Morgunblaðið - 24.01.1997, Side 1
■ UPPELDIÐ í TÓMAGANGI OG AGALEYSI Á BÖRNUM/2 ■ DREGIÐ ÚR
LIKUM A BEINBROTUM VEGNA BEINÞYNNINGAR/3 ■ SPILAFIKN /4
■ BARNAAFMÆLI/6 ■ BREYTT VIÐHORF FOLKS TIL REYKINGA/8 ■
frá toppi til táar
Loðin tíska
LOÐFATNAÐUR hefur átt upp á
pallborðið hjá landsmönnum, sér-
staklega yngri kynslóðinni að und-
anförnu.
Loðnar peysur, skærar eða í
sauðalitum, buxur, gærujakkar og
gervipelsar eru áberandi í tísku-
verslunum, auk þess sem alls kyns
kafloðnir smáhlutir fylgja með;
slæður, treflar, hattar og töskur.
Útivistarverslanir selja loðinn
hlífðarfatnað í stórum stíl og hús-
gagnaverslanir hafa heldur ekki
farið varhluta af loðnu tískunni,
því þar er að finna úfna innan-
stokksmuni, svo sem púða og
teppi.
Er Fjalla-Eyvindur orðinn leið-
andi nafn í tískuheiminum eða
hefur kuldakastið í nóvember sl.
haft þessi áhrif? Daglegu lífi
fannst eitthvað loðið við þetta og
leitaði því álits fatahönnuðar og
nokkurra kaupmanna í verslunum
Rey kj avíkurborgar.
„Loðna tískan kemur og fer,“
segir María Olafsdóttir fata-
hönnuður. „Síðast var hún á
ferðinni fyrir um fjórum árum
en nú eru dýraskinnslíki sér-
staklega vinsæl í kjóla, bux-
ur og boli en einnig njóta
loðfeldir mikillar hylli.“
Kólnandi veðurfar
hefur ekki haft áhrif á
loðnu tískusveifluna að
mati Maríu, heldur seg-
ir hún náttúruvæna
tísku og villimennsku
frekar vera að ryðja sér til rúms
á nýjan leik, m.a. með tilkomu
Tarzan-kjóla.
María gluggaði í nokkur erlend
tískublöð til að kanna hvort loðnu
áhrifanna gætti einnig í útlöndum.
„Lítið er þar af skærum loðnum
fötum en eitthvað er um slíkan
fatnað í jarðlitunum." Hestafeldur
er nýjasta efnið í tískufatnaði
samkvæmt blöðunum. „Feldurinn
er nýttur meðal annars í töskur
og skó, hestakápur og hestapils.
Fyrirsætur skarta einnig ísbjarn-
arfeldum á síðum blaðanna svo
og kápum úr kálfaskinni."
Loðfeldlr aftur í tísku
Loðfeldir eru að ryðja sér til
rúms á nýjan leik ef marka má
helstu tískublöðin. „Fyrir nokkr-
um árum var andstaðan gegn loð-
feldum mikil hjá fatahönnuðum
en nú eru dýraverndunarsjónarm-
ið þeirra á bak og burt. Karl Lag-
erfeld og Oscar de Renta hafa
nýlega hannað pelsa sem eru ann-
Morgunblaðið/Emilía
aðhvort mjög stuttir eða
skósíðir og jafnvel með
klaufum upp að mjöðm.
Hérlendis eru tískuhönn-
uðir aftur farnir að
hanna fatnað úr sel-
skinni sem samstaða var
um að gera alls ekki fyrir nokkr-
um árum.“ Sjálf er María heilluð
af pelsatískunni en hún á einn 50
ára gamlan sem hún notar mikið
á veturna.
Hvað segja kaupmenn?
Kaupmenn í Útilífi,
Glæsibæ, segja loðinn
hlífðarfatnað vera í
tísku fyrir alla aldurs-
hópa. Mikil ásókn hefur
verið í appelsínugular
loðpeysur frá Adidas en
ungra fólkið sækir þó
meira í skæru litina en þeir
eldri. Mestrar hylli í hlífðar-
Hestafeldur er
nýjasta efniö í
tískufatnaði
fatnaði nýtur flís-efnið
sem þykir mjög hlýtt og
þægilegt.
I húsgagnaversluninni
Kompaní á Laugavegi er
að finna loðna púða,
bæði munstraða og ein-
lita. Þeir kosta um 2.500 kr. og
eru mjög vinsælir, að sögn Mörtu
Bjarnadóttur eiganda verslunar-
innar. Púðarnir sem sumir eru
með dúskum á endunum, eru vin-
sælir með tígramunstri en einnig
í dökkum litum, s.s vínrauðu,
svörtu og gráu.
Loðnir jakkar í jarðlitum njóta
hylli karla jafnt sem kvenna að
sögn afgreiðslumanns í verslun-
inni Sautján, Kringlunni. „Mikið
hefur einnig selst að undanförnu
af allskyns smádóti, svo sem loðn-
um töskum og treflum og svo eru
peysur með síðum hárum einnig
vinsælar."
ddlærabitar
Egils Pilsner
Kellogg's