Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA L A N D S M A 1997 pluírgmnMatoií) ■ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR BLAD AC Milan hreppir Kluivert Patrick Kluivert hefur ákveðið að ganga AC Milan á hönd er samningur hans við Ajax rennur út í lok júní nk. Frá þessu greindu forráðamenn Milan liðsins í gær og sögðu að um yrði að ræða fjögurra ára samning. Þetta staðfesti Kluiv- ert síðan í samtali við fréttamenn. Kluivert fer ekki einn síns liðs til Ítalíu því félagi hans Winston Bogarde ætlar einnig að flytja sig um set og setjast að í Mílanóborg. Ajax situr eftir með sárt ennið og fær ekki eitt gyllinni fyrir leikmenn- ina tvo en líklegt má telja að þeir félagar verði talsvert loðnari um lófana. Ekkert hefur reyndar verið gefið upp hvað þeir fá í sinn hlut en orðrómur hefur verið á sveimi þess efnis að Barcelona, Inter Milan, Arsenal og Everton hafi ver- ið reiðbúin að greiða Kluivert í kringum 5,5 milljónir á viku gerði hann fjögurra ára samning. Líklegt má því telja að laun hans séu á þessu róli. Landar tvímenninganna og góðir kunningjar, Edgar Davids og Mich- ael Reiziger, eru leikmenn hjá Milan og vafalaust hefur það átt sinn þátt í ákvörðun þeirra um vista- skipti. Reuter PATRICK Klulvert er elnn allra eftlrsóttastl knattspyrnumaður f helmlnum í dag. Nú er Ijóst að AC Mllan hreppir þennan tvítuga framherja. Bjarni Frostason meiddist á ökkla „ÉG snérist á hægri ökkla og því miður hefur það gerst nokkrum sinnum áður og þess vegna lítur ekki vel út,“ sagði Bjarni Frostason, mark- vörður Hauka, en hann meiddist rétt fyrir miðj- an síðari hálfleik í viðureign Selfoss og Hauka á Selfossi í fyrrakvöld og lék ekki með eftir það. „Ég er nyög bólginn, en ég var þjá sjúkra- þjáifara í morgun og það verður allt lagt undir til þess að ég geti verið með í bikarúrslitaleikn- um eftir rúma viku.“ Atvikið átti sér stað er einn leikmaður Selfoss var í hraðaupphlaupi sem endaði með því að hann stökk inn i vítateiginn og lenti á Bjarna eftir að skotið reið af. Féllu báðir í gólfið og leikmaðurinn lenti ofan á fæti Bjarna. „Það fyrsta sem kom upp í hugann var sú hugsun að missa af úrslitaleiknum og síðan er stutt í úrslitakeppnina. En hvað sem öllu líður er ég ákveðinn f að vera með í úrslitaleiknum, þótt ég þurfi að standa á höndum!" Venables keypti Portsmouth á eitt pund TERRY Venables, fyrrum landsiiðsþjálfari Eng- lendinga og knattspyrnusljóri Tottenham, keypti í gær meirihluta í 1. deildarfélaginu Portsmouth - á aðeins eitt pund eða 115 ísienskar krónur. Þegar hann gerðist sljórnarformaður félagsins í nóvember gerði hann samkomulag við Gregory- fjölskylduna, sem átti meirihlutann, um þessi kaup. Venables segir að fjárfestar komi inn með 5 milíjónir punda I hlutafé á næstunni og hann ætli að gera félagið að stórveldi á ný. Hann hefur Iýst því yfir að hann ætli að byija á því að byggja nýjan knattspyrnuleikvang. Venebles, sem er 54 ára, verður eftir sem áður landsliðsþjálfari Ástralíu, enda fær hann 200 þúsund pund í laun á ári fyrir það. „Skalli" varð Borja að falli SPÆNSKUR knattspyrnumaður sem tók töflur til að hindra hárlos á yfir hðfði sér allt að tveggja ára keppnisbann fyrir það eitt að forðast að fá skalla. Læknir spænska liðsins Celta Vigo telur umræddar töflur ástæðuna fyrir því að varnar- maðurinn Borja Aguirretxu stóðst ekki lyfjapróf sem var tekið eftir að liðið hafði tapað 2:0 fyrir Valladolid 4. janúar. Prófið reyndist jákvætt - mældist með steralyfið nandorione. „Leikmaður- inn segist hafa tekið tölflurnar við hárlosi í meira en ár,“ sagði Genaro Borras, læknir Celta Vigo. Spænska loiattspyrnusambandið tekur málið fyrir í næstu viku. Ótrúleg mistök FARID Mondragon, markvörður Kól- umbíu, gerði hroðaleg mistök sem kostuðu lið hans 0:1 tap gegn Arg- entínu í undankeppni HM í Barranqu- illa í Kólumbíu í fyrrakvöld. Claudio Lopez skaut að marki á 9. mín. af 25 metra færi, Mondragon var viss um skotið færi framhjá markinu og lét hann fara - en knötturinn „lak“ í netið! Kólumbíumenn höfðu ekki tapað HM leik á heimavelli síðan 1985; þá voru það líka Argentínumenn sem fögnuðu sigri. I fyrrakvöld voru þeir einum færri rúmlega hálfan leikinn eftir að Eduardo Berizzo var rekinn út af fyrir leikhlé fyrir gróft brot, og heimamenn fengu líka vítaspyrnu á 54. mín. sem þeir náðu ekki að nýta. HANDKNATTLEIKUR Geir Sveinsson fær ekki frí frá Montpellier til að spila á móti Egyptum leitar til EHF Geir Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í hand- knattleik, segist ekki vera vongóð- ur um að hann fái leyfi frá franska félaginu Montpellier til að spila landsleikina við Egypta 26. og 27. þessa mánaðar. „Félagið hefur alfarið neitað mér um leyfi til að fara heim og spila við Egypta og ég sé ekki að það breytist. Eins og staðan er í dag kem ég aðeins til með að vera með landsliðinu á Spánarmótinu. Þetta kemur sér illa því tíminn fyrir HM í Japan er naumur. Satt að segja fínnst mér að HSÍ hafi allt of lítið og of seint beitt sér í málinu. Ég nenni ekki lengur að vera sjálfur i einhvepu stappi við félagið," sagði Geir. Órn Magnússon, framkvæmda- stjóri. HSI, sagði að sambandið hefði bæði haft samband beint við Montpellier og síðan franska sam- bandið út af þessu máli en án árangurs. „Félagið hans segir að hann sé samningsbundinn og franska sambandið bakkar félagið upp. Við fórum fram á það við evrópska handknattleikssam- bandið, EHF, að það beitti sér í málinu fyrir okkur. Ég á von á því að heyra frá EHF á morgun [í dag] og hef enga ástæðu til að ætla annað en að Geir leiki með íslenska landsliðinu á móti Egypt- um,“ sagði Örn. Geir með tvö mörfc á mótl Granollers Montpellier lék fyrri leik sinn í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar á heimavelli á sunnudaginn á móti Granollers og vann 21:20 og var sigurmarkið gert á síðustu sekúndunum. Geir gerði tvö mörk á móti gamla félaginu sínu og fékk að spila meira í þessum leik í sókninni en í undanförnum leikj- um. „Við eigum alveg eins að geta unnið Granollers á útivelli og ég er því þokkalega bjartsýnn á að við komumst áfrarn," sagði Geir, en síðari leikurinn fer fram á Spáni á morgun. KNATTSPYRNA: EIÐUR SMÁRIGUÐJOHNSEN AFTUR UNDIR HNÍFINN / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.