Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 3

Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 B 3 DAGLEGT LÍF LAND allsnægta en mennirnir ekki nógu vitrir til að höndla gleðina, eftir Pieter Bruegel. að viðburðir lífsins eru geymdir í minninu á því formi sem það var. Eins vekur döpur minning aðra dapra af dvala. En tilbreytingalaus tilveran á milli gleymist. Allt er aumasti hégómi undir sólinni og eftirsókn eftir vindi - nema gleðin. Svo mælti Predikar- inn: „Fyrir þvi lofaði ég gleðina, því ekkert betra er til fyrir manninn undir sólinni en að eta, drekka og vera glaður." Hann þekkti þjáning- una og mennina og þetta var niður- staða hans um lífíð í skuggadölum dauðans. Gleðin er vængir vonarinnar. Vonglaður maður getur borið sigur- orð af erfiðleikunum sem steðja að. Þannig er það alitaf gleðin sem bindur endahnútinn á vel heppnuð verk. Sókn manna í gleði er svo sterk að stundum er litið hýru auga til tvísýnna gleðigjafa í vökva-, jurta-, eða pilluformi og gleðin fram- kvæmd í taugakerfinu. Spytja má: Skiptir máli hvort gleðin streymir eftir vel unnið verk eða gleypta pillu? Munurinn er að hið fyrra skapar góða minningu sem lifir áfram með manninum. Hin gufar upp eða breytist í andstæðu sína. Sælastur er ef til vill sá sem nýtur fagnaðar af striti sínu. Sá starfar af gleði, bæði vegna innri áhuga og vegna nauðsynjar verk- efnisins. Guð elskar glaðan gjafara Gleðin virðist nátengd góð- mennsku. „Guð elskar glaðan gjaf- ara,“ skrifaði Páll postuli. Gjöf gef- in með ólund er lítils virði. Eins er góðvild án gleði óhugsandi, gleðin í hjartanu er nauðsynlegt skilyrði. „Ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum," sagði engillinn við hirðana í haganum. í enskumælandi löndum er fagnaðar- erindið kallað „The good news,“ eða góðu fréttirnar. Líkaminn þarfnast líka gleði, gleði áreynslunnar og íþrótta, mat- ar og drykkjar, hvíldar og starfs. Hugargleði ætti að felast í afrek- um skynseminnar eða góðrar rækt- unar vitsmuna. Hjartagleði er með- al annars gott form tilfinninga. Gleðin leynist í mörgu, kúnstin er bara að upplifa hana, og ef til vill vegur eigið viðhorf til sjálfs sín, annarra og hlutanna þyngst. Hamingjan er ekki heiglum hent. Fáir geta verið vissir um hana, en gleðin er léttari á fæti, hún er frísk sem fiskur og kát sem kið, hún segir: Njótið og lærið að njóta. Það er léttara að upplifa hana en hamingjuna, en á hinn bóginn ætti hún að vera í félagi við hana. Líf án gleði er líf svefngengla vanans, því gleðin gefur lífinu lit. Og hlátur, hvemig hljómar gleði- laus hlátur? Hann er holur eins og hlátur dauðans. ■ EYSTEINN Björnsson. f ara að fiflast til að hressa sig og aðra við. Segja einhverja vit- leysu og kanna viðbrögðin, losa um fjötra og hrista af sér drunga skynsemishyggjunnar. „Gleðinni langar manni svo að deila með öðrum,“ segir hann. „hún er þess eðlis, sorginni á hinn bóginn ekki endilega." JTvar fínnum við svo gleðina? „Mér finnst afskaplega þýð- ingarmikið að beina sjáifum sér inn á jákvæðar brautir, og ég byrja á því verkefni með nokkr- um orðum á morgnana," segir hann, en finnst það eins og að taka eitur að sökkva sér niður í neikvæðar hugsanir. Gleðin tengist að hans mati þakklætinu, eða að telja upp allt hið góða sem við höfum í tilver- unni, finna til gleði og þakka það. „Dýpsta gleði allrar gleði, sem ég er alltaf að leita að, er gleði barnsins sem vaknar að morgni dags að springa af lífsgleði," seg- ir Eysteinn og að lokum, að hana finni hann helst á fjöllum. „Þá kemur hún stundum eins og fal- legt fiðrildi.“ ■ Jónas Sigurðsson Allt myndi hætta ef gleðin hyrfi GLEÐIN kemur frá hjartanu, hún er tilfinning og þarf ekki að tengjast því sem á að vera gleðilegt,“ segir Jónas Sigurðs- son tónlistarmaður, 22 ára. „Lífs- fyllingin er fólgin í gleði.“ Gleði í huga Jónasar er að skemmta sér með vinum sinum og gleðjast um leið yfir að eiga samskipti við þá sem manni þyk- ir vænst um. „Gleðin er i aðal- hlutverki í lífinu, að lifa er að gleðjast, en án hennar er lífið vonlaust." „Gleðin er ekki hlátrasköll eða tilbúin skemmtun. Það dugar ekki að fara bara á skemmtistað ef manni leiðist. Innri líðan, fólk- ið í kring og aðstæður vekja gleð- ina og lífsfyllingu, en ekki stað- irnir,“ segir hann. Jónas varpar fram erfiðu dæmi um gleði: ímyndum okkur annars vegar gleði í pilluformi eins og í vímuefnum og geðlyfj- um og hins vegar gleði vegna afreka eða vináttu. Hver er mun- urinn? Er gleði eitthvað meira en efnaskipti eða hormón? Hvernig er hægt að mæla sanna gleði“ spyr hann og vonar að ekta gleði sé meira en boðefna- flæði. „Það er ekki til nein gleðiupp- skrift og hver og einn verður að uppgötva hvað veitir honum mesta gleði," segir Jónas og mælir ekki með stanzlausu nautnalífi fremur en Epikúros forðum, heldur með félagslegri Jónas Sigurðsson gleði. „Það veitir líka ómælda gleði og lífsfyllingu að eignast barn.“ Telur þú að þín kynslóð sé glöð? „Ég held að manneskjan sé alltaf söm við sig og að ungt fólk í dag sé jafnglatt og ungt fólk fyrri kynslóða, þótt aðrir hlutir auki þeim gleði." Gleðin er óháð stað og stund og enginn munur milli kynslóða eða eftir búsetu eða milli frum- byggja í Afríku og geimfara hjá NASA. Þörfin til að gleðjast er alltaf sú sama.“ Jónas veltir fyrir sér þætti gleðinnar í sköpun og telur hana drifkraft hennar og orðið sköp- unargleði ekki tilviljun. „Saga mannsins er knúin áfram af hvöt- inni til að skapa og miðla og umbunin er gleðin yfir sköpunar- verkunum. „ Allt myndi hætta ef gleðin hyrfi." Jónas segist að lokum meta hina barnslegu gleði mest og minnir á að hægt sé að ferðast heiminn á enda en finna svo gleð- ina bara heima hjá sér. ■ Grænmetisætum fjölgar og grænn kostur nýtur vaxandi vinsælda á veitingastöðum q* KÖNNUN á síðasta ári ^ leiddi í ljós að ein grænmeti- |bi sæta eða fleiri voru á 25% ^ heimila í Bretlandi. Svipað Svirðist upp á teningnum í öðrum Evrópulöndum ef marka má umfjöllun í The European Magazine nýverið, en þar segir jafnframt að grænmeti- sætum fjölgi jafnt og þétt. Hans van Boven, forstjóri samtaka grænmetisæta Niður- landa, segir að í hvert sinn sem hræðsla grípi um sig vegna ein- hverrar fæðutegundar vaxi sam- tökunum fískur um hrygg og menn séu til jafns grænmetisæt- ur af siðferðisástæðum, dýra- verndunar- eða umhverfisvernd- arsjónarmiðum. „Um 5% mann- kyns eru grænmetisætur og jafn- mörg prósent að hluta. Græn- metisréttir á veitingahúsum eru víða allt að 20% framreiddra rétta,“ segir van Boven. Gósenland Sviss er sagt gósenland fyrir grænmetisætur. Þekktur matar- skríbent í Elsass í Frakklandi mælir sérstaklega með Vegi, nýlegum veitingastað í Basel, en þar segir hann alltaf vera sneisa- fullt enda sé maturinn einstak- lega ljúffengur. Matvælaframleiðendur og kaupmenn hafa tekið við sér og sjá fram á að hagnast af grænum kosti í nánustu framtíð. Sviss- neska stórmarkaðskeðjan Migros. býður úrval slíkra rétta og hol- lenskar verslanir hampa tilbún- um réttum Lindu McCartneys, sem seljast í stórum stíl í Bret- landi. Þjóðveijar eru heldur eng- ir eftirbátar því samkvæmt ný- legri rannsókn hafa 15% þjóðar- innar hætt að borða nautakjöt. Þar á bæ mæta flestir veitinga- staðir þörfum grænmetisæta með því að bjóða einn eða fleiri grænmetisrétti. „Sórvltrlngar" Þótt talið sé að grænmetisæt- ur séu hátt á þriðju milljón í Frakklandi þykja Frakkar lítt skilningsríkir á fyrirbærið og annars staðar en í París eiga slíkir „sérvitringar" á brattan að sækja. Að vera grænmetisæta, þ.e. að forðast neyslu dýrakjöts, er ekki alltaf dans á rósum. Fé- lagsmenn í þrýstihópnum Aequ- alis segjast þó merkja ákveðnar viðhorfsbreytingar. „Málstaður- inn þótti algjört tabú þar til fyr- ir skemmstu að hætt var að líta á grænmetisætur sem kynlega kvisti og óheilbrigða í þokkabót," segja þeir, en viðurkenna að ekki sé í tísku hjá grænmetisætum að bera velferð dýranna fyrir brjósti. „Grænmetisætum fjölgar einfaldlega vegna þess að fólk er orðið meðvitaðra en áður um mikilvægi heilsunnar." Fyrir grænmetisætur og þá sem vilja gæða sér á grænmetis- rétti að lokinni mestu kjöthátíð ársins fylgir hér uppskrift af böku sem sögð er hið mesta lost- æti enda ættuð frá breska Cor- don Vert-atreiðsluskólanum. Kastoníuhnetubaka fyrir 2-3 100 g þurrkaóor kastaníuhnetur 2 lárviðarlauf og grein af ferslcu rósmarín 210 ml rauðvín 300 ml grænmetissoð eða vatn 25 g smjör eða soja smjörlíki 8 litlir laukar eða skalotlaukar 110 g kastaniusveppir* 50 g smjörsveppir 10 ml dijon sinnep 30-40 ml tamarí eða sojasósa 225 g hveitideig ferskur svartur pipar og smátt skorin steinselja * Samkvæmt upplýsingum Daglegs lífs fást kastaniusveppir ekki hérlendis, en trúlega má notast við þessa venjulegu. Látið þurrkuðu kastaníuhnet- urnar liggja í bleyti í 6-8 klukku- stundir og haldið vökvanum til haga þar til síðar. Hitið ofninn í 200 gráður. Látið kastaníuhnetumar, lár- viðarlaufin, rósmarín, sveppina og 150 ml af rauðvíninu á pönnu. Hellið grænmetissoðinu (eða vatninu) yfír og látið malla í 50-60 mínútur eða þartil allt er orðið meirt. Látið vökvann sem eftir er renna af og geymið. Skerið niður laukana og brún- ið lítillega í smjöri á pönnu. Bætið laukunum út í blönduna ásamt víninu sem eftir er (60 ml) og vökvanum af kastaníu- hnetunum. Eftir að suðan kemur upp á blandan að krauma í 20-30 mínútur. Hellið sinnepi, tamari, pipar og steinselju út og látið malla í 5 mínútur í viðbót. Þá er fylling- in, sem nú er tilbúin, látin á ofn- fastan disk. Fletjið út hveitideigið og látið ofan á fyllinguna. Bakið í 20 mínútur þar til bakan er orðin gullinbrún. ■ Girnilegur kostur fyrir grænmetisætur: Kastaníuhnetubaka. Notast má við venjulega sveppi. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.