Morgunblaðið - 17.01.1997, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Morgunblaðið/Kjartan Þorsteinsson
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
F yrir sætur
á táningsaldri
Elín Jónsdóttir var
fimmtán ára og Thelma
Þormarsdóttir fjórtán
ára þegar leiðin lá til
Mílanó þar sem báðar
störfuðu sem fyrirsæt-
ur. Valgerður Þ.
Jónsdóttir hitti þær hér
heima og velti um leið
fyrir sér hvort allar
heimskonulegu fyrir-
sæturnar í erlendu
tískublöðunum séu í
rauninni varla komnar
af barnsaldri.
EFALÍTIÐ ala margar
ung-meyjar með sér
draum um að skipa sér
á bekk með frægustu
fyrirsætum heims. Yms-
um þykja slíkir draumar ekki
ýkja háleitir og segja að þær
sem leggi fyrirsætustörf fyrir
sig þurfi fátt að hafa til brunns
að bera annað en útlitið. Þeir
sömu hafa líka allt á hornum
sér vegna þeirrar tískuímyndar
sem hvarvetna er hampað með
kornungum stúlkum í farar-
broddi. Islenskar stúlkur, sem
undanfarið hafa í auknum
mæli freistað þess að hasla sér
völl sem fyrirsætur á erlendri
grund, eru yfirleitt ósammála.
Þær segja reynsluna dýrmæta,
starfið krefjandi og lærdóms-
ríkara en margur skólinn auk
þess sem útlitið skipti ekki
sköpum fyrir velgengnina því
enginn komist áfram án þess
að hafa bein í nefinu.
Sköpun
Ijóða og mynda
í grunnskólum borgarinnar
SKAPANDI hugsun og skapandi
vinna hafa ekki verið áberandi í
skólakerfmu. Frumleiki rúmast
sjaldan innan einkunnakerfis. Sam-
ræmdu prófin í ensku, dönsku,
stærðfræði og íslensku gera ráð
fyrir stöðluðum svörum.
Á síðustu önn var nemendum í
sjöunda bekk í öllum skólum í
Reykjavík þó boðið að virkja sköp-
unargáfuna með ljóðagerð og ljós-
myndaiðkun í skammdeginu. Um-
sjón með verkefninu hafði Marteinn
Sigurgeirsson sem segir að svona
nokkuð þurfi að undirbúa vel til að
það heppnist.
Marteinn starfar sem kennslu-
ráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur og hefur meðal annars
ijölmiðlafræðslu á sínum herðum.
Námið fór þannig fram að Marteinn
kenndi sögu ljósmyndunar, mynda-
tökur, myndbyggingu og mynd-
greiningu.
Verkefni nemenda var að taka
tvær ljósmyndir af áhugaverðu efni
í völdu umhverfi sem var Gijóta-
þorpið, Hljómskálagarðurinn,
Reykjavíkurtjörn og kirkjugarður-
inn við Suðurgötu. Hveijum bekk
HELGI Már Valdimarsson
smíðar ljóð í kringum myndina
sína í Laugarnesskóla.
var skipt í fjóra hópa.
Marteinn lét framkalla myndirn-
ar og sendi í skóla á hvern nem-
anda, eina víða mynd og eina nær-
mynd. í skólastofunni glímdu nem-
endur svo við ljóðagerð undir um-
sjón kennara og kennslukvers um
ljóðagerð með börnum. Niðurstaðan
var svo sýnd og möguleikarnir
nokkrir, til dæmis að búa til ljóða-
bók með myndum, gera veggspjöld,
myndband eða setja verkin á alnet-
ið eins og gert var í Grandaskóla.
Hér er í raun um mjög stutt
námskeið að ræða. Marteinn sendir
NEMANDI við ljósmyndatöku.
Morgunblaðið/Golli
LJÓSMYND eftir Helga Má Valdimarsson, Laug-
arnesskóla. Ljóðið við myndina heitir Trén og
hljóðar svo: Trén/ Rabba saman/ Ég hlusta á
þau/ Núna.
MYND eftir Sólveigu Þórarinsdóttur í Granda-
skóla. Ljóðið er svona: Drottning loftbólanna situr
hér/ með hirðmenn í kringum sig sem þjóna sér./
Hún býr oní Reykjavíkurtjörn/ og horfir dreymin
á skautandi börn.