Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ I FERÐALÖG ÞAÐ er ásæða fyrir fuglaskoðara að gleðjast í Costa Rica, enda óvíða fjölbreyttara fuglalíf. Sannkölluð náttúruparadís IBÚAR Costa Rica eru um þrjár og hálf milljón, þar af býr ein milljón í höfuðborginni San José. Ástæður fyrir vinsældum landsins til náttúruskoðunar eru margar, lífríki er einstaklega fjölbreytt og fallegt og þjóðgarðar og friðlönd landsins með sín fjölbreyttu búsvæði bjóða upp á fjölbreyttar tegundir lífvera, s.s. plantna, fugla, spendýra, skrið- dýra og skordýra. Þá er þjónusta við ferðamenn víða mjög góð, landið er öruggt að ferðast um miðað við mörg lönd í þessum heimshluta og hrein- læti á hótelum og veitingastöðum áberandi gott. Matseld heimamanna kemur á óvart fyrir fjölbreytni og gott ferskt hráefni og úrval ávaxta og grænmetis er nær óendanlegt. Heimamönnum þykir upphefð af því að fá ferðamenn í heimsókn og hlý- legt, kurteislegt, brosandi viðmót lætur ekki á sér standa. Tvær árstíðir eru í landinu, „vet- ur“ og „sumar“. Veturinn eða regn- tíminn stendur frá maí fram í nóv- ember en sumarið eða þurrkatíminn frá desember fram í apríl. Meðan á regntímabilinu stendur skín sólin yf- irleitt fram að hádegi en þá kemur úrhellisregn sem varir fram að kvöldmat. Hitastig er nokkuð jafnt allt árið frá 24 C upp í 31 C þegar heitast er. Lýðræðislegir stjórnarhættir Um 90% íbúa landsins eru kaþ- ólskir en ekki er þó hægt að kalla Costa Rica strangkaþólskt land. Frá 1889 hafa lýðræðislegir stjórnar- hættir verið að mestu viðhafðir í landinu. Árið 1948 markaði þáttaskil í sögu landsins en í kjölfar stjórnar- uppþots og óeirða er þá áttu sér stað, var sett ný stjómarskrá og her- inn íagður niður. Árið 1949 markar því innreið friðar í landinu og jafn- vægis í stjórnarháttum sem ein- kennt hefur Costa Rica og skapað landinu sérstöðu meðal nágranna- ríkja. í stað hersins var sett á stofn þjóðarlögregla sem hefur því mikil- væga hlutverki að gegna að viðhalda lögum og reglu og vemda lýðræðið. Costa Rica hefur oft gleymst í um- ræðunni um Mið Ameríku og er það sennilega vegna þess hve lengi frið- ur hefur ríkt í landinu. Mun meiri at- hygli hefur beinst að nágranna landsins í norðri, Nigaragúa. Það er algengt að fólk flýi frá Nigaragúa til Costa Rica í leit að betri kjörum. Þótt efnahagur Costa Rica sé bág- borinn um þessar mundir og kjör al- FerðaþjónustQ er vaxondi atvinnugrein í Costa Rica, þriðjq minnsta ríki Mið Am- eríku. Sesselja Bjarna- déttir líffræðingur og Eyrún Einarsdóttir nemi- hafg bóðar dvalið í Costa Rica sem þær segja sannkall- aða nóttúruparadís sem laði að ferðamenn úr öllum heimshornum. / KARÍBA- HAF COSTA KYRRAHAF V'a • ' •þimon A :""5‘ > ^ Panama P. Armuellas KRTG/Mbl. þýðunnar verri en oft áður, hefur landið jafnan verið nefnt Sviss Mið Ameríku. Ástæður þess eru m.a. langvarandi friðsæld og lýðræði og mun betri kjör fólks en annars staðar þekkist í Mið Ameríku. Miðstéttin er stærsta stétt landsins, menntun er almenn, almannatryggingar og heil- brigðiskerfí gott og atvinnuleysi um 6%. Fátækt er vissulega til staðar en í litlum mæli miðað við nágrannaríki og lítið er um betlara á götum úti. Glæpir eru fátíðari en annars stað- ar í þessum heimshluta, en í San José höfuðborg landsins er vissara að vera á verði gagnvart vasaþjófum og ákveðnum unglingagengjum svo kölluðum Chapulínes. Los Chapu- línes ræna aðallega eigum ferða- manna og beita yfirleitt ekki ofbeldi nema fólk reyni að verja eigur sínar. Ef peningarnir eru afhentir án nokk- urs múðurs sleppur fólk yfirleitt við meiðsl. Að undanfömu hefur verið að harðna á dalnum hjá þeim vegna aukinnar löggæslu og hafa þeir því í mun meira mæli snúið sér að heima- mönnum. Þrátt fyrir vandamál sem skapast vegna Los Chapulínes er San José með öruggari stórborgum heims. Höfuðborgln San José Ekki er hægt að dvelja á Costa Rica án þess að staldra við í San José. Viðbrögðin við fyrstu kynni af borginni eru: „hrikaleg umferð“, „brjálaðir bílstjórar", „mengun“, „rusl á víð og dreifð“, „mannþröng“, „húsin hafa engin númer“ og „ómerktar strætóstöðvar", „gjör- samlega ómögulegt að rata.“ En það líður ekki á löngu þar til viðhorfið breytist. Loftið er áfram mengað en borgin sjálf hefur öðlast heillandi yf- irbragð. Fólkið, eða Tieos eins og Costa Riea búar kalla sig, er vina- legt, stolt og gestrisið og það eru ör- ugglega fáar borgir sem geta státað af jafn vinalegu viðmóti. Fjölbreytileikinn er ótrúlegur. Og því meira sem maður fer að ná áttum þeim mun skemmtilegri verður borgin. Amerískra áhrifa gætir víða og í San José má finna McDonalds og Pizza Hut ásamt fleiri stöðum sem njóta vinsælda þrátt fyrir óá- nægja margra Ticos. Ef litið er framhjá auglýsingaskiltunum, má víða sjá evrópskt yfirbragð á borg- inni. Margar gamlar byggingar bera keim af evrópskum byggingarstfl og ber Þjóðleikhúsið af þeim en það er staðsett í hjarta borgarinnar við Plaza de la Cultura. Þar halda götu- salar til og oft má sjá látbragðsleik- ara bregða á leik. Mannlífið er litríkt og úr öllum áttum heyrast köll og hróp götusalanna sem eru að bjóða alls kyns varning, ávexti og græn- meti til sölu. Regnskógar hitabeltisins Það er einstök upplifun að koma inn í regnskóg. Hvarvetna blasa við tré og aftur tré af þeirri stærð- argráðu sem ekki er beinlínis út- breidd hér á Fróni. Litfögur blóm og fjölbreyttur gróður af öllum stærðum og gerðum prýða skóginn VEITT í matinn. og í skógárbotninum rekst maður stundum á kunnugleg blóm, enda mörg stofublóma okkar upprunnin í hitabeltinu. Hljóð fylla loftið, hljóð frá fuglum og skordýrum sem lítt sést til við fyrstu könnun. Loftið er rakamettað og angar af gróðri. Regnskógar hita- beltisins munu vera tegundaauðug- ustu vistkerfi jarðar og að kynnast þeim af eigin raun er svo áhugavert og spennandi að þeir sem það hafa reynt gleyma því aldrei. Þjóðgarðurinn Tortuguero er staður þar sem sírakur hitabeltis- skógur þrífst. Mikill fjöldi vatnasíkja einkennir staðinn og garðurinn ligg- ur þar að auki að sjó, en þetta tvennt veldur því að Tortuguero er mjög tegundaauðugur garður með gríðar- lega náttúrufegurð. Enginn sem ferðast um landið ætti því að sleppa heimsókn í þennan einstaka þjóð- garð. Þar má sjá fjölbreyttan gróð- ur, vatnafugla, sjófugla og ránfugla, páfagauka, túkana, pelíkana og frei- gátufugla. Af spendýrum má nefna apa, letidýr, mauraætur og kattar- dýr. Skriðdýr eins og sæskjaldbök- ur, ferskvatnsskjaldbökur eru al- gengar, stórar og hættulausar eðlur og snákar sem flestir gera allt sem þeir geta til að forðast það að verða á vegi manna. Falleg skordýr og tölu- vert af moskítóflugum tilheyra regn- skóginum og vissara að bera vel á sig af flugnafæluáburði áður en farið er í skógargöngu. Misturskógur Monte Verde Misturskógar myndast í mikilli hæð yfir sjávarmáli. Einkennandi fyrir slíka skóga eru skýjahulur sem ná stundum að teygja sig inn í skóg- inn að hluta. I þessum skógum lifir mikið af mosa, fléttum og ásætum sem hanga niður úr trjánum og ásamt þokuhulunni gerir það yfir- bragð skógarins dulúðugt. Loftslag- ið er sérstaklega þæglegt. í misturskógi Monte Verde friðlandsins er fuglalíf mjög auðugt og þar er aðalheimkynni Quetzal fuglsins sem margir ferðamenn koma sérstaklega til að sjá. Fuglinn er af ætt Trogonidae, litsknlðugur með skrautlegar stélfjaðrir sem geta náð allt að 1,5 m lengd. Quetzalar finnast aðeins í Mið Ameríku, frá Suður Mexíkó til Panama. Astekat og Maja Indíánar tignuðu fuglinn og notuðu fjaðrir hans til skrauts fyrir höfðingja og konunga. í Monte Verde finnst annar mjög sérkennilegur fugl, Klukkufuglinn, sem gefur frá sér mjög sérstök hljóð, sem heyrast um langa vegu pg líkj- ast einna helst þokulúðrum. I kring- um gogginn hanga þrír skeggþræðir sem gefa fuglinum sérkennilegt út- lit. Samfélagið í Monte Verde ein- kennist af kyrrð og ró og fyrst og fremst öryggi og eru náttúruskoðar- ar einu ferðamennirnir sem þangað koma. Þjónusta við ferðamenn er öll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.