Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 C 3 URSLIT ...2.12.55 ...2.12.95 ..2.13.13 ..2.13.22 ...2.13.35 ..2.13.38 ...2.13.38 ...2.13.55 ..2.13.73 ...2.13.83 HM á skíðum Brun karla Kitzbiihel í Austurríki. Brun karla, tvær umferðir. 1. LucAlphand(FrakkL) .... (1.071.06,29) 2. Wemer Franz (Austurr.). (1.06,33/1.06,62) 3. William Besse (Sviss)... (1.06,73/1,06.40) 4. Josef Strobl (Austurr.). (1.06,57/1.06,65) 5. Fritz Strobi (Austurr.) ....... (1.06,89/1.06,42) 6. Atle Skaardal (Noregur) .... (1.06.56/1.06.82) 7. Wemer Perathoner (Ítalíu) (1.06,45/1.06,93) 8. Franco Cavegn (Sviss)... (1.06,45/1.07,10) 9. Pietro Vitalini (Ítalíu) . (1.06,81/1.06,92) 10. Ed Podivinsky (Kanada).. (1.07,17/1.06,66) Brun kvenna Cortina D’Ampezzo á Ítalíu. 1. Isolde Kostner (Ítalíu).....1.30,81 1. Heidi Zurbriggen (Sviss)....1.30,81 • Þetta er í fyrsta skipti í þijátíu ár sem tvær stúlkur verða jafnar í brani. 3. Katja Seizinger (Þýskal.)...1.30,83 4. Warwara Zelenskaja (Rússl.).1.30,96 5. Renate Goetschl (Austrr.)...1.31,23 6. BibianaPerez (Ítalíu).......1.31,25 7. Regine Cavagnoud (Frakkl.)..1.31,38 7. Pemilla Wiberg (Svíþ.) .....1.31,38 9. Hilary Lindh (Bandar.) .....1.31,42 10. Katherina Gutensohn (Þýskal.) ..1.31,46 Körfuknattleikur NBA-deildin. Toronto - Miami...................87.99 Cleveland - Chicago...............71.87 Indiana - New York................90.92 Orlando - Milwaukee...............96.92 Houston - New Jersey................111.104 Vancouver - Minnesota.............76.95 Golden State - Detroit............79.94 LA Clippers - Seattle...........102.100 Íshokkí NHL-deildin. Boston - Florida....................1.4 St Louis - Vancouver................4.3 Phoenix - Anaheim...................6.3 Pittsburgh - Colorado...............3.4 ■Eftir framlengingu. UMHELGINA Sund Stórmót Búnaðarbankans og VISA stendur yfir f Sundhöll Hafnarfjarðar. Keppt verður í dag og morgun kl. 10 og 15.30. Helstu afreksmenn allra aldursflokka taka þátt i mótinu. Frjálsíþróttir Alþjóðlegt afmælismót ÍR verður í Laugar- dalshöllinni í dag. Mótsetning verður kl. 16 og heppni hefst kl. 16.30. Glíma Fyrsta mót ársins verður í íþróttahúsinu á Seltjamamesi kl. 13 í dag. Það er Þorra- mót GLÍ, keppt verður í stigaglímu í tveim- ur aldursflokkum. Handknattleikur Bikarkeppni karla, undanúrslit. Sunnudagur: KA-húsið: KA - ÍR....................20 Bikarkeppni kvenna, undanúrslit. Laugardagur: Yalshús: Valur - KR..................14 Ásgarður: Stjaman - Haukar...........14 1. deild karla: Sunnudagur Seljaskóli: ÍR - Stjaman.............20 Seltjamames: Grótta-ÍBV..............20 Kaplakriki: FH - Valur...............20 2. deild karla: Laugardagur: Seltjamames: KR - Víkingur........16.30 Höllin Akureyri: Keflavík - Þór......15 Sunnudagur: Laugardalsh.: Ármann - Fylkir.....14.30 Laugardalsh.: Ögri-HM.............16.30 Körfuknattleikur Úrvalsdeildin Sunnudagur: Strandgata: Haukar - KR..............16 Borgames: Skallagrimur - Grindavfk...20 Höllin Akureyri: Þór - í A...........20 ísafjörður: KFÍ - ÍR.................20 Keflavík: Keflavík - Njarðvfk........20 Sauðárkrókur: Tindas. - Breiðablik...20 1. deild kvenna: Laugardagur: Keflavík: Keflavík - Breiðablik......19 Njarðvík: Njarðvík - Grindavík.......16 Mánudagur: Kennaraháskólinn: ÍS - KR............20 1. deild karla: Laugardagur: Egilsstaðir: Höttur - Valur..........14 Þorlákshöfn: ÞórÞ. - Selfoss.........17 Sunnudagur: Stykkishólmur: Snæfell - ÍS..........20 Ásgarður: Stjaman - Stafholtstungur..15 Íshokkí Þriðji leikurinn í íslandsmótinu í íshokkí verður á skautasvellinu í Laugardal í dag og hefst kl. 20. Þar mætast SR og SA. KNATTSPYRNA IÞROTTIR LENGJAM Launa- hæstu „stjórarnir“ TALIÐ er að Kenny Dalglish, nýráðinn knatt- spyrnusljóri Newcastle, fái 112 millj. ísl. kr. í árslaun, sem er nokkru meira en fyrirrenn- ari hans, Kevin Keegan, fékk í vasann, en hann fékk 100,5 millj. kr. Dalglish er launa- hæsti „stjórinn" á Bretlandseyjum, þar til Sven Göran Eriksson tekur til starfa hjá Blackburn - árslaun hans verða 122,9 millj. Dalglish var með 39 millj. í árslaun er hann starfaði síðast hjá Blackburn. Þess má geta að Bobby Robson, þjálfari Barcelona, ér með 111,7 millj. kr. í árslaun, John Toshack hjá La Coruna er með 72,6 millj. kr. og Ray Hodgson hjá Inter Mílanó er með 67 millj. kr. Snúum okkur aftur til Bretlandseyja, þar sem Ruud Gullit hjá Chelsea er með 110,5 miiy. kr. í árslaun, Arsene Wenger hjá Ars- enal 78,2 milij. kr., Alex Ferguson, Man. Utd., 55,8 millj. kr. George Graham hjá Le- eds er með 33,5 millj., Bryan Robson hjá Middlesbrough 28 millj. og Walter Smith hjá Glasgow Rangers 20,2 millj. ísl. kr. Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, er með 28 millj. kr. í árslaun, en Terry Vena- bles, fyrrum þjálfari Englands, fær 27,5 millj. kr. í árslaun sem landsliðsþjálfari Ástralíu. Anton Want/Allsport EFAN Ekoku, hinn hættulegi miöherjf Wimbledon, er hér ( blkarleik gegn Crewe á dögunum. Hann og félagar hans verða í svlðsljósinu ð Olt Trafford í dag, þar sem þeir mæta Man. lltd. í bikarkeppnlnnl. Leið Wimbledon á toppinn ■ 1977: Tryggði sér rétt til að leika í deildarkeppninni með því að bera sigur af hólmi í Southern-deildarkeppninni. ■ 1978-79: Varð númer þrettán á fyrsta keppnisári í 4. deild. ■ 1978: Dario Gradi tekur við knatt- spyrnustjórastöðinni af Allen Batsford. Mesta tap, 0:8, í bikarleik gegn Everton. ■ 1981: Dave Bassett tekur við knatt- spyrnustjórastöðunni. Liðið fær metupp- hæð fyrir Steve Galliers, sem fór til Cryst- al Palace fyrir 70 þús. pund. ■ 1982-83: Verður sigurvegari í 4. deild og sigraði „League Group Cup“. ■ 1983-84: Verður nr. þijú í 3. deild og vinnur sér sæti í 2. deild. Alan Cork setti liðsmet, skoraði 29 mörk. ■ 1985-86: Wimbledon tryggi sér rétt til að leika í 1. deild, með því að verða í þriðja sæti í 2. deild á eftir Norwich og Charlton. John Fashanu varð dýrasti Ieik- maður liðsins, er hann var keyptur frá Millwall í mars 1986 á 125 þús. pund. ■ 1986-87: hafnaði í sjötta sæti á fyrstu leiktíð sinni í 1. deild. Dave Bassett fór til Watford, Bobby Gould tók við knatt- spyrnustjórastöðunni. Terry Gibson varð dýrasti leikmaður liðsins, keyptur frá Man. Utd. á 200 þús. pund. ■ 1988: Wimbledon verður sigurvegari í bikarkeppninni þegar Lawrie Sanchez skoraði sigurmark liðsins á Wembley gegn Liverpool, 1:0. Andy Thorn er seldur til Newcastle fyrir metupphæð, 900 þús. pund. ■ 1990: Ray Harford tekur við knatt- HANDKNATTLEIKUR Ivanescu tók við af Klijaic hjá Essen Miklar líkur eru á að Velimir Klijaic stjórni Wallau-Massenheim gegn Essen i%jálfari þýska 1. deildarliðsins Essen, Velimir Klijaic, sagði upp störfum í fyrradag og strax um kvöldið tók gamla kempan Petr Ivanescu við stjórn liðsins. „Klijaic er mjög góður góður þjálfari, ég var að minnsta kosti mjög ánægður með hann. En við höfum ekki unnið nógu marga leiki og tapið í bikarleiknum gegn Grosswallstadt [í 8-liða úrslitunum] hefur líklega fyllt mælinn,“ sagði Patrekur Jóhannesson, sem leikur með liðinu, við Morgunblaðið í gær. Klijaic er talinn mjög hæfur þjálf- aii og stýrði liði Króatíu til sigurs á Ólympíuleikunum í Atlanta í sum- □EnnjnilQEEl ar. Hann var áður við stjómvölinn hjá Wallau-Massenheim og era allar líkur á að hann fari aftur þangað; taki við af Kristjáni Arasyni, sem var rekinn á dögunum. „Liðið hefur ekki náð að smella nógu vel saman, en þess ber að geta að breytingar era mjög mikl- ar frá því í fyrra; nýr leikmaður í vinstra horninu, ég er nýr í skyttu- stöðunni vinstra megin, miðjumað- urinn er nýr og líka hægri homa- maðurinn. Við erum allir ungir og það tekur tíma að ná saman. Deild- in er það sterk að ef lið nær ekki 100% saman er ómögulegt að því gangi vel,“ sagði Patrekur. Ivanescu þekkir vel til hjá Essen; þjálfaði þar þegar Alfreð Gíslason var hjá félaginu og þá var það sigursælt. „Ég vona að þessi breyt- ing hafí góð áhrif. Við eigum að spila við Dormagen á heimavelli á morgun og ég trúi ekki öðra en stemmningin verði í lagi. Fyrsti leikurinn eftir fríið vegna landsleikj- anna [milli íslands og Þýskalands ytra] er á útivelli gegn Wallau. Það yrði fyndið ef Klijaic yrði þá tekinn við Wallau!“ sagði Patrekur. WIMBLEDON hefur svo sannarlega verið spútnikliðið á Englandi í vetur. „Hversu gott lið er Wimbledon," spurðu menn fyrir nokkru. Enginn trúði því að liðið myndi ná að leika nítján leiki í röð án taps. Já, þegar stórstjörnur eins og Gianluca Vialii, Patrick Ber- ger, Gianfranco Zola og Fabrizio Ravanelli voru keyptir til Eng- lands, reiknaði enginn með að Vinnie Jones og félagar hjá Wimble- don yrðu með í meistarabaráttunni. Lið sem á ekki heimavöll, hefur fengið inni á Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace í London. Styrkur Wimbledon er að leik- menn kappkosta að skammta sér, leggja hart að sér við æfmgar og bera litla virðingu Sigmundur Ó. fyrir leikmönnum Steinarsson sem hafa venð skrifar keyptir fyrir miltjóna punda, sumir án þess að vinna fyrir launum sínum. Barátt- an og leikgleðin er sterkasta vopn leikmanna Wimbledon. Liðið hefur náð ævintýralega langt með þann leikmannahóp sem er í herbúðum þess. Joe Kinnear, knattspyrnustjóri liðsins, hefur sagt: „Við vitum vei að við erum ekki neitt stjömulið. Við erum flokkur manna, sem stendur þétt saman og við styðjum vel við bakið hver á öðrum. Já, það er heimil- islegt hjá okkur. Við höfum trú á því sem við eram að gera og erum með gott lið, hvað sem margir segja um okkur. Við höfum lært smátt og smátt að búa við það, sem ýmsir „spekingar" hafa sagt um okkur, enda hættir að kippa okkur upp við það,“ sagði Kinnear. Leika með hjartanu Þess má geta til gamans, að éftir að leikmenn Wimbledon höfðu með mikilli leikgleði og baráttu lagt eitt af „stórliðunum“ af velli í vetur, kom þjálfari liðsins til Kinnear og sagði: „Ég verð að segja þér hvað þitt lið hefur fram yfir mitt,“ um leið og hann sló hægri hendi á vinstra bijóst- ið. - „Þetta!“ og um leið togaði þjálf- arinn með vinstri hendi í skyrtu sína og sagði: „Og þetta...“ Já, leikmenn Wimbledon leika með hjartanu, eins og svo oft er sagt á íslandi og lífsregia þeirra er að mæta alltaf með réttu hugarfari til leiks. Wimbledon-liðið hefur leikið skyn- samlega í vetur, leikmenn liðsins hafa varist og látið knöttinn síðan ganga hratt á milli manna þegar þeir hafa farið í sókn - nýtt sér hraða og styrk sinn, hafa hrellt vamir og markverði andstæðinga sinna hvað eftir annað. Þegar Wimbledon fær aukaspymur eða homspymur, skapast alltaf hætta, enda hafa leikmenn liðsins skorað mikið af mörkum með skalla. „Brjálaða gengið“ Baráttugleði leikmanna Wimble- don hefur orðið til þess að ýmsar sögur hafa verið sagðar um þá, að þeir séu „siagsmálabræður" sem sparki allt niður sem hreyfist til að klekkja á mótheijunum. Margar þessar sögur eru ofsagðar. Auðvitað hefur járnmaðurinn Vinnie Jones sett sinn svip á leik liðsins, hann er harður í horn að taka og kallar ekki allt ömmu sína, þegar á hólm- inn er komið. Vegna framgöngu hans fékk liðið eitt sinn á sig nafn- ið „bijálaða gengið". Jones er litrík- ur persónuleiki og hann hefur oft látið orð falla í blöðum, sem betur hefðu verið ósögð. Frægt var þegar hann lét gera myndbandið „Harði maðurinn“ sem varð vægast sagt umdeilt. Á myndbandinu sýndi hann ýmis fólskuleg brot. Vegna mynd- bandsins var Jones settur í sex mánaða keppnisbann og dæmdur til að greiða 20 þús. pund í sekt. „Getum unnið hvaða lið sem er“ Wimbledon byijaði illa, tapaði þremur fyrstu leikjum sínum, en síð- an kom glæsileg sigurganga - liðið lék nítján leiki í röð án taps. „Við getum lagL hvaða lið sem er að velli. Það er trú okkar að við getum hald- ið út í meistarabaráttunni," segir Nígeríumaðurinn Efan Ekoku. VINNIE Jones, leikmaðurlnn baráttuglaði, sést hér í landsleik gegn Hollendingum. „Þegar ég hugsa til baka, þegar ég var hjá Norwich fyrir þremur árum, er allt mögulegt. Norwich var þá með minni leikmannahóp en Wimbledon nú. Norwich var ekki iangt frá meistaratitlinum, hafnaði í þriðja sæti.“ Ekoko hrósar Joe Kinnear, knatt- spyrnustjóra Wimbledon, segir að hann komi fram við leikmennina eins og syni sína - umgengst þá meira en aðrir „stjórar" gera. „Stemmningin og andrúmsloftið er stórkostlegt hjá okkur, boðið er upp á glens og grín. Leikmenn leggja mjög hart að sér við æfingar. Hjá Norwich var lagt meira upp úr því að æfa leikkerfi með knöttinn. Þjálf- arinn, Mike Walker, sagði okkur, að við ættum alltaf að leika eins og við hefðum æft, hveijir sem móther- jarnir væru. Hér hjá Wimbledon vit- um við manna best að lið okkar er ekki skipað eins mörgum snjöllum leikmönnum og hjá stærri félögun- um. Þess vegna verðum við að leika skynsamlega og skipta um hern- aðaraðgerðir leik frá leik, eftir hveijir mótheijarnir eru. Við erum líkamlega sterkir og í mjög góðri æfingu. Það nýtum við okkur. Kinnear lagði grunninn að þeim styrk sl. sumar, þegar hann fór með okkur í æfingabúðir við Portsmo- uth,“ sagði Ekoku. Bo Johanssonfór í heimsókn Árangur Wimbledon hefur vakið mikla athygli víðs vegar um Evrópu og á dögunum fór Bo Johansson, fyrrum landsliðsþjálfari íslendinga og núverandi þjálfari danska lands- liðsins, í heimsókn til Wimbledon. Bo sá Wimbledon, án Vinni Jones, sem var að leika með landsliði Wa- les, leggja Blackburn að velli, 1:0. Eftir leikinn settust Bo og Joe Kinne- ar niður og ræddu um leikinn og Wimbledon-liðið. Bo sagði: „Ég hef aldrei séð lið leika eins skipuiagðan varnarleik, með fimm leikmenn í öft- ustu varnarlínu, sem fóru nær aldrei fram á völlinn. Það er erfítt fyrir mótheijana að skapa sér tækifæri gegn liði, sem leikur eins og Wimble- don.“ Kinnear svaraði Bo: „Ég er með tvo landsliðsmenn í mínu liði, en Blackbum er með ellefu landsliðs- menn. Það gefur augaleið að við fór- um því ekki út á völlinn til að leika glæsilega knattspyrnu gegn þeim. Við hefðum ekkert fengið út úr því. Við mættum til leiks með því hugarf- ari að fá ekki á okkur mark, veij- ast, ná skyndisóknum - og skora. Við náðum settu marki og erum ánægðir." Hætta í „háloftum" Eitt af sterkustu vopnum Wimble- don eru háar sendingar fyrir mark andstæðinganna, sama leikaðferð og Joe Hooley lét Keflvíkinga leika á árum áður með góðum árangri. Leik- menn liðsins eru sterkir í loftinu, skora mikið af mörkum með skalla. Ef þeir ná ekki að vinna knöttinn í loftinu, eru þeir tilbúnir að taka við knettinum þegar hann kemur niður. Þeir pressa geysilega inn í vítateig andstæðinganna, sem hefur gefið þeim mörg mörk og sigra. Það er mikil stemmning í kringum spyrnustjórastöðunni af Bobby Gould. Lið- ið hafnar í áttunda sæti í 1. deild. ■ 1991-92: Wimbledon fær inni á Sel- hurst Park. Ray Hardord fer til Black- burn, Peter Withe verður sjötti „stjóri" liðsins. Robbie Earle er keyptur fyrir metupphæð - 775 þús. pund frá Port Vale, Keith Curle er seldur fyrir metfé, 2,5 millj. punda til Man. City. ■ 1992: Joe Kinnear, fyrrum bakvörður Tottenham, verður stjóri. Liðið hafnar í þrettánda sæti í úrvalsdeildinni. ■ 1993: Mesti áhorfendafjöidinn á Shel- hurst Park - 30 þús. áhorfendur sáu leik gegn Man. Utd. í maí. ■ 1993-94: Wimbledon hafnar í sjötta sæti í úrvalsdeildinni, sem er besti árang- ur liðsins frá því það hafnaði í sjötta sæti í 1. deild 1987. ■ 1994-1995: Liðið verður í níunda sæti, Efan Okoku er keyptur frá Norwich á 920 þús. pund, sem er metupphæð. ■ 1995-96: Warren Barton er seldur til Newcastle á fímm milljónir sterlings- punda. Liðið verður nr. fjórtán í úrvals- deildinni. ■ 1996-97: Wimbledon vann nítján leiki í röð, er nú í fímmta sæti í deildinni, átta stigum á eftir efsta liðinu, Liverpool, en á þijá leiki til góða. Liðið er komið í undan- úrslit í deildarbikarkeppninni. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Hardaway sýndi Stoudamire hvemig á að leika ^akvörðurinn Tim Hardaway hjá íeiki Wimbledon á Selhurst Park, þó að aðeins um 13.000 áhorfendur mæti á leiki liðsins, það er nær 40.000 færri áhorfendur en koma á heimaleiki Manchester United á Old Traf- ford. Nú er spumingin; tekst leikmönnum Wimble- don að fagna meistaratitli í ár? Það reiknaði enginn með því að Wimbledon myndi vinna Li- verpool í bikarúrslitaleik á Wembley 1988. Miami Heat sýndi hinum unga Damon Stoudamire hjá Raptors hvemig reyndir bakverðir gera þegar Heat vann 99:87. Hardaway gerði 26 stig og nú hefur Heat sigrað í 20 af 25 leikjum á útivelli og hefur ekk- ert lið í NBA náð betri árangri. Hardaway lék vel í vöminni gegn Stoudamire sem hitti aðeins úr sjö skotum af 20. Stoudamire gagnrýndi Hardaway á dögunum og sagði hann ekki nógu góðan leikmann. „Ég var ákveðinn í að láta hann fínna til te- vatnsins," sagði Hardaway eftir leik- inn. „Ég lék nokkuð fast á móti hon- um framan af en síðan slakaði ég á,“ bætti Hardaway við. Stoudamire sagði Heat með gott lið og að Hardaway hefði ieikið vel. „Ég gætti hans ekki nema í smá stund í vöm- inni og fannst mér takast vel upp,“ sagði hann. Jordan gerði 13 stig í síðasta leik- hluta er Chicago vann Cleveland 87:71, og alls gerði hann 32 stig. „Við þurftum svo sannarlega að hafa fyrir þessum stigum en við náðum að halda aftur af þeim í síðari hálf- leik og mér tókst að gera nokkrar auðveldar körfur í síðasta leikhluta," sagði Jordan. Terrell Brandon gerði 21 stig fyrir Cleveland, en hann gerði ekkert stig í síðasta leikhluta. Darrick Martin átti stóran þátt í fyrsta sigri Clippers á Seattle í ein þijú ár, eða í fjórtán leiki. Það var 25. janúar 1994 sem Clippers vann SuperSonics síðast. Martin gerði 31 stig og var stigahæstur í leiknum sem Clippers vann 102:100, en leikmenn Clippers gerðu síðustu sex stigin í leiknum. Shawn Kemp gerði 26 stig fyrir heimamenn og tók 11 fráköst. Þrír leikmenn Houston gerðu 20 stig er liðið sigraði New Jersey 111:106, Sam Mack, sem var í byij- unarliðinu fyrir Mario Elie sem var veikur, Olajuwon og Drexler. Þetta var áttundi sigur Rockets á Nets í röð Milwaukee hefur sigrað Orlando tvívegis í vetur en í fyrrinótt hafði Orlando betur, vann 96:92. Derek Strong gerði átta stig síðustu fjórar mínúturnar og tók auk þess 11 frá- köst fyrir Magic en stigahæstir voru þeir Penny Hardaway og Rony Seik- aly með 23 stig hvor. STJÖRNULEIKURINN tjörnu- leikurinn í NBA körfunni verður 7. febrúar og nú hefur verið til- kynnt hverjir taka þátt f atriðum sem tengjast sjálfum leiknum. í skotkeppninni verða Clyde Drexler frá Houston, Tim Hardaway frá Miami, Bobby Phills frá Cleveland og Mitch Richmond frá Sacra- mento. í þriggja stiga skotkeppnina koma Dale Ellis frá Denver, Steve Kerr frá Chicago, Tim Iægler frá Washington, Terry Mills frá Detro- it, Sam Perkins frá Seattle, Glen Rice frá Charlotte, John Stockton frá Utah og Walt Wiliiams frá Tor- onto. Troðslukeppnin hefur alltaf vakið mikla athygli og nú munu sex leikmenn spreyta sig en það eru Ray AUen frá Milwaukee, Kobe Bryant frá Lakers, Chris Carr frá Minnesota, Michael Finley frá Dall- as, Allen Iverson frá Phiiadelphiu og Bob Sura frá Cleveland. faém FOLK ■ MIKE Sheron, miðheiji Stoke, hefur heldur betur verið í sviðsljós- inu að undanförnu, skorað grimmt. „Njósnarar" frá mörgum liðum hafa fylgst með honum. ÞEGAR Stoke lék heima gegn Norwich í vikunni, voru margir knattspyrnustjórar mættir til að horfa á Sheron. Það vora Kenny Dalglish, Newcastle, Gordon Strachan, Coventry, Harry Redknapp, West Ham, og Stuart Pearce, Nott. Forest, sendi mann á svæðið. ■ LOU Macari, knattspyrnustjóri Stoke, hefur hafnað tveggja miilj. punda boðum frá QPR og Birming- ham í Sheron. Nú er rætt um að hann sé orðinn þriggja millj. punda maður. ■ FABRIZIO Ravanelli sagði í gær, að hann væri mjög ánægður hjá Middlesbrough og hann ætlaði sér að vera hjá félaginu þann tíma sem hann hefur samið um - til ársins 2001. ■ ROY Evans, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áhuga á portú- galska leikmanninum Jose Dom- inguez, sem leikur með Sporting Lissabon. Hann er metinn á tvær millj. punda. ■ JOHN Toshack, fyrram leik- maður Liverpool, sem þjálfar La Coruna á Spáni, hefur einnig augastað á Dominguez. ■ ÞÆR fréttir komu úr herbúðum West Ham í gær, að liðið væri hætt að reyna að fá hollenska leik- manninn Pierre van Hooijdonk frá Celtic. ■ MARCEL Witeczek, sóknar- leikmaður hjá Bayem Miinchen, sem hefur fengið fá tækifæri með liðinu, vill fara frá því. „Ég hef áhuga á að fá að leika. Það nægir mér ekki að æfa eingöngu," sagði Witeczek, sem Stuttgart, Karlsmhe og Feyenoord vilja fá til sín. ■ OSEI Samuel Kuffour, lands- liðsmaður frá Ghana og varnar- maður Bayern Miinchen, hefur skrifað undir samning til ársins 2002 við liðið. ■ AJAX hefur hætt við að kaupa júgóslavneska miðheijann Rade Bogdanovic, sem hefur verið í æfíngabúðum með liðinu á Spáni. Kappinn féll ekki inn í leikstíl liðsins. ■ BOGDANO VIC, sem er 26 ára, hefur nú hug á að fara til Japans og gerast leikmaður með JEF Un- ited. ■ AJAX hefur keypt nýjan leik- mann, Dean Gorre frá Groningen, sem hefur skorað átta mörk fyrir liðið. Hann kemur til Ajax eftir þetta keppnistímabil. ■ FORRÁÐAMENN Ajax sögðu í gær, að þeir svöruðu ekki orð- rómi, þegar þeir voru spurðir hvort Patrick Kluivert væri á leið til Arsenal. ■ ÞESS má geta að blöð hafa verið með ýmsar fréttir um Klui- vert, eins og að hann væri þegar búinn að skrifa undir samning við AC Milan og kæmi til liðsins í sum- ar. ■ JEAN-PauI Gastel, miðvallar- leikmaður hjá Feyenoord, skrifaði í gær undir nýjan samning við lið- ið, sem er til ársins 2000. ■ NICKY Butt mun ekki leika bikarleik með Man. Utd. gegn Wimbledon á Old Trafford í dag, vegna meiðsla og þá er óvíst hvort David Beekham getur leikið. Aðrir leikmenn United sem eru á sjúkra- lista eru Ronny Johnsen og David May. ■ FEYENOORD og Eindhoven vilja kaupa Gillies De Bilde, leik- mann Anderlecht, sem er í leik- banni til 31. mars fyrir að lumbra á mótheija. Gillies vill fara frá Anderlecht.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.