Morgunblaðið - 12.02.1997, Page 3

Morgunblaðið - 12.02.1997, Page 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 C 3 URSLIT Stjarnan - Fram 24:24 íþróttahúsið í Ásgarði, íslandsmótið í hand- knattleik 1. deild karla, 18. umferð þriðju- daginn 11. febrúar 1997. Gangur leiksins: 0:1, 3:6, 8:6, 10:9, 11:12, 13:12, 15:13, 17:14, 17:17, 18:19, 21:20, 21:22, 22:22, 23:23, 24:23, 24:24. Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grímsson 8/2, Einar Einarsson 4, Hilmar Þórlindsson 4, Magnús A. Magnússon 2, Sigurður Við- arsson 2, Einar B. Árnason 1, Jón Þórðar- son 1, Konráð Olavson 1, Sæþór Ólafsson 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 10/1 (þaraf 2 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram: Daði Hafþórsson 7, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 7/3, Njörður Ámason 4, Magnús A. Arngrímsson 3, Páll Þórir Beck 2, Oleg Titov 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 5 (þaraf 1 til mótheija), Þór Björnsson 3 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson. Áhorfendur: 150. Fj. leikja U J T Mörk Stig HAUKAR 17 12 2 3 439: 403 26 UMFA 17 13 0 4 443: 412 26 KA 17 12 1 4 463: 439 25 FRAM 18 8 4 6 422: 397 20 ÍBV 15 9 0 6 374: 343 18 VALUR 17 7 3 7 387: 394 17 STJARNAN 17 7 2 8 447: 440 16 FH 17 7 0 10 430: 454 14 ÍR 16 5 1 10 391: 390 11 GRÓTTA 17 4 2 11 398: 435 10 SELFOSS 17 4 2 11 418: 468 10 HK 17 4 1 12 384: 421 9 Tindastóll - UMFG 89:98 Sauðárkrókur, íslandsmótið íkörfuknattleik - úrvalsdeild, þríðjudaginn 11. febrúar 1997. Gangur leiksins: 0:6, 10:9, 17:18, 21:24, 29:29, 44:29, 44:41, 49:45, 49:49, 57:54, 66:65, 70:76, 77:87, 85:93, 89:98. Stig Tindastóls: Winston Peterson 39, Arnar Kárason 15, Cesare Piccini 12, Ómar Sigmarsson 11, Lárus Dagur Pálsson 6, Skarphéðinn Ingason 6. Fráköst: 8 í sókn - 23 í vöm. Stig Grindvíkinga: Hermann Mayers 33, Marel Guðlaugsson 15, Helgi J. Guðfinnsson 12, Pétur R. Guðmundsson 10, Jón Kr. Gíslason 10, Bergur Hinriksson 8, Páll Axel Vilbergsson 7, Unndór Sigurðsson 3. Fráköst: 9 í sókn - 19 í vöm. Villur: Tindastóll 22 - Grindavík 18 Dómaran Kristinn Albertsson og Bergur Steingrímsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: 330. Fj. leikja U T Stig Stig KEFLAVÍK 17 14 3 1627: 1408 28 UMFG 17 14 3 1632: 1507 28 HAUKAR 17 11 6 1416: 1368 22 ÍA 17 11 6 1343: 1290 22 UMFN 16 9 7 1352: 1305 18 KR 17 8 9 1466: 1407 16 SKALLAGR. 17 8 9 1381: 1441 16 ÍR 17 8 9 1452: 1418 16 UMFT 17 7 10 1394: 1411 14 KFÍ 17 6 11 1377: 1432 12 ÞÓR 16 5 11 1284: 1412 10 BREIÐABL. 17 0 17 1199: 1524 0 1. DEILD KVENNA KEFLAVlK- BREIÐABLIK.......118:46 Knattspyrna Undankeppni HM 4. riðill: Monte Carlo: Eistland - Skotland............0:0 4.000. Staðan Skotland..............4 2 2 0 3:0 8 Austurríki............3 2 1 0 3:1 7 Svíþjóð...............4 2 0 2 7:4 6 Eistland..............3 1 1 1 1:1 4 H-Rússland............4 1 1 2 3:7 4 Lettland.................4 0 1 3 3:7 1 ■Næsti leikur: Skotland - Eistland 29. mars. Vináttulandsleikir Belfast: N-írland - Belgía....................3:0 Jimmy Quinn (14.), Jim Magilton (62. - vsp.), Philip Mulryne (88.). 7.128. Cardiff: _ Wales - Irland..................... 0:0 7.000. Kóngabikarinn Fjögurra liða mót í Bangkok f Tælandi. Thæland - Svíþjóð....................0:0 Japan - Rúmenía......................1:1 Kazu Miura (84.) - Cristian Bolohan (58.). •Svíþjóð er með 4 stig, Tæland og Japan 2, Rúmenía 0. Skíði HM í Sestriere Risasvig kvenna Isolde Kostner (Ítalíu)..........1.23,50 Katja Seizinger (Þýskal.).......1.23,58 Hilde Gerg (Þýskal.)............1.23,64 Carole Montillet (Frakkl.)......1.23,98 Katharina Gutensohn (Þýskal.)...1.24,00 Renate Goetschl (Austurr.)......1.24,24 Pemilla Wiberg (Svíþjóð)........1.24,47 Michaela Dorfmeister (Austurr.) ....1.24,53 Barbara Merlin (Ítalíu).........1.24,74 Varvara Zelenskaya (Rússl.).....1.25,08 Verðlaunaskiptingin (Gull, silfur og brons): Italía........................3 1 1 Noregur.......................2 2 0 Sviss.........................1 2 1 Þýskaland.....................0 1 1 Austurríki....................0 0 2 Frakkland.....................0 0 1 Sund Sundmeistaramót Reykjavikur 200 m skriðsund karla: Sigurgeir Hreggviðsson, Ægi......1.56,59 Richard Kristinsson, Ægi.........1.57,69 Ríkarður Ríkarðsson, Ægi.........2.01,22 200 m skriðsund piita: Tómas Sturlaugsson, Ægi..........2.06,04 EyþórÖrn Jónsson, Ægi............2.09,70 Bjami Gunnarsson, Ármanni........2.15,03 200 m skriðsund drengja: Ari Gunnarsson, Ármanni..........2.32,38 Magnús Sigurðsson, KR............2.39,82 Bergur Þorsteinsson, KR..........2.46,68 200 m skriðsund sveina: Pétur Guðnason, Ægi..............3.27,33 Amar H. Isaksen, Ægi.............3.38,25 200 m skriðsund kvenna: Hildur Einarsdóttir, Ægi.........2.18,66 Hrafnhildur Guðmundsd., Árm......2.37,98 200 m skriðsund stúlkna: Anna B. Guðlaugsd., Ægi..........2.17,84 Kristín Þ. Kröyer, Árm...........2.19,19 Ragnhildur Hreiðarsdóttir, Ægi...2.21,87 200 m skriðsund telpna: Dagmar Birgisdóttir, Ægi.........2.20,62 Louisa Isaksen, Ægi..............2.20,70 Þórey R. Einarsdóttir, Ægi.......2.25,55 200 m skriðsund meyja: Harpa Viðarsdóttir, Ægi.........2.24,41 Sunna M. Jóhannsd., Árm..........2.59,45 Þóra Matthíasdóttir, Ægir........3.13,69 100 m bringusund karla: Marteinn Friðriksson, Árm........1.10,20 Kristján Joensen, Ægi............1.12,99 JónÞ. Sigurvinsson, KR...........1.17,81 100 m bringusund pilta: Jakob J. Sveinsson, Ægi..........1.09,36 Einar Ö. Gylfason, Árm...........1.14,33 Bjami Freyr Guðmunds., Ægi.......1.20,41 100 m bringusund drengja: Kári Þ. Kjartansson, KR..........1.35,41 Bjarni Bjarnason, KR.............1.44,64 Kristján Jóhannsson, KR..........1.50,64 100 m bringusund sveina: Amar H. Isaksen, Ægi.............1.57,51 Pétur Guðnason, Ægi..............2.08,41 100 m bringusund kvenna: Kristín Guðmundsdóttir, Ægi......1.19,98 100 m bringusund stúlkna: Berglind R. Valgeirsd.; Árm......1.20,37 Halldóra Brynjólfsd., Arm........1.26,65 Ama B. Ágústsd., Ægi.............1.27,62 100 m bringusund telpna: Louisa Isaksen, Ægi..............1.23,43 Jóhanna B. Durhuus, Ægi..........1.29,51 Lilja Þ. Þorgeirsd., Ægi.........1.33,06 100 m bringusund meyja: Sunna M. Jóhannsd., Árm..........1.31,86 Harpa Viðarsdóttir, Ægi..........1.32,16 Berglind Ámadóttir, KR...........1.38,75 100 m flugsund karla: Ríkarður Ríkarðsson, Ægir..........58,86 Richard Kristinsson, Ægi.........1,02,84 Ásgeir V. Flosason, KR............1.08,10 100 m flugsund pilta: Lárus A. Sölvason, Ægi............1.06,70 Bjarni Gunnarsson, Árm............1.09,38 Bjarni Freyr Guðmunds., Ægi.......1.19,06 100 flugsund drengja: Hjörtur M. Reynisson, Ægi........1.08,04 Pétur G. Hermannsson, Ægi.........1.21,72 Ari Gunnarsson, Árm...............1.25,36 100 m flugsund kvenna: Hrafnhildur Guðmundsd., Árm.......1.16,85 100 m flugsund stúlkna: Berglind R. Valgeirsd., Árm.......1.17,46 Heiðrún P. Maack, KR..............1.18,83 Ragnhildur Heiðarsd., Ægi.........1.22,80 100 m flugsund telpna: Hildur Ý r Viðarsdóttir, Ægi.....1.17,68 Lilja Þ. Þorgeirsdóttir, Ægi.....1.20,56 Þórey R. Einarsdóttir, Ægi........1.21,49 100 m flugsund meyja: Harpa Viðarsdóttir, Ægi..........1.35,19 Kristín S. Watkins, KR............1.46,17 SunnaM. Jóhannsd., Árm...........1.50,18 100 m baksund karla: Ríkarður Ríkarðsson, Ægi..........1.04,69 Kristján Joensen, Ægi.............1.06,57 Marteinn Friðriksson, Árm.........1.07,85 100 m baksund pilta: Ásgeir H. Ásgeirs., Árm..........1.08,81 Guðm. S. Hafþórsson, Árm..........1.08,95 SigurðurÖ. Magnason, Árm.........1.13,13 100 m baksund drengja: Bergur Þorsteinsson, KR..........1.20,91 Pétur G. Hermannsson, Ægi.........1.22,62 Ari Gunnarsson, Árm...............1.25,36 100 m baksund sveina: Pétur Guðnason, Ægi..............2.01,61 100 m baksund kvenna: HrafnhildurGuðmundsd.,Árm........1.24,84 100 m baksund stúlkna: Kristín Þ. Kroyjer, Árm...........1.14,30 HalldóraBrynjólfsd., Árm..........1.18,27 Elín M. Guðbjartsd., Ægi..........1.19,72 100 m baksund telpna: Dagmar Birgisdóttir, Ægi.........1.20,49 Jóhanna B. Durhuus, Ægi...........1.22,78 Katrín D. Guðmundsd., Arm.........1.25,78 100 m baksund mejja: Harpa Viðarsdóttir, Ægi...........1.22,49 Berglind Ámadóttir, KR............1.32,08 Sunna M. Jóhannsd., Árm..........1.38,61 4x5 m skriðsund karla: A-karlasveit Ægis................1.42,11 A-karlasveit Ármanns..............1.47,97 A-piltasveit Ægis.................1.48,76 A-piltasveit Ármanns..............1.53,17 A-karlasveit KR...................1.59,35 4x50 skriðsund kvenna: A-stúlknasveit Ægis...............2.01,65 A-stúlknasveit Ármanns............2.02,47 B-stúlknasveit Ægis...............2.08,99 A-kvennasveit KR..................2.10,35 A-stúIknasveit Ármanns............2.16,86 4x50 m skriðsund drengja: A-sveinasveit KR..................2.40,09 4x50 m skriðsund telpna: A-telpnasveit Ægis................2.05,69 B-telpnasveit Ægis................2.13,66 A-telpnasveit Ármanns.............2.20,62 B-telpnasveit Ármanns.............2.41,49 FELAGSLIF Opið hús í Víkinni Víkingar verða með opið hús í Vikinni i kvöld, til að gefa félagsmönnum sínum og öðrum tækifæri til að horfa á landsleik Englands og Ítalíu, sem fer fram á Wembl- ey, á stórum skjá. Leikurinn hefst kl. 20. Aðafundur fulltrúaráðs Aðafundur fulltrúaráðs Víkings verður laugardaginn 15. febrúar kl. 13 I Víkinni. Ikvöld Handknattleikur l.deildkarla kl. 20 Kaplakriki: FH - ÍBV Selfoss: Selfoss - Haukar Seljaskóli: ÍR - Grótta Valsheimili: Valur - KA Varmá: Afturelding - HK 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH-Haukar.....18.15 yíkin: Víkingur - Fram......20 Ásgarður: Stjarnan - Valur.18.15 IÞROTTIR IÞROTTIR HANDBOLTI ÞJÁLFARAMENNTUN KSÍ Barnaþjálfun Fræðslunefnd KSÍ heldur námskeið um barnaþjálfun 1. og 2. mars 1997. Þátttakendur verða að hafa lokið A-stigi KSÍ. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Námskeiösþættir eru: Leikfræði, þjálffræði, sálarfræði, kennslufræði, knattspyrnutækni, líffæra- og lífeðlisfræði. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 581 4444. GÓÐ ÞJÁLFUN - BETRI KNATTSPYRNA Fræðslunefnd KSÍ Ivar Benediktsson skrifar Hik-laust „ÉG hugsaði bara um að ^ skjóta og það var Ijúft að sjá knöttinn sigla í markið," sagði Daði Hafþórsson, hetja Fram eftir að hann hafði tryggt sínu liði annað stigið íviðureign við Stjörnuna í Ásgarði í gær- kvöldi, lokatölur 24:24. Daði gerði jöfnunarmarkið með hik- lausu skoti beint úr aukakasti úr þröngu færi á mótum punktalínu og hliðarlínu í vinstra horninu eftir að leik- tíminn var úti. Félagar Daða slógu upp skjaldborg íkring- um hann áður en kastið var tekið á sama tíma og Stjörnu- menn kölluðu til leiks sex háv- öxnustu menn sína til að standa í varnarvegg sem ekki var árennilegur. Daði lét það ekki á sig fá heldur skaut ra- kleitt yfir vegginn þar sem hann vær lægstur og í fjær- hornið án þess að Ingvar Ragnarsson markvörður Stjörnunnar vissi hvaðan á sig stóð veðrið fremur en varnar- mennirnir. Þessi úrslit verða að teljast sann- gjörn sé tekið mið af gangi leiksins sem var jafn og oft og tíð- um nokkuð stór- karlalega leikinn, enda mikið í húfi fyrir bæði félög. Endalokin eru hins vegar lýsandi fyrir þann klaufaskap sem virðist ríkja í herbúðum Garðbæinga þessa dagana og sann- arlega ekki gott veganesti fyrir þá í síðari leik Evrópukeppninnar um næstu helgi. „Við komum til leiks með það að leiðarljósi að beijast og ná alltént öðru stiginu því okkur hefur ekki vegnað sem best á útivelli í vetur. Það er ljóst að við höfum oft leikið betur jafnt í vörn sem sókn en í kvöld en baráttan var til staðar og við verðskulduðum svo sannarlega annað stigið,“ bætti Daði við og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa sínu breiðasta. Stjörnumenn byijuðu á að leika 3:3 vöm framarlega og ætluðu að koma leikmönnum Fram í opna skjöldu en það tókst þeim ekki. Eftir röskar tíu mínútur fóru þeir aftur í flata vörn sem þeir héldu að mestu leyti út leiktímann. Fram lék sina hefðbundnu flötu vörn allan leiktímann og breyttu engu þótt oft fengju Stjörnumenn greiða leið að markinu, einkum Valdimar Gríms- son. Er Stjörnumenn breyttu varn- arleik sínum höfðu Framarar for- ystu 6:3 og það tók gestina sem hafa fremur lágvaxna sóknarmenn nokkra stunda að átta sig á breytt- um staðháttum því þeir klúðruðu sjö sóknum í röð áður en þeim tókst að gera sitt sjöunda mark. Þá höfðu Stjörnumenn náð tveggja marka forystu 8:6. Fram jafnaði 9:9 og eftir það var jafnt á öllum tölum þar til Magnús A. Magnússon kom heimamönnum yfir er 5 sekúndur voru til leikhlés, 13:12. Sóknarleikur Fram gekk mjög brösuglega á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks á sama tíma og heimamönnum gekk allt í haginn og þeir náðu þriggja marka forystu á þeim tíma. En lærisveinar Guð- mundar Guðmundssonar úr Safa- mýrinni voru ekki af baki dottnir og tókst að nýta sér fyrsta færi sem gafst til að jafna leikinn á ný. Það gerðu þeir eru Valdimar Grímsson hlaut tveggja mínútna brottrekstur og er hann kom inná á ný var stað an 17:17. Eftir það var baráttan mikil milli fylkinganna auk þess sem þær spöruðu lítt kraftana við að lesa yfir hausamótunum á dóm- urunum. Einar Einarsson kom Stjörnunni 24:23 yfir er 20 sek. voru eftir af leiknum en það dugði skammt. KNATTSPYRNA Reuter EKKI dugðu þesslr tllburðir Johns Colllns Skotum tll slgurs ð Eistlendingum í undankeppnl HM er þjóð- Irnar áttust vlð í Mónakó í gærkvöldi. Lærisveinar Teits héldu jöfnu vid Skota Teiti Þórðarsyni og lærisveinum hans í landsliði Eistlands tókst að halda 0:0 jafntefli í viðureign við Skota í undan- keppni HM en leikurinn fór fram í Món- akó í gærkvöldi. Skotarnir sóttu nær lát- laust allan leikinn út í gegn en gekk erfið- lega að finna leið framhjá Mart Poom markverði Eistlendinga sem átti hreinan KORFUBOLTI stjörnuleik og varði nær allt sem að markinu kom. í eina skiptið í leiknum sem honum tókst ekki að hafa hendur á markskotum Skota kom önnur mark- stöngin honum og löndum hans til bjarg- ar. Það var er Tom Boyd fékk dauðafæri í fyrri hálfleik. Sem kunnugt er var þessi leikur háður í stað fyrirhugaðrar viður- eignar landanna í Eistlandi á haust- mánuðum. Sá leikur var flautaður af eftir að heimamenn mættu ekki til leiks til að mótmæla tímasetningu leiksins. Þá var Skotum dæmdur 3:0 sigur en Eistlendingar áfrýjuðu dóminum og.var það tekið til greina, leikurinn settur á dagskrá á ný á hlutlausum velli. Björn Björcsson skrifar frá Sauöárkróki Meistaramir í kröppum dansi Islandsmeistararnir úr Grindavík lentu^ í kröppum dansi er þeir mættu Tindastóli í úrvalsdeildinni á Sauðárkróki í gærkvöldi og þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum, 98:89. Staðan í hálf- leik var 49:45 fyrir heima- menn. Grindvíkingar byrjuðu með því að Marel Guðlaugsson setti niður tvö þriggja stiga skot og staðan því orðin 6:0. Gestirnir léku á als oddi og virtust ætla að valta yfir heimamenn. En sterk vörn Tinda- stólsmanna og vel útfærðar sóknir gerðu það að verkum að þeir náðu að minnka muninn niður í eitt stig. Þannig hélst leikurinn í jafn- vægi þar til 6 mínútur voru eftir af hálfleikn- um. Þá var dæmd ásetningsvilla á Helga Jónas og í kjölfarið tæknivíti á þjálfara Grind- víkinga, Friðrik Rúnarsson, sem mótmælti dómnum. Þetta nýtti Tindastóll sér og á skammri stundu náði það 15 stiga forystu og breytti stöðunni úr 29:29 í 49:29. Grindvík- ingar sýndu þá hvers vegna þeir eru meistar- ar og með góðum leik þar sem Mayers var atkvæðamikill gerðu þeir tólf stig án þess að heimamenn næðu að svara. Þegar tvaar mínútur voru til hálfleiks var staðan 44:41. Þá komust heimamenn aftur í gang og héldu fjögurra stiga forskoti í hálfleik. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri með miklum látum og Grindvíkingar náðu að jafna. Tindastólsmenn höfðu þó frumkvæðið þar til níu mínútur voru eftir að Suðurnesja- menn sigldu framúr og sem fyrr voru það Mayers og Marel sem fóru fýrir sínum mönn- um. Jón Kr. Gíslason og Pétur Guðmundsson áttu einnig ágætan leik. Tindastólsmenn börðust af miklu harðfylgi og héldu spennunni í leiknum þar til á síð- ustu mínútu. í liði þeirra var hinn Bandaríkja- maðurinn Winston Peterson mjög góður. Hann sýndi frábæra takta, skoraði 39 stig og tók 14 fráköst og munar um minna. Einn- ig áttu Arnar Kárason og Piccini og Omar ágæta kafla. Hins vegar fann Lárus Dagur ekki fjölina sína þrátt fyrir góða spretti. ÍR-stúlkur í 13. sæti K VENNASVEIT ÍK hafnaði í 13. sæti í Evrópukeppni félags- liða í víðavangshlaupi sem fram fór í Newport í Wales á síðasta sunnudag, en alls lauk 21 sveit keppni. Þetta er besti árangur ÍR-sveitarinnar í keppninni fram til þessa. Reyndar hefur hún áður hafnað í sama sæti en þá hlupu færri sveitir. Martha Ernstsdóttir náði 12. besta árangri einstaklinga á 22,12 mínútum og varð m.a. á undan Cörlu Sacramento frá Portúgal, en sigurvegari varð einn besti 5 og 10 km hlaupari heims í kvennaflokki, Julia Vaquero frá Spáni, tími hennar var 21,34 mín. Alls lauk 101 einstaklingur keppni. Af árangri annarra hlaupara ÍR er það að segja að Bryndís Ernstsdóttir hafnaði í 59. sæti á 24,26 mín, Anna Jeeves varð í 60. sæti á 24,31 mín, Hulda Pálsdóttir kom 82. í mark á 26,04 mín. og Gerður Pálsdóttir varð i 87. sæti á 26,33 mín. Yfirlýsing frá Júlíusi Hafstein Öll gögn eru hjá Ólympíunefnd Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Júlíusi Hafstein, fráfarandi formanni Ólympíunefndar íslands: „í leiðara íþróttasíðu Morgun- blaðsins þriðjudaginn 11. febrúar er fjallað um brotthvarf mitt úr Ólympíunefnd íslands. Af því til- efni vil ég taka fram að öll gögn sem ég hafði undir höndum og tengdust undirbúningi smáþjóða- leikanna_ eru til staðar á skrif- stofu Óí, þ.e. afrit af bréfum, drög að samningum við fyrirtæki og stofnanir og svo framvegis. Jafnframt hef ég skrifað bréf til Ólympíunefndarinnar þar sem ég lista upp öll þau fyrirtæki og stofnanir svo og nöfn einstakl- inga í viðkomandi fyrirtækjum og stofnunum sem ég hef verið í viðræðum við um stuðning og samstarf vegna smáþjóðaleik- anna. Slíkur listi á að geta kom- ið viðtakandi forustumönnum vel ef rétt er á haldið. Persónuleg sambönd, óskilgreindar hug- myndir og tveggja manna samtöl um þessi mál get ég ekki fjallað um, eins og Mbl. staðfestir í umræddum leiðara, „að það sé ósköp eðlilegt mál að ég geri ekki.“ Þeir sem taka við verða að axla þá ábyrgð að afla þess fjár sem á vantar, þeir gátu ekki reiknað með því að ég héldi áfram að starfa að þessum málum, eins og leiðarahöfundur Mbl. tekur undir. Meirihlutinn ræður og ég óska honum velfarnaðar." Gianfranco Zola um landsleik ftala og Englendinga Verðum að sljóma eftir okkar höfði Leikurinn gegn Englendingum verður fyrsti alvöru próf- steinninn á getu landsliðs ítala und- ir stjórn Cesare Maldinis sem tók við af Arrigo Sacchi í haust. Liðið lék á dögunum æfingaleik gegn Norður-írum, sigraði örugglega en knattspyman sem liðið spilaði var svosum ekkert sérstök. ítalir telja sig betri en Englendinga en bera jafnframt mikla virðingu fyrir þeim. En hver verður breytingin á liðinu og hveijar eru væntingar Itala fyr- ir leikinn? „Pabbi“ tekur vlö af herstjóra Meginmunurinn á þjálfurunum Maldini og Sacchi er skaphöfn þeirra. Maldini er rólegur náungi sem náð hefur frábærum. árangri með landslið leikmanna yngri en 21 árs (sem fagnaði þremur Evr- ópumeistaratitlum undir hans stjórn) og ævinlega náð að mynda góða, vinalega fjölskyldustemmn- ingu meðal leikmanna sem hafa sumir sagt að hann hafi verið eins og pabbi þeirra. Sacchi er járnkarl sem umgengst leikmenn á faglegum grunni, hefur alltaf talið heildarleikskipulag mik- ilvægara en einstaka leikmenn og iðulega lent upp á kant við stór- stjörnur. Þar sem landsliðið hefur aðeins leikið einn leik undir stjórn Maldin- is er erfitt að bera val hans og stjórn á liðinu saman við aðferðir Sacchis. Þó virðist sem hann ætli að gefa leiknum leikmönnum, „fantasista", á borð við Alessandro Del Piero og Gianfranco Zola meira frelsi og hann hefur gefið út yfirlýsingu um að hann muni ekki vera með mikið hringl á liðinu, reyna að skapa liðs- anda. „Það eru einfaldlega ekki 100 leikmenn í landsliðsklassa á Ítalíu og knattspyrna er ekki það flókinn leikur að það þurfi einhverja sér- hæfða leikmenn í hvern leik þótt leikið sé á móti mismunandi lið- um,“ sagði Maldini og sendi þar með Sacchi pillu fyrir að nota ævin- týralegan földa leikmanna. Maldini lét landslið 21 árs og yngri ævin- lega leika með fríheija (,,libero“) sem aftasta varnarmann, fjóra varnarmenn fyrir framan hann, þrjá tengiliði og tvo framheija (eða einn framheija og einn leikmann sem fékk að leika fijálst). Hann á þó erfitt með að yfirfæra þetta leik- skipulag á landsliðið þar sem fæst lið í dag leika með fríheija heldur leika þau flest fjögurra manna svæðisvöm að hætti - já - Arrigo Sacchis! Pabbi kennir mér Cesare Maldini lýsti því yfir þeg- ar hann tók við landsliðinu að hann vildi að Paolo sonur hans og vinstri bakvörður hjá AC Milan tæki við stöðu fríheija en syninum er illa við þá stöðu og telur sig að auki ekki alltof góðan í henni, að minnsta kosti betri á kantinum. „Ef pabbi útskýrir fyrir mér hvernig á að leika þessa stöðu, þá er þetta ekki vanda- mál en ég er hræddur um að það séu nokkrir hlutir sem hann verður að kenna mér,“ segir Paolo Maldini en Cesare Maldini lék um árabil sem fríheiji AC Milan, var m.a. fyrirliði liðsins er það varð Evrópumeistari 1963 og lék 14 landsleiki. Faðirinn hefur tekið þetta gott og gilt og reyndi á móti Norður-írum Ciro Ferrara sem aftasta mann og verð- ur að teljast líklegt að svo verði England mætir Ítalíu í undanriðli heims- meistaramótsins á Wembley í kvöld. Einar Logi Vignisson á Ítalíu veltir fyrir sér muninum á liði ítala undir stjórn „pabbans“ Cesare Maldinis, sem er nýtekinn við, og forverans, „herstjórans“ Arrigo Sacchis. einnig gegn Englendingum, en Christian Panúcci hefur reyndar einnig verið nefndur í þá stöðu. Fyrirliðinn Paolo Maldini leikur síð- an sem miðvörður fyrir framan ásamt Alessandro Costacurta sem heldur sæti sínu vegna mikillar reynslu þrátt fyrir að hafa átt mis- jafna leiki í vetur. Fyrir aftan þessa kappa stendur svo Angelo Peruzzi, markvörður Juventus. „Parmamódelið 5-3-2“ Engin tilviljun er að ítalir léku æfmgaleik gegn Norður-írum fyrir skemmstu, þeir vildu spreyta sig gegn bresku liði. Því er ekki að vænta mikilla breytinga fyrir leik- inn gegn Englendingum, Maldini er með áætlunina nokkuð klára. Gegn írum notaði hann leikkerfi sem kennt er við Parma undir stjórn Nevio Scala, 5-3-2 sem gæti nú allt eins heitið 3-5-2. Englendingar kalla sitt kerfi 3-5-2 og leika senni- lega með bakverðina Gary Neville og Graeme Le Soux á köntunum (sem ,,wing-backs“) en ítalir kalla sitt 5-3-2 og leika með kanttengilið- ina Di Livio og Carboni í stöðum sem afar erfitt er að sjá að séu neitt öðruvísi. Á miðjunni verða líklega þeir Dino Baggio, Demetrio Albertini og Roberto Di Matteo, allt duglegir leikmenn en kannski ekki sérstak- lega leiknir eða skapandi. ítalir hafa nokkrar áhyggjur af því hve góðum miðjumönnum hefur fækkað og telja ástæðuna ekki síst að hjá stóru liðunum, Inter, Juve og Milan, eru bara tveir af tólf byijunarmönn- um á miðjunni ítalir, þeir Albertini og Di Livio. Alessandro Del Piero hefur stundum leikið á miðjunni, Sacchi notaði hann oft á kantinum, en Maldini segist líta á Del Piero sem framheija og ólíklegt er að hann leggi í Englendinga með þijá menn frammi. Fremsti maður verður örugglega Pierluigi Casiraghi, leikmaður sem var helsta tákn þess í hugum ítala hve Sacchi væri klikkaður; að nota Casiraghi en ekki Vialli, Signori eða Baggio þótti glæpsamlegt. En Cas- iraghi hefur verið seigur, skorað 11 mörk í 37 landsleikjum og ævin- lega unnið mikið af skallaeinvígjum sem og öðrum návígjum. Hann verður einn mikilvægasti hlekkur- inn á Wembley. Fyrir aftan hann er líklegast að snillingurinn Gian- franco Zola hefji leikinn. Hann þekkir Englendinga og hefur verið í góðu formi undanfarið. Ravanelli og Del Piero verða síðan til taks og gætu þess vegna komið snemma inná, allt eftir því hvernig leikurinn þróast. Virðing fyrir Englendingum Englendingar hafa ekki riðið feit- um hesti frá viðureignum við ítali síðustu 30 árin og einungis sigrað tvisvar í tólf viðureignum, síðast 1977. Sagan dugir þó ítölum skammt þegar á hólminn verður komið og þeir eru hóflega bjartsýn- ir á gengi sinna manna, bera mikla virðingu fyrir Englendingum eftir góða frammistöðu þeirra í Evrópu- keppninni síðastliðið sumar. „Eng- lendingar verða örugglega mjög erfiðir heim að sækja, þeir eiga frá- bæra áhorfendur og sterka, hættu- lega leikmenn eins og Alan Shearer og hinn unga David Beekham. Það versta sem við getum gert er að leggjast í vörn og ætla að reyna að ná jafntefli, við verðum að setja allt á fullt og ná að stjórna leiknum eftir okkar höfði," segir Gianfranco Zola leikmaður Chelsea. Cesare Maldini segist ætla að láta liðið leika sóknarknattspymu og hefur ítrekað að hann sé ekki að stilla upp liði til að bregðast neitt sérstaklega við leikskipulagi Englendinga þótt margir telji að hann muni setja Paolo Maldini eða Costacurta sérstaklega til höfuðs Alan Shearer. Maldini yngri hefur sagt að hann muni sennilega þurfa að fórna sóknarfrelsi sínu vegna Shearers en Maldini eidri er sparari á yfirlýsingar: „Varnarmenn mínir eru það reyndir og hreyfanlegir að þess gerist vart þörf að setja sér- stakan mann á Shearer, þótt vissu- lega sé hann frábær leikmaður," svarar hann slíkum bollaleggingum. Stórlið" til Sunderlands „VIÐ ætlum okkur að fá eitt af frægari félögum heims að taka þátt í vígsiuieik á nýja vellinum okkar,“ segir John Frickling hjá Sunderland, sem tekur nýjan völl i notkun í sumar. Félagið hefur sett sig í samband við Juventus, Barc- elona og Ajax. Nýtt nafn á Aztec-völlinn MEXÍKANAR hafa ákveðið að breyta nafni Aztec-leik- vallarins í Mexíkóborg, þar sem úrslitaleikur HM í knatt- spymu fór fram 1970 og 1986. Völlurinn heitir hér eftir Estadio Guillermo Canedo tíl minningar um fyrrum for- mann knattspyrnusambands Mexíkó, sem var einnig vara- formaður alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.