Morgunblaðið - 17.01.1997, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 B 3
DAGLEGT LIF
Margar eru kallaðar en fáar
útvaldar og starfsaldur fyrir-
sætna er afar stuttur. Kolbrún
Aðalsteinsdóttir, skólastjóri
John Casablanca skólans á Is-
landi og meðeigandi ítölsku
umboðsskrifstofunnar Names í
Mílanó, hefur um árabil haft
milligöngu um að koma íslensk-
um stúlkum á framfæri í tísku-
heiminum. Hún fylgir þeim
fyrstu sporin og dvelur því
langdvölum í Mílanó þar sem
hún gætir hagsmuna þeirra,
leggur þeim lífsreglurnar, gæt-
ir þess að þær borði og sofi
nægilega, séu í stöðugu sam-
bandi við foreldra sína á íslandi
og þar fram eftir götunum.
Elín, Thelma og fleiri fyrirsæt-
ur á snærum Kolbrúnar segja
hana eins og mömmu sína en
þó öllu strangari.
Sumum finnst ámælisvert að
koma barnungum stúlkum á
framfæri erlendis og telja að
þar séu þær látnar vera upp á
sitt eindæmi. Slíkt segir Kol-
brún fjarstæðu, að minnsta kost
hvað varði íslensku stúlkurnar,
sem umboðsmenn hjá Names
taki upp á sína arma. Hún seg-
ir að einkar vel sé búið að stúlk-
unum og sjálf fylgi hún þeim
hvert fótmál í byijun og búi
síðan þannig um hnútana að
ævinlega sé gulltryggt að stúlk-
urnar séu í öruggum höndum
umboðsmanns. Auk þess segir
Kolbrún að stúlkunum beri
skylda til að vera í stöðugu
símasambandi við hana, þegar
hún er ekki á vettvangi, og for-
eldrana. Aðspurð segist Kol-
brún vitaskuld aldrei senda
stúlku utan gegn vilja þeirra.
Hún segir nauðsynlegt að þjálfa
stúlkurnar á unga aldri enda
taki yfirleitt nokkur ár að koma
þeim á framfæri áður en þeim
bjóðist næg vinna til að hafa
fyrirsætustörf að fullri atvinnu.
VERK eftir Björk í Æfinga-
skóla KHÍ. Textinn við er:
„Brunahaninn er fyrir framan
bekkinn. Gömul kona sest á
bekkinn. Slökkviliðsmenn
nota brunahanann. Arstíðirn-
ar Hða hjá, sumarið, vorið,
haustið og veturinn. Svo kem-
ur einhver og spreyjar á bekk-
inn. Brunahaninn getur ekk-
ert gert í því, bara mennirnir.
kennurum tilboð um að fara með
bekkinn sinn á það. Tveir til þrír
bekkir úr sex skólum fóru á nám-
skeiðið í haust og verður því fram
haldið á vorönn. „Þá mun ljósmynd-
unin fara fram í hveiju skólahverfi
fyrir sig,“ segir hann. Marteinn
segist hafa oft furðað sig á hvað
nemendum tókst oft að taka góðar
og frumlegar myndir. Kosturinn er
líka að þau verða næmari á smáatr-
iðin í kringum sig. „Þau eflast í að
lesa myndir og að tengja þær við
ljóð,“ segir hann „en ljóðagerð er
orðinn virkur þáttur í skólastarfi.
Einnig fléttaðist saga miðbæjarins
inn í þetta verkefni." ■
GH
THELMA ÞORMARSDOTTIR, 15 ARA
Fékk næg
verkefni
EKKI er ýkja langt síðan Thelma
Þormarsdóttir horfði hugfangin á
bandarísku L.A. Law þættina á
Stöð 2 á hveiju sunnudagskvöldi
og ákvað að einhvern daginn yrði
hún ábúðarmikill lögfræðingur.
Hún hvarf þó frá fyrirætlunum
sínum þegar hún komst að því að
á íslandi eru engir kviðdómendur
og réttarfar á Islandi öðru vísi
uppbyggt en í Bandaríkjunum.
Thelma er í 10. bekk Árbæjar-
skóla og þótt henni hafi gengið
vel að fóta sig sem fyrirsæta á
erlendri grund stefnir hún ótrauð
á stúdentspróf á tilsettum tíma.
„Að öðru leyti er ég enn óráðin
um framtíðina. Ég býst við að
starfa sem fyrirsæta næsta sum-
ar, en geri mér ekki óraunhæfar
vonir um starfsframa á þeim vett-
vangi. Þegar ég var í Mílanó í
sumar komst ég að raun um að
sumar fyrirsætur voru búnar að
hanga þar ár eftir ár þótt þær
fengju sárasjaldan verkefni," segir
Thelma, sem vill ekki að slíkt hendi
sig. Hún ætlar þó að grípa gæsina
ef hún gefst og reyna að haga
störfum sínum þannig að hún
missi sem minnst úr námi.
Safnaðl sjálf fyrlr námskeiðlnu
Thelma var aðeins þrettán ára
þegar hún hafði safnað sér nægum
peningum til að fara á námskeið
í John Casablanca skólanum. „Ég
og vinkona mín fórum bara til að
læra framkomu og þess háttar og
fannst óskaplega gaman. Þegar
ítalskt tískutímarit, Gioia, auglýsti
eftir fyrirsætum í
Morgunblaðinu
skömmu síðar frei-
staði ég þess að
sækja um og varð
á endanum ein af
fimm sem valdar
voru í myndatöku.
Þeir hjá Names
umboðsskrifstof-
unni sáu myndirnar
og buðu mér að
koma til starfa í
Mílanó. Mömmu og
pabba fannst ég allt
of ung og því fór
ég ekki fyrr en
síðastliðið vor.“
Thelma segist ekk-
ert hafa verið „spæld“ út af
ákvörðun foreldra sinna, enda hafi
hún fengið að fara ein síns liðs
að heimsækja skyldmenni sín í
Kaupmannahöfn um sumarið.
Að sögn Thelmu voru foreldrar
hennar enn tvístígandi að senda
hana utan vorið 1996. Loks hafi
þeir þó látið tilleiðast eftir að hafa
kynnt sér aðstæður og fengið full-
vissu um að barnið þeirra yrði í
öruggum höndum. „Við sem erum
svona ungar megum ekki fara
fylgdarlausar út á kvöldin og bara
á ákveðinn skemmtistað þriðju
hveija viku og þá með einhveijum
af skrifstofunni."
Thelma segir að í byijun fari
mestur tími í að safna myndum í
möppuna, sem engin fyrirsæta
geti verið án, og að kynna sig. „Ég
hafði þó heppnina með mér og
bauðst strax að sitja fyrir á mynd-.
um fyrir vörulista Benetton.
Myndirnar voru teknar á fjórum
dögum í bænum Treviso, þar sem
höfuðstöðvar fyrirtækisins eru.
Næsta mánuð fékk ég engin verk-
efni, en þá vaknaði ég alltaf
snemma, hringdi á skrifstofuna
og fékk uppgefið hvert ég ætti að
fara og kynna mig. Dijúgur tími
fór yfirleitt í biðröð, síðan var stutt
viðtal, og þá var kominn tími til
ELIN JONSDOTTIR, 17 ARA
Góður skóli
ÞEGAR Elín
Jónsdóttir var
15 ára í tíunda
bekk Árbæjar-
skóla fór hún
á námskeið í
John Casa-
blanca skól-
anum og átti
ekki von á að
framtakið
breytti lífi sínu
á nokkurn hátt.
Síðan hefur
Elín verið á
ferð og flugi,
starfað sem
fyrirsæta í
Prag og Tókýó, en þó aðallega
í Mílanó, þar sem umboðsskrif-
stofa hennar er til húsa, hún
hefur staldrað við í París og í
síðustu viku hélt hún til Mílanó
eftir jólafrí á íslandi. Hún býst
við að þaðan liggi leiðin til Lond-
on, Parísar og New York í tíma-
bundin verkefni á hveijum stað.
„Ég var ein af þremur sem
Kolbrún Aðalsteinsdóttir, í sam-
ráði við Names umboðsskrifstof-
una, bauð að fara_ til Mílanó og
feista gæfunnar. Ég hikaði ekki
andartak og foreldrar mínir
hvöttu mig eindregið, enda
treysta þeir mér fullkom-lega
og fannst bara gott
að mér byðist slíkt
tækifæri," segir
Elín eða Elína eins
að halda heim. í
fýrstu fannst mér
mjög erfitt að skilja
manneskjuna, sem
ég hringdi í, á um-
boðsskrifstofunni.
Hún talaði bara ít-
ölsku, ég rataði
ekkert um borgina
og kunni ekki á
lestakerfið. Eftir
nokkra daga varð
þetta ekkert mál og
núna get ég meira
að segja bjargað
mér svolítið á ít-
ölsku.“
í auglýslnga
herferð hjá Armanl
Thelma fékk síðar næg verk-
efni, fór m.a. til Madrid þar sem
hún tók þátt í hársýningu og ýmis
smáverkefni rak á fjörur hennar.
Hún kom heim í ágúst, settist á
skólabekk í 10. bekk, en gat ekki
hafnað tilboði frá Armani um þátt-
töku í auglýsingaherferð og verk-
efni í New York í kjölfarið. „Ég
ákvað að taka smáfrí úr skólanum,
enda fannst mér tilboðið mikill
heiður. Ég veit ekki enn hvort
myndirnar voru samþykktar en ef
að líkum lætur verð ég andlit Ar-
manis í undirfataauglýsingum
haustsins. Til að friða mömmu vil
ég nefna sérstaklega að undirfötin
voru fremur efnismikil og siðsam-
leg eins og Armani-tískan er
núna.“
Á sumrin verður Thelma ef til
vill á ferð og flugi milli Mílanó og
New York eða annarra heimsborga
næstu árin. Þess á milli ætlar hún
að sitja á skólabekk eins og venju-
legur íslenskur unglingur, fara í
félagsmiðstöðina stöku sinnum um
helgar eða sitja bara heima með
fjölskyldunni eða vinum sínum,
eins og henni finnst best, með
popp, kók og góða bíómynd í tæk-
inu. ■
og umboðsskrifstofan kynnir hana
vegna nöfnu hennar sem þegar
var komin til starfa í Mílanó sum-
arið 1995.
Vsastl ekkl
um okkur
Elín segir fyrirsætudrauminn
hafa blundað í sér frá því hún var
sex ára, en þá hafi hún legið yfir
verðlistum og tískublöðum. „Ég
hafði aldrei hátt um þennan draum
í hópi vinkvennanna, sagðist bara
ætla að verða flugfreyja þegar ég
yrði stór eins og þær.“
Fyrsta sumarið í Mílanó bjó
Elín og þrettán ára íslensk stúlka,
sem einnig var að stíga sín fyrstu
spor, í íbúð ásamt Kolbrúnu Áðal-
steinsdóttur. í sama húsi bjuggu
líka fímm íslenskar fýrirsætur.
Elín segir að ekki hafi væst um
þær stöllur og þær hafi orðið góð-
ar vinkonur.
Elínu finnst ekki ótrúlegt að
foreldrar hennar treysti henni bet-
ur en ella vegna þess að hún er
elst systkinanna. „Ég fékk ósköp
svipað uppeldi og gengur og ger-
ist. Ég á tvo yngri bræður, bjó á
Bolungarvík þar til
ég var tíu ára en þá
fluttist eg í Ártúns-
holtið. íþróttir voru
og eru mikið áhuga-
mál. Ég keppti í
mörg ár í sundi og
æfði fótbolta með
Val frá því ég var
ellefu ára. Núna
held ég mér í formi
með því að fara í
líkamsrækt þrisvar
í viku.“
Veturinn 1995-
1996 tók Elín tvær
annir í FA en hélt
aftur til Mílanó um
vorið þar sem hún fékk nóg að
gera. Fimm vikna dvöl í Tókýó
um haustið við myndatökur fýrir
verðlista fannst henni þó mesta
ævintýrið og mesta upphefðin í
ljósmyndum, teknum í Prag, sem
birtust af henni í tékknesku útgáf-
unni af Elle. „Óskastaðan hjá mér
eins og flestum, sem eru að byija,
er að sýna fyrir Armani, Calvin
Klein og fleiri þekkta hönnuði eða
taka þátt í auglýsingaherferðum
þeirra. Enn um sinn býst ég við
að taka þátt í tískusýningum
óþekktari hönnuða og sitja fyrir á
myndum fyrir verðlista og ýmis
tímarit.“
Engln
dekurrófa
Elínu finnst fyrirsætustarfíð
eiga vel við sig. Þótt hún hafi
ekki verið sérstök dekur-
0 rófa í uppvextinum seg-
• ist hún efalítið vera orð-
in sjálfstæðari en ef hún
væri í skóla og byggi í
foreldrahúsum. „Annars er
passað óskaplega vel upp á
okkur. Ég þarf samt að
skipuleggja fjármálin sjálf,
elda, búa um rúmið, þrífa og
gera ýmislegt sem ég hefði
ekki komið nálægt heima.
Mér finnst mjög heppilegt
að byrja fímmtán ára, en
varla miklu yngri. Ég
held að flestar stelpurnar
geri sér grein fyrir að til
að komast áfram verða þær að
halda sig frá öllu rugli því annars
eru þær bara sendar heim. Við
förum stundum út að borða með
umboðsmönnum og væntanlegum
viðskiptavinum. Allir sem ég hef
kynnst eru ósköp prúðir og penir.
Umboðsmenn fylgjast vel með
stúlkunum sem þeir hafa á sínum
snærum og þótt Mílanó sé stór
borg frétta þeir ótrúlega fljótt ef
einhver gerir ekki grein fýrir ferð-
um sínum.“
Elnu slnnl
snupruð
Aðspurð segist Elín einu sinni
hafa fengið snuprur fyrir að láta
umboðsmanninn ekki vita þegar
hún fór út að skemmta sér. „Mér
fannst ég ekki geta hringt til
mannsins um miðnætti, en þá
ákváðum við stelpurnar skyndi-
lega að fara aðeins út á lífið til
að fagna einhvetju, sem ég man
ekki lengur hvað var.“
Elín vonast til að geta haldið
áfram sem fyrirsæta í a.m.k. fimm
ár. Henni finnst reynslan síðastlið-
ið eitt og hálft ár hafa kennt sér
meira en seta á skólabekk. „Ég
get núna alveg bjargað mér á
ensku og er óðum að komast inn
í ítölskuna. Stúdentsprófið get ég
tekið hvenær sem er, jafnvel þijá-
tiu eða fjörutíu ára,“ segir Elín,
sem getur vel hugsað sér að verða
barnakennari þegar hún er orðin
„stór“.