Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 4
ÚRSLIT IR-ingar snúnir niður ÍR - Skallagrímur ...89:96 íþróttahúsið Seljaskóla, úrvalsdeildin i . körfuk. - föstudagur 24. janúar 1997. Gangur leiksins:0:2, 4:2, 12:5, 20:12, 22:14, 26:25, 34:32, 40:34, 40:38, 40:43, 45:43, 47:51, 53:51, 55:60, 65:65, 67:74, 77:78. 77:84, 82:84, 86:88, 86:94, 89:96. Stig IR: Guðni Einarsson 24, Eggert Garð- arsson 21, Márus Amarson 12, Eiríkur Önundarson 11, Gísli J. Hallsson 7, Daði Sigurþórsson 6, Ásgeir Hlöðversson 4, Tito Baker 2, Atli Sigurþórsson 2. Fráköst: 19 í vöm - 15 í sókn. Stig Skallagríms: Bragi Magnússon 28, Joe Rhett 27, Tómas Holton 17, Ari Gunn- arsson 13, Grétar Guðlaugsson 7, Emii Sig- urðsson 4. Fráköst: 27 í vöm - 10 í sókn. Dómarar: Leifur Garðarsson og Einar Ein- arsson vom góðir. yillur: ÍR 21 - Skallagrímur 13. Áhorfendur: Um 160. ÍA - Keflavík 72:87 íþróttahúsið á Akranesi: Gangur leiksins: 0:2, 10:9, 12:21, 19:33, 28:33, 34:41. 38:46, 44:46, 55:50, 61:55, 65:67, 71:80, 72:87. Stig ÍA: Ronald Bayless 25, Alexander Ermolinskij 22, Bjami Magnússon 7, Har- aldur Leifsson 6, Dagur Þórisson 4, Brynjar Karl Sigurðsson 4, Brynjar Sigurðsson 2, Elvar Þórólfsson 2. Fráköst: 24 í vöm - 8 í sókn. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 25, Al- bert Óskarsson 17, Guðjón Skúlason 17, Kristinn Friðriksson 16, Falur Harðarson 8, Kristján Guðlaugsson 2, Birgir Öm Birg- isson 2. Fráköst: 27 í vöm - 9 i sókn. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Einar Skarphéðinsson, frekar mistækir. Villur: ÍA 19 - Keflavík 19. Áhorfendur: Um 400. Handknattleikur Leikir í Lotto-keppni karla í Noregi: Noregur - Danmörk...............30:16 Júgóslavla - Króatía............29:25 Leikir í gærkvöldi: Danmörk - Júgóslavía............26:24 Morten Hanson 6, Casper Nilsen 5, Nicola Jakobsen 4, Morten Bjerre 4. Spánn - Króatía.................32:13 Knattspyrna England, 1. deild: Sheffield United - Wolves.........2:3 Morgunblaðið/Kristinn EGGERT Garðarsson átti góðan leik fyrir ÍR-inga. Hér gerir hann atlögu að körfu Borgnesinga en Tómas Holton, þjálfari og lelkmaður Skallagríms, er til varnar. KORFUKNATTLEIKUR OKKUR kom á óvart pressa og hraði ÍR í byrjun en þegar við náðum áttum fundum við hol- urnar í vöm þeirra og fórum að gefa inn á Joe Rhett. Við héldum síðan okkar hraða og unnum,“ sagði Tómas Holton þjálfari og leikmaður Skallagríms eftir sæt- an 89:96 sigur í Seljaskóla f gærkvöldi. Breiðhyltingar byrjuðu af kappi en tókst þó aldrei að hrista af sér gestina, sem voru flestir í lægri gír fyrir utan Braga Stefán Magnússon. Borg- Stefánsson nesingar sóttu i sig skrífar veðrið eftir hlé, náðu að róa leikinn og komust yfir í fyrsta sinn. Síðan kom sveiflukenndur kafli. ÍR-ingar tóku góða syrpu en Skallagrímsmönnum tókst að halda sér inni í leiknum með Qórum þriggja stiga körfum í röð og náðu síðan hægt og bítandi yfirhöndinni. „Okkur gekk allt að óskum í byij- un en slökuðum síðan á klónni, -hleyptum þeim inn í leikinn og of langt, því fór sem fór,“ sagði Guðni Einarsson, sem átti stórleik fyrir ÍR. Eggert Garðarsson var honum lítt siðri og Márus Amarson byrjaði af krafti. ÍR-liðið byijaði skemmtilega og mátti alveg eins búast við örugg- um sigri þess en því tókst ekki að stjóma leiknum og var refsað fyrir það. Tito Baker hafði sig lítt í frammi, nýstiginn upp úr flensu, og Eiríkur Önundarson var ekki svipur hjá sjón og munar um minna. Hann hitti úr engu af 6 þriggja stiga skot- um sínum en vó það aðeins upp með 10 stoðsendingum og náði boltanum í 6 skipti. Borgnesingar fá prik fyrir seigl- una, létu snara mótheija ekki slá sig útaf laginu og biðu síns tíma - sem kom. Bragi Magnússson hélt liðinu á floti í byijun en þegar liðið fór loks að spila upp á Joe Rhett, sem var áhugalaus til að byija með, fóru hlutimir að ganga. Joe tók 15 frá- köst og Tómas átti 13 stoðsendingar. Sætur sigur Kefhríkinga Keflvíkingar unnu sætan sigur á Skagamönnum í úrvalsdeild- inni í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur, Jóhannes en fjör færðist i þann Harðarson síðari, sem varð oft skrífar á tíðum æsispenn- andi. Keflvíkingar fögnuðu sigri, 72:87, en þær tölur gefa þó ekki rétta mynd af leiknum. Snemma í fyrri hálfleik náðu gest- imir forskoti sem þeir héldu fram að hálfleik. Vöm Skagamanna náði að loka á hinar öflugu þriggja stiga skyttur Keflvíkinga, en þá tók Al- bert Óskarsson við þeirra hlutverki og var heimamönnum óþægur ljár í þúfu, hvort sem var utan þriggja stiga línunnar eða innan teigs. Und- ir lok hálfleiksins náðu Skagamenn að klóra í bakkann. Eftir hlé komu heimamenn mjög ákveðnir til leiks og þjörmuðu að Keflvíkingum. Vöm þeirra var hreint frábær til að byija með og í sókn- inni var skynsemin í hávegum höfð, þeir létu boltann ganga og spiluðu uppá öruggar körfur. Þeir heima- menn höfðu 65:60 forystu hófst ótrú- legur leikþáttur Damon Johnson. Félagar hans réttu honum boltann í upphafi hverrar sóknar og hann klár- aði þær með stigum nær undantekn- ingarlaust. Við þessu áttu Skaga- menn ekkert svar og Keflvíkingar sigldu framúr og lokatölur urðu 72:87. Albert Óskarsson lék vel fyrir Keflavík og áður hefur verið minnst á stórleik Damons undir lokin en fram að þvi hafði hann frekar hægt um sig. Hjá Skagamönnum áttu Ronald Bayless og Alexander Erm- onlinski mjög góðan leik í vöm og sókn. Með þessum ósigri lauk sigur- göngu Skagamanna í deildinni en þeir mega vel við una því þeir léku lengst af vel gegn gestunum, sem eiga á að skipa besta liði landsins um þessar mundir. SKIÐI / BRUN KVENNA I HM Tvær urðu hnífjafnar HEIDI Zurbriggan, sem hugðist hætta keppni í haust, og ítalska stúlkan Isolde Kostner urðu í gær fyrstar til að verða hnífjafnar í brunkeppni í þrjátíu ár. Þær voru báðar 1 mínútu 30,81 sek- úndu að bruna niður 2.490 metra langa brautina i Cortina á ítal- íu. Þetta er aðeins í sjötta sinn í sögu heimsbikarsins á skíðum að keppendur verða jafnir. Síðast gerðist það árið 1994 og, merki- legt nokk, á sama stað, en í risasvigi kvenna. Aðeins einu sinni áður hafa brunkonur orið jafnar, 1967, einnig á Ítalíu. Bjami heim frá Liverpool BJARNI Guðjónsson, sem hef- ur æft hjá Liverpool undan- farnar þrjár vikur, kemur heim á morgun. „Þetta hefur gengið ágætlega og mér hefur Uðið vel hérna en ekki hefur verið rætt um samning,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið í gær. Bjarai sagði að málið skýrðist frekar áður en hann færi, því taka ætti ákvörðun um fram- haldið á fundi, sem til stóð að halda i gærkvöldi eða árdegis í dag. „Hafi félagið áhuga á að gera samning hefur það fyrst samband við Knatt- spyraufélag ÍA og ræðir síðan við mig.“ Boð Newcastle um að Bjarni æfi með liðinu í tvær vikur stendur enn og gerir Bjarni ráð fyrir að fara þangað fijótlega með þeim fyrirvara að Liverpool geri ekki meira í málinu. Hann lék einn leik með Liverpool í varaliðakeppninni, einn æfingaleik og síðan leik á Melwood, æfingasvæði Liv- erpool, í vikunni þar sem leik- mönnum úr varaliðinu og ungl- ingaliðinu var skipt í tvö lið. John Baraes var eini leikmað- ur aðalliðsins, sem var með í leiknum og var hann í sama liði og Bjarai sem gerði tvö mörk í 6:4 tapi. ■ HREINN Hringsson, leikmaður með Þór á Akureyri, skoraði þrjú mörk í ævingaleik með skoska 1. deildarliðinu Dumbarton á miðviku- daginn. Ian Wallace, fyrrum leik- maður Nott. Forest, er knatt- spyrnustjóri liðsins, sem er í neðri hluta deildarinnar. ■ LIISA S.T. Jóhannsson, þjálfari hjá listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur, fékk viðurkenningu frá ÍSÍ í sl. viku. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, afhenti henni þjónustu- merki sambandsins fyrir vel unnin störf við þjálfun í listhlaupi hér á landi. ■ LIISA er af finnskum ættum og er búsett hér á landi. Hún átti stór- an þátt í stofnun listskautadeildar- innar hjá SR 1992. Hún hefur verið aðalþjálfari deildarinnar frá upphafi. ■ JONATHAN Bow lék ekki með KR gegn Breiðabliki í fyrrakvöld. Hann meiddist eftir leikinn við Akranes og þarf að sleppa næsta deildarleik en verður að öllum líkind- um tilbúinn í úrslitaleikinn við Kefiavík annan laugardag. ■ ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, skrapp til Frakk- lands í vikunni til að kaupa Pascal Bedrossian, hinn lágvaxna fram- heija Cannes. Bedrossian, sem er 22 ára, lék með Patrick Vieira hjá Cannes. Hann er fæddur í Frakk- landi en hefur armenskt ríkisfang. ■ CYRILLE Regis, fyrrum lands- liðsmaður Englands, hefur áhuga á framkvæmdastjórastöðunni hjá WBA, en hann lék um árabil með liðinu. ■ FLEIRI hafa verið nefndir til starfans hjá WBA, m.a. Bruce Ri- och og Jack Charlton. Stjóri félags- ins segir hins vegar að vel geti hugs- ast að leitað verði utan landstein- anna og hefur nafn Johns Tos- hacks, þjálfara La Coruna, verið nefnt í því sambandi. ■ SVEN Göran Eriksson, þjálfari Sampdoria, var æfur í gærdag þeg- ar franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu var ekki mættur á æfingu, eftir að hafa leik- ið með Frökkum í Portúgal á mið- vikudagskvöldið. Karembeu kom til Genúa seint í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.