Morgunblaðið - 14.01.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 B 5
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
ínudagskvöldið. Jón Örvar Kristins-
nil á honum.
Háspenna,
lífshætta í lokin
FH komst í undanúrslit bikarkeppninnar að lokinni framlengingu á Hlíðarenda
FH-ingar eru komnir í undanúr-
slit bikarkeppni HSÍ, eftir að
hafa borið sigurorð af íslands-
meisturum Valsmanna á sunnu-
dagskvöld. Eftir
Björnlngi jafnan og hörku-
Hrafnsson spennandi leik, þar
sknfar sem Qugj5n Arna-
son, fyrirliði FH, tryggði liði sínu
framlengingu á síðustu sekúnd-
unni, gáfust Valsmenn algjörlega
upp í framlengingunni og glað-
beittir Hafnfirðingar fögnuðu
sannfærandi stórsigri, 25:31.
Fyrri hálfieikurinn var reyndar
ekki gæfulegur og mistökin mý-
mörg á báða bóga. Lítið fór fyrir
fallegum tilþrifum og sóknarnýt-
ing var mjög döpur. Þó voru FH-
ingar ögn sprækari, sérstaklega í
vörninni og leiddu með einu marki
í leikhléi.
í byijun seinni hálfleiks héldu
gestirnir uppteknum hætti. Bar-
áttan var meiri í vörninni og for-
skotið jókst jafnt og þétt. Mest
náðu FH-ingar fjögurra marka
forskoti og leit út fyrir öruggan
sigur þeirra á afar mistækum
Valsmönnum sem virtust langt frá
sínu besta. Aðeins barátta skytt-
unnar Aziz Mihoubi á hægri væng
þeirra hélt þeim á floti, sérstaklega
þar sem lítið bólaði á þrumuskot-
um þjálfarans Jóns Kristjánssonar
þar til nokkuð var liðið á hálfleik-
inn.
Þegar þau komu síðan á færi-
bandi, jókst barátta og kraftur
Valsmanna til mikilla muna. Aziz
hélt uppteknum hætti, Jón náði
mjög góðum kafla með fallegum
mörkum og Ingi Rafn Jónsson
sömuleiðis. Á skömmum tíma náðu
Valsmenn að vinna upp forskotið
og fimm mínútum fyrir leikslok
komust þeir yfir í fyrsta sinn í
óratíma. Ef ekki hefði verið fyrir
frábæra innkomu markvarðarins
Suk Lee hjá FH hefðu Valsmenn
getað gert út um leikinn á þessum
leikkafla en með frábærri mar-
kvörslu hélt hann sínum mönnum
á floti og forskotið var því áfram
eitt mark, allt þar til aðeins lifðu
tvær sekúndur af venjulegum leik-
tíma. Þá jafnaði Guðjón Árnason
leikinn, beint úr aukakasti eftir
að tveimur leikmönnum Vals hafði
verið vísað af leikvelli á skömmum
tíma.
í framlengingunni áttu heima-
menn síðan aldrei möguleika.
Tveimur fleiri í upphafi röðuðu
FH-ingar á þá mörkum úr hraða-
upphlaupum og þegar upp var stað-
ið, skildu sex mörk liðin að. Vals-
menn gerðu aðeins eitt mark gegn
sjö mörkum gestanna í framleng-
ingunni og gáfust fljótlega upp.''
Bestir FH-inga voru þeir Hálf-
dán Þórðarson og markvörðurinn
Lee. Innkoma þess síðarnefnda,
rétt fyrir leikslok, reið líklega
baggamuninn og færði FH-ingum
neistann sem vantaði. Hjá Vals-
mönnum átti Aziz góða spretti,
þótt nokkuð vanti enn upp á að
hann smelli inn í leiksskipulagið
og eins átti Ingi Rafn jafnan leik.
Aðrir áttu dapran dag, einkum
hornamennirnir Valgarð Thor-
oddsen og Davíð Ólafsson.
Guðjón Árnason, fyrirliði FH,
var að vonum ánægður í leikslok.
„Þetta byijaði rólega en endaði
síðan í heilmiklum hasar,“ sagði
hann. „Þetta eru tvö jöfn lið og
úrslitin hefðu getað farið á hvorn
veginn sem var. Sigurviljinn og
baráttan var meiri okkar megin
og það réð einfaldlega úrslitum.“
son náði ad
ki ÍR-inga
fjögur mörk á þessum góða leikkafla
Breiðhyltinga og línumaðurinn
Magnús Már Þórðarson hafði hvetj-
andi áhrif á liðið með baráttu sinni.
Annar góður leikkafli ÍR-inga undir
lok fyrri hálfleiks tryggði þeim þægi-
lega tveggja marka forystu í leik-
hléi, 14:12.
Heimamenn mættu grimmir til
leiks í upphafi síðari hálfleiks og
góður leikur Hans Guðmundssonar,
Magnúsar Más Þórðarsonar og
Ragnars Óskarssonar færði þeim
sex marka forystu þegar níu mínút-
ur voru eftir. Gróttumenn gefast
ekki upp fyrr en í fulla hnefana og
Davíð Gíslason skoraði þrjú mörk á
rúmum fjórum mínútum. Mörkin
voru sem vítamínsprauta fyrir varn-
arleik Seltirninga og skyndilega var
munurinn orðinn tvö mörk.
Þrátt fyrir nokkrar heiðarlegar
tilraunir komust gestirnir ekki nær
og Jóhann Ásgeirsson gerði endan-
lega út um leikinn er hann jók for-
ystu ÍR í þijú mörk þegar ein og
hálf mínúta var eftir. Markvörður-
inn Baldur Jónsson kom ÍR-ingum
til bjargar á síðustu mínútunum með
því að veija ófá skot Gróttumanna
er þeir gerðu sig líklega til að jafna
leikinn. „Ég átti alls ekki von á því
að koma inná í þessum leik, en það
var ekki um annað að ræða en að
fara út á gólf og standa sig,“ sagði
Baldur, sem varði 15 skot á 22 mín-
útum. „Hrafn [Margeirsson] er bú-
inn að leika frábærlega í allan vetur
þannig að ég hef ekki spilað mikið.
Strákarnir voru meira að segja fam-
ir að kalla mig bekkjarforseta,"
bætti hann við.
)kk á limminu
kom í veg fyrir að þeir fögnuðu að
leikslokum. Jöfnunarmark Arons
Kristjánssonar, 21:21, var vel gert
af hans hálfu en að sama skapi
klaufalegt af heimamönnum gefa
færi á sér.
Af þessu leiddi að til framlenging-
ar kom þar sem Haukar voru mun
einbeittari frá byijun og þeim nánast
formsatriði. „Við höfum leikið marga
jafna leiki í vetur og erum orðnir
vanir þessu," sagði Bjarni markvörð-
ur. „Við ætlum okkur í úrslitin. Leið-
in þangað hefur ekki verið auðveld
og andstæðingar okkar verið UMFA,
HK og nú Stjarnan. Ég gæti best
trúað að næst fengjum við KA, það
yrði eftir öðru,“ bætti Bjarni við.
Leikmenn Stjörnunnar fengu átta
vítaköst í leiknum en skoruðu aðeins
úr tveimur, fimm varði Bjarni, þijú
frá Valdimar og eitt frá hvorum
þeirra Konráð Olavsyni og Hilmari
Þórlindssyni. Þá skaut Sigurður Við-
arsson í slá. Þetta vegur þungt í jöfn-
um leik ásamt því að Valdimar, þjálf-
ari og leikreyndasti leikmaður þeirra,
náði sér engan veginn á strik í sókn-
inni. Þegar við bættist að hann var
tekinn úr umferð á lokamínútum
venjulegs leiktíma minnkaði sú ógn
sem af honum stóð er mest þurfti á
að halda.
Leikmenn Hauka uxu með hverri
raun í þessum leik og þeirra herbragð
að sækja framar á völlinn þegar í
nauðir rak í stöðunni 20:17 skömmu
fyrir leikslok gekk upp. Liðið er með
breiðan hóp af góðum leikmönnum
og öllum að varamarkverðinum und-
anskildum var sýnt það traust að fá
að reyna sig. Liðið er komið áfram
reynslunni ríkara og allra liða líkleg-
ast til frekari afreka.
KORFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Golli
MALCOM Montgomery frá Selfossi sigraðl í troAslukeppnlnnl og hér má sjá hann í ham.
Agætis skemmtun
Hinn árlegi stjörnuleikur KKÍ fór
fram í Laugardalshöll á laug-
ardaginn og lauk honum með sigri
liðs Friðriks Rúnarssonar, 122:114
eftir að lið Sigurðar Ingimundar-
sonar hafði haft 63:51 forystu í
leikhléi. Leikmenn sýndu ágæta
takta og var leikurinn ágæt
skemmtun, þó sérstaklega fyrri
hálfleikur, en eftir hlé sýndu leik-
menn ekki eins skemmtileg tilþrif.
Herman Myers úr Grindavík var
valinn maður leiksins, Iék mjög vel
í fýrri hálfeiknum og geislaði af
leikgleði allan tímann. Falur Harð-
arson var einnig heitur, svo og
Kristinn Friðriksson. Torrey John
var bestur í tapliðinu.
í leikhléi var keppt í þriggja stiga
skotum og þar urðu Baldur Jónsson
og Guðjón Skúlason jafnir eftir
fyrstu umferð, fengu báðir 10 stig.
Baldur hafði síðan betur í úrslitun-
um, fékk átta stig en Guðjón sex.
Troðslukeppnin var skemmtileg
og þar var barátta um sigurinn á
milli Malcom Montgomery frá Sel-
fossi, sem sigraði í fyrra, og Raym-
onds Hardings frá Þór í Þorláks-
höfn, en hann sigraði árið þar á
undan. Þegar Harding var einn eft-
ir í síðustu umferðinni þúrfti hann
að fá 15 stig til að sigra Mont-
gomery, en troðslan mistókst og
því sigraði Montgomery annað árið
í röð.