Morgunblaðið - 24.01.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.01.1997, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 JUior^wtiiMaííií) ■ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR BLAÐ Fjöldi kvenna kemur á alþjóðlegt mót Fjogur ensk lið á eftir Signori ÍTAXiSKI landsliðsmaðurinn Giuseppe Signori, markahrókur hjá Rómarliðinu Lazio, sagði í við- tali við ítalska blaðið Corriere dello Sportí gær, að fjögur ensk knattspyrnuliðlið hafí áhuga á að fá hann til sín. og sagði hann að þau hafi boðið honum 217 miiy. ísl. kr. í árslaun. „ Arsenal og Newcastle hafa boðið mér bestu kjörin, en ég get ekki neitað þvi að ég hef einnig fengið boð frá Manchester United og Chelsea,“ sagði Signori. Corriere dello Sport segir að 84 miiy. kr. samn- ingur hans við Lazio renni át árið 2000. Þess má geta að enskt dagfolað sagði frá því á dögunum, að stór þáttur í því að Kevin Keegan sagði starfí sínu lausu þjá Newcastle var, að hann hefði ekki fengið grænt jjós frá stjóra félagsins, er hann vildi kaupa Signori, sem var markahæstur á ítal- íu sl. keppnistímabil með 24 mörk. ítalska blaðið segir að stjórnarformenn New- castle og Arsenal, þeir Sir John Hall og Peter Hillwood hafí haft samband við Lazio. „Ég er samningsbundinn Lazio og ætla mér að standa við þann samning, en ef ég fer frá liðinu áður en samningurinn er útrunninn, fengi Lazio góða peningaupphæð í kassann," sagði Signori. Þess má geta að þegar Lazio ætiaði að seija Signori til JParma sumarið 1995, urðu stuðnings- menn liðsins æfir og eftir að þúsundir þeirra mótmæltu fyrir utan herbúðir Lazio í Róm, var hætt við að sejja hann. í gær sagði talsmaður Arsenal að félagið hefði ekki rætt við Signori og því síður gert honum nokkurt tilboð. Um aðra helgi hefst hér á landi opið alþjóðlegt kvenna- mót í tennis og munu 59 erlend- ir keppendur mæta til leiks og reyna með sér auk þess sem fímm íslenskar stúlkur keppa. Mót þetta, sem fram fer í Tennis- höllinni í Kópavogi, er liður í mótaröð Alþjóðatennissam- bandsins (ITF) og jafnframt tengt mótaröð á Norðurlöndun- um sem nefnd hefur verið Nor- ræna vetrarmótaröðin. Það mót er þannig uppbyggt að keppt er í fjórar vikur í röð á Norðurlönd- unum og er ísland síðasti áfang- inn í keppninni. Mótið hefst sunnudaginn 2. febrúar og því lýkur laugardag- inn 8. febrúar. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik og fara undanrásir fram á sunnudag og mánudag en sjálf aðalkeppnin hefst þriðjudaginn 4. febrúar. Skráningu í mótið lauk þann 6. janúar og skráðu tæplega 90 keppendur sig og því þarf að skera þátttökufjöldann verulega niður því keppendur verða 59 auk íslensku keppendanna fímm. íslendingarnir sem keppa eru þær Hrafnhildur Hannesdóttir, Júlíana Jónsdóttir, Rakel Péturs- dóttir, íris Staub og Stefanía Stefánsdóttir. Samkvæmt regl- um mótsins mega mótshaldarar senda þijá keppendur beint í aðalkeppnina, sem hefst á þriðju- Martina / C3 deginum, en ekki hefur enn ver- ið ákveðið hvort stúlkurnar muni keppa í undankeppninni eða þijár þeirra fara beint í aðal- keppnina. Eins og áður segir er þetta mót í mótaröð ITF og þróunar- sjóður sambandsins leggur fram verðlaunafé sem er 10.000 dollarar. Þess má til gamans geta að allir tennisleikarar hefja feril sinn á mótum sem þessum og vel er hugsanlegt að í Kópa- vogi sjáist einhver stúlka sem síðar meir eigi eftir að ná langt. Það vekur til dæmis athygli að 16 ára frönsk stúlka verður meðal keppenda en hún er í 497. sæti á heimslistanum sem þykir mjög gott af svo ungri stúlku. SPÁNVERJINN Carlos Moya kom enn á óvart í gær á opna ástralska mótinu í Sydn- ey er hann tryggði sér sæti í úrslitaleik ein- liðaleiksins með því að sigra Bandaríkja- manninn Michael Chang. Moya fagnar hér sigrinum en Chang er í baksýn. Martina Hingis frá Sviss og Mary Pierce, Frakk- landi, leika til úrslita í kvennaflokki en í dag kemur í ljós hver mætir Moya. Frábært verð! Aðeins 38.500 kr.* fyrir 11 daga ferð 12.-22. júlí. Góðir vellir! Vel skipulagt mót! Meiriháttar stemmning í líflegri borg. Kynning fimmtud. 30. jan. kl. 18.00 á aðalskrifstofu Úrvals-Utsýnar, Lágmúla 4. Sérlegir gestir Christer Mártensson og Víglundur Gíslason frá Gothia Cup. *lnnifaíið: Gisting, fullt fæði frá 13.-19. júlí, rúta til og trá flugvelii, Gothia super kort (að verðmæti 120 US. dollarar, gildir alla almenningsvagna, lestar, söfn og Liseberge skemmtigarðinn, ekki flugvallaskattar. ÚRVAL'ÚTSÝN Allar upplýsingar hjá ípróttadeild í síma 569 9300. Ath. takmarkað sætaframboð. vinsælasta unglingaknattspyrnumot i Evropu GOTHIA CUP í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.