Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JRttnðtmlþliifetík C 1997 LAUGARDAGUR 25. JANUAR BLAD Muster steinlá og hneigði sig PETE Sampras fór á kostum er hann sigraði Thomas Muster í undanúrslitum einliðaleiks á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Samp- ras, sem er efstur á heimslistanum, mætir Spán- veijann Carlos Moya á morgun. Sampras sigraði Muster 6-1, 7-6, 6-3, á innan við tveimur klukkustundum og voru fréttamenn á því að hann hefði aldrei leikið betur á níu ára ferli en í gær. Það var nánast sama hvað Must- er reyndi, Sampras átti svar við flestu. Þegar úrslitin voru ráðin hneigði Muster sig fyrir Sampras í virðingarskyni og í framhaldi af því stóð áhorfendaskarinn úr sætum sínum og hyllti sigurvegarann vel og lengi. Svissneska stúlkan Martina Hingis og Natasha Zvereva frá Hvíta-Rússlandi sigruðu í tvíliðaleik í gær. Lindsay Davenport og Lisa Raymond frá Bandaríkjunum áttu aldrei möguleika; úrslitin urðu 6-2, 6-2. FRJALSIÞROTTIR / AFMÆLISMOT IR Vala hefur stokkið 4 m VALA Flosadóttir hefur keppt tvívegis á síðustu vikum, en hún segist að undanförnu hafa lagt áherslu á að æfa 16 skrefa atrennu. „Á fyrra mótinu keppti ég með tíu skrefa at- rennu og stökk fjóra metra en um sfðustu helgi stökk ég tuttugu sentimetrum lægra en notaði þá lengri atrennuna,“ sagði Vala í gær. „Það var æfmgamót og æfingar með lengri atrennuna hafa gengið vei í vikunni og ég vona svo verði einnig á mótinu í Laug- ardalshöll. Á næstunni keppir Vaia á nokkrum mótum til þess að ffnpússa atrennuna fyrir heimsmeistaramótið í París i mars. Eftir mótið hér á landi keppir hún í Þýskalandi, í Moskvu og i Englandi auk danska og sænska meistara- mótsíns, en það sænska verður líklega það siðasta fyrir HM. Stefnan á 4,20 m á HM „ÆFINGAR hjó Völu hafa gengið mjög vel og hún hefur verið laus við öll meiðsli. Upp á síðkastið hefur megin- áhersla verið lögð á tæknileg atriði og allt lagt undir til þes6 að hún verði f sem bestri æfingu þegar hún mætir til keppni á HM í París,“ sagði Szczybra þjálfari Völu. Hann segist gera sér vonir um að hún fari yfir 4,20 m á HM en þar með myndii hún bæta sig innanhúss um 4 sm. „Vala er ung og á framtíðina fyrir sér, en hún og aðrir verða að sýna þolinmæði. Hún hefur ekki æft greinina lengi og það tek- ur sinn tima að ná enn lengra en hún hefur nú gert.“ Þráinn glotti við tönn UNDIR lok fundar ÍR-inga með blaðamönnum i Laugar- dalshöll f gær var kallað á Jón Arnar Magnússon tugþrautar- kappa í síma þar sem honum var tilkynnt að hann hefði verið valinn kynþokkafyllsti karimaður landsins af hlust- endum Rásar tvö. Við það kom glampi í augu Þráins Haf- steinssonar þjálfara hjá ÍR. Morgunblaðið/Þorkell JÓN Arnar Magnússon og Vala Flosadóttlr verða í hópl sterkra íþróttamanna sem etja kappl á afmælismóti ÍR. Þau hlttust á fundl í Laugardalshöll í gær og Vala smellti kossi á klnn Jóns og óskaðl honum tll hamlngju með nýfenglnn styrk til æfinga auk þess sem hann hafði þá nýlega verlð valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins af hlustendum Rásar tvö. Vala Flosadóttir og Jón Arnar Magnússon mæta til hörkukeppni í Laugardalshöll Vinnur Vala Bartovu? „ÉG hlakka til mótsins því mér hefur gengið vel á æfingum upp á síðkastið," sagði Vala Flosadóttir, Evrópumeistari kvenna í stangarstökki innanhúss er hún var nýkomin til landsins til þátt- töku á Af mælismóti ÍR sem hefst í Laugardalshöll klukkan 16 í dag. „Mér líst bara vel á að mæta Bartovu þótt hún hafi sett Evrópumet í vikunni, það bara gerir mótið enn skemmtilegra.“ Auk keppninnar í stangarstökki verður tekist á í þríþraut karla þar sem Jón Arnar Magnússon mun etja kappi við tvo valinkunna tug- þrautarkappa. Þórdís Gísladóttir hástökkvari fær verðuga keppni en tvær finnskar og ein sænsk stúlka mæta til keppni. Einnig verður ein- vígi fljótustu manna landsins í 50 m hlaupi. Vala keppir nú í annað sinn á móti hér á landi og í fyrsta sinn innanhúss. Daniela Bartova frá Tékklandi er ein þeirra sem mætir Völu, en Bartova er fyrrum heims- methafi utanhúss og setti nú í vik- unni Evrópumet innanhúss, 4,30 m. Hún náði þriðja besta árangri utan- húss á sl. ári, 4,27 m. Vala hefur aðeins mætt henni einu sinni, á Evrópumótinu í Stokkhólmi og þá hafði Vala betur eins og kunnugt er. „Staðan er eitt núll mér í hag svo ég fer full sjálfstrausts í þessa keppni." Vala sagðist ennfremur glöð yfir að fá tækifæri til að taka þátt í móti hér heima. Hún óttast ekki álagið sem fylgir því að keppa hér á landi eftir glæsilega frammi- stöðu á síðasta ári. „Þetta verður skemmtilegt.“ Auk Völu og Bartovu mætir fyrr- um heimsmethafi innanhúss til leiks en það er þýska stúlkan Nicole Riger sem er næst á eftir Völu á heimslista síðasta árs með 4,16 m. Einnig kepp- ir Janet Zach en hún á best 4 m slétta. Jón Arnar mætir fyrrum Ólymp- íumeistara í tugþraut, Robert Zmelik frá Tékklandi og Bandaríkjamannin- um Ricky Barker í þríþraut - 50 m grindahlaupi, kúluvarpi og lang- stökki. „Mér líst vel á, ég hef æft vel síðustu mánuði og bíð spenntur eftir að mæta þeim,“ sagði Jón Arn- ar í gær. „Ég hef ekkert keppt síðan í lok september og því er svo sannar- lega tími til.“ Jón sagðist þekkja þessa menn vel, einkum þó Zmelik en þeir mættust síðast á ólympíuleik- unum í Atlanta sl. sumar. „Það er alltaf gaman að keppa hér heima og ég vona bara að sem flestir komi og fylgist með.“ { hástökki kvenna mætir íslands- methafínn Þórdís Gísladóttir finnsku stúlkunum Kaisa Gustafsson og Daniela Loitonien og Ann Högberg frá Svíþjóð. Gustafsson stökk 1,90 m í fyrra en hinar tvær 1,85. Þórdís fór hæst 1,83 m í fyrra en íslands- met hennar er 1,88 m. KNATTSPYRNA: LEIÐ WIMBLEDON Á TOPPINN í ENGLANDI / C3,C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.