Morgunblaðið - 24.01.1997, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Kaktus.
Ostapinnar.
DAGLEGT LÍF
VUH!
Þegar bamaafmæli
nálgast vakna ýmsar
spumingar eins og
hvaða veitingar eigi að
bjóða upp á og hvenær
eigi að vera tími til að
útbúa þær. Fer allt fari
úr böndunum með
ærslalátum afmælis-
gestanna? Sigríður
Ingvarsdóttir, frétta-
ritari Morgunblaðsins á
Siglufirði, hefur velt
þessu fyrir sér.
FLEST böm hafa mikla væntingar
til afmæla. Tilhlökkun og spenningur
gerir vart við sig jafnvel mörgum
vikum áður en stóri dagurinn rennur
upp. Þar sem hvert bam á ekki af-
mæli nema einu sinni á ári er sjálf-
sagt fyrir alla fjölskyldumeðlimi að
leggjast á eitt við að gera daginn
sem eftirminnilegastan.
Margir foreldrar falla gjaman í
þá gryfju að hóa líka í foreldra bam-
anna sem boðið er í afmælið og hafa
svo mikið að gera við að sinna þeim
að bömin verða út undan.
Það er upplagt að skrifa gestalista
og útbúa heimatilbúin boðskort svo
og að ákveða leiki og skipuleggja
þá auk veitinga á veisluborðið. Það
þarf að hafa góðan fyrirvara á að
útvega blöðmr og skraut. Þá er það
skemmtilegur íjölskylduvani að vekja
afmælisbamið að morgni dags með
góðum morgunverði í rúmið.
Þegar gestimir eru mættir og
búið að taka upp gjafímar, er góð
venja að bjóða bömunum
til sætis við borð, sem
dúkað hefur verið með
hvítum pappadúk og
marglitum tússlitum
komið fyrir á borðinu.
Hópurinn kemur sér síðan
saman um ákveðið þema
sem skreyta á dúkinn
með. Þar mætti nefna
sumar- eða vetrarmyndir,
fjölskyldumyndir og ann-
að í þeim dúr.
Á meðan börnin dunda
sér við listsköpunina, er
róandi að setja geisiadisk
eða hljóðsnældu með æv-
intýri í tækið. Yfirleitt
hafa börn gaman af því
að teikna og hlusta á sög-
er gott að skipuleggja með fyrirvara
Gerbakstur
(grunndeig í tölustaf, snúða,
skinkuhom og
innbakaðar pylsur)
100 g ger (2 bréf þurrger)
200 g sykur
1 lítri mjólk
200 g smjörlíki
______1.300 g hveiti____
1 msk. salt
ur og þetta getur tekið þau allt að
klukkutíma. Þegar dúkurinn er full-
skreyttur, er hægt að bera fram veit-
ingar á meðan afmælissöngurinn er
sunginn.
Böm hafa gaman af myndrænum
og mikið skreyttum kökum og það
TEIKNAÐ á dúkinn.
AFMÆLI í fullum gangi.
er um að gera að leyfa
afmælisbömunum að
hjálpa til við köku-
skreytingarnar. Til
þess að auðvelda for-
eldrum að brydda upp á
nýjungum, fylgja hér
nokkrar gómsætar uppskriftir,
sem gleðja augað jafnt sem
bragðlaukana. Eftir að hafa
gætt sér á kræsingum, vilja
krakkamir fara að hreyfa sig
og þá má hafa stjóm á
veislugestum með
fyrirfram skipu-
lagðri leikjadag-
skrá. Að sjálf-
sögðu fara leik-
irnir eftir aldri
veislugesta og
árstíma hveiju
sinni og það þarf
vart að minna á
að æskilegt er að
einhver fullorðinn hafi
hönd í bagga með að
stjórna þessum dagskrár-
lið.
Mjólk og smjörlíki hitað saman og
blandað saman við þurrefnin. Látið
lyfta sér í um það bil eina klukku-
stund í skál._ Deiginu skipt í fjóra
jafna hluta. Úr einum hlutanum er
búinn til tölustafur afmælisbarnsins,
þ.e. aldur bamsins. Mótaðar em litl-
ar bollur, gerð hola í og settur inn
í hana súkkulaðibiti og eplabiti og
holunni lokað aftur. Annar hluti
deigsins, sem fer í kanelsnúðana, er
flattur út, penslaður með mjólk, kan-
elsykri stráð yfir, þessu rúllað upp í
eina lengju og skorið niður í um
Morgunblaðið/J6n Svavarsson þriggja sm langa búta. Úr þriðja hlut-
anum em búin til skinkuhom, sem
fyllt eru með skinkumyiju og
skinkubitum. Fjórði og síðasti
hlutinn fer utan um pylsur,
sem skornar hafa verið í fjóra
hluta og hveijum bita pakkað
inn í deig. í öllum þessum fjór-
um tilfellum er deigið látið
hefast í hálfa klukkustund á
bökunarplötu, penslað er með
hrærðu eggi yfir allt saman og
bakað við 180 gráður á Celc-
ius. Þetta má allt útbúa með
góðum fyrirvara og frysta,
en hita síðan f ofni um
stund áður en það er bor-
ið fram.
Kaktus
Annar endinn
skorinn af feitri og
fallegri gúrku. Hon-
um stungið {fallegan
blómapott eða skál,
fyllt upp með súkk-
ulaðirúsínum og litl-
um sleikipinnum
stungið á víð og dreif í
gúrkuna.
F ólk kýs
reyklaust umhverfi
VINNUSTAÐIR sem einu sinni hafa
verið gerðir reyklausir halda nánast
undantekningalaust áfram að vera
reyklausir þótt starfsmenn reyki.
Þetta kom fram í könnun sem Anna
Rut Þráinsdóttir, íris Árnadóttir og
Sigríður Guðmundsdóttir gerðu
síðastliðið vor í samstarfí við tóbak-
svarnanefnd. Þær stunda_ allar nám
í sálarfræði í Háskóla ísiands og
var könnun þeirra liður í námi !
aðferðafræði.
í skýrslu þeirra kemur m.a. fram
að viðhorf fólks til tóbaksreykinga
Sviðsett mynd
STARFSMENN reyklausra
vinnustaða sem reykja, fara
flestir út á lóð til þess.
hefur breyst töluvert á síðustu
árum. Vitnað er í kannanir Hag-
vangs sem sýna að fólk kýs í aukn-
um mæli reyklaust umhverfi, t.d.
sé það hlynntara -reykingabanni i
millilandaflugi nú en áður og einnig
sé «meirihluti almennings andvígur
reykingum í kvikmyndahúsum. Þá
kemur fram að kannanir hafi sýnt
að flestum finnst æskilegt að eiga
kost á reyklausum matsölustöðum.
Viðurkenningarskjöl
Eitt af hlutverkum tóbaksvama-
nefndar er að hvetja vinnuveitendur
og stjórnvöld til átaks í reykinga-
vörnum og veita aðstoð og leiðbein-
ingar um tóbaksvarnir. Liður í þessu
átaki er veiting viðurkenning-
arskjala til vinnustaða sem eru reyk-
lausir og hafa skjöl af því tagi ver-
ið veitt i tæp fimm ár. Á þeim tíma
hafa um 1.200 vinnustaðir fengið
viðurkenningarskjöl, en vinnustaður
telst reyklaus ef starfsfólk reykir
ekki innan dyra.
í könnuninni var slembiúrtak, 75
vinnustaðir sem á árunum 1993 og
1994 höfðu fengið viðurkenningar
tóbaksvarnarnefndar fyrir að vera
reyklausir. Fulltrúar 64 vinnustaða
svöruðu og í ljós kom að af þeim
voru 62 enn reyklausir. Starfsmenn
á langflestum vinnustöðum sögðu
að viðurkenningarskjal héngi uppi á
vegg á vinnustaðnum og taldi meiri-