Morgunblaðið - 24.01.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 B 7
DAGLEGT LIF
Broddgöltur.
Ostapinnar
Appelsína sett á staup og hún
þakin með ostapinnum að eigin geð-
þótta.
Kónguló
Til að útbúa köngulóarköku sem
þessa er í raun hægt að notast við
hvaða hringlaga tertu sem er með
því að setja á hana augu, munn og
lappir, sem gerðar eru með því að
vefja lakkrís utan um vír eða með
því að nota pípuhreinsara. f þessu
tilviki var útbúin hnallþóra, sem
höfðar yfirleitt vel til bragðlauka
hinna fullorðnu og gengur hún oft
undir heitinu Dísudraumur eða
Draumterta. í hana þarf:
_______1 hvítur svampbotn_____
_________1 marengsbotn________
1/2 lítri rjómi
Krem
__________3 eggjarouður__________
_________1 1/2 dl. flórsykur_____
_______100 g brætt súkkuloói_____
________3 msk. þeyttur rjómi_____
Egg og sykur þeytt saman.
Bræddu súkkulaðinu hellt út í og
síðast ijómanum hrært saman við.
Kakan sett þannig saman að fyrst
er settur svampbotn á kökufatið og
hann þakinn kremi, síðan er helming-
ur ijómans settur þar yfir og þá
marengsbotn. Afgangur ijómans fer
ofan á marengsinn og síðast afgang-
ur kremsins þar ofan á.
Broddgöltur
200 g sykur
3 eggjahvítur
________3 bollar kornflögur______
1 tsk. lyftiduft
Eggjahvíturnar stífþeyttar og
sykri bætt saman við. Síðan er kom-
flögunum og lyftidufti hrært saman
við með sleif. Deiginu skipt í tvennt
og sett á bökunarpappír þannig að
það myndi egglaga köku með oddi í
annan endann. Bakað við 150-170
gráður í 30 mínútur. Á milli botn-
anna fer 1/4 lítri þeyttur ijómi með
dajm-kúlum saman við.
Krem
2 eggjarauður
Dvergsamlokur.
er að setja hann beint á
pappadúkinn þar sem
erfitt getur reynst að
finna kökufat fyrir
hann og smyija
hann þar (
Eggjarauður
og sykur þeytt
saman,
bræddu súkkul-
aðinu og að lok-
um ijómanum
blandað saman við. V1
Kreminu smurt yfir '
kökuna og látið
storkna um stund
ísskáp. Þá er súkkul- I;™,
aðivindlum eða svc.'k'öll- ÁSKi
uðum trítlum stungið í
kökuna og broddar og and-
lit myndað, t.d. úr sykurpúðum og
smarties.
Ormur
3 bollar sykur
200 g smjörliki
6 egg
2 1/2 bolli hveiti
2 tsk. salt
2 tsk, lyftiduft
Borbie-kaka
Uppskriftin er sú sama og í orm-
inum, en kakan er bökuð í þremur
hringlaga og misstórum tertumótum.
Krem má útbúa að eigin vali, en vin-
sælt er að nota frosting, sem hægt
er að blanda matarlit, allt eftir því
hvernig afmælisbamið vill að kjóll
Barbie verði á litinn. Tertunum er
raðað upp, uppáhalds Barbie-dúkk-
unni stungið ofan í hana miðja og
kjóllinn skreyttur.
Frosting
2 eggjahvítur
1 bolli sykur
1 bolli kakó
5 msk. kalt vatn
2 tsk. vanilla
1 tsk. vanilla
1 1 /2 bolli mjólk
Sykur og smjörlíki hrært saman,
eggjunum bætt út í einu og einu og
hrært vel á milli. Öllu öðru bætt
smám saman út í. Sett í tvö til þijú
hringlaga jólakökuform eftir því
hversu langan orm á að skreyta og
bakað við um það bil 170 gráður á
C. Þegar kökurnar hafa náð að kólna,
eru þær skomar í tvennt og bútunum
raðað saman í aflangan orm. Gott
Öllu blandað saman í ílát og þeytt
yfír gufu þangað til kremið er farið
að hlaupa saman.
Dvergsamlokur
Þar sem margir krakkar eru lítið
fyrir sætar tertur, er gott ráð að
bjóða einnig upp á litlar hollar sam-
lokur, sem bútaðar em niður í þrí-
hyminga og smurðar saman með
smurosti, kæfu, myiju eða öðru sem
fellur börnum í geð. ■
FJÓRAR tegundir úr einu og sama deiginu.
Barbie-kaka.
hluti þeirra sem tók afstöðu að skjal-
ið stuðlaði að því að utanaðkomandi
reyktu ekki á vinnustaðnum.
Flestir reykja á lóðlnnl
Á langflestum vinnustöðum
reykti einhver starfsmanna, en
reykingamenn voru hvarvetna í
minnihluta. í ljós kom að þeir sem
reykja á vinnutima gera það oftast
á lóð vinnustaðar síns. Spurt var
hvort breyting hefði orðið á starfs-
anda fyrst eftir að vinnustaður var
gerður reyklaus og sögðust rúmlega
70% ekki hafa merkt neina breyt-
ingu. 17% fannst starfsandi versna
og tæplega 12% álitu hann hafa
batnað við reykleysið. Þegar vinnu-
staðir höfðu verið reyklausir í eitt
til tvö ár, töldu 86% starfsandann
góðan eða mjög góðan.
í biaðagrein sem Þorsteinn Njáls-
son, formaður tóbaksvarnarnefndar
skrifaði nýlega í Morgunblaðið kom
fram að reykingamenn tækju að
meðaltali lengra veikindafrí en aðrir
starfsmenn og til væru reyklausir
vinnustaðir, sem umbunuðu starfs-
mönnum sínum með aukalegu fríi
kringum stórhátíðir. Hvatti hann
aðra vinnuveitendur til að umbuna
reyklausum starfsmönnum. Hall-
dóra Bjamadóttir, framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags Akureyrar
sagði í samtali við Morgunblaðið að
krabbameinsfélögin á Islandi gæfu
starfsmönnum tvo auka frídaga
kringum jól og áramót, m.a. vegna
þess að vinnustaðir væra reyklausir.
Sagðist Halldóra -einnig vita dæmi
þess að vinnuveitendur umbunuðu
starfsmönnum með öðrum hætti
þegar vinnustaðir væru gerðir reyk-
lausir, til dæmis hefðu starfsmenn
á einum stað fengið 5% launahækk-
un og annars staðar hefði öllum
verið boðið í leikhús. Kvaðst hún
sannfærð um að umbun af ein-
hverju tagi hefði hvetjandi áhrif og
gerði að verkum að starfsmenn,
sérstaklega þeir sem reyktu, sættu
sig betur við að vinnustaðir væra
gerðir reyklausir.
MEÐ AUGUM LANDANS
Búið með
bláókunnugum
Q
Sæunn Ólafsdóttir er Erasmus skipti-
nemi í Madrid, þar sem hún stundar
háskólanám í spænskum málvísindum
ogbókmenntum.
. NU ER ég loksins kom-
A in til Spánar eftir mikla
[V bið og tilhlökkun. Ég
| » ’ - fór á húsnæðismiðlun
háskólans sem afhenti
Qmér lykla að íbúðinni
þar sem ég mun búa í
vetur ásamt fjóram
öðrum erlendum stúd-
. entum. Konan á skrif-
^■1 stofunni afhenti mér
’ tvö sængurverasett og
tilkynnti mér svo að
það væri stranglega
bannað að halda partý
í íbúðinni og að karl-
menn mættu jú koma
í heimsókn, en ekki
gista. Mér fundust
þetta nú frekar harðir
skilmálar, enda orðin
lögráða fyrir tæpum áratug í mínu
heimalandi, og mér fannst að það
hefði mátt minnast á þessar tak-
markanir áður en gengið var frá
greiðslu. En þar sem ég hafði
hvorki í hyggju að halda partý né
kanna spænska karlkynið í augna-
blikinu þagði ég þunnu hljóði og
tók við lyklunum.
Ég settist inn í leigubíl og bað
hann um að keyra mig til minna
nýju heimkynna, sem samkvæmt
heimildum frá húsnæðsmiðluninni
áttu að vera örskammt frá. Bíl-
stjórinn, sem keðjureykti allan tím-
ann, spurði mig hvort að ég rataði
á staðinn. í fávisku minni svaraði
ég neitandi og fékk þar af leiðandi
útsýnistúr um Madrid. Bílstjórinn
var hinn almennilegasti og benti
mér á helstu styttur og minnisvarða
á meðan hann dreifði jrfir mig ösk-
unni og eftir að ég hafði séð sömu
styttuna frá þremur ólíkum hliðum
og borgað honum megnið af pen-
ingunum sem ég átti í lausu, sleppti
hann mér loksins út.
Sambýlingar mínir voru ekki
heima, nema ein þeirra sem kynnti
sig sem Rilke, tvíkynhneigða
grænmetisætu frá Hollandi og
sagðist í óspurðum fréttum vera
fyrrverandi vændiskona. Ég kynnti
mig sem Sæunni frá íslandi. Hinar
stelpumar tíndust svo heim ein af
annarri; tvær þýskar upprennandi
kennslukonur og franska skvísan
Cristelle, sem átti að deila með
mér baðherbergi.
Ég hafði í upphafí haldið að það
yrði gott fyrir mig að búa með
öðram stúdentum til þess að kynn-
ast hugsunarhætti ólíkra þjóða og
til að vera með fólki sem væri í
sömu aðstöðu og ég. En ég gerði
mér ekki grein fyrir ókostum þess
að flytja inn með bláókunnugu
fólki. Cristelle ákvað strax að
snyrtingin væri ákjósanlegasta
vistarveran í íbúðinni og flutti
þangað inn með allt sitt hafurtask.
Hingað til hef ég reynt að laumast
í sturtu og á klósettið þegar hún
er í skólanum, en nú er hún með
kvef og hefur haldið sig heima, svo
að ég er búin að vera í spreng í
tvo daga. Ég held að hún hljóti
að sofa á baðherberginu líka, því
þegar ég ætlaði að freista þess að
laumast á klósettið klukkan 3 um
nótt, hitti ég á hana þar sem hún
var í óða önn að framkvæma fegr-
unarferlið. Hún var búin að klína
framan í sig einhverri mjólkurafurð
sem í sátu agúrkusneiðar á víð og
dreif, og nuddaði í hárið á sér ein-
hveiju sem af lyktinni að dæma
var sítróna. -„Það er bara aldrei
friður fyrir þér“, sagði salatið, og
skellti á mig hurðinni.
Þegar skólinn byijaði komst ég
fljótt að því að þeir hjá húsnæðis-
miðluninni höfðu annað fjarlægð-
arskyn en ég. Þeir höfðu sagt mér
að íbúðin mín væri örstutt frá
háskólanum, og sýndu mér því til
staðfestingar ófullkomið kort af
Madrid þar sem vegalengdin
mældist sjö sentimetrar. Ég tók
það sem gott og gilt, enda ókunn
staðháttum hér í borg, og ekki vel
læs á kort. Áður en ég byijaði í
tímum vildi ég samt taka einn
æfingatúr til að finna skólann, fá
upplýsingar á nemendaskrifstof-
unni og reikna út í leiðinni hvað
ég mætti sofa lengi til að koma
ekki of seint.
Ég fann neðanjarðarlestarstöð-
ina og brautarpallinn þar sem lest
númer þijú stoppaði. Innan tíðar
kom lestin, stútfull af fólki. Dyr
opnuðust og fólk á leið inn barðist
við fólk á leið út. Ég flaut með
innrásarhernum og lærði leikregl-
urnar sem fólust í því að láta sem
spörkin og olbogaskotin væra
óviljaverk og biðjast svo afsökunar
við hvert tækifæri. Ég tók mér
stöðu undir handarkrikanum á
miðaldra og andstuttum manni og
andaði í gegnum munninn. Mér til
mikillar undrunar var boðið upp á
afþreyingarefni á leiðinni. Fyrst
komu inn indjánar frá Ecuador
sem spiluðu og sungu og seinna
flutti ungur maður ljóð um eymd
og firringu stórborgarinnar. Éyrir
þetta var ætlast til að farþegar
létu fé af hendi rakna, sem ég
gerði með glöðu geði, enda fannst
mér þetta ólíkt líflegra og
skemmtilegra ferðalag en þau sem
ég er vön hjá SVR.
Þegar ég komst á endastöðina
eftir langa mæðu var ég sannfærð
um að háskólinn myndi blasa við
mér um leið og ég kæmi upp. Ég
reyndist hins vegar vera stödd á
verslunargötu og gat hvergi komið
auga á neitt sem líktist mennta-
stofnun. Þegar ég spurði til vegar
var mér sagt að umræddur há-
skóli væri í fimm kílómetra fjar-
lægð og það væri best fyrir mig
að fara aftur niður um gatið og
taka lest númer sex, sem væri sú
eina sem færi þangað. Á háskóla-
svæðinu fann ég svo kort sem
sýndi að ég væri enn í 700 metra
fjarlægð frá þeirri byggingu sem
ég leitaði að. Ég bölvaði í hljóði
og labbaði af stað, og eftir að
hafa dregið frá allar tafir reiknað-
ist mér til að ferðin hefði tekið
mig klukkutíma. Til að bæta gráu
ofan á svart var nemendaskrifstof-
an lokuð, klukkan orðin tvö og
allir heiðvirðir spænskir skrifstofu-
menn famir heim að leggja sig.
Fyrir einhveija af þessum ótrú-
legu tilviljunum sem maður les
bara um í bókum, gekk ég í fang-
ið á gamalli skólasystur minni. Eg
hafði ekki haft hugmynd um að
hún væri á Spáni, svo það urðu
fagnaðarfundir. Við spjölluðum
um daginn og veginn, ég sagði
henni frá mínum heimilisháttum
og því hvernig ég hefði ferðast sjö
sentímetra á einum klukkutíma.
Hún sagði mér þá að hún væri
nýbúin að finna íbúð -með tveimur
baðherbergjum- rétt hjá skólanum
og að hana vantaði einmitt sam-
leigjanda. Ég tilkynnti án umhugs-
unar að ég væri tilbúin að taka
það hlutverk að mér og sé nú fram
á bjartari framtíð laus við baðher-
bergis- og ijarlægðavandamál.