood Park í Blackburn, til að sjá
fyrrum hetju sína, Alan Shearer,
leika með Newcastle. Shearer og
félagar, sem hafa ekki fagnað sigri
í sjö síðustu leikjum sínum, riðu
ekki feitum hesti frá viðureigninni
við Blackburn, sem vann 1:0. Kevin
Gallacher skoraði sigurmarkið á 75.
mín. af stuttu færi við mikinn fögn-
uð áhorfenda - spyrnti knettinum
aftur fyrir sig og í netið, af stuttu
færi. Shearer var bókaður í leikn-
um, fyrir brot á Jeff Kenna.
ítalinn Gianfranco Zola skoraði
bæði mörk Chelsea, sem vann
óvæntan sigur á Aston Villa á Villa
Park, 0:2. Zola, sem hefur skorað
þijú mörk í tveimur síðustu leikjum
Chelsea, skoraði mörkin með stuttu
millibili í seinni hálfleik og voru þau
ódýr.
Leikmenn Coventry gerðu góða
ferð til Elland Road í Leeds, þar
sem þeir fögnuðu sigri, 1:3. Brian
Deane kom heimamönnum yfir á
níundu mín., en Derren Huckerby
jafnaði fyrir Coventry á 30. mín.
með glæsimarki, sem minnti menn
á mark sem George Best skoraði
fyrir Man. Utd. gegn Sheffield Utd.
fyrir 25 árum - hann lék skemmti-
lega á varnarmenn Leeds og sendi
knöttinn efst upp í markhornið.
Dion Dublin skoraði annað mark
Coventry með skalla níu mín. síðar,
eftir hornspyrnu. Gary McAIlister,
fyrrum leikmaður Leeds, gull-
tryggði sigurinn með marki úr víta-
spyrnu, aðeins mín. síðar.
Steve Ogrizovic, markvörður
Vogts velur Ijóra Þjóð-
verja í Evrópuúrvalið
Berti Vogts, landsliðsþjálfari
Þýskalands, og Rinus Mich-
els, fyrrum landsliðsþjálfari Hol-
lands, hafa valið fjóra leikmenn
úr Evrópumeistaraliði Þýskalands
í Evrópuúrvalið, sem leikur gegn
Afríkuúrvali í Lissabon í Portúgal
29. janúar. Það eru þeir Matthias
Sammer, knattspyrnumaður árs-
ins 1996 í Evrópu, Júrger Klins-
mann, Christian Ziege og Andreas
Möller.
Annars er Evrópuliðið skipað
þessum leikmönnum:
Markverðir: Seaman, Englandi
og Schmeichel, Danmörku.
Varnarmenn: Sammer, Þýska-
landi, Ferrara, Ítalíu, Maldini, ít-
alíu, Ziege, Þýskalandi, Latal,
Tékklandi og Neville, Englandi.
Miðjumenn: Deschamps, Frakk-
landi, Desailly, Frakklandi,
Nedved, Tékklandi, Ronald de
Boer, Hollandi, Boban, Króatíu,
McManaman, Englandi, Del Pi-
ero, Ítalíu, Rui Costa, Portúgal
og Möller, Þýskalandi.
Sóknarleikmenn: Klinsmann,
Þýskalandi, Boksic, Króatíu, Pinto,
Portúgal og Shearer, Englandi.
Robson svar-
ar gagnrýni
BRYAN Robson, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, hefur
svarað ganrýni Fabrizio Ra-
vanellis þess efnis að æfingar
væru slakar hjá félaginu og
hann þyrfti að sækja séræfing-
ar til að halda sér í keppnis-
formi. Hann sagði ekkert vera
satt í að Ravanelli byggi við
skertan hlut hjá félaginu.
„Hann stundaði æfingar á eig-
in vegum rétt á meðan við vor-
um að leika æflngaleiki fyrst
eftir að hann kom til félagsins,
en allar götur síðan hefur hann
æft af krafti með liðinu og
ekki verið á eigin vegum,“
sagði Robson. Hann viður-
kenndi að vissulega æfðu lið á
Englandi á annan hátt en á
Italíu en það væri gert vegna
þess að félögin byggju við aðr-
ar aðstæður og ólíka niðurröð-
un leikja, þar sem u væri
aðeins leikið um helgar á ítal-
íu. „Niðurröðun leikja í Eng-
landi tekur sinn toll hjá leik-
mönnum. Ef leikmenn æfa of
mikið kemur það niður á
frammistöðu þeirra í leikjum
þar sem þeir þurfa oft að leika
tvo leiki á viku.“
ErTrtt hjá
Aston Villa
LEIKMENN Aston Villa, sem
töpuðu óvænt heima fyrir
Chelsea á ViJIa Park, eiga erf-
iðan róður framundan. Þeir
mæta Arsenal á Highbury í
dag, Manchester United á Old
Trafford 1. janúar, Newcastle
á Villa Park 11. janúar og Li-
verpool á Anfield Road 18. jan-
úar. Lið Aston Villa er sterkt
og ef það kemur vel út frá
þessum leikjum, er það til ails
liklegt.
Mm
FOI_K
■ PATRICK Vieira mun leika
með Arsenal gegn Aston Villa á
Highbury í dag, þar sem hann
hefur tekið út tveggja leikja bann.
■ DAVID Platt leikur ekki með
Arsenal, þar sem hann er meiddur
á hásin. Miklar líkur eru á að
Frakkinn Reme Garde taka stöðu
hans. Það getur svo farið að Mart-
in Keown leiki ekki í vörninni og
Lee Dixon fer í læknisskoðun fyrir
leikinn. Scott Marshall og Andy
Linighan eru tilbúnir að leika.
■ GIANLUCA Vialli leikur á ný
með Chelsea gegn Sheff. Wed. og
þá eru þeir Scott Minto, Frank
Leboeuf og Dennis Wise klárir í
slaginn.
■ NIGEL Clough hjá Nott. For.
nefbrotnaði í leiknum gegn Man.
Utd. og verður frá keppni um tíma.
■ KEVIN Ball, fyrirliði Sunder-
land, verður frá keppni í sex vikur,
þar sem hann kjálkabrotnaði í leikn-
um gegn Derby.
■ ROBBIE Fowler mun leika á
ný með Liverpool gegn
Southampton á The Dell. Hann
gat ekki leikið með liðinu gegn
Leicester, þar sem hann var meidd-
ur á ökkla.
■ ANDY Hinchcliffe, varnarleik-
maður hjá Everton, mun ekki leika
meira með liðinu í vetur vegna
meiðsla á hné.
■ BRYAN Robson, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, hefur hug á
að kaupa Slóvakiumanninn Vlad-
imir Kinder frá Slovan Bratislava
á 114 millj. ísl. kr. Kinder er 27
ára varnarleikmaður. Búið er að
bjóða honum Ijögurra ára samning.