Morgunblaðið - 17.01.1997, Page 1

Morgunblaðið - 17.01.1997, Page 1
BLAD B ■ FYRIRSÆTUR Á TÁNINGSALDRI/2 ■ SKÖPUN UÖÐA OG MYNDA/2 TARZAIM OG MÓÐIR HAIMS MATARÆÐI GAUJA OG SOLLU/4 ■ FORVARMR OG HUÐKRABBAMEIIM/6 MIÐALDRA - HUGARASTAIMD EÐA STAÐREYIMD ?/6 iEGILSSAGA/8 ■ SÖGUHETJA, Tarzan að nafni, sköpuð af Edgar Rice Burroughs, birtist Isiending- um fyrst 21. janúar árið 1922. Kontrabassaleikarinn Richard Korn heldur af því tilefni Tarzansýningu í Þjóð- arbókhlöðunni. Tarzan er hetja sem er bæði villimaður og siðprúð vera, en höfund- ur hans hafði mikinn áhuga á þróunarsögu mannsins. Tarzan er ímynd karl- mennsku sem Burroughs reiknaði með að blundaði innra með körlum, en móðir hans var api. ■ 5 eru merkileg kviki HÉR á landi finnast áttatíu og fjór- ar tegundir köngulóa. í nýútkom- inni bók, Islensku köngulóabókinni, er að finna ýmsar upplýsingar um þessar tegundir í máli og myndum, m.a. um útbreiðslu þeirra og lífs- hætti. Höfundur bókarinnar er Ingi Agnarsson líffræpingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Islands. Ingi, sem í seinni tíð hefur verið nefndur hinn íslenski köngulóar- maður, vann að gerð bókarinnar í ríflega ár, grúskaði í gömlum gögn- um og fór í beijamó. Einnig var efnt til söfnunarátaks meðal starfs- fólks Náttúrufræðistofnunar í fyrra pg tókst það mjög vel. Ingi segir ísland því miður vera fremur snautt af köngulóm, sé miðað við að í heiminum lifa a.m.k. um 35.000 tegundir. Geta bitið gat á húð Að mati Inga eru köngulær um margt merkileg kvikindi. „Þær eru rándýr og næstum allar lama þær bráð sína með eitri. Flestar nærast þær á smádýrum en stærstu teg- undirnar geta ráðið við lítil spendýr og smáfugla. Köngulær eiga það meðal annars sameiginlegt að hafa allar fjögur pör af fótum enda telj- ast þær til áttfæt!na.“ „Sumar köngulær geta verið hættulegar mönnum," segir Ingi og nefnir sem dæmi svörtu ekkjuna og trektköngulærnar í Ástralíu. Margir óttast tarantúluna, öðru nafni fuglaköngulóna, því hún getur KROSS- KÖNGULÓM finnst gott að \ s'St- liggja í sól- fkjfíSc baði, sér- staklega í ^pr' Reykja- % 'V, vík. Morgunblaðið/Þorkell KÖNGULÓARMAÐURINN, Ingi Agnarsson, umkringdur íslenskum köngulóm í krukkum. staða íslensku köngulóarfánunnar hafi borist hingað frá Norður-Evr- ópu strax í lok ísaldar og á lands- námsöld, að sögn Inga. „Töluvert er um að erlendar köngulær berist hingað, til dæmis með gámum, en erfitt er fyrir þær að ná fótfestu. Fimm tegundir má þó telja til nýrra landnema. í raun eru því til 89 köngulóartegundir á fslandi." Af þeim eru sjö háðar manninum um búsetu, en allar hinar telur Ingi til villtra tegunda. Líftími flestra köngulóa er um eitt til tvö ár. Á íslandi eru flestar þeirra á ferli snemma vors eða að haustlagi. Nokkrar eru eingöngu á vappi á veturnar en aðrar liggja þá í dvala. Af íslenskum köngulóm er 61 tegund af ætt voðköngulóa eða dordingulsætt en hinar dreifast á níu ættbálka. „Voðköngulær eru agnarsmáar, innan við 1 sentimetri að stærð, og því mjög erfitt að greina á milli tegunda nema í smá- sjá.“ Stærstar íslenskra tegunda eru krossköngulær en þeim hefur fjölg- að ört hérlendis undanfarin ár, sér- staklega í Reykjavík. Þær eru sam- anlagt um 4 sm að stærð og sækja mikið á sólríka staði, t.d. húsveggi. „Sólbaðsdýrkendur hafa kvartað töluvert vegna þessa en því miður eru þær lífseigar og þola vatn og eitur betur en flest önnur smádýr.“ Karlinn á biðilsbuxum „Vefirnir sem köngulærnar spinna eru mikil listaverk að mati Inga og þeir eru taldir níðsterkir. „Miðað við ummál hafa þeir meiri togkraft en stálvírar." Ingi segir köngulær upp til hópa vera mjög nýtnar því þær endurnýta gamla vefi með því að gleypa þá gömlu og endurvinna á um 30 mínútum. „Kosturinn er að þannig spara þær bæði orku og efni.“ Æxlun köngulóa er mjög óvenjuleg að sögn Inga. „Karlinn spinnur lítinn vef og lætur sæðið drjúpa úr kynkyrtli á vefinn. Að Solsjukar krossköngulær Líklegt er að meginuppi bitið óþægi- lega. Viða í Evrópu er hún vinsælt heimilisdýr en ekki má flytja hana hingað til lands. „Islenskar köngulær eru þó meinlausar með öllu“, bæt- ir Ingi strax við hughreyst- andi. „Nokkrar hafa þó nógu öfluga kjálka til að bíta gat á húð en það gerist afar sjaldan og bitin eru með öllu hættulaus." því loknu fer hann y af stað og leitar að kerlu. Til að nálgast hana án þess að eiga á hættu að verða fyrir árás eða verða étinn, þarf hann að fara að öllu með gát og til þess eru oft notaðir flóknir biðilsleikir." Sem dæmi nefnir Ingi að biðillinn gerir stundum vart við sig með því að plokka strengi á vefnum svo kerlan geti greint titr- ingin og viti þar með hver er á ferð. „Ef vel tekst til leggur karl sæðið í kynop kerlu. Hún geymir síðan sæðið og fijóvgar eggið um leið og hún verpir. í einstaka tilfell- um reynir kerlingin að éta karlinn að lokinni mökun.“ Kvenköngulær ferðast gjarnan með börnin sín á bakinu eftir að eggin klekjast. „Islenskar hnoð- köngulær bera stundum um 100 afkvæmi á þann máta.“ Áhugi erlendis Fimm ára gamall ákvað Ingi að verða blóma- og dýrafræðingur. „Áhuginn er sjálfsagt arfgengur því pabbi og afi eru báðir náttúrufræð- ingar.“ Faðir Inga er Agnar Ingólfs- son prófessor í vistfræði við H.í. og afi hans er Ingólfur Davíðsson grasafræðingur. Islenskir áhugamenn um köngu- lær eru fáir en mikill áhugi ríkir erlendis á bókinni um íslenskar köngulær.„Ég setti tilkynningu á netið um útkomu bókarinnar og daginn eftir höfðu um 40 manns óskað eftir að fá hana senda.“ Ingi er á leið til Afríku, m.a. til að kynna sér ástand frumskóga þar í landi. Vafalítið verða köngulær á vegi hans, en að sögn kunnugra eru þær margar hveijar á stærð við hnefa. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.