Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG * IFLJÓTU bragði virðist skemmt- analífíð í Miinchen ekki vera í sérstaklega miklum blóma um helgar. Á Marienplatz þar sem vart er þverfótað fyrir fólki á dag- inn sést varla sála eftir að skyggja tekur. Uppábúin og tilbúin í smá- vegis næturrölt fannst mér harla snautlegt um að litást í miðborg- inni á föstudagskvöldi og um leið svolítið ótrúlegt að rúmlega 1,3 milljónir borgarbúar lyftu sér ekki örlítið upp að lokinni vinnuviku. Vitaskuld hefði verið skynsam- legast að kynna sér aðstæður, lesa sér svolítið til og spyrjast fyrir, áður en skundað er í miðbæinn fullviss um að þar sé glaumur, gleði og húllum hæ í hveiju húsi - svona allt í einum pakka. Ég komst fljótt að raun um að því er þveröfugt farið og þótt skemmt- analífið sé mikið og fjölbreytilegt í borginni og ýmsir skemmtistaðir séu í allar áttir út frá Marienplatz, hjarta borgarinnar, er betra að vita nákvæmlega um staðsetning- ar, ella fer drjúgur tími í labb og leit. Ekki þarf þó að ganga langt til að komast í einhvern bjórkjallar- ann. Þeir eru á hveiju strái, sumir með geysistórum görðum sem rúma fleiri þúsund manns. Þótt mikið fjör sé á slíkum stöðum fýsti mig lítt í bjór, söng og trall á bæverska vísu í þetta skiptið og leit ekki einu sinni við í Hofbráu- haus am Platzl sem þykir af öðrum bera, en þar hefur mjöðurinn verið teygaður ótæpilega frá árinu 1644. Ekki lagði ég heldur leið mína í Kínverska turninn í Enska garðin- um þótt í ýmsum ferðapésum sé túristum eindregið ráðlagt að missa ekki af stemmningunni sem þar ræður jafnan ríkjum. Leður- stuttbuxur, tírólahattar og al- mennilegt fyllirí las ég einhvers- staðar. Nachtcafé og tyrkneskur skyndíbitastaður Þrátt fyrir fyrirhyggjuleysið rambaði ég tiltölulega fljótt inn á Nachtcafé við Maximillianstrasse 5, sem reyndist vera stór og mik- ill tískustaður, troðfullur af tísku- Iegu fólki á öllum aldri. Hljómsveit- in Innersoul, ekki ósvipuð The Commitments, hélt uppi fjörinu til klukkan tvö, en dansglöðum gafst lítið svigrúm til að taka sveiflu vegna þrengsla. Nachtcafé er hinn líflegasti staður, sem býður upp á alls konar lifandi tónlist og er op- inn frá níu að kvöldi til sex að morgni Ekki veit ég hvort önnur Morgunblaðið/vþj SCHWABING - Tveir af þremur í The Partycrushers á Alfonso’s Bar. Til vinstri er gítarleikarinn Nick Woodland, gamall starfsfélagi Þóris Baldurssonar frá áttunda áratugnum. Leðurstuttbuxur og tírólahattur ekki nauösynlegur samkvæmisklæönaöur Ætli fólk út ó lífið í Munchen þýðir lítt að skunda beint í bæinn og búast við húllum-hæi í hverju húsi. Betra er að lesa sér til og stefna síðan markvisst á tiltekna staði. Valgeróur Þ. JónsdóHir komst að raun um að skemmtistaðir eru dreifðir í grennd við miðborgina, en í lista- og háskólahverf- inu Schwabing er aðeins spölkorn á milii slíkra staða. hljómsveit tók við eftir klukkan tvö, en þá fannst mér tímabært að halda heim á hótel og fá mér eitthvað í svanginn á leiðinni. Þótt matur væri á boðstólnum í Nac- htcafé fannst mér mannþröngin of mikil til að sitja þar að snæð- ingi. Mér hugnaðist betur að borða á eina skyndibitastaðnum sem var opinn á Kaufingerstrasse. Sá var tyrkneskur og biðu eigendurnir; ÞAÐ ER auðvitað engin list að rata á frægt fimm stjörnu matar- hof eða fletta upp í góðri ferða- handbók og fínna þar matstaði sem mælt er með. En fyrir þá matglöðu veitir það enn ríkari ánægju að fínna sjálfur ódýran matstað með frábærum mat eða mat sem er ein- kennandi fyrir staðinn sem dvalið er á. Með því að hafa nokkrar gull- vægar reglur í huga ætti þetta oft- ast að geta tekist. Reynslunnar að baki þessum ábendingum hefur verið aflað á ferðum um Evrópu og New York en reglumar ættu að nýtast víðar. Það segir sig sjálft að aðeins þeir sem gæddir eru mataráhuga nenna að stússast í því að leita eftir þessum einasta eina matstað og því eru þessar línur skrifaðar handa þeim. Hinir, sem leita sér aðeins að magafyllingu, taka bara áfram það sem hendi er næst. Þollnmæði þrautir vinnur allar - nema kannski hungrið Fyrsta nauðsynlega veganestið er ríkuleg þolinmæði, bæði til að leita, líka þó hungrið sé farið að sverfa að, og vera tilbúinn að taka ekki bara það fyrsta besta. Og ef fleiri en einn er á ferð þurfa við- komandi helst að vera samstiga um að nenna að leita. Við hungrinu Listin aö finna góóa matstaöi í stað þess að leita veitinga- húsa í ferðahandbókum getur ferðamaðurinn reynt að gera eigin uppgötvanir ó þessu sviði. Sigrún Davíösdótfir gefur hér ábendingar sem kunna að létta leitina. er hægt að bregðast með því að bíta á jaxlinn, eða næla sér ein- hvers staðar í bráðlætisbita, en gæta þess jafnframt að eyðileggja ekki matarlystina. Það er reyndar hinn besti vani að gjóa augunum á matseðla, meðan reikað er um ÞAÐ getur þrautin þyngri að finna „réttu“ veitingastaðina á ferðalögum. ÞÓTT mannfjöldi sé jafnan miki hjón og tveir uppkomnir synir, sallaróleg og skrafhreifin meðan ég gerði tyrkneskum pitsum þeirra góð skil. í heildina var ég nokkuð ánægð með kvöldið en ákvað að skipu- leggja betur næsta kvöld til þess að eiga ekki á hættu að ganga um í reiðileysi og vera jafnvel meinaður aðgangur að skemmtistað eins og henti þetta föstudagskvöld. í fyrstu framandi slóðir, svo maður hafi einhveija hugmynd um hvernig landið liggi, hvar sé helst að bera niður, hvernig verði sé hagað og hvað sé boðið upp á. Það getur tvímælalaust borgað sig að spyijast fyrir hjá innfæddum um góðan stað með góðum mat sem er sóttur af heimamönnum. Matar- þjóðir eins og ítalir og Frakkar borða ekki hvar sem er, heldur ekki þó ekkert standi til, og í þess- um löndum getur borgað sig að spyija. Einu sinni kom ég síðla dags á stórt hótel í úthverfí Padova á Italíu þar sem hraðbrautin liggur inn í borgina. Veitingastaður hót- elsins var ekki aðlaðandi, ekkert benti til að nokkur áhugaverður matstaður væri í nágrenninu, klukkan orðin margt, allir orðnir svangir og vonlaust að leita að stað svo ég spurði manninn í afgreiðsl- unni um nálægan stað með góðum heimamat. Maðurinn vísaði mér strax inn í íbúðarhverfi, þar sem við gengum fram á matstað með trébjálkum í lofti, leirflísum á gólfi og allt fullt af símalandi og hlæjandi fjölskyld- um. Á borðum stóðu könnur með einhveiju sem leit út eins og smurn- ingsolía en sem í raun var höfug- asta ólífuolía. Fyrst kom forrétta- vagninn, síðan stóð valið um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.