Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 1

Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 1
í M’r ■ SIFELLT FLEIRI VIUA BARA BORÐA GRÆIMMETI/3 ■ KYNNI AF FIMM SKÁLDUM/q S FELAG ÞRIBURAFORELDRA/6 ■ LITIL SAGA UM HÍN MÖRGU ANDLIT KONUNNAR/7 ■ TEIKNIMYNDASAGA UM EGIL/8 ■ Morgunlaðið/Kristinn SÝNISHORN úr safni Jónu Þóru Jensdóttur. Smáhlutir af öllu mögulegu tagi til sýnis á bókasafni í BÓKASAFNI Kópavogs er ýmis- legt annað á seyði en leiga á bók- um og blöðum. Þar hafa undanfar- ið staðið yfir sýningar á alls kyns litlum munum í einkaeign íbúa bæjarins. Sýningarnar nefnast einu nafni Smásýningar en skipt er um einkasafn á mánaðarfresti og söfnunargleðin er margs konar. I desember voru til sýnis jólakort frá byrjun 20. aldar en nú getur þar að líta sýningu á yfir 200 eld- spýtustokkum úr safni Jónu Þóru Jensdóttur. Eldspýtur frð Amish-fólkinu Frá sautján ára aldri hefur Jóna Þóra safnað eldspýtustokkum en áhuginn kviknaði þegar hún vann sumarlangt á hóteli í Reykjavík fyrir sjö árum. „Þegar gestirnir fóru skildu þeir oft á tíðum eftir eldspýtustokka, marga ansi skemmtilega og áhugaverða." Eldspýtustokkarnir hennar eru alla vega; ferkantaðir eða í bréfi, íslenskir sem erlendir, gamlir og nýir. Jóna Þóra hefur flakkað tölu- vert um heiminn og alltaf gætt þess að hirða til minja eldspýtu- stokka meðal annars frá skemmti- og veitingastöðum.,, Sá elsti er tæplega tuttugu ára gamall og kemur frá Amish-fólkinu í Pensil- vaníufylki í Bandaríkjunum." Að sögn Jónu Þóru er áhugi hennar á eldspýtustokkum óslökkvandi og ótrauð ætlar hún að safna þeim fram í rauðan dauðann. Persónulegir munir af ýmsum toga „Það er aldrei hörgull á fólki sem vill sýna hér á safninu," segir Inga Kristjánsdóttir, skipuleggjandi Smásýninganna og bókasafnsvörð- ur í Kópavogsbókasafni. „Það eru ótrúlegustu hlutir sem bæjarbúar safna og alltaf kemur einhver fram sem safnar einhveiju áhugaverðu." Safninu áskotnaðist haustið 1995, tveir stórir trékassar með glerloki þar sem ætlunin var að geyma gamlar bækur. „Þess í stað fannst okkur bráðupplagt að aug- lýsa eftir persónulegum munum úr einkasafni fólks svo sett var auglýsing í anddyrið þessa efnis og viðbrögðin létu ekki á sér standa.“ Alls kyns safnarar eiga mögu- leika á að taka þátt í Smásýning- um, að sögn Ingu. „Eina skilyrðið er að hlutirnir komist í kassana en þeir eru hæstir 28 sentímetrar.“ Hlutir tengdir Jóni Sigurðssyni Inga segir einkasöfnin jafnan vekja mikla athygli, yngri jafnt sem eldri bókasafnsgesta, en glerkass- arnir standa við inngang safnsins. „Oftast er reynt að tengja sýning- arnar viðkomandi árstíma, til dæm- is voru í júní sýndir munir sem tengjast Jóni Sigurðssyni forseta, Skipt er um einkasafn á mánadarfresti Eldspýtustokkur sem man fífil sinn fegri. svo sem gamlar ljósmyndir af hon- um utan af sælgætisumbúðum en hann auglýsti um tíma súkkulaði- tegund, myndir frá Hrafnseyri, alls konar bækur úr eigu hans og erfi- ljóð ort af honum.“ Að auki hafa verið til sýnis í bókasafni Kópavogs; pínulítil dúkkuhús, munir tengdir verkalýðs- baráttu Rússlands, gamlir skór, strengjabrúður og smáhlutir í prentarakössum, teskeiðar, frí- merki og fermingargripir, s.s. serví- ettur, kerti og sálmabækur. ■ Gleðin í lífinu HVAÐ er svo glatt sem góðra vinafundur, er gleðin skín á vonarhýrri brá?“ er sungið þegar vinir og ættingar hittast til að skemmta sér saman. Gleðin er tilfinning sem gerir lífið bærilegt og sennilega er það hún sem knýr mannlífið áfram. Völd, ríkidæmi, ást, vinna og hvað- eina virðist missa tilgang sinn og aðdráttarafl vanti gleðina sem af þeim hlýst. „Bros þitt kemur til baka,“ sagði spekingur. Gleðin smit- ar og lífgar en leiðinn dregur ský fyrir sólu. Gleðin er líka skilyrði gjafa og góðmennsku, því annars eru þær ekki það sem þær eiga að vera. Kenningar eru um til stöðu gleðinnar í lífínu og mátt. Einnig um hvernig hún breytist með árunum en flestir öfunda börnin af hæfileika sín- um til að gleðjast. í blaðinu í dag er gleðin til umijöllunar og rætt við fólk um gildi hennar. ■ 2 Sannleikurinn um hunda og ketti? TRÚLEGA rennur sú stund aldrei upp að sálfræðingar hafi ekki úr nógu að moða þegar kemur að rannsóknum á skringilegheitum mannanna. Við Berkeley-háskól- ann í Kaliforníu komust þeir að raun um að eigendur hunda og katta töldu fullvíst að persónu- leiki litlu, sætu og loðnu vinanna sinna væri mjög í likingu við per- sónuleika þeirra sjálfra, þ.e. eig- andanna. í ljós kom að þeir félagslyndu höfðu tilhneigingu til að lýsa gæludýrinu sínu sem mann- blendnara, en það ætti yfirleitt kyn til, og menningarvitarnir sögðu jafnt um kött sinn sem kan- ínu að gáfnafarið væri langt yfir meðallagi. Sálfræðingarnir segja niðurstöðurnar skýra hvers vegna margir koma fram við gæludýr sín eins og mannlegar verur og skírskota til þeirra sem merkja jólakort til vina og vandamanna með loppufari ásamt undirskrift- um sínum, sýna Ijósmyndir af dýrinu jafn stoitir og væri það eigið afkvæmi og fleira í þeim dúr. Af þessu þykir líklegt að það sé á valdi eigendanna að hafa áhrif á persónuleika gæludýr- anna, en þó er sá möguleiki fyrir hendi að því sé öfugt farið. Einn hugvísindakennari við Berkely getur sér tii að mannblendið fólk velji sér einfaldlega hunda af kyni sem hefur orð á sér fyrir að vera félagslynt. Eins segir hann að verið geti að gæludýrin séu verðlaunuð fyrir að haga sér likt og eigendurnir. ■ Heimild/Psychology Today ■f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.