Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 B 5
Jónas Kristjánsson um Jón Helgason
Magnús Stefánsson um Davíð Stefánsson
Lumaði á fleiru Einfari þegar
en skopkvæðum hann orti
„ÞEGAR það spurðist að það ætti
að skera mig upp við botnlangabólgu
rétt fyrir jólin héldu bekkjarsystkini
mín að ég yrði á spítalanum yfir
hátíðirnar. Þau vorkenndu mér svo
að þau efndu til samskota og söfnuð-
ust 15 krónur. Sessunautur minn
keypti handa mér tvær riýútkomnar
bækur fyrir andvirðið, Úr landsuðri
eftir Jón Helgason og Hús skáldsins
eftir Halldór Laxness."
Þannig voru fyrstu kynni Jónasar
Kristjánssonar, fyrrverandi forstöðu-
manns Árnastofnunar, af Jóni Helga-
syni. Jónas var þá 15 ára bóndasonur
að norðan og nýsestur á skólabekk í
MR. Hann lítur brosandi aug-
um á blaðamann og fer
að grúska í skjala-
haugnum á skrif-
borðinu. Þar
grefur hann
upp bókina Úr
landsuðri,
með áletrun
frá bekkjar-
systkinum sín-
um og ártalinu
1939.
Nokkrum
árum síðar heyrði
Jónas Guðfinnu frá
Hömrum liafa það eftir
Sigurði Nordal að kvæðið í
Árnasafni eftir Jón Helgason væri
besta kvæði sem ort hefði verið á
íslenska tungu. „Það varð til þess
að ég las ljóðið aftur með athygli
og þótti harla gott,“ segir hann.
var kröfuharður um meðferð tung-
unnar. Ef honum líkaði ekki hvað
menn sögðu var hann ófeiminn að
láta það í ljós. Það kom stundum
fyrir að ungir menn spyrðu er þeir
stóðu við bókahilluna í stofu hans:
„Má ég kíkja í þessa bók, Jón?“ Þá
setti hann upp fýlusvip og sagði með
þjósti: „Hefurðu kíki?“
Fyrsta daginn minn í Árnasafni
spurði ég Jón: „Hvað á ég nú að
gera til að byija með?“ Jón svaraði:
„Ég skal láta þig vita að ég drep
alla sem segja til að byrja með. Þér
er vissara að forðast að segja það
Morgunblaðið/Golli
JÓNAS kynntist Jóni þegar
þeir fengust við islensku
handritin í Kaupmannahöfn.
í víking til Kaupmannahafnar
Þegar Jónas hafði lokið háskóla-
prófi í íslenskum fræðum sendi Sig-
urður Nordal hann til náms og starfa
hjá Jóni í Kaupmannahöfn. Þar átti
hann að læra að fást við handritalest-
ur og útgáfur fornrita. „Hugmyndin
var _sú að ef handritin kæmu heim
til íslands væru einhveijir ungir
menn reiðubúnir að taka við þeim.“
Jónas vann fjögur ár undir hand-
leiðslu Jóns í Kaupmannahöfn og
lýsir læriföður sínum svo: „Jón var
oft heldur þurr og fálátur hversdags-
lega en gat verið mjög skemmtilegur
þegar þannig lá á honum. Hann tal-
aði og skrifaði vandaða íslensku og
ef þú vilt ekki verða borinn dauður
héðan út.“ Jónas hlær góðlátlega.
„Ég lét þetta sem vind um eyru þjóta,
og fljótlega tókst með okkur hin
besta vinátta." Jón mildaðist líka
með aldrinum eins og gengur. Þegar
Gunnar Thoroddsen var sendiherra
í Kaupmannahöfn sagði Jón ein-
hveiju sinni við hann: „Nú er öll ill-
mennska rokin úr mér,“ — og stundi
mæðulega.
Á afmælisdegi kattarins
Enginn vissi að Jón hefði ort ann-
að en skopkvæði fyrr en bókin Úr
landsuðri kom út. Seinna sagði Sig-
urður Nordal Jónasi frá því að ein-
„Beiö þess
að deya“
„JÓHANN hafði ort andlátsljóð
sitt um það bil sem ég kom vest-
an um haf,“ segir í ritgerð
Halldórs Laxness „Borgin
þar sem„Söknuður"
varð til“ í bókinni
Skáidatími. Þar minn-
ist nóbelskáldið
heimsóknar sinnar
til Jóhanns Jónsson-
ar skálds í Leipzig.
Jóhann var þá að-
framkominn af
berklum.
„Hann beið þess
nú að deya. Þegar
ég kom reis hann
úr rekkju og vildi
að við færum út að
gánga. í tvö vor,
bæði 1931 og 1932,
gekk ég með hon-
um um garða og
stræti borgarinnar
og við vorum kátir.
Hann gat ekki
HALLDÓR Laxness og
Jóhann Jónsson í Leipzig
í febrúar 1922.
geingið nema fá skref í lotu, fót
fyrir fót. Við sátum á þeim veit-
íngastöðum þar sem við
höfum oft setið áður
meðan við vorum
ýngri. Hann hafði
mist rödd sína
myrka, gullbrydda,
og gat aðeins hvísl-
að; berklarnir
höfðu holgrafið
hann og hann fékk
litlu nærst. Stund-
um gat hann ekki
reist höfuðið frá
koddanum heilan
dag og sneri sér til
veggjar. Eg sat
dögum saman við
rekkjustokk hans á
þessum misserum.
Hann hafði til að
segja uppúr þurru:
„æ getur þessi hel-
vítis dauði ekki far-
ið að koma“.“
„ÞAÐ ER fastur punktur í tilver-
unni að fá fjölskylduna í heimsókn
á jólum,“ segir Magnús Stefánsson
í Fagraskógi. „Allir virðast reiðu-
búnir að leggja mikið á sig til að
koma hingað, systkini, börn og
tengdabörn. Ég þarf jafnvel að fara
tvær til þijár ferðir í bæinn eftir
fólki.“
Magnús er bróðursonur skáldsins
Davíðs Stefánssonar, sem lagði
gjarnan leið sína í Fagraskóg.
„Davíð hafði hafði sitt herbergi
uppi á lofti ef hann vildi," segir
Magnús. „Hann var einfari
þegar hann orti og vildi
ekki láta trufla sig.
Hann var hjálpsam-
ur, elskulegur og
þægilegur í við-
móti og barn-
góður.“
Tók stökkið
upp á
herbergi
Þannig
hefst sam-
talið í betri
stofunni í
Fagraskógi.
Magnús fær
sér kaffisopa
og heldur
áfram:
„Davíð var
alltaf með
lítinn blý-
antsstubb í
vestisvasan-
um þegar
hann gekk
fram á hlað-
varpann eða
niður í fjöru.
Hann fór
aldrei langt
frá bænum
þegar hann var að yrkja, þurfti að
geta snúið við og skrifað, stundum
með þvílíkum látum að hann tók
stökkið upp á herbergi.“
Að sögn Magnúsar bar Davíð
sterkar taugar til Fagraskógar:
„Hann hringdi reglulega og spurði
mikið um bændur, búskap og lífið
hér í sveitinni. Sveitungar mínir
fylgdust einnig grannt með starfi
Davíðs og ljóðagerð. Þeim þótti
vænt um hann. Það var heldur ekki
hægt að komast hjá því að vera
hlýtt til hans. Hann kom þannig
fram við fólk hér á samkomum."
Ástin blómstrar í garðinum
Þegar Davíð lést, árið 1964, var
haldin húskveðja í Fagraskógi og
safnaðist þar geysilegt fjölmenni.
Voru flestir sveitungar hans við-
staddir. Sjö árum síðar var reist
'stytta í Fagraskógi til minningar
um skáldið. „Það kemur alltaf þó
nokkuð margt fólk að minnisvarð-
anum á hveiju ári,“ segir Magnús.
„Þetta fólk kemur í hóp-
ferðum og á eigin veg-
um. Það er eftirtekt-
arvert að hingað
kemur töluvert af
yngra fólki.
Stundum er
greinilegt að
það er mjög
ástfangið. Þá
leiðist það
hönd í hönd
í garðinum.“
Magnús
er sjálfur í
hópi unn-
enda skálds-
ins. „Ég hef
bækur hans
tíma og
tíma í einu á
náttborðinu
hjá mér og
hef lesið
þær oft. En
ég þarf helst
að lesa ljóð-
in upphátt.
Þá næ ég
betur til
þeirra.
Sumum
nægir að
lesa Ijóð
með sjálfum sér, en ég skynja þau
öðruvísi ef ég bæði heyri þau og
sé.“
Samtalið hefur borist út í garð
og mál að linni. Blaðamaður þakk-
ar gestrisnina og kveður. Þegar
hann ekur úr hlaði lítur hann yfir
hið fallega bæjarstæði Fagraskóg-
ar og virðir skáldið á stallinum
fyrir sér þar sem það horfir yfir
Eyjafjörð - fjörðinn sinn. Stoltið í
svipnum leynir sér ekki.
_ Morgunblaðið/Pétur Blöndal
MAGNUS Stefánsson við minnisvarð-
ann um Davíð.
hveiju sinni hefði Jón óskað eftir að
fá að sýna honum dálítinn hlut. „Þeir
hittust, fengu sér kaffisopa og töluðu
saman um stund. Þegar þeir stóðu
upp spurði Sigurður hvort Jón hefði
ekki átt við hann erindi. Þá skáskaut
Jón handriti bókarinnar til hans án
þess að mæla orð af vörum og gekk
út.
Sigurður kvaðst ekki hafa gert sér
grein fyrir því þegar í stað hvílík
snilldarverk ljóðin væru. Hann sagði
mér einnig að þegar Jón hefði feng-
ið próförkina í hendur hefði honum
runnið til rifja hve bókin væri rýr í
roðinu og sest við að yrkja nokkur
kvæði til viðbótar, þar á með-
al ekki ómerkara kvæði
en Á afmælisdegi katt-
arins."
Hættur að fást
við kveðskap
Á árum sín-
um í Kaup-
mannahöfn
kvartaði Jónas
yfir því við Jón
að hann birti of
lítið af kveðskap
eftir sig. Jón tók því
fjarri og sagði: „Nei, ég
er gjörsamlega hættur að
fást við kveðskap." Þá var hann
aðeins um fimmtugt, en hann birti
mjög fá frumort kvæði eftir það.
Hinsvegar birti hann margar svip-
miklar ljóðaþýðingar sem öðlast hafa
vinsældir.
„Ævistarf Jóns var, auk kennslu
við Kaupmannahafnarháskóla, að
fást við fræðilegar útgáfur íslenskra
rita bæði frá fornöld og síðari tímum,
og á því sviði átti hann engan sinn
jafningja, í senn glöggskyggn, vand-
virkur og furðulega afkastamikill,"
segir Jónas.
„Vísindalegar útgáfur hans skipta
mörgum tugum, sumar geysimiklar
að vöxtum og mundi hver einstök
hafa reynst öðrum mönnum ærið
ævistarf. En jafnframt fræðimennsk-
unni var hann ekki aðeins afbragðs-
gott skáld heldur líka snjall rithöf-
undur á óbundið mál, svo sem sjá
má í ritgerðum hans og skýringum
með alþýðlegum útgáfum. Talað mál
lék honum á tungu, og oft skemmti
hann mönnum ógleymanlega með
hnyttnum og kaldhæðnum frásögn-
■im sínum.“
Halldór Laxness um Jóhann Jónsson