Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 1

Morgunblaðið - 13.02.1997, Page 1
fiArmAl | Æ TÖLVUR EES Hagvöxtur í heimi Váskeytt er L- T J i * J sex þúsund störf %^jl hér og ísland/4 A B C D E F G far flásu/5 í boöi /8 JMtvguttWftbifc NYHERJI hf. ^^ Úr reikningum 1996 Rekstrarreikningur Mnijónir króna. 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur 1.696 1.489 +13,9% Rekstrarqjöld 1.773 1.438 +23,3% Rekstrarhagnaður (tap) (80) 51 - Fjármagnsgjöld 9 12 -25,0% Hagnaður fyrir skatta (111) 39 - Hagnaður ársins (tap) (105) 34 - Efnahagsreikningur 31. des.: 1996 1995 Breyt. I Eianir: I Milljónir króna Veltufjármunir 606 698 -13,2% Fastafjármunir 237 266 -10,9% Eignir samtals 843 964 -12,6% I Skuldir oa eiaiO fé: I Milljónir króna Skammtímaskuldir 321 459 -30,1% Langtímaskuldir 267 129 107,0% Eigið fé 254 376 -32,4% Skuldir og eigið fé samtals 843 964 -12,6% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall Milljónir króna 30% 39% Veltufjárhlutfall 1,90 1,52 Arðsemi eigin fjár 11,6% Veltufé frá rekstri (43,6) 84,1 10% hækkun hluta- bréfa frá áramótum Erfítt ár að baki hjá Nýherja hf. Tapið nam 105 milljónum Sameining SKRIFAÐ hefur verið undir sam- komuiag um sameiningu alnets- fyrirtælqanna Miðheima ehf. og Skimu ehf. Eigendur hins nýja félags eru Miðheimar hf., Skima hf., Opin kerfi hf., sem nýverið keyptu 75% i Miðheimum, Frjáls fjölmiðlun hf., sem nýlega festi kaup á 50% í Skímu, og Þróunar- félag íslands. /2 Kögun VELTA hugbúnaðarfyrirtaekj- anna Kögunar hf. og dótturfé- lags þess Kögurness hf. nam 216 milljónum á síðastliðnu ári, sam- anborið við 168 miHjónir árið áður. Aukningin, sem nemur tæpum 30%, er mestöll vegna nýrra verkefna er fyrirtækið hefur aflað sér erlendis í krafti sérþekkingar sinnar á þröngu sviði hugbúnaðar./2 Teymi TEYMI hf., umboðsaðili Oracle- hugbúnaðar á íslandi, skilaði alls um 8,4 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 1996, sem var fyrsta heila starfsár fyrir- tækisins./2 SÖLUGENGI DOLLARS MJÖG mikil viðskipti voru með hlutabréf í mörgum fyrirtækjum á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnum í gær og seldust bréf fyrir tæpar 165 milljónir króna, sem er með þvi mesta sem selst hefur á þinginu á einum degi frá upphafi. Hlutabréfavísitalan hækkaði einnig verulega eða um 1,82% og hefur þá hækkað um 10,49% frá áramótum. Mest voru viðskipti með bréf í Haraldi Böðvarssyni 26,2 milljónir króna í SR-mjöli 19,1 milljón og í Skeljungi 17,4 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í mörgum félög- um hækkaði talsvert. Þannig hækkaði gengi hlutabréfa í Eim- skip um 3,53%, í Granda um 3,90%, í Olíufélaginu um 4,12% og í Þróunarfélaginu um 10% svo dæmi séu tekin af handahófí. NÝHERJI hf. tapaði 105 milljónum króna á síðastliðnu ári, samanborið við 34 milljóna króna hagnað árið 1995. Tapreksturinn má rekja til óreglulegra gjaldaliða að upphæð 70 millj. króna, taps vegna sölu- brests á fyrri hluta árs og úreltra birgða, samtals um 52 milljónir króna, og að rekstrarkostnaður fór 20 milljónir fram úr áætlun að sögn forráðamanna fyrirtækisins. Rekstrartekjur Nýheija jukust um 14% frá fyrra ári og námu 1.700 milljónum króna. Heildartekjur, eða tekjur að meðtaldri umboðs- sölu fyrir IBM, námu hins vegar 2.039 milljónum. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að Nýheiji hf. myndi skila 44 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári. Frosti Siguijónsson, for-' stjóri fyrirtækisins, segir að um mitt ár hafi tapið reyndar numið 108 milljónum, en margvíslegar aðgerðir, sem þá var ráðist í, hafi gert fyrirtækinu kleift að halda sjó á síðari hluta ársins. Samkvæmt áætlunum sé gert ráð fyrir 55 milljóna króna hagnaði af rekstrin- um á þessu ári. Frosti segir að í óreglulegum gjaldaliðum vegi þyngst töpuð hlutafjáreign og viðskiptakröfur Nýheija hjá íslenska sjónvarpinu hf., samtals um 30 milljónir króna, sem afskrifuð voru að fullu á ár- inu. „Kostnaður við starfsloka- samninga, sem gerðir voru við frá- farandi stjórnendur, nam 14 mill- jónum króna og stofnkostnaður við nýja verslun, Tölvukjör, nam um 10 milljónum. Þá voru varahluta- birgðir afskrifaðar að upphæð 15,5 milljónir króna vegna úreldingar. Aætlanir um sölu framan af ári brugðust og því var mikið til af búnaði á lager sem nauðsynlegt reyndist að selja undir kostnaðar- verði.“ Hlutverk endurskilgreint Frosti segir að þær aðgerðir, sem ráðist var í um mitt ár til að rétta af rekstur fyrirtækisins, hafi nú þegar skilað góðum árangri. „Fyrirtækið leggur nú áherslu á að einbeita sér markvisst að höf- uðhlutverki sínu og þegar hefur verið seldur rekstur sem ekki fell- ur undir það. Dregið hefur verið úr yfirbyggingu fyrirtækisins, innkaup og birgðastjórnun tekin föstum tökum og dregið úr rekstr- arkostnaði með sparnaðarátaki. Markaðsmál hafa verið samræmd með ráðningu markaðsstjóra og fréttabréf og vörulisti koma nú reglulega út. Áhersla á sölu IBM tölvubúnaðar hefur verið aukin með góðum árangri og jafnframt aukið mjög við þekkingu tækni- deildar á Microsoft hugbúnaði og netkerfum. Þá hefur mikill árang- ur náðst í þróun og sölu á hóp- vinnukerfum í Lotus Notes,“ segir Frosti. Það vakti nokkra athygli í tölvu- heiminum í mars á síðasta ári er Gunnar M. Hansson, þáverandi forstjóri Nýheija, ákvað að segja starfi sínu lausu. Frosti tók síðan við forstjórastöðunni 15. maí. Peningabréf - jöfn og örugg ávöxtun Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupum. Yfir einn og hálfur milljarður í öruggum höndum. Láttu lausaféð vinna fyrir þig. íf Nafnávöxtun sl. 5 daga 6,91% Nafnávöxtun sl. 10 daga 6,92% Nafnávöxtun sl. 30 daga 6,81% Aðeins eitt símtal. nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands. y LANDSBREF HF. - 'it fh Löggilt veröbréfafyrirtœki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 2 108 REYKJAVIK. SIMI 535 2000, BREIASIMI 5 3 5 2 0 0 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.