Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 4
Reuter SHAQUILLE O’Neal sem hefur verlð melddur í hné að undanförnu, reyndi að lelka (fyrrlnótt en varð að hœtta vegna kvaia (hnénu. Fimmta þrenna Hills í vetur ELDEN Campbell lék vel er hann tók á ný stöðu Shaquille O’Neals í liði Los Angeles Lakers er það heim- sótti Minnesota í fyrrakvöld. O’Ne- al, sem hefur verið meiddur á hné upp á síðkastið, gerði tilraun til að leika að þessu sinni en varð frá að hverfa í fyrsta leikhluta. Campbell og Travis Knight tóku stöðu hans og einkum náði sá fyrrnefndi sér vel á strik í 16 stiga sigri Lakers á gestgjöfum sínu, 100:84. Campbells gerði 21 stig, tók 9 fráköst og varði auk þess fjögur skot. „Það setti að mér skrekk er það var ljóst að O’Neal varð að hætta eftir átta mínútur," sagði Del Harris, þjálfari Lakers. „Þeir leik- menn sem eftir voru létu það ekki á sig fá, léku vel og verðskulduðu sigur,“ bætti hann við. Eddie Jones gerði 19 stig að þessu sinni. Kevin Garnett og Tom Gugliotta voru stigahæstir hjá Minnesota, Garnett gerði 17 og Gugliotta 16. Glenn Rice gerði 27 stig og Anth- ony Mason 21 auk þess að taka 18 fráköst og eiga átta stoðsendingar er Charlotte tók á móti New Jersey Nets og sýndi af sér takmarkaða gestrisni, lokatölur 113:100. Vlade Divac skoraði 18 stig, varði 12 skot og tók 9 fráköst fyrir heimamenn. Kendall Gill var aðsópsmestur gest- anna og gerði 26 stig og Kerry Kitt- les var með 23. Atlanta gjörsigraði Toronto Rapt- ors á heimavelli, 106:84, þar sem Dikembe Mutombo gerði 22 stig og tók 11 fráköst fyrir heimamenn í 20. sigurleik þeirra í röð á heima- velli. Mookie Blaylock gerði 19 stig, var með 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst fyrir Atlanta og Christian Laettner var með 19 stig og tók einnig 12 fráköst. Grant Hill náði í fimmta sinn á leiktíðinni þrennu er hann fór fyrir félögum sínum í Detroit í sigri á Orlando, 96:87. Hill skoraði 31 stig, tók 10 fráköst og sendi 10 stoðsend- ingar. Nick Anderson skoraði 20 stig fyrir gestina og Horace Grant gerði 17 stig og tók 8 fráköst. Penny Hardaway hafði hægt um sig, skor- aði aðeins 16 stig, en dofi var yfir leikmönnum Orlando í fjórða leik- hluta því þá gerðu þeir aðeins 18 stig. Wesley Person tókst vel til er Phoenix vann stórsigur á Boston, 131:100. Person gerði 33 stig og hefur aldrei gert fleiri stig í einum leik í NBA. Kevin Johnson kom hon- um næstur með 22 stig. Anthonie Walker gerði flest stig leikmanna Boston, 29 talsins. tltargMttWtóWfr FOLK ■ PHIL Babb, varnarmaður hjá Liverpool, var skorinn upp vegna meiðsla í hné á miðvikudag. Vonast er til að hann geti leikið gegn Brann í Evrópukeppninni 6. mars. ■ STEVE McManaman sagði í vikunni að hann vildi helst leika með Liverpool þar til hann legði skóna á hilluna. Þessi enski lands- liðsmaður, sem er 25 ára, hefur vakið mikinn áhuga fjölda erlendra félaga. ■ FABRIZIO Ravanelli, ítalski landsliðsmaðurinn hjá Middles- brough, sagði í vikunni að McManaman búi yfir nægilegum hæfileikum til að verða launahæsti leikmaður í ítölsku knattspyrnunni. ■ RAVANELLIsagði fyrir lands- leik Englendinga og ítala: „Væri ég forseti ítalsks félags væri ég til- búinn að eyða miklum peningum í að kaupa McManaman.” ■ JOHN Hartson, framheiji hjá Arsenal, er efstur á óskalista bæði West Ham og Leicester. Talið er að Arsenal sé ekki tilbúið að láta hann fara fyrir minna en 5 miljónir punda. ■ NEWCASTLE er að reyna að fá markvörðinn Kevin Miller frá Watford fyrir 1,5 miljónir punda. ■ PAVEL Srnicek, tékkneski landsliðsmarkvörðurinn hjá New- eastle, fer mjög líklega til ná- grannaliðsins Middlesbrough ef Miller kemur frá Watford. Shaka Hislop hefur staðið í marki New castle undanfarið og þess vegna vildi Srnicek fara. ■ JOHN Ebbrell, miðvallarleik- maður hjá Everton, ætlar að yfir- gefa félagið í sumar, þegar samn- ingur hans rennur út, og ganga til liðs við Sheffield United, þar sem Howard Kendall - fyrrum „stjóri" hans hjá Everton, er við stjórnvöl- inn. ■ SÖGUR af fundi Graeme Soun- ess, „stjóra“ Southampton og ít- alska leikmannsins Gianlucas Viallis hjá Chelsea, munu vera stórlega ýktar, svo ekki sé meira sagt. Bæði félögin drógu í gær fréttir af fundinum til baka - og talsmaður Southampton sagði m.a.s. að Souness væri í fríi í Suð- ur-Afríku. ■ RYAN Giggs var ekki með Wales í vináttuleiknum gegn írum í vikunni. Kenndi um meiðslum en áhorfendur urðu margir ævareiðir og í Cardiff, heimaborg hans, er verið að gera skoðanakönnun um það hvort velja eigi Giggs framar í landsliðið eða ekki. ■ MÖRGUM knattspyrnuunnend- um í Wales fínnst grunsamleg sú staðreynd, að Giggs hefur aldrei tekið þátt í vináttuleik með landslið- inu. Fólk telur hann einfaldlega ekki hafa áhuga á því og Bobby Gould, landsliðsþjálfari, sagðist í gær ætla að ræða sérstaklega við leikmanninn vegna þessa. ■ EKVADOR sigraði Kólumbíu 1:0 í undankeppni HM í fyrrakvöld, eins og kom fram í blaðinu í gær. Þjálfari Ekvadorbúa þessa stund- ina er Francisco Maturana, sem stýrði liði Kólumbíu í lokakeppni HM á Ítalíu árið 1990 og í Banda- ríkjunum fjórum árum síðar. ■ ALLAN Bristow hefur verið skipaður varaforseti bandaríska NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets. Hlutverk hans á næst- unni verður að grandskoða mögu- leika á að ná í nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. Eiður Smári Guðjohnsen fór í annan uppskurð í Belgíu í gær Hefur ekki sparkad bolta í níu mánuði EIÐUR Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaðurinn efnilegi sem er atvinnumaður hjá PSV Eindhoven í Hollandi, varð að gangast undir annan uppskurð í gær. Hann fótbrotnaði með landsiiði leikmanna 21 árs og yngri gegn írlandi í Dublin 7. maí sl. sumar og hefur ekki getað sparkað bolta síðan og nú er Ijóst að enn verður hann að bíða í nokkra mánuði eftir því. Þetta kemur sér mjög illa fyrir Eið Smára vegna þess að samningur hans við PSV rennur út í júní og því verður samningsstaða hans mjög erf ið. Sjúkrasaga Eiðs Smára er orðin nokkuð löng. í leiknum í Dubl- in brotnaði hægri sperrileggur og tvö liðbönd slitnuðu. Liðböndin voru negld föst og plata sett við brotið. Fyrir nokkrum mánuðum voru síð- an naglarnir og platan tekin úr fætinum. Hann náði litlum bata og hefur ekkert getað æft eða sparkað bolta í níu mánuði og verið meira og minna undir læknishendi. Nú kom í ljós að samgróningur er á milli kálfabeins og sköflungs og því þurfti hann aftur í uppskurð. „Þetta eru mjög alvarleg meiðsli og koma sér afar illa,“ sagði Ólöf Einarsdóttir, móðir Eiðs Smára, við Morgunblaðið. „Nú verðum við bara að biða og sjá hver framtíð hans verður í fótböltanum. Hann verður í gifsi og má ekki stíga í fótinn í langan tíma - einhverja mánuði. Þetta kemur sér illa vegna þess að hann er í samningaviðræðum við félagið um þessar mundir. Það er erfitt fyrir leikmenn sem eru meidd- ir að ná góðum samningi, það seg- ir sig sjálft. Það skemmir líka fyrir að hann meiddist í landsleik en ekki hjá félaginu.“ Ólöf segir að Eiður Smári taki þessum áföllum með jafnaðargeði. „Hann er ótrúlega bjartsýnn og þol- inmóður. Auðvitað tekur þetta á, en nú vonast hann eftir að ná fullkomn- um bata. Við tókum þá ákvörðun að fara nú til dr. Martens í Antwer- pen í Belgíu, sem er mjög þekktur og góður íþróttalæknir og hefur hjálpað mörgum knattspymumönn- um^ þar á meðal Amóri pabba hans.“ Ólöf sagði að það tæki langan tíma fyrir Eið Smára að komast aftur í gang. „Það er mikilvægt að hann fái nú allan þann tíma sem hann þarf til að koma sér í góða æfingu. Það er ómögulegt að spá því á þessari stundur hvenær það verður. Það væri gott ef hann næði sér fyrir næsta keppnistímabil,“ sagði Ólöf við Morgunblaðið í gær, rétt áður en hún lagði af stað frá Eindhoven til Antwerpen í Belgíu til að heimsækja son sinn. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Shaquille O’Neal hætti eftir átta mínúturvegna meiðsla íhné KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.