Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.01.1997, Qupperneq 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓmR FOLK ■ DAVID Platt, miðvallarleik- maður Arsenal, getur ekki leikið með liðinu næstu þrjár vikurnar, vegna meiðsla á lærvöðva. ■ ARSENE Wenger, knatt- spymustjóri Arsenal, hefur haft áhyggjur vegna meiðsla leikmanna sinna og leikbanna. Hann er tilbú- inn að styrkja leikmannahóp sinn með því að kaupa franska miðherj- ann og landsliðsmanninn Christ- ophe Dugarry frá AC Milan á 2,5 millj. punda. Wenger vill fá Dug- arry eins fljótt og hægt er. ■ HRISTO Stoichkov, landsliðs- miðheiji Búlgaríu, sem leikur með Barcelona, hefur einnig verið orð- aður við Arsenal. ■ SLÓVAKINN Vladimir Kinder er kominn í leikmannahóp Middl- esbrough. Hann lék áður með Slo- van Bratislava. ■ DERBY hefur fengið sænska leikmanninn Marino Rahmberg til liðs við sig frá sænska liðinu Deger- fors. ■ PIETER Huistra, fyrrum landsliðsmaður Hollands, er kom- inn til Leicester. Martin O’Neill, knattspymustjóri Leicester, vonast til að hann skrifí undir samning við liðið á næstu dögum. ■ HUISTRA, sem er 30 ára út- herji, hefur leikið tvö sl. ár með Sanfrece Hiroshima í Japan, sem keypti hann frá Glasgow Rangers í desember 1994 á 500 þús. pund. ■ PAVEL Srnicek, markvörður hjá Newcastle, sem hefur misst sæti sitt til Shaka Hislop, hefur farið fram á að vera settur á sölu- lista. „Ef ég ætla að halda sæti mínu í tékkneska landsliðinu, verð ég að leika,“ sagði Srnicek. ■ WEST Ham hefur selt Tony Cottee til Salangor í Malasiu á 600 þús. pund og Rúmenann Ilie Dumitrescu til Amarica í Mexíkó á 800 þús. pund. ■ TVEIR leikmenn Man. Utd. verða frá keppni um tíma vegna meiðsla. Ronnie Johnsen verður frá í þrjár vikur og David May í fimm vikur. ■ NOTT. Forest hefur gengið vel undir stjórn Stuart Pearce, hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafn- tefli í síðustu sjö leikjum liðsins. Góður árangur hefur orðið til þess að vikulaun hans hafa hækkað úr 900 þús. ísl. kr. í 1,4 millj. kr. ■ IRVING Korn, stjómarformað- ur Nott. Forest vill að Pearce verði áfram knattspyrnustjóri liðs- ins og var gengið frá því í gær. ■ NEIL Maddison, miðvallarspil- ari Southampton, skrifaði undir þriggja ára samning við liðið í gær. KNATTSPYRNA JÍÍRGEN Klinsmann, fyrirliðl Þýskalands. „Ætla að verða meistari með Bayem“ Jurgen Klinsmann, fyrirliði þýska landsliðs- ins, hefuraldrei orðið Þýskalandsmeistari Jurgen Klinsmann átti fund með Franz Beckenbauer, forseta Bayern Múnchen, fyrir helgina, þar sem þeir ræddu málin og ástandið hjá Bayern. Klinsmann hefur deilt hart á leikaðferð liðsins og er ekki ánægður með að það sé látið leika varnarleik - og um tíma óskaði hann eftir að vera seldur. Becken- bauer sagði að það kæmi ekki til greina. Eftir fund þeirra félaga sagði Kiinsmann að hann myndi leika áfram með Bayern og ætlaði sér að vera Þýskalalandsmeistari með lið- inu og ef allt gengi að óskum, einnig bikarmeistari. „Yið urðum UEFA-meist- arar fyrsta keppnis- tímabilið mitt hjá Bayern, síðan varð ég Evrópumeistari með þýska landslið- inu á Wembley sl. sumar. Ég yrði full- komlega ánægður ef við hjá Bayern næð- um að vinna tvöfalt í ár,“ sagði Klins- mann. Klinsmann, sem er 32 ára, hefur ekki náð því að verða meistari í Þýska- landi, byijaði feril sinn með Stuttgart og lék með Asgeiri Sigurvinssyni, sem hann hefur sagt að sé besti leikmaðurinn sem hann hefur leik- ið með. Þegar Stuttgart varð svo loks Þýskalands- meistari 1984, í fyrsta skipti í 34 ár, var Klinsmann farinn til Inter í Mílanóborg, þaðan lá leið hans til Mónakó, síðan til London þar sem hann lék með Tottenham. Ensk lið hafa sýnt áhuga að fá Klinsmann til liðs við sig og um helgina kom fram, að tvö lið hefðu gert honum tilboð - Nottingham Forest og Blackburn. Klinsmann segir allt óákveðið hvað hann geri eftir keppnistímabilið. „Mér er fijálst að fara frá Bayern, eða vera áfram hjá liðinu.“ Bergkamp neit- aði að fara heim HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Dennis Bergkamp hjá Arsenal er kominn I þriggja leikja bann. Honum var boðið að fara til Hollands á meðan hann tæki út bannið, en þvertók fyrir það. „Það hefði verið gaman, en hér á ég heima. Ég vil æfa og vera með strákunum á meðan ég er í banninu," sagði Bergkamp, sem er mjög ánægður með hvernig honum hefur gengið að undan- förnu. „Ég er að leika eins og ég gerði best með Ajax, égyeit að ég get gert betur og ætla mér það. Ég fann aldrei rétta takt- inn þegar ég lék með Inter á Ítalíu." Berg- kamp sagði þetta um meistaramöguleika Arsenal: „Það er allt hægt. Deildarkeppnin í Englandi er mjög erfið, það er erfitt að eiga við lið eins og Liverpool og Manchest- er United.“ West Ham eltist við Hooijdonk Harry Redknapp, fram- kvæmdastjóri West Ham, elt- ist nú við Hollendinginn Pierre van Hooijdonk, miðheija Celtic. West Ham vantar illilega markaskor- ara, leikmenn liðsins hafa aðeins skorað átján mörk í úrvalsdeildar- keppninni. Mesti markahrókur liðsins, Iain Dowie, verður frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla á ökkla. Redknapp er tilbúinn að borga 448 millj. ísl. kr. fyrir Van Hooijdonk, sem Celtic keypti fyrir 135 millj. kr. Van Hooijdonk hefur átt í deilum við Fergus McCann, forseta Celtic, vegna launamála í sambandi við nýjan samning við liðið. Þess má geta að Van Hooijdonk var óþekkt- ur þegar Tommy Burns, knatt- spyrnustjóri Celtic, keypti hann frá hollenska liðinu Breda fyrir tveim- ur árum. Kappinn, sem er 27 ára, hefur verið markakóngur Celtic sl. tvö ár, hefur skorað hátt í sextíu deildarmörk. Hann skoraði tvö mörk fyrir Celtic gegn Hibernian sl. laugardag og hefur nú skorað fjórtán mörk, en næst markahæst- ur í Skotlandi, á eftir félaga sínum Jorge Cadet, sem hefur skorað sextán mörk. Þess má geta að Van Hooijdonk var valinn í hollenska landsliðið á dögunum vegna framgöngu sinnar hjá Celtic. Hann kom, sá og sigr- aði í leik gegn Wales í Cardiff í október, skoraði tvö mörk í sigur- leik Hollands, 3:1. Ef West Ham nær ekki að fá Van Hooijdonk frá Celtic, er liðið tilbúið að greiða 3,2 millj. pund fyrir Dean Holdsworth frá Wimble- don. ENGLAND 25. janúar 1 Leeds - Crystal Palace 2 Everton - Bradford 3 West Ham - Wrexham 4 Carlisle - Sheffield Wed. 5 Leicester - Norwich 6 Coventry- Woking 7 Q.P.R. - Barnsley 8 Portsmouth - Reading 9 Brentford - Manch. City 10 Birmingham - Stockport 11 Ipswich - W.B.A. 12 Swindon - Grimsby 13 Blackpool - Millwall úrslit Árangur á heimavelli frá 1984 0 0 0 0 8 1 1 16:11 0:0 2:0 5:3 10:11 0:0 7:1 2:1 0:0 0:0 22:9 5:3 0:0 Slagur spámannanna: I Ásgeir-Logi 13:10 Hversu margir réttir siðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 18 vikur: Ásgeir Logi JR Þín spá 1 X 1 1 1 1 1 1 X 1 1 2 2 1 X 2 1 X 1 X 1 1 1 1 X 1 1 X 2 1 X 1 X 1 X 1 1 1 X 2 1 X 2 1 X 2 1 1 1 1 X 1 X 1 1 1 1 X 2 X 2 1 X ' 9 8 7 10 6 8 146 132 142 8,1 7,3 7,9 ITALIA 26. janúar 1 Vicenza - Fiorentina 2 Napoli - Parma 3 Lazio - Bologna 4 Piacenza - Roma 5 Atalanta - Cagliari 6 inter - Udinese 7 Sampdoria - Perugia 8 Verona - AC Milan 9 Juventus - Reggiana 10 Padova - Pescara 11 Foggia - Chievo 12 Palermo - Genoa 13 Venezia - Brescia úrslit Árangur á heimavelli frá 1988 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 1 11 6 2 12 7 0 3 7 2 0 4 5 Slagur spámannanna: Ásgeir-Logi 12:9 Hversu margir réttir síðast: Hve oft sigurvegari (vikur): Hvað marga rétta i heild: Meðalskor eftir 18 vikur: Ásgeir Logi m Þín spá 1 X 2 1 X 1 X 1 X 1 X 2 1 1 X 2 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 2 2 2 1 1 1 1 X 1 X 2 1 X 2 1 1 X 1 X 1 X X 2 1 X X X 2 1 X 2 ' 7 8 9 10 6 5 150 144 146 8,3 8,0 8,1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.