Morgunblaðið - 24.01.1997, Page 5
4 B FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 B 5
SÁA og gengið í sambærileg sam-
tök og Al-Anon, eða Gam-Anon.
Gylliboðin blasa
hvarvetna við
Sigmar segir of snemmt að segja
til um árangur meðferðarinnar, en
margt bendi til að úrræðin reynist
vel. „Meðferðin miðar fyrst og
fremst að algjöru bindindi.
Spilafíkill á aldrei að láta eftir sér
að kaupa happdrættismiða, fara í
bingó eða taka þátt í leik þar sem
von er á vinningi, hversu smávægi-
legur sem hann kann að vera. Hann
þarf að breyta hugsunarhætti sín-
um- og lífsstíl, laga samskipti við
annað fólk og læra að vinna úr
Getgátur um
orsakir
í FRÆÐSLURITI SÁÁ, Spilafíkn - viðráðan-
legur sjúkdómur, eftir Pétur Tyrfingsson, seg-
ir að geðlæknar og taugasálfræðingar hafi
reynt að rannsaka miðtaugkerfið í fólki sem
greinist með spilaáráttu. Sumir hafi beint
rannsóknum sínum að heilabylgjum og boð-
efnabúskap heilans og samhæfingu heila-
hvelanna. Aðrir hafi rannsakað þá spennu sem
fjárhættuspil skapar hjá einstaklingum þegar
þeir spila. Markmiðið hafi verið að leita að
truflunum eða starfsþáttum í miðtaugakerfinu
sem skýri hvers vegna einn sé veikari fyrir að
ánetjast fjárhættuspili en annar. Enn sé þó ill-
_mögulegt að draga ályktanir af þeim fáu
rannsóknum sem bendi til sameiginlegra
eða algengra persónueinkenna í fari spi-
lafíkla, því ekki sé hægt að
segja til um
hvort þessi ______jggjS|
.einkenni séu fylgikvillar —3
Upilaáráttunnar eða undanfari hennar.
Bakgrunnur spilasjuklinga
streitu og til-
fínningum. Mér
finnst gylliboðin,
sem hvarvetna
blasa við, með
ólíkindum. Fyrir-
tæki og stofnanir
höfða í æ ríkari
mæli til vonar fólks
um skjótfenginn
gróða án þess að það
þurfí að vinna fyrm
honum. Þróuninni
verður varla aftur
snúið, freistingamar
verða sífellt fleiri og sé
ekkert að gert fjölgar
spilafíklum að sama
skapi. Opinská umræða
um vandann kann þó að
opna augu spilasjúkra og
stemma að einhverju leyti stigu við
framvindunni.“
Eins dauði er annars brauð, seg-
ir einhvers staðar. I ljósi þess
fjölda sem leitar meðferðar vegna
spilafíknar er ekki alveg út í hött að
I ritinu er vitnað í Richard J. Rosent-
\hal, bandarískan geðlækni, sem segir að
\ sjö atriði einkenni mjög lífssögu spila-
\sjúklinga.
1. Saga um áfengissýki eða spilafíkn í
\fjölskyldunni.
2. Einstaklingurinn elst upp í fjöl-
\skyldu þar sem foreldri er sérstaklega
\ gagnrýnið, hafnandi og tilfinninga-
\lega Qarlægt.
3.1 fjölskyldunni er áhersla á
Istöðutákn og gildi peninga ofmetið.
4. Einstaklingurinn er alinn upp í mikl-
um keppnisanda. Þetta á sérstaklega við um
karlmenn.
5. Líkamleg vandamál eða truflun í þroska.
6. Saga um ofvirkni í æsku.
7. Einstaklingurinn kynnist fjárliættuspili
snemma á ævinni með þeim hætti að það hafi
verið mikils metið.
heimfæra máltækið upp á fjár-
mögnunarleiðir ýmissa góðgerðar-
stofnana og íþróttahreyfínga, sem
afla tekna með spilakössum, get-
raunaleikjum og alls konar happ-
drættum. Mörgum finnst skjóta
skökku við að starfsemi SÁÁ bygg-
ist að hluta á slíkum tekjum þar
sem ágóðanum er m.a. varið í að
hjálpa þeim sem verða fórnarlömb
fíknarinnar. Sigmar viðurkennir að
erfitt sé að réttlæta tekjulindina,
en bendir á að hlutdeild samtak-
anna í spilakössum og þvíumlíku
skipti ekki sköpum um framboðið
og flestir taki þátt í leiknum sér til
ánægju og án þess að bera skaða af.
Karlar í meirihluta
Aðspurður hverjir séu líklegastir
til að verða „gullkálf-
ar“ spilakassanna seg-
ir Sigmar að karlar
milli tvítugs og fimm-
tugs séu yfirgnæfandi
meirihluti þeirra sem
komið hafí í meðferð.
„Mér fínnst of
snemmt að alhæfa
mikið um sameiginleg
persónueinkenni
spilasjúkra, því fjöld-
inn er ekki nægur til
viðmiðunar. Ef eitt-
hvað er finnst mér þeim hætta til
öfga á mörgum sviðum líkt og
áfengissjúklingum. Alla jafna er
þetta duglegt fólk, sem sinnt hefur
fjölskyldu sinni og starfi af sömu
ábyrgð og flestir aðrir áður en það
varð ofurselt spilafíkninni. Spila-
sjúkir beita yfirleitt ekki líkamlegu
ofbeldi, en stundum gn'pa þeir til
ýmissa ólöglegra örþrifai'áða til að
fjármagna fíknina.“
Að sögn Sigmars leita spilasjúkir
yfirleitt ekki aðstoðar fyiT en fokið
er í flest skjól. í grófum dráttum
segir hann að skipta megi fram-
vindu spilaáráttunnar í fjögur þró-
unarskeið; leit að spennu, - skeið
vinninga, eltingaleik, - skeið ósi-
gra, örvæntingarskeið og vonleys-
isskeiðið þegar endanlegt hrun
blasir við helsjúkum spilafíklum.
„Engin töfralausn er til við spila-
sýki. Batinn er hæg, markviss upp-
bygging á öllum sviðum.“
B INGO
■EJEJEIEI
□□□C
E3E3E1E
S3ESIE9EI
EJEJE3E
i ngo
DAGLEGT
SPILASÝK
spilakasaanna
ISLENSKIR spilafíkl-
ar sitja ekki uppábúnir
fkjól og hvítu með vin-
dla og kampavín í
glæstum sölum þar
sem rúllettan rúllar og
stássmeyjar reikna út
gróða og tap. Þótt ein-
hverjir hafí efalítið slæðst inn í slík
húsakynni einhvers staðar í útlönd-
um þar sem fjárhættuspil er lög-
legt segir Sigmar Bjömsson, ráð-
gjafi hjá SÁA, að allflestir íslenskir
spilafíklar séu fórnarlömb spila-
kassanna; í sjoppunum, mynd-
bandaleigunum, kvikmyndahúsun-
um, á bensínstöðvunum og jafnvel á
vinnustöðum sínum.
Frá ársbyrjun 1996 hafa tæplega
eitt hundrað manns leitað ráða hjá
SÁÁ vegna spilasýki, þar af hafa
um sjötíu og fímm farið í meðferð
vegna fíknarinnar. Vísir að slíkri
meðferð hófst fyrst árið 1992 undir
handleiðslu Péturs Tyrfingssonar,
ráðgjafa SÁÁ, en lagðist fljótlega
af vegna ónógrar þátttöku í svoköll-
uðum grúppum, sem meðferðin
byggðist að mestu leyti á. Tekið var
til við þar sem frá var horfið þrem-
ur árum síðar, en Sigmar hefur nú
haft málefni spilafíklanna á sinni
könnu í rúmlega ár.
Viðráðanlegur sjúkdómur
„Spilafíkn er sjúkdómur líkt og
áfengissýki og oft helst þetta
tvennt í hendur. Um 50% þeirra
sem til okkar leita hafa verið í
áfengismeðferð. Skýringin kann að
hluta til að felast í því að þeir eru
upplýstari en aðrir um möguleg
meðferðarúrræði og viðurkenna
spilafíkn sem sjúkdóm sem hægt er
að hafa hemil á,“ segir Sigmar.
Ekki er langt um liðið síðan al-
mennt var litið á áfengissýki sem
einskæran aumingjaskap. Upp úr
1970 fóru ýmsir sem höfðu verið of-
urseldir fíkninni um árabil í með-
ferð og náðu góðum árangri í bar-
áttunni við Bakkus. Margir stóðu
keikir á eftir og sumir voru allsend-
is ófeimnir að koma fram opinber-
lega og greina frá reynslu sinni að
leiðinni til bata. Viðhorfin breyttust
hægt og sígandi og núna eru flestir
sammála um að meðferð fyrir fíkni-
efnaneytendur sé úrræði, sem gefi
besta raun. En hvemig eru viðhorf-
in til spilafíknar, í hverju er með-
ferðin fólgin og er raunhæft að líta
á spilafíkla sem sjúklinga?
Sigmar segir stutt síðan vandinn
kom upp á yfirborðið, enda hafi
spilakassar ekki verið á hverju
strái fyrr en hin síðari ár, og of
snemmt sé að fullyrða nokkuð um
viðhorf almennings. „Þó segir það
sína sögu að mörgum spilafíklum,
sem ekki þekkja fíkniefnavanda af
eigin raun, er meinilla við orðin
Fæstum, sem freista gæfunn________
sinnum í spilakössum, bingóum, happ
drættum og getraunaleikjum, verður
meint af. Fyrir aðra er þátttaka í slíkum
leikjum upphafíð að endin
ar áfengissjúklingur te
Sigmar Björnsson, ráð
fræddi Valgerði Þ. Jónsdo
vanda
spilasjúkra og meðferðarúrræði sem þeim
og aðstandendum þeirra standa til boða.
spilafíkill og spila-
fíkn og fínnst
skömm að slíkri
nafngift. Rannsókn-
ir sýna að áfengis-
sýki getur verið líf-
fræðilega arfgeng
og persónuleikaein-
kenni áfengissjúk-
linga oft svipuð.
Rannsóknir á spila-
sjúkum eru of
skammt á veg
komnar til að hægt
sé að alhæfa, en ým-
islegt bendir til að
fíknin kunni að ganga í erfðir. Sem
betur fer era margar undantekn-
ingar á arfgengi áfengissýki. Eðlis-
læg tilhneiging til að ánetjast fíkni-
efnum eða fjárhættuspili kemur
vitaskuld ekki í ljós hjá þeim sem
aldrei láta á slíkt reyna; taka fyrsta
glasið eða setja pening í kassann.“
Neðanjarðarstarfsemi
Sjálfur er Sigmar óvirkur alkó-
hólisti til fjórtán ára. Þótt spila-
kassamir væra ekki komnir til sög-
unnar þegar hann var í óreglu
komst hann engu að síður í kynni
við fjárhættuspil, meira þó sem
áhorfandi en þátttakandi. „Þá var
spilað upp á peninga í póker, brids,
tuttugu og einum og fleiri spilum á
ýmsum stöðum, sem fáum var
kunnugt um. Slík neðanjarðar-
starfsemi tíðkast ennþá og dæmi
era um menn sem era atvinnufjár-
hættuspilarar. Gagnstætt spila-
kössunum veltur gróðinn á hæfni
spilamannanna en ekki heppni.
Sami kjarninn spilar ár eftir ár og
gróðinn er hjá einum í dag og öðr-
um á morgun. Þeir sem slæðast
einstöku sinnum inn til að taka í
spil era nefndir gullkálfar innan
hópsins, enda tapa þeir yfirleitt og
hinir fá þá meiri peninga til að
leggja undir."
SIGMAR Björnsson, ráðgjafi hjá SÁÁ.
Sigmar telur að spilamennska af
þessu tagi hafi tíðkast hjá fámenn-
um hópum um alllangt skeið og
verði trúlega ætíð við lýði. Ásóknin
í spilakassana og alls kyns get-
raunaleiki sé hins vegar mun víð-
tækara vandamál um þessar mund-
ir. „Miðað við fjöldann sem komið
hefur í meðferð er trúlegt að þeir
sem eru í fjárhags- og persónuleg-
um þrengingum vegna spilafíknar
séu ekki undir þúsund manns og þá
era ótaldir aðstandendur þeirra,
sem einnig líða fyrir sjúkdóminn."
Gamanið kárnar
Sigmar segir að vitaskuld sjái
enginn fyrir að verða spilasjúkur.
Margir láti pening í spilakassa og
freisti gæfunnar í happdrætti eða
getraunaleik án þess að uppátækið
hafi afgerandi áhrif á líf þeirra. Ef
slíkt gerist segir Sigmar hins vegar
að gamanið kámi heldur snögg-
lega, vandamálin hrannist upp þar
til þau virðist nánast óyfirstíganleg
og allt fari úr böndunum; fjárhag-
urinn, starfið, tengslin við fjöl-
skyldu og vini, andleg og líkamleg
líðan, svo fátt eitt sé talið. „Víta-
hringur spilafíkla felst í því að þeir
geta ekki hætt. Ef þeir græða nota
þeir gróðann til að græða meira og
tapi þeir er öllum brögðum beitt til
til að freista gæfunnar á
nægir að aðstandendur,
eða ráðgjafi
mann spilafíkinn. Aðgerðir
fólks nægja ekki til að leysa
spilafíkil úr fjötranum. Spilafíkill-
inn verður að sjúkdómsgreina
sjálfan sig. Hann verður að vera
• sannfærður um að spilasýkin sé
rótin að vandamálum hans, því það
er einungis undir aðgerðum hans
sjálfs komið hvort hann nær bata.“
í fræðsluriti SÁÁ, Spilafíkn -
viðráðanlegur sjúkdómur, eru
þrjár spurningar lagðar til grund-
vallar greiningu á spilafíkn:
1. Hefur þú tekið fé að láni til að
stunda fjárhættuspil?
2. Hefur þú einhvern tíma spilað
fjárhættuspil og misst af einhverju
eða vanrækt eitthvað sem þér er
kært eða þér finnst skipta miklu
máli?
3. Hefur þér mistekist að draga
úr eða hætta fjárhættuspili?
Sá sem svarar einni spurningu
játandi er líklegur að hafa eða vera
í þann veginn að missa stjóm á
spilafýsninni og sá sem svarar
tveimur eða öllum spurningum ját-
andi er talinn vera haldinn stjórn-
lausri spilaáráttu.
„Eina leiðin til bata er að hætta
að spila,“ segir Sigmar. „Ógöng-
urnar, sem menn eru komnir í, era
þó oft slíkar að þeim er allsendis
ómögulegt að ráða bug á fíkninni
einir og óstuddir. Vinningur er
spilafíklum aldrei til góðs, enda
snýst fíknin ekki um peninga og
ávinning heldur um spennu. Gróða-
vonin er blekking og spennan drif-
krafturinn."
Meðferðarúrræði
Hjá SÁÁ standa spilafiklum fjög-
ur úrræði til boða. Þeir geta hringt
og leitað ráða, komið í viðtöl, hóp-
starf eða svokallaðar grúppur og
GA-samtökin (Gamblers
Anonymous eða ónafngreindir fjár-
hættuspilarar). Slík göngudeildar-
meðferð er í húsnæði SÁA við Síðu-
múla, en þar hafa GA-samtökin að-
stöðu og halda fundi einu sinni í
viku. Einnig kemur innlögn á Vog
til greina ef sýnt þykir að viðkom-
andi er mjög veikur og þurfí tíma til
að ná áttum.
Þótt orsakir spilafíknar séu um
margt óljósar segir Sigmar að þeir
hjá SÁÁ hafí talið happadrýgst að
fara að bandarískri fyrirmynd og
byggja meðferðina upp á hópstarfi,
grúppum og þátttöku í GA-samtök-
um, sem starfa í anda AA-samtak-
anna, með tilheyrandi sporakerfi
aðlöguðu að spilafíkn. Líkt og að-
standendum alkóhólista er boðið
upp á ráðgjöf og bent á Al-Anon
samtökin, geta aðstandendur spila-
sjúkra jafnframt leitað ráða hjá
S
A rúmu ári hafa tæplega 100 manns leitað ráða
spilafíknar og 75 farið í meðferð • Gróðinn byggist á heppni en ekki
spennan drifkrafturinn # Gylliboðin blasa hvarvetna við
VÍTAHRINGUR spilafíkla felst í því að þeir geta ekki hætt að spila. Morgunblaðið/Kristimi
hæfni # Nota gróðann til að græða meira # Gróðav
SAGA ÞEIRRA
SPILAFÍKILL
Eins og þegar
dópistinn fær
efnið sitt
HÆSTI vinningur í happdrætti stuttu eftir að hann
kvæntist olli engum straumhvörfum í lífi hans. Að
vísu keyptu ungu hjónin fín húsgögn, fóru í utan-
landsferð og veittu sér ýmislegt sem þau hefðu ella
ekki gert. Svavar, eins og hann kýs að nefna sig, hélt
áfram að vinna mikið, átti fyrirtæki og dró væna
björg í bú. „Allt var í lukkunnar velstandi framan af;
eiginkona, börn, fallegt heimili og fínir bflar. Smám
saman komu brestir í hjónabandið, ég átti erfitt með
að sætta mig við visst atvik og eftir á að hyggja held
ég að ég hafi verið að flýja raunveruleikann þegar
ég setti í fyrsta skipti pening í pókerkassa árið 1990
og vann nokkra þúsundkalla."
Þótt hann væri þá ákveðinn í að spila líka næsta
dag óraði hann ekki fyrir að sakleysislegir spilakass-
ar ættu eftir að heltaka huga hans næstu árin. í tvö
ár spilaði Svavar daglega. Þegar leikurinn stóð sem
hæst skuldaði hann 16 milljónir og var flæktur í í alls
kyns lygar og blekkingar. „Ég skammaðist mín fyrir
sjálfan mig, einangraði mig og fannst ég vera mis-
heppnaður aumingi, sem ekki ætti sér viðreisnar
von. Samt gat ég ekki hætt, ég sóttist eftir breyttu
ástandi - spennunni. Ég hef hvorki fyrr né síðar
upplifað eins geggjaða tilfinningu eins og þegar ég
var „að vinna“. Lfldega er þetta svipað og þegar
dópistinn fær efnið sitt. Ég lagði stöðugt meira á
mig, hvað sem það kostaði, til að komast í sama ás-
tand aftur og aftur. Öll skyn-
semi fór fyrir bí, víman hellt-
ist yfir mig þegar ég vann
100 þúsund krónur, jafnvel
þótt ég væri nýbúinn að tapa
500 þúsund krónum."
Svavar segist hafa verið
fyrirmyndarbarn og ungling-
ur, mikill íþróttagarpur og
alltaf með ágætiseinkunnir.
„Ég var elstur og foreldrar
mínir bundu miklar vonir við
framtíð mína. Draumur þeir-
ra um að ég færi í iangskólanám urðu að engu þegar
ég var sextán ára, fluttist að heiman og bjó í útlönd-
um um skeið. Þegar heim kom hóf ég iðnnám og
gekk allt í haginn. Ég hef aldrei verið óreglusamur
og þótt ég hafi verið langt leiddur af spilasýki gætti
ég þess að spila aldrei undir áhrifum áfengis."
Aðstandendur Svavars vissu ekkert um spilafíkn-
ina, en undruðust mjög peningaþörfina. Hann notaði
fyrirtæki sitt óspart sem skálkaskjól og átti greiðan
aðgang að bankalánum. En þau dugðu ekki til, vinir
og vandamenn voru hvað eftir annað slegnir um lán,
hann stal frá konunni og gekk svo langt að falsa und-
irskriftir foreldra sinna. „Mamma og pabbi voru
sannfærð um að ég væri á kafi í eiturlyfjurn þegar
upp um athæfið komst. Ég var tilneyddur til að segja
þeim og eiginkonunni sannleikann. Að hætti spilafík-
la sagði ég hann í smáskömmtum, enda ekki tilbúinn
að aflijúpa mig alveg. Sem betur fer tókst mér að
búa þannig um hnútana að foreldrar mínir biðu ekki
fjárhagslegt Ijón af.“
Að eigin frumkvæði leitaði Svavar ráða hjá geð-
lækni eftir tveggja ára stjórnlausa spilaáráttu. Þótt
ekki ætti hann við áfengisvanda að glíina var honum
ráðlagt að fara í þriggja mánaða meðferð með
áfengissjúklingum, enda sérstök úrræði fyrir spi-
Iafíkla ekki tiltæk. „Meðferð fyrir fíkniefnaneytend-
ur og spilafíkla byggist á sama grunni; að taka einn
dag í einu og sporakerfinu. Eftir meðferðina spilaði
ég ekkert í um það bil ár, vann mikið, eins og ég hef
raunar alltaf gert, og grynnkaði heilmikið á skuld-
unum.“
En allt féll í sama farið þegar Svavar taldi sig á
grænni grein og ætlaði bara aðeins að prófa. Hann
spilaði á hverjum degi, þar til nýverið að hann fór
aftur í meðferð. I millitíðinni skildu hjónin og skuld-
irnar hlóðust upp. Núna, tæplega fertugur, segist
Svavar leggja kapp á að borga spilaskuldir og mæta
í grúppur hjá SÁA. „Ég er bjartsýnn að eðlisfari, sýti
ekki fortíðina, reyni að finna þörf minni fyrir spennu
jákvæðan farveg og stefni ótrauður á listnám í
Bandaríkjunum innan fárra ára.“
Aðspurður segir Svavar mikinn misskilning að
spilafíkn hrjái einungis þá sem orðið hafi undir í lífs-
baráttunni. Sjálfur segist hann liafa kynnst jafnt fá-
vitum sem snillingum og fólki úr öllum stéttum, sem
sé ofurselt fflminni. „Spilakassar og alls kyns gylli-
boð um skjótfenginn gróða er orðið þjóðarmein. Mér
finnst uggvænleg þróun að beina áróðri og auglýs-
ingum að börnum og unglingum," segir Svavar og
fullyrðir að 85-90% ágóðans úr spilakössunum komi
úr vasa spilasjúkra.
AÐSTANDANDI
Með handtösk-
una hvert fótmál
á eigin heimili
EFTIR ljörutíu og tveggja ára hjónaband lét Lára,
eins og hún verður kölluð hér, loks til skarar skríða
og sótti um lögskilnað. Þótt hjónabandið hafi ekki
alltaf verið dans á rósum segir hún að spilafíkn eigin-
mannsins síðastliðin sex ár hafi verið dropinn sem
fyllti mælinn. Lára er rúmlega sextug og fyrrum eig-
inmaður hennar nokkram áram eldri. Henni finnst
einkennileg tilfinning að standa á slíkum tímamótum
svona þrælfullorðin, eins og hún segir, en því fylgi
óumræðilega mikill léttir, enda hafi heimilislífið ver-
ið orðið fáránlegur skrípaleikur. „Þótt ég hafi ekki
átt auðvelt með að sætta mig við framhjáhald hans á
sínum túna, sem liafði í för með sér að hann eignaðist
barn utan hjónabands, gat ég alls ekki umborið sívax-
andi spilafflm hans. Hann stal frá mér peningum,
laug að mér og neitaði öllum ásökunum þegar ég
gekk á hann. Mér fannst ég eins og persóna í grát-
broslegri bíómynd þar sem ég tók handtöskuna mína
með mér hvert fótmál á mínu eigin heimili og var
alltaf að líta í skartgripaskrínið. Ég fékk mér loks
læsta hirslu og og gekk með lykilinn um hálsinn. Ég
fylltist stöðugt meiri fyrirlitningu á eiginmanninum,
sem mér hafði raunar alltaf þótt veiklyndur og gerði
mér æ betur ljóst hvernig eigingirni hans hafði
stjórnað mér öll þessi ár. Mér fannst hann eins og fífl
og fyrirvarð mig fyrir hann þegar vinkona mín lýsti
honum fyrir mér en hún hafði séð hann másandi yfir
einum spilakassanum. Ég sá
hann ljóslifandi fyrir mér;
með gleraugun skökk á nef-
inu og græðgina skínandi úr
andlitinu.“
Og Lára er reið, ekki út í
allt og alla, ekki út í spilakass-
ana, sem hún segir raunar
viðurstyggð, heldur fýrst og
fremst eiginmanninn. Hún
segir hann þverneita að spila-
áráttan sé vandamál og engu
tauti hafi verið við hann kom-
ið um að leita sér ráðgjafar. „Ég gerði mér í fyrstu
ekki grein fyrir að slíka aðstoð væri að fá fyrr en
bróðir minn benti mér á að fara á námskeið fyrir að-
standendur alkóhólista en mér var sagt að vandamál
þeirra væri af svipuðum toga og aðstandenda spila-
sjúkra. í kjölfarið fór ég í viðtöl og núna sæki ég
reglulega fundi í GAM-Alanon. Allt þetta hefur hjálp-
að mér heilmikið að ná áttum, en á tímabili fannst
mér ég hreinlega vera að sturlast. Hjá eiginmannin-
urn snerist allt um að spila og hjá mér að passa upp á
fjármuni og fylgjast með ferðum hans.“
Þau hjónin áttu einbýlishús og voru þokkalega
stödd Qárhagslega þegar spilasýkin lieltók eigin-
manninn. í GAM-Alanon segist Lára hafa kynnst kon-
um, sem séu mun verr staddar en hún vegna
spilafíknar fyrrverandi og núverandi eiginmanna, oft
eignalausar og með mörg börn á framfæri. Sem bet-
ur fer segir hún hús þeirra hjóna á sínu nafni því ella
stæði hún efalítið slypp og snauð núna.
„Reynsla mín sem aðstandanda spilafíkils er að
mörgu leyti ólfk reynslu þessara ungu kvenna. Börn-
in okkar vora fyrir löngu flogin úr hreiðrinu og við
hjónin hefðum átt að vera farin að lifa áhyggjulausu
lífi þótt minn fyrrverandi hafi átt við heilsubrest að
stríða um árabil. Þrátt fyrir heilsuleysið komst liann
allra sinna ferða og hafði væna vasapeninga. Hann
fékk örorkubætur, ýmis viðvik gáfu honum nokkuð í
aðra hönd og eignaraðiid í fyrirtæki einnig. Samtals
hafði hann rámar sextíu þúsund krónur á mánuði.
Framan af fannst mér ekkert athugavert við að laun-
in mín, um 80 þúsund á mánuði, færa í rekstur heim-
ilisins, viðhald hússins, afmælisgjafir og þessháttar
handa börnunum og barnabörnunum. Honum datt al-
drei í hug að kaupa molasykur hvað þá annað sem
vantaði til heimilisins, heldur hringdi í inig og ég
rauk til, eins og auðmjúkur þræll, og keypti það sem
hann vanhagaði um. Ég sé núna hve hann gerði út á
sjúkdóm sinn og hagaði öllu þannig að ég og allir
vorkenndu honum. Núna finnst mér slík framkoma
auvirðileg og samúð mín er á þroturn."
Lára segir að eiginmaðurinn fyrrverandi búi einn,
haldi áfram að spila og kvarti sáran við vini og
vandamenn yfir illri meðferð á sér að hálfu fýluskjóð-
unnar, fyrrverandi eiginkonu sinnar. Sjálf sér Lára
mest eftir öllum árunum og orkunni sem fóru í
skrípaleikinn. Hún segir að ástandið hafi gengið
mjög nærri sér og núna þurfi hún óendanlega mikinn
svefn „... en ég hef frið í sálinni og verð áreiðanlega
óskaplega dugleg þegar ég hef sofið nægilega."