Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 7

Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 B 7 DAGLEGT LÍF ÞRÍBURASYSTURNAR þaer Dagrún Björk, Heiðrún Sunna og Ásrún Dóra, sem verða þriggja ára í janúar, ásamt Róbert Inga bróður sínum sem er tveggja ára. ýmsum hætti. Þegar von væri á þrí- burum söfnuðu þeir ýmsu dóti í gjaf- akörfu, eins og þurrmjólk, barna- mat, fatnaði og barnasnyrtivörum, sem þeir fengju gefins hjá fyrirtækj- um og væru mjög þakklátir fyrir. Þá ættu félagsmenn töluverðar birgðir af fatnaði sem til væri í köss- um heima hjá Guðbjörgu og gengi á milli. Væri þetta einkum fatnaður á ungabörn því auðvitað slitnuðu fötin meira eftir því sem börnin yrðu eidri. Sama ætti við um tæki ýmiss konar eins og kerrur, vagna og barnastóla. Sagði hún þetta dýra hluti sem gengju á milli fjölskyldna á sanngjörnu verði. Þá hefðu félags- menn útvegað sér afslátt á vörum og þjónustu hjá ýmsum fyrirtækjum sem kæmi sér vel því verulega auk- in fjárútlát fylgdu slíkri stækkun á fjölskyldu. Vilja lengra fæðingarorlof Þá hafa félagsmenn verið að beij- ast fyrir bættum kjörum eins og lengingu fæðingarorlofs. „Á íslandi fá konur sem eignast þríbura átta mánaða fæðingarorlof sem við telj- um alls ekki nóg. Orlofið reiknast þannig að konur fá sex mánuði með fyrsta barni og svo bætist einn mán- uður við með hveiju barni umfram eitt. í Svíþjóð fá allar konur átján mánaða fæðingarorlof. Þær sem eignast þríbura fá sex mánuði auka- lega með hveiju barni sem fæðist umfram eitt. Þær eru því í fæðingar- orlofi í hátt í þijú ár. Fyrstu árin eftir fæðingu þríbura er erfiðasti tíminn, bæði er mikið álag að vera með svo mörg ung börn, auk þess sem fjárútlát eru mun meiri. Kona sem gengur með þtjú börn getur oftast ekki unnið nema í þijá til sex mánuði. Yfirleitt fæðast böm- in svo einum til tveim mánuðum fyr- ir tímann og lenda þá á vökudeild, ferlið er því lengra. Eins og allir vita er erfitt að lifa af launum einnar fyrirvinnu á íslandi svo faðirinn þarf að taka allri þeirri aukavinnu sem býðst og getur því iítið verið heima. Dagmæðrakerfið er auk þess dýrt en börnin komast ekki á leikskóla fyrr en þau eru komin hátt á þriðja ár. Oft eru fleiri börn í fjölskyldunni og meðlimirnir orðnir það margir að það þarf að kaupa stærri bíl. Margir hafa líka þurft að stækka við sig húsnæði. Fyrstu árin eru því erfið en lenging fæðingarorlofs gæti skipt sköpum fyrir þessar fjöl- skyldur. Það var verið að vinna að nýjum lögum varðandi þessi mál, en nefndin er hætt störfum. Við höfum talað við stjómmálamenn, og vakið athygli þeirra á okkar málum og þeir hafa tekið okkur vel. Síðan er að sjá hvað gerist." Annað baráttumál félagsins er að heimilishjálp verði metin eftir þörf- um foreldrum að kostnaðarlausu, að minnsta kosti fyrstu þijá mánuðina. Að sögn Guðbjargar hefur verið ós- amræmi á milli sveitarfélaga í þess- um efnum. Sums staðar fá fjölskyld- ur heimilishjálp í tuttugu tíma á viku en annars staðar eru þetta færri tímar. Einnig er greitt mismun- andi fyrir þessa þjónustu. Á sum- um stöðum er heimilishjálpin þeim að kostnaðarlausu en annars staðar tíðkast helmingagreiðslur. Sterk tengsl á mllll barnanna „Að eiga þríbura er ekki bara basl og erfiði. Því fylgir líka mikil gleði og oft á tíðum þó nokkurt hagræði," segir Guðbjörg. „Þó börnin séu ólík og rífist stundum eins og er háttur systkina, eru sterk tengsl á milli þeirra. Kennarinn í skólanum hjá mínum krökkum hef- ur til dæmis sagt mér að þegar hann kalli upp nafn eins þeirra þá líti hin upp og fylgist með hvað það er að gera. Félagsleg tengsl verða öðruvísi en milli venjulegra systkina vegna þess að það er enginn aldurs- munur. Vinahópurinn er sá sami og þau skilja hvert annað vel.“ Af máli Guðbjargar má merkja að öflugt starf fer fram innan þessa litla félags með yfirstærðirnar! Eins og áður segir hittast mæðurnar reglulega annan hvern mánuð og ræða málin sín á milli. Á páskum, nánar tiltekið á föstudaginn langa, hittast fjölskyldurnar og drekka saman kaffi. Á sumrin er svo hald- ið fjölskyldumót, undanfarin sumur í sumarbústað einnar fjölskyldunn- ar. Foreldrarnir hittast líka stund- um án barnanna. Ætlunin er að halda upp á fimm ára afmæli félags- ins með því að fara til útlanda, án barnanna, og eru félagsmenn þegar farnir að safna fyrir ferðinni. Guðbjörg sagði að lokum að þó erfiðleikarnir við svona fjölgun í fjölskyldunni væru nokkrir, væru ko- stimir miklu fleiri. „Við höfum líka stundum sagt í gamni að við höf- um verið sérstaklega valin í þetta hlutverk vegna mannkosta okk- ar! Það má með sanni segja að það sé verðugt verkefni að fá svona á einu bretti þijá einstakl- inga til að annast og koma til manns.“ ■ Nei, mér leiðist aldrei, ég hef allt of mikið að gera til þess, því ætti mér að leiðast? Þegar ég leggst upp í sófa á kvöldin skoða ég nýjar upp- skriftir, það er svo gaman að bjóða upp á eitthvað alveg nýtt í næsta matarboði. Ég fer yfirleitt snemma í rúmið, með góða bók, ég les mik- ið. Nei, ég sef ekki frameftir, ég vakna fyrir allar aldir til að fara í göngu með nágrannakonu minni, síðan förum við í sund. Ég er dugleg við að heilsa upp á aldraða ættingja og fylgjast með verðkönnunum og útsölum. Svo förum við á kaffihúsin og skoðum myndlistarsýningar. Já, ég er ánægð, ég er sú sem held heimilinu gangandi, læt enda ná saman, ég vil hafa fólkið mitt ánægt, hraust og tilbúið til að takast á við lífið utan veggja heimilisins. Nei, mér finnst þetta kvenrétt- indarugl leiðinlegt, ég hef allan rétt og nota mér hann, ég vil vera fasti punkturinn i tilveru fólks- ins míns. Já, þú ert nú alltaf svo sátt við þitt, en mig langar til að kynna mig, ég er konan á bak við þær hinar, kjarninn í þeim öllum er ég, þær fá engu um það breytt. Þegar við förum að sofa á kvöldin er ég aldrei róleg, ég er alltaf svo áhyggjufull. Ég breiði upp fyrir haus, stundum græt ég, næstum alltaf langar mig til að gráta. Ég er svo hrædd við lífið, hrædd við það sem á eftir að ger- ast, áföllin, Jiað fá allir sinn skammt segja þeir. Eg er svo hrædd við sárs- aukann, kvöl mín er óbærileg, ef ég veit að ættingi eða vinur á erfítt, ég lifi mig alltof mikið inní aðstæður fólks, þegar þær eru erfiðar. Líklega upplifi ég ekki með sama hætti gleði og hamingju þessa fólks, jú, auðvitað samgleðst ég fólki, en það er öðru- vísi. Konurnar mínar hafa allar sitt hlutverk, þær valda mér stundum áhyggjum, en þær eru svo sjálfstæð- ar, að ég hef lítil áhrif á þær. Mér verður rúllað upp og ég mulin mélinu smærra ef illa g:engur, en þarf að standa í sviðsljósinu og halda ræðu, vera gáfuleg og virðuleg, þegar vel gengur. Það er ekki endilega erfið- ara að takast á við vandamálin, þá er maður að vinna sig upp. Að standa á toppnum er eins og að vera loft- hræddur línudansari, án öryggis- nets. Það er gefið máí að hann dett- ur, það er bara spurning hvenær og hvernig hann kemur niður. Ég vildi helst af öllu fá að vera ein, sitja við tölvuna mína þegar mig langar til, fá mér göngutúr eftir fjörunni og skoða fuglana, vera ein, langt uppi í sveit, fara á bæi og spjalla við fólk, fara í leikhús og á tónleika, þegar mér dettur í hug, allt án tilgangs, markmiðs og langt frá öllum áætlun- um. Að fóta sig í f ramtíðinnl En, hvað er ég að rausa, þú átt eftir að kynnast einni okkar, hún á minnsta hólfið en það kemur svo skelfilega mikið upp úr því. Já, hér er ég, ég hélt að þú ætlaðir ekkert að kannast við mig. Er ég erfið, nei, en ég veld víst ýmsum áhyggjum, það eru svo fáir sem skilja, að það sem fyrir mér vakir er framtíðin. Við berum ábyrgð á þjóðfélaginu eins og það er, en hvað með bömin okkar, ekki viljum við að þau lifí sama lífí og við, standi í sama baslinu, rífist um sömu einskisverðu hlutina, sem mynda grundvöll velferðarþjóð- félagsins. Það er eins gott að kenna þeim strax stafróf h'fsins, sparnaður, niðurskurður, jaðarskattar og allar bragðtegundir af bótum. í mínu stéttarfélagi erum við enn með það sama á oddinum og foreldrar okkar reyttu hár sitt og æptu sig hása yfír, fyrir tuttugu árum síðan. Kaup- máttur minna launa fer minnkandi, þrátt fyrir allar beingreiðslur og svo eru það námslánin, í stað þess að borga manni fyrir að standa í þessu basli og halda uppi einhveiju sem heitir menningarþjóðfélag er manni refsað fyrir með svínslega þungum afborgunum af námslánum. Svo er talað um kvenréttindakerlingar, þetta fólk veit ekkert um hvað það Mig langar til að kynna mig, ég er konan á bak við þær hinar, kjarninn í þeim öllum er ég, þ»r f á engu um það breytt. Flauel vinsælt fataefni er að tala. Ef okkar hugsjónir hefðu ekki náð að festa rætur væru allar konur heima við þvottabalana, það er að segja þvottavélarnar, enn þann dag í dag, stagandi í sokka og sjóð- andi kæfu, með krakkana rápandi inn og út, biðjandi um kakó og kleinu. Það sjá all- ir, að það er ekk- ert líf fyrir fullf- ríska konu, að hanga heima yfir bömum og bakstri. Sumar konur lenda jafn- vel í því að lesa undir gmnnskóla- próf og stúdents- próf jafn oft og börnin eru mörg. Á mínu heimili er verkaskipting, allir hafa sitt verk að vinna. Við reynum að skipu- leggja samveru- stund einu sinni í viku. Ég viðurkenni það, að ég hef stundum áhyggjur af því hvað þær samverustundir vilja verða þunnar og vandræðalegar, það er eins og fólkið mitt sé að mæta í próf. Það verður áhugaverðara að horfa á náttúrulífsmyndir í sjónvarpinu eða að læra með vinkonunni í næsta húsi. Ég veit að heimilislífið var öðm vísi þegar ég var að alast upp, en ég á minn rétt, ég vil beijast fyrir framtíð barnanna minna. Þú verður að afsaka hana, vinur, hún verður alltaf svo æst þegar hún talar um framtíðina. Ég held að það sé vegna þess að hún gleymir nútíð- inni. Fortíðin, dagurinn í gær var erfíður og ómögulegur, þeir felldu kjarasamningana og elsti drengurinn hennar náði ekki reikningsprófínu og annar var staðinn að hnupli í sjopp- unni, maðurinn hennar var sendur á fund til Brussel, þannig að ekkert verður ryksugað og sett í þvottavél þessa vikuna. Mér fínnst verst, hvað hún á orðið erfítt með að fóta sig í þessari framtíð, hún fer næstum fram úr henni, en til hvers skil ég ekki. Skilur þú það, vinur? ■ FATNAÐUR úr flaueli hefur notið mikilla vinsælda í vetur enda keppast tískuhönnuðir við að hanna slíkar flíkur, jafnt á konur sem karla. Hægt er að fá ýmsan fatnað úr flauelsefni, allt frá hversdagslegum buxum, skyrtum eða bolum upp í fína síða kvöldkjóla eða klassísk jakkaföt. Eins og sjá má á með- fylgjandi myndum eru litirnir á flauelsflíkunum yfirleitt í djúp- um og fal- legum tónum, til dæmis dökkblá- um, rústrauð- um eða brúnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.