Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 1
I BLAÐ ALLRA LANDSMANNA B 1997 ÞRIDJUDAGUR 14. JANUAR BLAD SKIÐI Daníel á uppleið Daníel Jakobsson skíðagöngumaður frá Ólafsfírði hefur staðið sig vel á mótum í Svíþjóð að undan- förnu. Á sunnudag keppti hann í 12 km göngu með ftjálsri aðferð í Funesdalen og hafnaði í 2. sæti, 58 sekúndum á eftir Svíanum Torgny Mogren sem sigr- aði. Tobias Fredriksen, B-landsliðsmaður Svía, varð þriðji 40 sek. á eftir Daníel. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í vetur og ég get því ekki annað en verið ánægður," sagði Daníel. „Ég var að hugsa um að hætta í fyrra því það hafði gengið svo illa hjá mér tvö undanfarin ár. En ég ákvað að reyna eitt ár í viðbót og snúa mér þá alfarið að göngunni. Ég hef ekkert gert annað en æfa í vet- ur og það er að skila sér núna í betri árangri." Daníel keppti í Opna skandinavíska mótinu í Hudik- svalls 4. janúar og hafnaði í 5. sæti í 10 km göngu með fijálsri aðfarð. Hann var 30,4 sekúndum á eftir sænska sigurvegaranum Per Elofsson. Jörgen Brink, Svíþjóð, varð annar, Magnus Ingesson, Svíþjóð, þriðji og Glenn Lindholm, Finnlandi, fjórði. Keppendur voru frá 11 þjóðum og þar á meðal B-landsliðsmenn frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Daníel sagðist bjartsýnn á gott gengi í vetur. „Ég hef meiri ánægju af þessu en áður,“ sagði göngumað- urinn. Hann keppir á sænska meistaramótinu um aðra helgi og verður einnig á meðal keppenda á heims- meistaramótinu í Þrándheimi í Noregi í næsta mánuði. „Pillan“ með sigurbros á vör PERNILLA Wiberg frá Svíþjóð er með örugga forystu í stigakeppni heimsbikarsins í kvennaflokki eftir sigurinn í risasvigi um heigina. Hún hafði því ástæðu til að brosa þegar 17. heimsbikarsigur hennar var í höfn. „Pillan“ eins og hún er oft nefnd stefnir að því að verða fyrst sænskra kvenna til að hampa heimsbikarnum í alpagrein um skíðaíþrótta. Reuter HANDKNATTLEIKUR Bikarmeistarar karla og kvenna á heimavelli í undanúrslitum Stefnir í hörkuleiki Bikarmeistarar karla og kvenna í handknattleik eiga heima- leik í undanúrslitum um aðra helgi en dregið var í gær. „Þetta verða hörkuleikir og jafnir,“ sagði Ólafur B. Lárusson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en liðið á titil að veija og fær Hauka í heimsókn. „Á góðum degi eru Haukar og Stjarnan með bestu kvennaliðin og ánægjulegt er að KR eða Valur, sem byggja á ung- um stúlkum, kemst í úrslitaleikinn, að stúlkurnar fái að kynnast stemmningunni og umfjölluninni sem fylgir úrslitunum." Haukar og Stjarnan hafa mæst þrisvar í vetur. Stjarnan, sem er tveimur stigum á eftir Haukum í deildinni, sigraði með miklum mun í úrslitaleik opna Reykjavíkur- mótsins og hafði það af í tvífram- lengdum leik í meistarakeppninni en tapaði stórt í fyrri deildarleik liðanna. Seinni leikurinn verður viku eftir bikarleikinn. „Ef til vill má segja að viðureign liðanna í undanúrslitum sé óbeinn úrslitaleikur en ekki má útiloka Val eða KR,“ sagði Ólafur. „Ekki er verra að eiga heimaleik en þetta verður spurning um dagsformið.“ ■ Drátturinn/B2 KÖRFUKNATTLEIKUR: BREIÐABLIK ENN ÁN SIGURS / B3 Vinnings- Vinningar vinnlnga upphæð Vertu viöbúin(n) vinningi 1. vinningur er áætlaður 40 milljónir kr. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN AÐALTÖLUR BÓNUSTÖLUR • Miöarnir meö bónusvinningunum í laugardagslottóinu voru keyptir í sölu- turninium Stjörnunni við Langholtsveg, í leiðinni i Hafnarstræti, Vídeljóninu við Dunhaga i Reykjavik, Bræöraborg í Hamraborg í Kópavogi, K. Vídeó viö Hringbraut i Keflavík og KEA viö Sunnuhlið á Akureyri. Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1 . 6 af 6 4 10.683.000 O 5 af 6 * L 0 1.756.917 3. 5"16 2 118.770 4. 4 af 6 182 2.070 j- 3 af 6 D. + bónus 757 210 Samtals: 945 45.262.167 Heildarvinningsupphæð: 45.262.167 Á íslandi: 2.530.167 MIÐ. öyl /oij FIM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.