Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 B 3
ÍÞRÓTTIR
KORFUBOLTI
Létthjá
UMFN
Njarðvíkingar áttu ekki í miklum
vandræðum með að leggja
Breiðablik að velli, 93:77, í úrvals-
deildinni i körfu-
, _ knattleik í Smáran-
Jónatansson um 1 gærkvoldi.
skrifar Blikar, sem tefldu
fram nýjum Banda-
ríkjamanni, hafa enn ekki hlotið
stig í deildinni og hafa tapað tólf
fyrstu leikjum sínum og útlitið
dökkt. Leikurinn var slakur og fátt
sem gladdi augað. Það var aðeins
á fyrstu mínútum leiksins sem Blik-
ar náðu að hanga í Njarðvíkingum,
sem léku nánast á hálfri ferð allan
leikinn og gátu leyft sér það. Mun-
urinn í hálfleik var tíu stig, 50:40.
Clifton Buch lék fyrsta leik sinn
með Blikum og komst ágætlega frá
honum, ef frá eru taldar fyrstu
mínúturnar. Hann kom til landsins
á laugardag og hafði mætt á eina
æfingu með liðinu fyrir leikinn. Ein-
ar Hannesson lék einnig ágætlega.
Ástþór Ingason stjórnaði liði
Njarðvíkinga í fyrsta sinn og átti
náðugt kvöld, enda mótherjarnir
slakir. Bestur í liðinu var Torrey
John, sem gerði 32 stig.
Reuter
GÚNTHER Mader frá Austurríki sigraði í alpatvíkeppninni í Chamonix í Frakklandi um
helgina. Hér er hann á fullri ferð í svigkeppninni á sunnudag.
SKIÐI
Svigmeistarinn samur við sig
Svigmeistarinn Thomas Sy-
kora frá Austurríki sigraði í
svigi heimsbikarsins í Chamonix
í Frakklandi á sunnudaginn. Þetta
var fimmta svigmót vetrarins og
hefur hann unnið fjögur þeirra
og varð annar í því fimmta. Yfir-
burðir Austurríkismannsins í
Chamonix voru miklir því hann
var 1,66 sekúndum á undan landa
sínum, Thomasi Stangassinger,
sem kom næstur.
„Ég er ekki orðinn þreyttur á
að sigra,“ sagði Sykora. „Það er
enginn sigur eins. Ég hef enga
skýringu á því hvers vegna ég er
svona sterkur í svigi, en það er
gaman þegar svona vel gengur."
ítalinn Kristian Ghedina sigr-
aði í bruni karla á sama stað á
laugardag og var það jafnframt
annar sigur hans í bruni á tímabil-
inu. Atle Skárdal frá Noregi varð
annar og Werner Franz, Austur-
ríki, þriðji.
Gunther Mader frá Austurríki
sigraði í tvíkeppninni, þ.e.a.s.
samanlögðum árangri úr sviginu
og bruninu.
Wiberg eykur forskotið
Pernilla Wiberg frá Svíþjóð jók
forskot sitt í samanlagðri stiga-
keppni heimsbikarsins með því
að sigra í risasvigi í Bad Kleink-
irchheim í Austurríki á sunnudag.
Hún hefur nú 214 stiga forskot
á Katju Seizinger frá Þýskalandi,
sem varð þriðja í risasviginu.
„Veðrið og skíðafærið var eins
og best verður á kosið,“ sagði
Pernilla Wiberg. „Brautin var ísi-
lögð og því hörð og þannig vil ég
hafa þær. Markmiðið hjá mér í
vetur er að vinna heimsbikarinn
í svigi og bruni,“ sagði Wiberg
sem varð í fimmta sæti í bruninu
á sama stað á laugardag, en þar
sigraði Heidi Zurbriggen frá Sviss
og var það annar sigur hennar á
12 ára keppnisferli.
Wiberg er með nýjan þjálfara,
ítalann Heinz-Peter Platter.
Hann segir að hún sé frábær
íþróttamaður. „Hún er fjölhæf,
ekki ólík Ámodt og Girardelli í
karlaflokki. „Eini veikleiki hennar
er að hún ætlar sér stundum um
of,“ sagði Platter.
Pálmi aftur
til ÍA
PÁLMI Haraldsson gekk í
gær frá samningi við íslands-
og bikarmeistara Skaga-
manna í knattspyrnu og leik-
ur með þeim næsta tímabii.
Pálmi hefur alla tíð leikið
með ÍA nema hvað hann var
með Breiðabiiki á liðnu ári.
Ólafur
stjórnar ÍA
ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði
í A, sér um æfingar Skaga-
manna þar til þjálfari verður
ráðinn en gert er ráð fyrir
að málið skýrist eftir aðai-
fund deildarinnar annað
kvöld.
Nokkrir erlendir þjálfarar
hafa sýnt áhuga á að þjálfa
ÍA og hefur Daninn Preben
B. Lundbye þjá Silkeborg
þegar kynnt sér aðstæður á
Akranesi. Landi hans, Benny
Johansen, fyrrum þjálfari FC
Kaupmannahöfn, kemur
einnig til greina sem og Júgó-
slavinn Ivan Golac, fyrrum
þjálfari Dundee United og
Partizan Belgrad.
Srnicek vill
frá Newcastle
MARKVÖRÐURINN Pavel
Srnicek frá Tékklandi óskaði -
skriflega eftir því í gær að
fara frá Newcastle en hann
lék ekki með liðinu um helg-
ina. Hann sagði að ákvörðun-
in hefði verið erfið en hann
yrði að hugsa um fjölskyld-
una. „Allir vita hug minn til
félagsins og stuðningsmanna
þess en sama á við um fjöl-
skylduna,“ sagði hann. „Til
að halda sæti mínu í tékkn-
eska landsliðinu verð ég að
spila. Vonandi kemst ég að
þjá öðru liði í úrvalsdeUdinni
en ef ekki er ég tilbúinn að
fara hvert sem er í Evrópu.“
BLAK
|| KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Nú vann
Þróttur N.
Chicago burstaði Houston
Þriðja framlengingin í röð hjá Atlanta
Lið Þróttar í Neskaupstað vann
tvo góða útisigra um helgina,
fyrst gegn nöfnum sínum úr
Reykjavík í fimm hrinu leik í Haga-
skóla og á 'laugardaginn skelltu
þeir Stjörnunni í Ásgarði með sama
mun. Leikur Þróttar í Reykjavík og
nafna þeirra að austan var bráð-
skemmtilegur, mikið var um nauð-
varnir og fimlegar reddingar á síð-
ustu stundu hjá báðum liðum. Norð-
fjarðarliðið var yfirleitt skrefinu á
undan en liðið vann fyrstu og þriðju
hrinu leiksins en Reykjavíkurliðið
jafnaði jafnharðan. Úrslitahrinan
var jöfn og það ríkti mikil spenna
á lokakafla leiksins þegar gestirnir
að austan tryggðu sér sigurinn með
því að krækja í tvö síðustu stigin í
leiknum eftir að jafnt hafði verið
14:14.
Apostol Apostolev, uppspilari
Þróttar N. var góður og útfærði
sóknir sinna rnanna mjög vel en
Brynjar Pétursson sló þó í gegn í
frisku liði gestanna sem eru með
jafn mörg stig og Þróttur R. en
hafa leikið einum leik fleira.
Stjarnan var hársbreidd frá því
að vinna sinn fyrsta leik í vetur
þegar þeir fengu Þrótt úr Neskaup-
stað í heimsókn á laugardaginn.
Stjarnan vann tvær fyrstu hrinurn-
ar, 15:7 og 15:13 og var liðið langt
komið með þriðju hrinuna þegar
gestirnir vöknuðu til lífsins og sneru
leiknum sér í hag.
Stúdínur misstu
frumkvæðiö
Stúdínur geta nagað sig í hand-
arbökin eftir leik sinn við Þrótt úr
Neskaupstað. Stúdínur unnu fyrstu
tvær hrinurnar sannfærandi, 15:8
og 15:5. Það virtist bara formsat-
riði fyrir Stúdínur að klára leikinn
en annað kom á daginn. Petrún
Jónsdóttir, fyrirliði Þróttar dró sitt
lið að landi með góðum leik, en hún
gaf ellefu sinnum í röð í úrslitahrin-
unni og Unnur Ása Atladóttir fór
hamförum seinni part leiksins, skor:
aði grimmt úr smassi og hávörn. I
úrslitahrinunni hrundi leikur Stúd-
ína algjörlega en þær töpuðu 15:5.
Víkingsstúlkur fengu Þrótt síðan í
heimsókn í Víkina á laugardaginn
og töpuðu í þremur hrinum gegn
engri en önnur og þriðja hrinan
voru í járnum.
Michael Jordan og félagar hjá
Chicago Bulls átti ekki í
vandræðum er þeir tóku á móti
Houston Rockets aðfaranótt
sunnudags. Jordan gerði 32 stig
og Toni Kukoc 20 er Bulls vann
Rockets 110:86, en þessi lið eru
efst hvort í sinni deildinni. Pippen
var með 17 stig og Rodman tók
18 fráköst en hjá Rockets var
Olajuwon stigahæstur með 29 stig.
Chicago hefur nú sigrað í 17 af
síðustu 18 leikjum og er með besta
vinningshlutfall allra liða í NBA,
hefur sigraði í 31 leik og aðeins
tapað 4.
Aðfaranótt laugardagsins varð
Bulls fyrst liða til að sigra í 30
leikjum á þessu tímabili, sigraði
Milwaukee 116:101. „Þetta var
minn dagur,“ sagði Rodman sem
gerði sér lítið fyrir og tók 26 frá-
köst, hefur ekki gert betur í vetur.
Jordan gerði 33 stig og Toni Kukoc
20.
Atlanta jafnaði NBA-met sömu
nótt með því að lenda í þriðja leikn-
um í röð þar sem þurfti að fram-
lengja. Liðið tók á móti Spurs og
sigraði 87:82 og var það Steve
Smith sem átti stóran þátt í því,
gerði sex stig á síðustu 98 sekúnd-
unum. „Við vinnum a.m.k,“ sagði
Christian Laettner, sem gerði 26
stig, en þess má geta að Atlanta
vann Phoenix og Orlando í fram-
lengingu í síðustu viku. „Ég væri
tilbúinn að láta framlengja í 82
leikjum ef það þýddi að við fengjum
stigin," bætti Laettner við.
Mookie Blaylock tryggði heima-
mönnum framlengingu með
þriggja stiga körfu á síðustu sek-
úndunum og þetta var 13. heima-
sigur Hawks í röð en Spurs hefur
nú tapað fimm leikjum í röð. Þar
á bæ var Avery Johnson stigahæst-
ur með 21 stig og Will Perdue
gerði 19 stig og tók 17 fráköst.
Toronto Raptors virðist hafa
eitthvert tak á liði New Jersey
Nets og sigraði það um helgina
þriðja sinni í vetur, að þessu sinni
123:106. Damon Stoudamire gerði
28 stig eins og Walt Williams.
Ekki munaði nema tveimur stigum
að Raptors næði að setja met í
stigamun í fyrri hálfleik en liðið
komst í 48:17 en til gamans má
geta þess að skotnýting liðsins var
83% í fyrsta leikhluta.
George McCloud gerði sjö af 21
stigi sínu á síðustu 63 sekúndunum
er Dallas vann Denver 104:99.
McCloud var ekki í byrjunarliðinu
en var „heitur" eins og fleiri vara-
menn Dallas, sem gerðu 64 stig
gegn 33 stigum varamanna Den-
ver.
New York Knieks og Boston
áttust tvívegis við um helgina og
hafði Knicks betur í báðum leikj-
um, vann 112:99 í fyrri leiknum
en 111:98 í þeim síðari. Knicks
hefur því sigrað Boston í 17 leikj-
um í röð, þar af tíu í Boston. Það
hefði einhverntíma þótt saga til
næsta bæjar.
Ceballos
tilSuns
PHOENIX Suns og LA La-
kers skiptust á fjórum leik-
mönnum á föstudaginn.
Cedric Ceballos og Rumeal
Robinson fóru til Suns í skipt-
um fyrir Robert Horry og Joe
Klein. Ceballos hefur verið
meiddur að uudanförnu en
verður klár í slaginn innan
tíðar. Hann hóf ferilinn lyá
Suns og var með 21 stig að
meðaltali síðustu tvö keppnis-
tímabil og sagðist Danny
Ainge, þjálfari Suns, nyög
ánægður með að fá hann og
fróðlegt yrði að sjá hann og
Jason Kidd leika saman.