Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 B 7 VIÐSKIPTI Váskeytt er far fíásu Tölvur Tekist er á um það hvort Java eða ActiveX verði ráðandi sem íforrit á vefsíðum. Árni Matthíasson kynnti sér afrek tölvu- þijóta sem undirstrika að ActiveX er flagð undir fögru skinni. MICROSOFT er enn að bíta úr nálinni með hvað fyrirtækið var seint að átta sig á al- netinu; þrátt fyrir merkilegustu umskipti sögunnar í rekstri risafyr- irtækis er langt í land með að stjóra Microsoft, William F. Gates, hafi tekist ætlun sín, að gera alnetið að Microsoft-neti. Hann hefur þó náð lengra en nokkur þorði að spá fyrir ári eða svo, meðal annars með því að dreifa ókeypis hugbúnaði, endurskipuleggja alla framleiðslu og taka eindregna stefnu inn á al- netið með allan hugbúnað. Ýmis- legt ógnar þó veldi Microsoft, þar á meðal vinsældir Java forritunar- málsins, sem sumir vilja meina að eigi eftir að skáka Windows-veld- inu þegar fram líður. Svar Microsoft við Java er Acti- veX. Það er reyndar ekki glæný tækni, kallaðist áður OLE og marg- ir þekkja, en ActiveX er ekki held- ur fyllilega sambærilegt við Java eða Java Beans-íforrit. ActiveX er í raun forrit eða forritsbútur sem keyrður er í rápforriti og gerir kleift ýmsar kúnstir í sambandi við ráp um vefstöðvar, myndvinnslu og fleira. Ólíkt Java er ActiveX nánast ekkert ómögulegt; Java keyrir í einskonar sérglugga eða „sand- kassa“ og getur fátt gert utan hans alvarlegt. Þó getur það hrellt meðal annars með því að „frysta" tölvuna, safnað upplýsingum og janvel njósnað um notandann ef hann gætir ekki að sér; því Java- forrit getur verið í gangi eftir að notandi er farinn út af síðunni þar sem hann sótti það og sent upplýs- ingar um hvert hann fer eftir það. Þetta er allt frekar meinlaust og auðvelt að komast hjá því, ekki síst með nýjustu gerð rápforrita, en ActiveX er öllu öflugra. Þannig er hægt að láta ActiveX forritsbút forsníða harðan disk tölvunnar sem keyrir það, spilla gögnum, slökkva á tölvunni og þar fram eftir götun- um. Ekki eru þó mörg dæmi um slíkan hrottaskap, en Microsoft hefur reynt að bregðast við þessu með því að rápforritið krefur Acti- veX-bútinn sem það er að fara að sækja um einskonar skilríki, þ.e. höfundurinn verður að fella inn í forritið staðfestingu um uppruna og notandinn síðan að treysta á gott innræti höfundarins. Þetta byggir á þriðja aðila, VeriSign, sem skráir staðfestingarnúmer hjá sér en sá galli er á gjöf Njarðar að enginn fylgist í raun með viðkom- andi númeri; hver sem er getur fengið sér númer undir fölsku nafni og þar með er fjandinn laus. Hreinsað út af bankareikningi Microsoft hefur eðlilega ekki vilj- að gera of mikið úr þeirri hættu sem fylgt getur því að nota Acti- veX, en reynt að beija í brestina smám saman. Það var því ill uppá- koma þegar þýskir tölvuþrjótar, sem kalla sig Óreiðuklúbbinn, sýndu í þýsku sjónvarpi í upphafi mánaðarins þegar þeir nýttu Acti- veX til að hreinsa út af bankareikn- ingi. Fjárreiðuforritið Quicken er gríðarlega vinsælt til að halda utan um fjárhag heimilisins, reikna út skatta og álíka og tölvuþijótarnir notuðu tölvu sem var með það upp- sett. Þegar ActiveX forritið fór í gang í rápforritinu leitaði það uppi Quicken og breytti ræsiskrám þannig að næst þegar notandinn keyrði það upp tengdist það banka- reikningi hans og færði fé af honum yfir á annan reikning án þess að hann yrði þess var. Annað gott dæmi um það hve ActiveX er varasamt má fínna á slóðinni http://www.halcyon.com- /mclain, því þar er að finna teng- ingu inn á ActiveX forritsbút sem kallast Explode og slekkur á tölv- Olivetti selur tölvudeild sína Mílanó. Reuter. OLIVETTI, hið kunna ítalska fyr- irtæki á sviði upplýsingatækni, hyggst selja bágstatt einkatölvufyr- irtæki sitt nýstofnuðu fýrirtæki, Pi- edmont International, og er samn- ingur um viðskiptin 250-300 millj- arða líra eða 160-190 milljóna doll- ara virði. Roberto Colaninno forstjóri sagði á blaðamannafundi nýlega að Oli- vetti mundi eiga 10% hlut í Piedm- ont með rétti til að selja hann eftir tvö ár. Einn þeirra aðila, sem fjárfesta í Piedmont, er iðnaðar- og eignar- haldsfyrirtækið Centenary Group og hefur forstjóri þess, bandaríski lög- fræðingurinmn Edward Gottesman, haft forgöngu um að fá hóp fjár- festa til að koma Piedmont á fót. Samkomulag er um að Piedmont fái að nota vörumerkið Olivetti í 20 ár og verður hægt að framlengja leyfið í önnur 20 ár. Starfrækslu tölvuverksmiðju Olivettis, Scar- magno, verður haldið áfram og verð- ur hún áfram í eigu Olivetti, en Pi- edmont tekur hana á leigu í fjögur ár. Gianmario Rossignolo, stjórnar- formaður Electrolux deildarinnar Zanussi, hefur samþykkt að taka við starfi forstjóra Piedmont, en ekki hefur verið gengið frá ráðningu hans. Olivetti hefur Ieitað kaupanda að einkatölvudeildinni síðan í haust. Undir forystu fyrrverandi stjórnar- formanns, Carlo De Benedetti, gerði deildin fyrirtækið frægt á síðasta áratug, en hún hefur verið rekin með tapi vegna harðrar samkeppni á þessum áratug. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WIND0WS Einföld lausn á flóknum málum S} KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet. is/th ro u n unni tíu sekúndum eftir að hann fer í gang. Ýmislegan fróðleik meiri er að finna þar um galla á ActiveX og fleiri ActiveX-forrit og -búta sem gert geta usla, meðal annars með því að keyra upp önnur forrit óumbeðið. Rétt er að benda þeim sem áhuga hafa á að lesa „faq“ slóðarinnar, því þar er meðal annars að fínna merkilega frásögn af skiptum höfundarins við lög- menn Microsoft. Athugasemdum og ábendingum um efni má koma til arnim- @mbl.is. Sááfiind sem finnur —góða aðstöðu! H(5tEL LOFTLEIÐIR. C E L A N D A H O T E L S Pantaðu sal í tíma og síma 50 50 160 Ráðstefna um markaðs- og einkavæðingu verður haldin miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi í Perlunni. Heiðursgestur ráðstefnunnar verður Vaclav Klaus, forsætisráðherra Tékklands. Perlan opnuð kl. 16.00 — Kynningar fyrirtækja Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri: Hlutverk ríkisins í atvinnumálum . Birgitta Kantola, einn varaforseta Alþjóðabankans: Privatization from a Global Perspective — The Perceived and Real Benefits Jirí Weigl, aðalráðgjafi Vaclav Klaus forsætisráðherra: Privatization — The Czech Lesson | Vaclav Klaus forsætisráðherra Davíð Oddsson forsætisráðherra Ráðstefnustjóri verður Hreinn Loftsson Hátíðarkvöldverður með hinu.u erlendu gestum og íslensku ráðherrunum hefst kl. 20.00 í veitingasal Perlunnar Skráning og upplýsingar: Menn og málefni, sími 552 2121 og 511 2400, fax 552 2183, netfang: m-m@tv.is Verð á ráðstefnuna er 14.600 kr. Bókin Einkavœðing á fsUndi og kvöldverðurinn er hvort tveggja innifalið í ráðstefnugjaldi. Framkvamdamefnd um eínkavaðingu Samtiik verðbréfafyrírtakja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.