Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Sumarfrfíð skipulagt á f jölmennri ferðahátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg UM fimmtán þúsund manns komu á Ferðahátíð Flugleiða í Kringlunni í fyrra. ÞAÐ má búast við örtröð í Kringl- unni í dag, sunnudag, þar sem Flugleiðir halda árlega ferðahátíð sína í tengslum við útgáfu Út í heim sumarbæklinga félagsins kl. 13-17. Á síðasta ári mættu um fimmtán þúsund manns á staðinn þá fjóra klukkutíma sem ferðahá- tíðin stóð. í ár stendur til að hún verði veglegri en áður í tilefni þess að sextíu ár eru nú liðin frá því að samfellt áætlunarflug hófst á íslandi. Flugleiðir munu að þessu sinni dreifa tveimur Út í heim sum- arbæklingum þar sem annar verð- ur með hefðbundnu sniði, vegleg- ur 116 blaðsíðna bæklingur með lýsingu í máli og myndum á ferða- möguleikum í vor og sumar. Ferðamátinn flug og bíll verður síðan kynntur sérstaklega í 36 síðna bæklingi og er það í fyrsta skipti sem sá háttur er hafður á. „Við erum að reyna að upphefja þennan ferðamáta sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið á sama tíma og vinsældir hafa aukist annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum," segir Kristín Aradóttir, forstöðumaður Út í heim deildar Flugleiða. „Við vilj- um með þessu freista þess að kynna þá fjölbreyttu möguleika sem flug og bfl ferðamátinn býð- ur, fýrir viðskiptavinum okkar.“ Kristín segir mikilvægt að und- irbúa vel ferðalag á bílaleigubfl, ekki síst að velja ökuleið í grófum dráttum og jafnvei panta gistingu fyrirfram einstaka nótt á ákveðn- um stöðum. Ennfremur þarf að velta vel fyrir sér hvaða stærð af bfl hentar í hverju tilfelli. Samstarf vlð FÍB Að sögn Kristínar eru Flugleið- ir í samstarfi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. „Við ætlum að þróa ýmsar nýjunar varðandi flug og bíl, til þess að hjálpa fólki að ná betri tökum á þessum ferða- máta og njóta hans. FÍB aðild veitir til dæmis aðgang að þjón- ustu og fyrirgreiðslu systurfélaga í 90 löndum. Þá bjóðum við alþjóð- leg tjaldbúðaskírteini sem veita ábyrgðartryggingu, forgangsrétt og víða afslátt á tjaldstæðum í Evrópu auk þess sem fólk getur fengið ferðakort og ferðabækur á félagsverði." Með samstarfinu fá félagsmenn FÍB ennfremur öðru hverju sér- stök afsláttartilboð í ferðir með Flugleiðum auk þess sem allir flug og bfl farþegar eiga kost á ókeyp- is námskeiði á vormánuðum um akstur erlendis. í Út í heim flug og bíl bækl- ingnum er að finna upplýsingar um ýmsar sérmerktar ökuleiðir á Norðurlöndum, meginlandi Evr- ópu, Bretlandseyjum, í Bandaríkj- unum og Kanada. „Tilbúnar öku- leiðir njóta vaxandi vinsælda ferðafólks," segir Kristín. í bæklingnum er að finna ýmis tilboð, til dæmis á ferðum til Dan- merkur og Bretlands þar sem margar fallegar ökuleiðir eru kynntar og að sögn Kristínar býðst fólki leiðsögn í vinstri akstri á námskeiðum FÍB í vor. „Við erum líka með tilboð í Boston og Halifax þar sem mismunandi öku- leiðir eru settar upp á skemmtileg- an hátt. Möguleikamir eru ótal margir." Ýmsar nýjungar í Út í heim bæklingi Flugleiða er að fínna ýmsar nýjungar auk hefðbundnari ferða. „Meðal nýj- unga má til dæmis nefna sumar- hús í Bretlandi og Danmörku, en dvöl í sumarhúsum erlendis nýtur vaxandi vinsælda,“ segir Kristín. „Þá hafa Flugleiðir náð samning- um við skipafélagið Carnival Cru- ise og bjóða skemmtiferðasigling- ar með þeim. í bæklingnum kynn- um við sérstaklega tvær ferðir en upplýsingar um aðra möguleika er hægt að fá hjá sölufólki okkar. Við kynnum annars vegar sjö daga siglingu frá Miami um vest- anvert Karíbahaf með einni nótt í Baltimore á 91.200 krónur á mann í tvíbýli og hins vegar ferð sem felur í sér sex nætur í St. Petersburg og sjö daga siglingu um vestanvert Karíbahaf á 116 þúsund krónur á mann í tvíbýli. Islensk fararstjóm er í boði í St. Petersburg." Sandals er hótelsamsteypa sem rekur níu gististaði á eyjunum 'Jamaica, Antigua og St. Lucia f Karíbahafí og Flugleiðir kynna nú í bæklingi sínum í fyrsta skipti. „Þessir staðir em hugsaðir sem sælureitir og sólardvalarstaðir fyrir pör eingöngu," segir Kristín. „Þar era hvítar baðstrendur, sundlaugagarðar, hvers konar aðstaða til íþróttaiðkunar, útivist- ar og heilsuræktar, veitingastaðir, skemmtistaðir og ótal margt fleira. Verðið sem greitt er fyrir sólardvöl hjá Sanders felur í sér greiðslu fyrir allt sem almennt er í boði á hveijum stað svo sem gistingu, mat, diykk, afþreyingu, aðstöðu til útvistar, sólbaða og líkamsræktar, þjórfé og fleira.“ Sólarhöfuðborg Flugleiða í sumar er St Petersburg í Flórída. „St Petersburg Beach við Mexí- kóflóa er algjör sólarparadís," segir Kristín. „Þar era fyrsta flokks gististaðir, veitingastaðir, skemmtistaðir og verslanir og yf- irhöfuð boðið upp á aðstæður til útivistar og afþreyingar sem gera dvölina að ævintýri fyrir alla fjöl- skylduna. íslenskur fararstjóri verður á staðnum frá 27. maí til 2. september." Flokkun gististaða Flugleiðir hafa búið til eigið flokkunarkerfi gististaða sem Kristín segir að muni vonandi auðvelda fólki að finna hentugan gististað þar sem leitast er við að lýsa gististöðum og aðbúnaði á faglegan og hlutlausan hátt. Mat- ið er að hluta byggt á upplýsing- um frá stjórn gististaða en að mestu á mati starfsfólks Flug- leiða. í bæklingnum er líka sú nýjung að gefnar eru upplýsingar um ýmis netföng þar sem leita má frekari upplýsinga. Flugleiðir taka fram að félagið getur ekki ábyrgst upplýsingar sem þar koma fram. ■ GULLFAXI Boeing 727-100, fyrsta þota íslendinga hóf flug á áætlunarleiðum 1. júlí 1967. CATALINA flugbátur á flugi við suðurströnd íslands. Fyrsta flugvél þessarar tegundar kom til íslands árið 1944. FRÁ frumkvöðlum tilframtíð- are r nafn á flugsögusýningu sem Flugleiðir efna til samhliða ferðahátiðinni. Sýningin verð- ur í suðurhluta Kringlunnar, þar sem áður var Borgarkringl- an. „Þetta er í raun saga Flugfé- lags Akureyrar, Flugfélags ís- lands, Loftleiða og Flugleiða í 60 ár,“ segir Jóhann Gísli Jó- hannsson sölufulltrúi hjá Flug- leiðum. „Saga áætlunarflugs er þarna rakin í máli og myndum. Við verðum til dæmis með yfír Flugsaga í mali og myndum eitt hundrað ljósmyndir úr safni þar sem meðal annars má sjá fyrstu flugvélarnar í áætlunarflugi hér á landi auk fjölda annarra flugvéla úr flot- anum. Þá verða til sýnis gömul flugvélalíkön auk þess sem gamlar auglýsingar og annað sem minnir á söguna, verður sýnt á fjórum sjónvarpsskjám sem þarna hefur verið komið upp. Það verður líka horft til framtíðar þar sem fólki gefst kostur á að skoða heimasíðu Flugleiða á tölvuskám.“ Flugsögusýningin verður í Kringlunni í dag, sunnudag, en svo er ætlunin að gera hana að hálfgerðri farandsýningu og setja upp víðar um landið. ■ Ný ferðaskrif- stof a á Selfossi. - X—FERÐIR er nafn á nýrri ferðaskrifstofu sem hefur verið stofnuð á Selfossi. Um er að ræða hlutafélag í eigu Suðurgarðs á Selfossi, Úrvals Útsýnar og KÁ. Ferðskrifstofan verður starfrækt í húsnæði Suðurgarðs, en þar hefur verið rekin sumarhúsaleiga um tveggja ára skeið. Sumarhúsaleig- an verður eitt helsta verkefni X- ferða ásamt sölu- og markaðsmál- um fyrir aðra ferðaþjónustu á Suð- urlandi. Selfossi Ferðskrifstofan X-ferðir mun selja afþreyingu og gistingu á Suðurlandi og einsetur sér að koma til móts við þarfir erlendra sem innlendra gesta á íslandi. Með það að markmiði munu X-ferðir vinna með þeim aðilum sem starfa að ferðamálum á Suðurlandi. „Það er mikilvægt fyrir ferða- menn að geta sótt allar upplýs- ingar á einn stað og það er ein- mitt markmið X-ferða, það er að verða upplýsinga- og sölumiðstöð Morgunblaðið/Sig. Fannar. GUÐMUNDUR Sigurðsson fyrir hönd Úrvals Útsýnar, Anna Árna- dóttir Suðurgarði, Þorbjörg Árnadóttir framkvæmdastjóri X-ferða og Sigurður Jónsson KÁ. fyrir svæðið í heild,“ segir Þor- björg Ámadóttir, framkvæmda- stjóri X-ferða. Aðstandendur fyrir- tækisins eru bjartsýnir og vonast til þess að ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi setji sig í samband við þá hið fyrsta. „Við viljum koma þeim á framfæri sem hafa eitthvað áhugavert og spennandi að bjóða ferðamönnum." Ætlunin er að sækja einnig inn á nýja markaði, sækja fólk sem hefur mikla peninga á milli hand- anna. „Við verðum að koma auð- mönnum heimsins í skilning um það að hér á íslandi er margt for- vitnilegt og skemmtilegt að sjá, ekki síður en á sólarströndum Spánar,“ segir Anna Árnadóttir hjá Suðurgarði. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.