Morgunblaðið - 07.02.1997, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
*
I kvöld o g annað kvöld sem og um flestar helgar þyrpist fólk á skemmtistaði miðborgarínnar til að
skemmta sér; sýna sig og sjá aðra, fá sér í glas, dansa og rabba saman. Annar hópur, öllu fámennarí,
sér um að hleypa fólki inn og út. Valgerður Þ. Jónsdóttir hitti nokkra verði dyranna, sem efalítið
gefa gestunum meirí gaum en gestimir gefa þeim - nema þegar á þarf að halda.
Ver ðir dyranna
r
Tómas Marteinsson
KaiTi
Eeykjítvík
Morgunbiaðið/J6n Svavarsaon
TÓMASI Marteinssyni finnst alltaf jafngaman að fylgjast með fólki úti á lífinu.
ur verð ég að híma úti í alls konar
veðri og gæta þess að ekki verði
öngþveiti við dymar. Sumir segja
að við förum í manngreinarálit þeg-
ar við leyfum einhveijum að fara
fram fyrir í röðina, en mér finnst
ekki nema sanngjarnt að gera vel
við fastagesti og láta þá hafa for-
gang.“
A stað sem rúmar á sjötta hund-
rað manns með húsfylli nánast
hveija helgi segir Tómas mikinn
kost að dyraverðir séu vel að sér
um skyndihjálp. Sjálfur kann hann
vel til verka í þeim efnum eftir
pungaprófið forðum. „Sem betur fer
hafa ekki komið upp alvarleg til-
felli. Stundum líður þó yfir gesti,
eða þeir sofna ölvunarsvefni og þá
erum við fljótir að koma þeim und-
ir ferskt loft eða vekja þá með því
að ýta á ákveðinn stað undir kjálka-
beinið."
Kostuleg uppátœkl
Að sögn Tómasar eru dyraverðir
meiri sálfræðingar en marga grun-
ar. Með árvökulum augum fylgjast
þeir með að allt sé í friði og spekt
innandyra sem utan og þurfa að
vera snöggir að bregðast við ef eitt-
hvað fer úrskeiðis. Hann rifjar upp
að eitt sinn hafí hundur og í annað
skipti köttur smogið framhjá dyra-
vörðunum og hlaupið um salarkynni
með herskara dyravarða á hælun-
um, gestum til óblandinnar ánægju.
„Uppátæki sumra tvífætlinga eru
líka oft kostuleg. Einu sinni sátu
tveir félagar, ósköp rólegir á að líta,
við borð við gluggann. Skyndilega
lítur annar þeirra út, stekkur úr
sætinu, rífur sig sig úr öllum fötun-
um á leiðinni, hoppar upp á vélar-
hlíf á aðvífandi bíl og veifar bílstjór-
anum eins og óður væri. Allt gerð-
ist þetta mjög snöggt, félaginn fór
í humátt á eftir, tíndi upp spjarim-
ar, sem maðurinn klæddi sig síðan
í á leiðinni aftur í sætið sitt. Þar
settist hann og lét eins og ekkert
hefði í skorist. Dyraverðimir horfðu
bara í forundran á aðfarirnar og
ákváðu að skipta sér ekkert af,
enda voru félagarnir hinir rólegustu
fram eftir kvöldi."
Dlplómatar
Tómas segir að oft beiti dyra-
verðir diplómatískum aðferðum til
að koma í veg fyrir leiðindi af ein-
hveiju tagi. Hann tiltekur dæmi af
náunga sem geri sér ef til vill um
of dælt við kærustu annars sem
standi þá álengdar eins og illa gerð-
ur hlutur. „Kærastinn aðhefst ekki
neitt, lætur eins og honum standi
hjartanlega á sama því hann vill
ómögulega vera uppvís að afbrýði-
semi. Ef staðan er orðin pínleg
komum við eins og frelsandi englar
og förum að spjalla um daginn og
veginn við hlutaðeigandi. Slík íhlut-
un gefur góða raun,“ segir Tómas,
og nefnir fleiri atvik af svipuðum
toga.
„Mestu máli skiptir að allir séu
ánægðir. Mér fínnst alltaf svolítið
fyndið hvað sumir láta fleðulega
þegar þeir em að reyna að komast
inn en dettur ekki í hug að heilsa
manni úti á götu næsta dag. í dyra-
varðarstarfinu hefur mér lærst sitt-
hvað um mannlegt eðli. Ég hef allt-
af jafngaman af að fylgjast með
fólki úti á lífínu. Alla jafna er þetta
átakalítið starf, sem byggist meira
á sálfræði en miklum líkamsburð-
um.“
Sálusorgarar
og málamiðlarar
latar og fínar
handtöskur
HANDTÖSKUR hafa tekið á sig nýja flata mynd. Samkvæmt
skilaboðum frá þeim sem drottna í heimi tískunnar, er töskun-
um ekki lengur ætlað að geyma sem mest af persónulegum
hlutum eigenda, heldur eiga þær að vera einfaldar í hönnun,
finar og flatar. Eðli málsins vegna verður geymslurýmið því
mun minna. Sumar töskur á að hengja yfir öxlina með ól, þann-
ig að þær liggi í nyaðmarhæð, öðrum á að tylla nett undir handlegg-
inn. Skilaboðin eru skýr; skiljið tuðrurnar eftir heima.
Timaritið Bazaar valdi nokkrar handtöskur þekktra tiskuhönnuða. Frá
vinstri: svört rétthyrnd taska með keðjuól úr leðri frá Gucci, piparmyntu-
lit taska frá Tardini á um 45 þúsund krónur, ferhymd gullhúðuð taska
frá Fendi á um 40 þúsund krónur, dökkbrún leðurtaska frá Calvin Klein
á um 33 þúsund krónur, ósamhverf axlataska frá Hermés á um 120 þús-
und krónur, axlataska úr brúnu leðri með tveimur rennilásum frá Fendi
á um 38 þúsund krónur og flauelstaska frá Prada. ■
TÓMAS Marteinsson, yfirdyravörð-
ur til tveggja ára á Kaffí Reykja-
vík, ræður lögum og lofum á kaífí-
bar hússins á daginn en helgar sig
dyravörslu frá níu til eitt virka daga
og til þijú um helgar. í byijun átti
dyravarslan að vera aukastarf en
fljótlega hætti hann fyrra starfí,
sem neðansjávarmyndasmiður, og
Kaffi Reykjavík varð eini starfsvett-
vangurinn.
Þótt Tómas stundi líkamsrækt
og æfí sparkbox reglulega segist
hann ekki vera sérstakur krafta-
kari. Honum finnst að dyraverðir
þurfí að hafa ýmislegt fremur en
kraftana til brunns að bera og til-
tekur eiginleika eins og hjálpsemi,
rólyndi og þolinmæði. „Slagsmál
eru algjör undantekning og upp til
hópa eru gestir mestu prúðmenni.
Vitaskuld kemur fyrir að við þurf-
um að stilla til friðar, en þá reynist
yfírleitt best að tala fólk til og
hjálpa því að komast til síns heima.
Nöldri út af dýrum drykkjum, að-
gangseyri og þess háttar tökum við
með jafnaðargeði og oft hlustum
við áhugasamir á ástaraunir fólks
auk þess að vera sálusorgarar og
málamiðlarar í hjónaeijum."
MeA skurA á nefl
Tómas segir mun erfiðara að eiga
við ofurölvi konur en karia. Einu
áverkarnir sem hann hefur hlotið í
starfí voru eftir eina slíka sem lét
öllum illum látum, hrækti og stimp-
aðist á móti þegar hann við annan
mann reyndi að koma henni út. „Að
lokum kýldi hún mig þannig að ég
fékk stóran skurð á nefíð. Slíkar
uppákomur eru afar fátíðar, því
yfírieitt nægir að gefa sér góðan
tíma þegar einhver er æstur í skapi
og líklegur til að verða til vand-
ræða.“
Þótt Tómas hafí kynnst mörgum
góðum gestum í starfí sínu segir
hann að kynni hans af kærustu
sinni Jönu, veitingastjóra staðar-
ins, hafí líklega átt stærstan
þátt í að hann ílentist á Kaffí
Reykjavík, enda geti þau
skötuhjúin oftast hagrætt
vinnutíma sinum þannig að
þau vinni saman og eigi frí
á sama tíma. „Eg hef
ómælda ánægju af starfinu og hef
varla tekið mér meira en þijár frí-
helgar síðastliðið ár. Sem dyravörð-