Morgunblaðið - 08.01.1997, Page 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_L
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 B 3
URSLIT
Handknattleikur
Haukar-Fram 22:22
íþróttahúsið við Strandgötu, fslandsmótið i
handknattleik - 1. deild kvenna, þriðjudag-
inn 7. janúar 1997.
Gangnr leiksins: 3:0, 4:5, 7:7, 9:8, 9:11,
12:12, 13:12, 13:18, 17:19, 17:22, 22:22.
Mörk Hauka: Hulda Bjarnadóttir 8/2, Jud-
ith Ezstergal 8/2, Harpa Melsteð 4, Kristín
Konráðsdóttir 1, Hanna G. Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Sara Frostadóttir 6, Vigdís
Sigurðardóttir 6.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8/6,
Þórunn Garðarsdóttir 5, Sigurbjörg Krist-
jánsdóttir 3, Steinunn Tómasdóttir 2, Hekla
Daðadóttir 2, Svanhildur Þengilsdóttir 2.
Varin skot: Hugrún Þorsteinsdóttir 15/1
(þar af fjögur til mótheija).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Aðalsteinn Örnólfsson og Marinó
G. Njálsson.
Áhorfendur: Um 110.
KR-ÍBV 18:17
Mörk KR: Brynja Steinsen 4, Edda Krist-
insdóttir 3, Selma Grétarsdóttir 3, Sæunn
Stefánsdóttir 3, Kristín Þórðardóttir 3,
Valdís _Fjölnisdóttir 2.
Mörk ÍBV: Sara Guðjónsdóttir 5, Ingibjörg
Jónsdóttir 3, Stefanía Guðjónsdóttir 3,
Man'a Rós Friðriksdóttir 3, Guðbjörg Guð-
mannsdóttir 2, Elisa Sigurðardóttir 1.
■ Eyjastúlkur höfðu forystu fyrir hlé en
gerðu ekki mark fyrstu 12 mínútur í upp-
hafi þess síðari svo að Vesturbæingar náðu
forskotinu, sem þeir héldu fram á síðustu
mínútu. Þá var jafnt en sigurmark KR skor-
aði Brynja Steinsen þegar 8 sekúndur voru
til leiksloka. Leikurinn var ekki mikið fyrir
augað en liðin geta bætt fyrir það um helg-
ina þegar þau mætast á aftur - þá i 8-liða
úrslitum bikarkeppninnar.
Stjarnan - Fylkir 29:20
Mörk Stjörmmiiitr: Ragnheiður Stephen-
sen 6, Ásta Sölvadóttir 6, Rut Steinsen 5,
Björg Gilsdóttir 4, Nína Björnsdóttir 3, Sig-
rún Másdóttir 3, Guðrún Klemensdóttir 2.
Mörk Fylkis: Helga Helgadóttir 6, Helga
Birna Brynjólfsdóttir 6, Ágústa Sigurðar-
dóttir 3, Vigdis Brandsdóttir 1, Sigurbirna
Guðjónsdóttir 1.
■ Staðan var 14:12 Stjörnunni í vil í hálf-
leik.
U- leikja u J T Mörk Stig
HAUKAR 11 9 2 0 285: 186 20
STJARNAN 11 9 0 2 269: 195 18
VÍKINGUR 11 6 2 3 197: 190 14
FRAM 11 5 3 3 218: 195 13
FH 10 5 2 3 202: 190 12
KR 11 5 1 5 194: 213 11
ÍBA 11 3 2 6 214: 249 8
VALUR 10 2 2 6 154: 178 6
ÍBV 11 3 0 8 203: 239 6
FYLKIR 11 0 O 11 192: 293 0
Badminton
Broddi og Vigdís meistarar
Broddi Kristjánsson, TBR, sigraði í einliða-
leik karla á meistaramóti TBR. Hann sigr-
aði íslandsmeistarann Tryggva Nielsen,
TBR, í úrslitum 15/8 og 18/13. Vigdís
Ásgeirsdóttir, TBR, sigraði Elsu Nielsen,
TBR, í úrslitum í einliðaleik kvenna nokkuð
auðveldlega, 11/2 og 11/1.
f tvíliðaleik karla sigruðu Broddi og Árni
Þór Hallgrímsson, TBR. Þeir unnu Tryggva
Nielsen og Njörð Lúdvigsson, TBR, í úrslita-
leik, 15/7 og 17/14. f tvíliðaleik kvenna
unnu Vigdís og Elsa þær Erlu Hafsteins-
dóttur, TBR, og Brynju Pétursdóttur, ÍA,
15/12 og 15/10.
í tvenndarleik sigruðu Árni Þór og Vig-
dis. Þau unnu Brodda og Brynju Pétursdótt-
ur í úrslitum, 15/13 og 15/3.
A-flokkur:
Einliðaleikur karla:
Reynir Guðmundsson, UMFH
Einliðaleikur kvenna:
Áslaug Hinriksdóttir, TBR
Tvíliðaleikur karla: Haraldur Komelius-
son og Skúli Sigurðsson, TBR
Tvíliðaleikur kvenna: Áslaug Hinriksdótt-
ir og Anna L. Sigurðardóttir, TBR
Tvenndarleikur: Orri Árnason og Anna
L. Sigurðardóttir, TBR
Keila
íslandsmótið
1. deild karla:
Keilulandssveitin - Keflavík-a.....8:0
PLS - Keilugarpar..................2:6
Stormsveitin - ET..................8:0
Keiluböðlar - Lærlingar............2:6
KA-a-KR-b........................ 6:2
Úlfamir - Þröstur..................2:6
Efstu lið:
iÆrlingar, 76 stig, Stormsveitin 66, KR-a
60, PLS 58, Keiiugarpar 52, Þröstur 50,
Keilulandssveitin 48.
1. deild kvenna:
Tryggðartröll - Keiluálfar.........2:6
Flakkarar - Afturgöngumar..........2:6
Keilusystur - Bomburnar............0:8
Efstu lið:
Afturgöngurnar 76, Flakkarar 60, Bomb-
umar 42, Tryggðartröll 36.
■Arnar Þórðarson í ET átti hæsta leik
karla, 268, og hann fékk 642 í einni ser-
íunni. Stormsveitin fékk hins vegar 2.447
í einni seríunni og er það besti árangur
vetrarins. Hjá konunum áttu Ágústa Þor-
steinsdóttir úr Aturgöngunum og Elin Ósk-
arsdóttir úr Flökkurum hæsta skor, 222.
Ágústa náði 586 í seríu og Afturgöngurnar
2.146 stigum í einni seríunni.
KORFUKIMATTLEIKUR
Sá stigahæsti kemur ekki
ANDRE Bovaín, stigahæsti
leikmaður úrvalsdeildarinnar,
hefur ákveðið að koma ekki
til liðs við Breiðablik eftir ára-
mótin. Bovain tilkyimti
Breiðabliksmönnum þetta
nýlga og vinna Kópavogsmenn
nú að því að fá annan erlendan
leikmann til liðs við sig.
Fulttrúar sjö liða
í stjömuleiknum
SJÖ félög eiga fulltrúa í árleg-
um stjörnuleik Körfuknattleiks-
sambandsins (KKÍ) sem fram
fer í Laugardalshöll á laugar-
daginn. Flestir leikmenn koma
frá efsta liðinu, Keflavík, fimm
talsins. Fjórir koma frá Grinda-
vík og Haukum, tveir frá Njarð-
vík, KR og ÍR og einn frá Þór á
Akureyri.
Bjjjálfarar liðanna, Sigurður Ingi-
mundarson hjá Keflavík og
Friðrik Ingi Rúnarsson hjá Grinda-
vík, völdu liðin í gær með þeim
hætti að Sigurður valdi fyrst, síðan
Friðrik og svo koll af kolli. Hvor
þjálfari mátti velja þrjá erlenda leik-
menn og jivor um sig mátti aðeins
velja tvo ísiendinga úr sama liðinu.
Forráðamenn KKÍ sögðust von-
ast eftir mörgum áhorfendum enda
væri svo gott sem frítt á leikinn.
Helstu stuðningsaðilar leiksins, Víf-
ilfell og ESSO, sjá svo um að allir
Barkley
fyrstur
CHARLES Barkley, hjá Hous-
ton Rockets, hefur fengið flest
atkvæði í stjörnulið Vestur-
deildarnnar þegar rúmur
mánuður er í leikinn. Barkley
hefur fengið 304.085 atkvæði
í stöðu framherja en Shawn
Kemp hjá Seattle er annar
með 296.090 atkvæði. Þriðji
er Karl Malone hjá Jazz með
202.189 atkvæði.
Félagi Barkleys, Hakeem
Olajuwon sem hefur tekið þátt
í 11 stjörnuleikjum, er með
flest akvæði miðherja,
295.043, og O’Neal hjá Lakers
er annar með 242.447 atkvæði.
John Stockton hjá Jazz er
kominn í annað sætið í vali á
bakvörðum, hefur 192.144 at-
kvæði en efstur á blaði er
Gary Payton hjá Seattle með
218.941 atkvæði.
Stjörnuleikurinn, sem er sá
46. í röðinni, verður sunnu-
daginn 9. febrúar I Gund
íþróttahöliinni í Cleveland.
Byijunarliðin verða tilkynnt
sunnudaginn 26. janúar og
þjálfarar í NBA-deildinni
munu kjósa aðra leikmenn
sem þátt taka í leiknum og
verða úrslit þeirrar kosningar
kunngjörð 28. eða 29. janúar.
Dino Radja
frá keppni
KRÓATINN Dino Rac(ja, einn
besti leikmaður Boston
Celties, fer í skurðaðgerð á
vinstra hné í dag á New Eng-
land Baptist spítalanum og
verður hann ekki orðinn góð-
ur fyrr en eftir þijá til fjóra
mánuði, þannig að hann leik-
ur ekki meira með Boston-lið-
inu I vetur.
ættu að geta séð leikinn án þess
að greiða aðgangseyri. Nóg er að
vera með safnkort ESSO eða koma
með sprite-dós eða -flösku, nú eða
bara miða af sprite-flösku, til að
komast á leikinn.
Miðað við val þeirra Sigurður og
Friðriks má búast við fjörugum leik
þar sem aðaláhersian verður lögð á
sóknina. Þó eru í liðunum varnar-
Lið Sigurdar
Damon Johnson....
Torrey John.......
Shawn Shmith.....
Albert Óskarsson.
Friðrik Ragnarsson..
Hermann Hauksson .
Guðjón Skúlason..
Eiríkur Önundarson.
Marel Guðlaugss..
Pétur Ingvarsson.
SAMHERJAR í
stjörnuleikn-
um. Bakverð-
irnlr Eiríkur
Önundarson
úr ÍR og Guð-
jón Skúlason
úr Keflavík
leika saman í
stjörnuleikn-
um á laugar-
daginn.
jaxlar sem gætu nýst „undir lok
leiksins þegar veijast þarf í einni
sókn,“ eins og Friðrik orðaði það í
gamansömum tón.
Leikurinn hefst í Laugardalshöll
kl. 15 á laugardaginn og í leikhléi
fer fram þriggja stiga skotkeppni
og menn keppa einnig í því að troða
knettinum í körfuna með sem mest-
um tilþrifum.
Sex Borg-
nesingar
íbann
TÓMAS Holton, þjálfari úrvalsdeildarliðs
Skallagríms í Borgarnesi, hefur ákveðið
að setja sex leikmenn sína í eins ieiks
bann vegna agabrota og munu þeir ekki
leika með liðinu gegn KFÍ á ísafirði á
föstudaginn. „Það voru sex leikmenn sem
brutu þær agareglur sem gilda hjá liðinu
og við ákváðum að setja þá í eins leiks
bann. Þetta eru bæði leikmenn sem hafa
leikið mikið með liðinu í vetur og svo
aðrir sem hafa leikið minna,“ sagði Tóm-
as í samtali við Morgunblaðið í gær. Joe
Rhett, hinn nýi bandaríski miðheiji sem
hefur gengið til liðs við Skallagrím, kem-
ur til landsins í dag og mun fara með lið-
inu til Isafjarðar á föstudaginn.
Lið Friðriks
Fred Williams Þór
Herman Myers Grindavík
Tito Baker ÍR
Jón Arnar Ingvarss ..Haukum
Helgi J. Guðfinnss.. Grindavík
Jonatan Bow KR
SigfúsGizurarson.. ..Haukum
Kristinn Friðrikss... ...Keflavík
FalurHarðarson.... ...Keflavík
Páll A. Vilbergss.... .Grindavík
HANDKNATTLEIKUR
HARPA Melsteð úr Haukum var atkvæðamikii gegn Fram í Hafnarfirðl í gærkvöldi og skoraði fjögur mörk.
Morgunblaðið/Þorkell
Heppni með Hauka-
stúlkum gegn Fram
„ÞAÐ var mjög sárt að tapa en f rammistaða okkar í leiknum
lofar góðu fyrirframhaldið,11 sagði Þórunn Garðarsdóttir, einn
besti leikmaður Framliðsins, sem sótti Hauka heim í Hafnar-
fjörðinn í gærkvöldi. Fram lék stórvel og hafði gott forskot
fram eftir síðari hálfleik en glutraði því niður og 22:22 jafn-
tefli varð raunin. „Við vorum of fljótfærar í lokin enda höfum
við lítið getað æft í jólafríinu," bætti Þórunn við.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Morgunblaðið/Golli
Chicago gat sigrað
með 50 stiga mun
Chicago tók Utah í kennslustund
í NBA-deildinni í fyrrinótt og
vann 102:89 en sigurinn hefði getað
orðið mun stærri. „Þeir hefðu getað
sigrað okkur með 50 stiga mun
hefðu þeir viljað," sagði Jerry Sloan,
þjálfari Utah. „Við hefðum getað
farið heim eftir fyrsta stundarfjórð-
unginn." Staðan var 29:15 eftir
fyrsta leikhluta og munurinn var
mestur 26 stig í öðrum leikhluta,
52:26.
Chicago sigraði í fyrstu 12 leikjum
tímabilsins en tapaði síðan fyrir Utah
23. nóvember sl. og hefndi ófaranna
á viðeigandi hátt. Liðið byijaði með
miklum látum og Utah sá aldrei til
sólar. „Góð byijun okkar kom mér
samt á óvart,“ sagði Michael Jordan
sem gerði 13 af 23 stigum sínum í
fyrsta leikhluta, „en við vildum losa
okkur við þá sem fyrst.“
Scottie Pippen var með 24 stig
fyrir meistarana og Dennis Rodman
tók 16 fráköst. Karl Malone skor-
aði 27 stig fyrir gestina og tók 11
fráköst en John Stockton var með
18 stig og 11 stoðsendingar. Utah
byijaði tímabilið vel, sigraði í 17
af fyrstu 19 leikjunum en hefur
tapað sjö af síðustu 13 leikjum.
Portland vann Los Angeles 88:84
og tryggði Kenny Anderson sigur-
inn með þriggja stiga körfu 51 sek-
úndu fyrir leikslok. Hann gerði 15
stig og þar af sex á síðustu 100
sekúndunum. Arvydas Sabonis var
með 24 stig og Isaiah Rider 17 stig.
Shaquille O’Neal fór fyrir Lakers
með 34 stig og 12 fráköst en hann
hitti aðeins úr íjórum af 14 víta-
skotum og skoraði aðeins tvö stig
í fjórða leikhluta.
Þetta var fimmti sigurleikur
Portland í röð en fyrsta tap Lakers
í 11 viðureignum við lið í Kyrra-
hafsriðli.
Charlotte vann Golden State
109:101. Glen Rice setti persónu-
legt met á tímabilinu með því að
skora 39 stig en Anthony Mason
var með 27 stig fyrir gestina, þar
af tvö stig úr vítaskotum 40 sekúnd-
um fyrir leikslok, og Vlade Divac
18 stig. Latrell Sprewell var stiga-
hæstur heimamanna með 26 stig,
Joe Smith skoraði 23 og Mark Price
22 stig en hann minnkaði muninn
í 103:101 þegar 56 sekúndur voru
til leiksloka.
Austrið hafði betur
STJÖRNULEIKUR Evrópu í körfu-
knattleik milli úrvalsliða Austur- og
Vestur-Evrópu fór fram í Istanbul í
Tyrklandi 30. desember. Austurliðið
sigraði með þriggja stiga mun, 117:114.
24 körfuknattleiksmenn sem leika
nieð evrópskum liðum, flestum sem
leika í meistarakeppni Evrópu, tóku
þátt í leiknum. Stigahæstir í liði Aust-
ur-Evrópu voru Nikos Economou sem
gerði 25 stig, David Rivers (19) og
Petar Naumoski (16). Zoran Savic var
allt í öllu hjá liði Vestur-Evrópu og
gerði 30 stig.
Liðin voru þannig skipuð:
Vestur:
Ronny Bayer (Sunair-Ostende), Yann Bonato
(Limoges), Richard Dacoury (Racing Paris),
Henning Hamisch (Alba Berlin), Conrad McCrae
(Teamsystem Bologna), Carlton Myers (Teamsy-
stem Bologna), Sasa Obranovic (Alba Berlin),
Zeljko Rebraca (Benetton Treviso), Antoine Ri-
gaudeau (Pau-Orthez), Delaney Rudd (Villeur-
banne), Stefano Rusconi (Benetton Treviso),
Zoran Savic (Kinder Bologna).
Austur:
Sergei Bazarevich (CSKA Moskvu), Nikos Ec-
onomou (Panathinaikos), Orhun Ene (Ulker
Spor), Panagiotis Fassoulas (Olympiakos), Evg-
eny Kissurine (Cibona Zagreb), Ibrahim Kutluay
(Fenerbache), Petar Naumoski (Efes Pilsen),
David Rivers (Olympiakos), George Sigalas
(Olympiakos), Randy White (Maccabi Tel Aviv),
Jurij Zdovc (Salonika).
■ Þessi leikur verður sýndur á sjónvarsps-
stöðinni Sýn á sunnudaginn kl. 17.30.
ÍBRÚn/R
FOLX
■ GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir
úr Fram, lét sitt ekki eftir liggja
gegn Haukum í gærkvöldi. Hún
skoraði úr öllum vítaköstum liðs-
ins, sex talsins en gerði að auki
tvö mörk án þess að fara í sókn-
ina því hún skoraði tvívegis með
skoti þvert yfír völlinn. „Þeim var
nær að þvælast út úr markinu,"
sagði Guðríður um markverði
Ilauka.
■ AUÐUR Hermannsdóttir í
Haukum og landsliðinu ristar-
brotnaði á landsliðsæfíngu fyrir
jól og gat því ekki spilað í Dan-
merkurferð liðsins. Hún lék ekki
með á móti Fram í gærkvöldi og
verður frá fram í febrúar.
■ ÞURÍÐUR Hjartardóttir úr
Fram er fingurbrotin og gat því
ekki leikið með liði sínu í gegn
Haukum í gærkvöldi.
■ THELMA Árnadóttir úr
Haukum gat ekki leikið með gegn
Fram í gærkvöldi þar sem hún
liggur heima í flensu.
Haukar byijuðu betur en eftir
óburðugan sóknarleik Fram-
stúlkna til að byija með fóru þær
að láta til sín taka
og náðu forskoti sem
þær héldu fram að
hálfleik. Haukar
komust yfir með
fyrsta marki síðari hálfieiks en næstu
tíu mínútur voru Framara, sem sýndu
sínar bestu hliðar með sex mörkum
í röð. Haukar klóruðu í bakkann en
það dugði ekki til því þegar tíu mínút-
ur voru til leiksloka var staðan 17:22,
Fram í vil. En þá var ballið búið.
Haukastúlkur tóku á sig rögg
ákveðnar í að láta ekki stig baráttu-
laust og uppskáru ríkulega þegar þær
jöfnuðu, 22:22, þegar hálf mínúta
var til leiksloka en þá hafði Fram
ekki skorað í 11 mínútur.
„Við vorum heppnar að fá stig en
við ætluðum ekki að sætta okkur við
að missa bæði,“ sagði Harpa Melsteð
úr Haukum, sem átti góðan leik í
gærkvöldi. „Við erum með vængbrot-
ið lið en sýndum að það þarf breidd
til að komast í gegnum deildina. Við
mætum Fram aftur í 8-liða úrslitunum
um helgina og þann leik vinnum við,“
bætti Harpa við en hún, Judith Ezst-
ergal og Hulda Bjarnadóttir báru uppi
leik Hauka. Liðið hefur oft leikið bet-
ur en sýndi engu að síður að það
heldur sínu þó vanti nokkra leikmenn.
Framstúlkur sýndi mikla baráttu
og áttu sigur skilinn fyrir það en
draga verður frá að missa niður fímm
marka forskot í lokin. Hugrún Þor-
steinsdóttir í markinu varði oft vel
og Þórunn Garðarsdóttir átt stórleik
auk þess sem Steinunn Tómasdóttir
og Sigurbjörg Kristjánsdóttir skiluðu
sínu. Guðríður Guðjónsdóttir var
traust í vítunum en hún skoraði úr
þeim öllum.
BADMINTON / EM B-ÞJOÐA
Island mætir Kýpur
Evrópumeistaramót b-þjóða í
badminton hefst í Strasbourg
í Frakklandi á morgun og mætir
ísland Kýpur í fyrstu umferð. Á
föstudag verður leikið við Frakka
en 12 þjóðir í fjórum þriggja liða
riðlum keppa um rétt til að keppa
á Evrópumeistaramóti a-þjóða
næsta ár. Þijár efstu þjóðirnar
vinna sér þátttökurétt í keppninni
að ári en sigurvegarar riðlanna
leika um sætin.
í landsliði íslands eru Árni Þór
Hallgrímsson, Broddi Kristjánsson,
Tryggvi Nielsen, Elsa Nielsen og
Vigdís Ásgeirsdóttir úr TBR og
Ikvöld
Handknattleikur
1. deild karla:
Digranes: HK-KA...........kl. 20
Kaplakriki: FH-Selfoss....kl. 20
Seljaskóli: ÍR-Fram..........kl. 20
Selt.nes: Grótta - Haukar....kl. 20
Hiíðarendi: Valur - Stjarnan.kl. 20
Varmá: UMFA-ÍBV...........kl. 20
1. deild kvenna:
Hlíðarendi: Valur-FH...kl. 18.15
Drífa Harðardóttir sem æfir og
keppir í Danmörku.
Mm
FOLK
■ 32 sóttu um stöðu fram-
kvæmdastjóra Golfklúbbs
Reykjavíkur en staðan var auglýst
um miðjan desember. Hildur Har-
aldsdóttir, sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri GR undanfarin ár
verður það áfram þar til búið verð-
ur að ráða einn þeirra sem sóttu
um.
■ BERGS VEINN Símonarson
sigraði í áramótamóti Golfklúbbs
Borgarness á 36 höggum án for-
gjafar en Björgvin Óskar Bjarna-
son sigraði með forgjöf á 26 högg-
um. Leiknar voru níu holur.
■ ROBERT Horry, leikmaður
Phoenix í NBA-deildinni í körfu-
knattleik, var óánægður með að
vera tekinn út af um miðjan fjórða
leikhluta í tapleik á móti Boston
um helgina. Eftir að hafa skipst á
orðum við þjálfara sinn henti
Horry handklæði í andlit hans og
gekk í burtu. Hann var settur í
tveggja leikja bann án launa og
hefur beðist afsökunar á framferði
sínu.
■ JÚRGEN Klinsmann hefur
ákveðið að vera hjá Bayern
Miinchen út tímabilið en fyrir jól
gaf hann til kynna að hann vildi
fara.
■ CHRISTIAN Ziege fer hins
vegar nokkuð örugglega frá Bay-
ern eftir tímabilið en hann hefur
verið í ströngu námi í ítölsku að
undanförnu og hefur samþykkt að
gera samning við AC Milan til fjög-
urra ára.
■ MIRCEA Radulescu, fyrrum
landsliðsþjálfari Rúmeníu í knatt-
spyrnu, er aftur tekinn við stjórn-
inni hjá Universitatea Craiova,
sem hann þjálfaði 1984 til 1986.
Radulescu tekur við af Emeric
Jenei, sem hætti þegar hann tók
við stöðu aðstoðaríþróttamálaráð-
herra.
■ PEPE Carcelen bauðst til að
segja af sér eftir að Espanyol tap-
aði fyrir Compostela í spænsku
deildinni á sunnudag en stjórn fé-
lagsins ákvað að standa með þjálf-
aranum. Liðið er í 15. sæti í deild-
inni og gangi illa í bikarleiknum
við Sporting Gijon í kvöld verða
þjálfaramálin endurskoðuð.
■ JOEL Quenneville, sem sagði
upp aðstoðarþjálfarastöðunni hjá 'c'
Colorado í NHL-deildinni í íshokkí
á sunnudagskvöld, var ráðinn yfir-
þjálfari St. Louis í gær. Quenne-
ville, sem er 38 ára, lék 803 leiki
með Toronto, Colorado Rockies,
New Jersey, Hartford og Wash-
ington.
■ STUART Pearce, leikmaður
og knattspyrnustjóri Nottingham
Forest, segist vilja fá Nigel
Clough sem aðstoðarmann ef Alan
Hill hættir eins og hann hefur
hótað.
■ SVISSNESKI miðherjinn Adr-
ian Knup, sem hefur leikið með
Galatasaray í Tyrklandi síðan í
fyrra eftir að hafa verið með»
Karlsruhe í Þýskalandi, gekk í
gær til liðs við Basel í Sviss. Þar
hóf hann ferilinn og lék með liðinu
1980 til 1988 en hann hefur gert
26 mörk í 48 landsleikjum.
■ CLAUDIO Biaggio er senni-
lega á förum frá Bordeaux til
San Lorenzo í Argentínu en
franska liðið keypti miðheijann
þaðan sl. sumar fyrir um 100 millj.
kr. Biaggio gerði samning til
þriggja ára en hefur ekki náð að
festa sig í sessi hjá Bordeaux.
Gert er ráð fyrir að hann verði lán-_
aður til San Lorenzo en hann gerði
46 mörk fyrir liðið síðustu þijú
árin sem hann lék með því.
■ MONICA Seles getur ekki var-
ið titilinn á Opna ástralska mótinu
í tennis, sem hefst I næstu viku.
Seles, sem hefur fjórum sinnum
fagnað titlinum í Ástralíu, er fing-
urbrotin. '