Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.01.1997, Qupperneq 6
6 B FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LÍF Þríburar - verðugt verkefni „ÞEGAR ég eignaðist þríburana mína, sem nú eru að verða sjö ára, hefði ég viljað geta haft samband við konur sem hefðu getað miðlað mér af reynslu sinni. Það eru svo margar spurningar sem vakna við þessar aðstæður," segir Guðbjörg, um tildrög að stofnun félagsins fyr- ir fjórum árum. „Við vorum sjö þrí- burafjölskyldur sem höfðum haft samband um tíma og ákváðum að stofna þetta félag. Nú eru fjölskyld- urnar orðnar tuttugu og ein. Þríbur- unum fer sífellt fjölgandi, einir fæddust nú rétt fyrir jólin." Töluverð aukning hefur orðið á þríðburafæðingum hér á landi fyrir tilstilli glasafijóvgana. Eru þær rúm sextíu prósent af þríburafæðingum. Þríburamir og fjölskyldur þeirra búa dreift um landið. Á tímabili bjuggu þó flestar fjölskyldur í félaginu í Kópavogi eða sex talsins. Að sögn Guðbjargar eru til ýmsar fleiri athygl- isverðar, tölfræðilegar staðreyndir varðandi þríburafæðingar. „Það vill svo merkilega til að meirihluti þrí- bura sem eru í félaginu eru fæddir í kringum jólin, ég hef því miður enga skýringu á þessu. Einnig hefur kona með nafninu Guðbjörg Gunn- arsdóttir fætt þríbura á íjögurra ára fresti síðan 1985. Þetta er sérkenni- leg tilviljun en kona með þessu nafni Frá árinu 1951 hafa fæðst fjörutíu og einn þríburi hér á landi, þar af eru sextán þríbura- fæðingar á árunum 1991-1995. Hildur Einarsdóttir ræddi við Guðbjörgu Gunnars- dóttur, formann Félags þríburaforeldra. í félag- inu eru nú tuttugu og ein þríburafjölskylda. ætti að vera við öllu búin á næsta ári!“ Varðandi kynjaskiptingu meðal þríburanna sagði Guðbjörg að hjá ellefu þríburum í félaginu væru tvær stelpur og einn strákur á móti þrennum þríburum þar sem strák- arnir væru tveir og stelpan ein. Þar sem eingöngu hefðu fæðst strákar væru fimm þríburar og eingöngu stelpur tvennir þríburar. Guðbjörg sagði að það mætti hafa bæði gagn og gaman af félagsskap sem þessum. Konurnar hittust reglu- lega til þess að ræða sín á milli ýmis hagnýt mál en þær skildu hver aðra afskaplega vel! „Eitt af megin- markmiðum félagsins er að veita nýjum þríburafjölskyldum stuðning en félagið gefur út bækling með upplýsingum um starfsemi félagsins og liggur hann frammi á Landspítal- anum. Auk þess hafa félagsmenn jafnan samband við fjöiskyldur þar sem vitað er að von er á þríburum og veita ýmsar upplýsingar sem þykja koma að gagni.“ Hvað verð ég elglnlega þung ð meðgöngunnl? Hvaða spurningar eru það einkum sem brenna á konum sem eiga von á þríburum? „Þær spyrja um meðgönguna, til dæmis hvað þær verði eiginlega þungar. Líka um mál sem varða börnin eins og hvort þau eigi að sofa í sama herbergi, hvort þau eiga að sofa í vöggu eða rúmi. Hvernig á að haga bijóstagjöfum? Þríburar eru alltaf fyrirburar, það er hámark að konur með þríbura gangi með í þijá- tíu og sex vikur. Þegar börnin fæð- ast fyrir tímann þarf að gefa á þriggja til fjögurra tíma fresti allan Morgunblaðið/Þorkell SAMKVÆMT félagatali Félags þríburaforeldra er algengasta kyiyaskiptingin tvær stelpur og einn strákur. Hér er Guðbjörg með þríburunum sínum þeim Guðjóni, Söru og Sif. KJARTAN, Hákon og Sverrir í góðu yfirlæti. Reyndar var Kjart- an með hlaupabóluna þegar myndin var tekin og hætta á að hinir væru að verða veikir líka. sólarhringinn. Þá er spurningin hvernig best sé að haga nóttunum? Á að sofa inni hjá börnunum, hvern- ig eiga foreldrarnir að skipta með sér næturvöktunum? Og svo mætti lengi telja.“ Guðbjörg sagði að félagarnir reyndu að að styðja hver annan með I Manstu ekki hver ÉGER? ÉG ER kona, konan sem þú hittir á fund- unum og í síðdegis- boðunum, þessi vel snyrta, uppdubbaða með rauðu neglurnar og dýra ilmvatnið, þú hlýtur að muna eftir mér, við höfum hitzt nokkrum sinn- um. Hver segir að ég sé merkileg með mig, nei, alls ekki, ég meina það ekki þannig og ég er alls ekki köld og frá- hrindandi, en ég vil láta taka mark á mér, ég vil ekki að þið haldið að ég sé bara sæt, lítil dama, Mér leiðist að tala um uppskriftir, barnapössun og hreingerningarlög, ég er þokkalega vel inni í pólitík, efnahagsmálum þjóðarinnar og aflabrögðum. Vissu- lega eru þetta ekki skemmtileg umræðuefni, en við hittumst nú bara á fundum og í síðdegisboðum og hver segir að fundir og síðdegisboð eigi að vera skemmtileg. Þar á fólk að hittast, endurnýja gömul kynni og stofna til nýrra, ná sér í ný sambönd, byggja upp ímynd, sem getur komið sér vel, þegar verið er að ráða í nýjar stöð- ur. Auðvitað lít ég í kringum mig, en þið eruð nú ekki margir áhugverðir, þið berið það allavega ekki með ykkur. Fyrirgefðu hvað ég er hreinskilin við þig, en þú spurðir svo einkennilega. Er þetta skemmtilegt líf, hvemig spyrðu, það skiptir ekki máli hvort það er skemmtilegt svo framarlega sem það er áhugavert. Þetta orð er mjög nyt- samlegt, hægt er að nota það um allt leiðinlegt og ömurlegt án þess að móðga nokkum, það sem er áhugavert getur verið áhugavert, vegna þess hversu hundleiðinlegt það er, eða áhugavert fyrir það hversu nauðaómerkilegt það er. Maður losn- Vel menntuð og traust með áhuga- vert líf. Heimakær og umhyggjusöm. Áhyggjufull og kvíðin framtíðinni. María E. Ingva- dóttir veltir fyrir sér hinum mörgu andlitum konunnar. ar allavega við að ljúga til um ágætið. Það er gaman að tala við þig, þú ert öðruvísi. Nei, til allrar hamingju, þá reyna þeir ekki við mig, enda veit ég ekki hvað um mig yrði, ef þeir gerðu það. Þú mátt ekki gleyma einu, skemmtun er eitt og vinna annað, hamingja eitt og bros og brandarar annað. Ég fer ekki út fyrir hlutverk mitt. Ég tek eftir hvernig þeir læða sér upp að stóru forstjórunum, blíðmála, brosandi, þægilegir og skemmtilegir. Blessaðir forstjórarnir hafa þegar gleymt hvemig þeir fóru að og kokgleypa agnið. Ég er öðruvísi, ég legg mig ekki niður við þennan undirlægju- hátt, enda veit ég ekki hvað forstjór- arnir mundu segja, þeir mundu mis- skilja mig gjörsamlega, ég fer aðrar leiðir og enn lafi ég í skólabræðrun- um. Það væri gaman að heyra, hver þú heldur að ég sé, ertu frá þér, fallegt merkikerti sem rignir uppí nefíð á, hvað meinarðu, hvernig fékkstu það út, ég sagði þér það, ég verð að vera sú, sem veit hvað hún syngur, standa fyrir mínu, ör- ugg, traust, þeir þurfa stundum þannig fólk, ég gef mig alls ekki út fyrir að vera skemmtileg. Hvenær hættið þið að vera skemmtilegir, þú sérð þessa stráka núna, hvenær hætta þeir að þurfa að vera skemmtilegir, en verða að sýna hvað þeir geta? Auðvitað er minn stigi brattari og þrengri, en þú mátt nú ekki gleyma einu, að á efsta þrepi situr einn ykkar. Ég veit samt ekki hvort það væri betra að þar sæti kona, ég er ekki viss, nema auðvitað að það væri ég. Konur getá verið svo smámuna- samar, það kallast nákvæmni og samviskusemi á meðmælum og á reyndar vel við sums staðar, til dæmis held ég við að setja saman hátæknilegan útbúnað, það sem unnið er með flísatöngunum. En slík- ar konur, sem komast í stjórnunar- stöður eru yfírleitt óþolandi, í stað þess að stjórna og skipuleggja næsta leik vilja þær fylgjast með hvort frí- merkið sitji rétt á umslaginu. Ég vona að konan þín sé ekki kvenrétt- indabaráttukona, þær mundu líklega rífa mig í sig, ef þær heyrðu í mér. Ég hef reyndar aldrei skilið þessa kvenréttindabaráttu, mér finnst allt- af að hún eigi eitthvað sameiginlegt með rétta-baráttu, þá meina ég, þegar ég sem lítil stúlka barðist við að koma lömbunum í réttan dilk, draga þau á hornunum eða hausnum og um leið og komið var inn fyrir í dilkinn, þá var að sleppa og forða sér, til að lambið þeytti manni ekki með sér innst í þvöguna. Þau vissu ekki þá og ég hugsaði ekki til enda, hver var þeirra næsti áfangastaður. Jú, auðvitað vil ég hafa huggulegt í kringum mig, ég þarf að geta boð- ið merkilegu fólki heim, stílhreint og þægilegt, ekkert óþarfa pijál. Þú ættir kannski að tala við mlg Þú spyrð svo undarlega, þú ættir kannski að tala við mig, ég er hin konan, sú sem hugsar um heimilið og fjölskyldutengslin. Mér fínnst best að vera heima, berfætt i sokka- buxum og síðri peysu. Hver er ég eiginlega, hvaðan kem ég, það er ekki auðvelt að svara því, en ég er hér og hér vil ég vera. Ég elska heimilið mitt, fólkið mitt, það er notaleg tilfinning sem gagntekur mig, þegar ég hef lokið tiltekinni, bakað sunnudagstertuna og kveikt á nokkrum kertum. Svo baka ég vöfflur og hita kakó og set pínulítið koníak útí. Ég hringi daglega í for- eldra mína, til að athuga hvort allt sé í lagi, systkini mín fá litla pakka á afmælisdögum og börnin þeirra fá alltaf eitthvað spennandi frá frænku sinni. 4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.