Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 1
Prentsmiðja Morgunblaðsins Þörf á rannsóknum ÞAÐ verður engin framþróun í lagnamálum, ef við lokum land- inu fyrir nýjungum, segir Sig- urður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. En það er jafn skaðlegt að taka öllum nýjum lagnaefnum og tækninýj- ungum gagnrýnilaust. / 18 ► Ú T T E K T Gott verð á nýjum íbúðum AÐ hefur orðið verð- lækkun á nýjum fbuð- um, þar sem verðhækk- un á þeim hefur ekki haldizt í hendur við hækkanir á bygg- ingarvísitölu. Kemur þejtta fram í viðtalsgrein við Ólaf B. Blöndal, sölustjóra hjá fast- eignasölunni Gimli, hér í blað- inu í dag, þar sem fjallað er um nýbyggingamarkaðinn. - Frá því í febrúar 1990 þar til í febrúar 1997 hefur bygg- ingarvísitalan hækkað um 33%, en verð á nýjum íbúðum hefur ekki hækkað að sama skapi, segir Ólafur.- Framboð á nýju íbúðarhúsnæði hefur aukizt mikið og það hefur haft sín áhrif til lækkunar á verði og þá sérstaklega á verði nýrra íbúða í fjölbýlishúsum. Byggingaraðilarnir bjóða líka upp á rýmri greiðslulqör en áður. Við íbúðarkapp eru oft greiddar aðeins 300.000- 500.000 kr. við samning og jafn mikið við afhendingu. Húsbréfalánin eru síðan tekin út á eignirnar, strax og þær eru fokheldar. Afgangurinn af kaupverð- inu er síðan greiddur vaxta- laust á 30 mánuðum eftir af- hendingu en greiðslurnar vísi- tölubundnar eftir fyrsta árið frá afhendingu. - Það munar um þetta, enda hafa margir nýtt sér það, seg- ir Ólafur. - Með þessu móti þurfa byggingaraðilarnir síð- ur að taka eignir upp í kaup- verðið. Það er því ekki mikið um eignaskipti á nýbygginga- markaðnum nú. / 16 ► Þriðjudagur 18. febrúar 1996 Blað C Rakavarn- arefni VEÐUR eru gjarnan válynd á þessum árstíma hér á landi og það geta skipzt á asahláka og frost. Þá skiptir máli, hvernig húsin eru varin fyrir vatni. í dag fjallar Bjarni Ólafsson um rakavarnarefni og vatnsfælur í þættinum Smiðjan. / 24 ► Meðalverðið hæst í 110 til 149 fer- metra sérbýli TÖLUVERÐ hreyfing var á sér- býliseignum á síðasta ári, það er ein- býlishúsun, parhúsum og raðhús- um. Astæðan er ekki hvað sízt sú, að nú er hægt að fá langtímalán hjá lánastofnunum og verðbréfafyrir- tækjum til slíkra kaupa auk venju- legra húsbréfalána. Teikningin hér til hliðar sýnir meðal fermetraverð í þeim húseign- um í Reykjavík, sem skiptu um eig- endur á síðasta ári. Tölurnar miðast við staðgreiðsluverð og til grund- vallar þeim liggja útreikningar Fasteignamats ríksins, sem byggja á völdu úrtaki úr þeim kaupsamn- ingum, sem bárust Fasteignamat- inu. Til samanburðar er meðalverð á fermetra í fjölbýli. Fermetrastærðir eru séreignar- fermetrar og því eru sameignarfer- metrar ekki taldir með í fjölbýli. Þegar komið er yfir 100 ferm., fer fermetraverðið lækkandi eftir þvi sem húsin eru stærri. Þannig er meðalverð á fermetra 16.469 kr. hærra í húsum af stærð- inni 110-149 ferm. en í húsum af stærðinni 270 ferm. og þar yfir. Fyr- ir þessu liggja ýmsar ástæður. Vissirdýrir þættir eru sameiginlegir í öllum íbúðarhúsum, eins og eldhús og bað og margs konar búnaður. Sum hverfi eru eftirsóttari en önnur og það hefur einnig áhrif á verðið. Þá eru hús einnig misjöfn að allri gerð og mismikið í þau borið. Aldur og viðhald skipta líka máli, en oft er mikill munur á, hve vel húsum er haldið við. Gott viðhald tryggir betur gott endursöluverð en nokkuð annað. Frávik frá meðalverði geta því verið mikil. Fasteignamat ríkisins hefur nú haslað sér völl á alnetinu (Internet- inu). Þar má fmna margvíslegt efni, sem varða fasteignir. Þannig eru all- ar töflur settar inn á netið um leið og þær eru fullunnar og þar má því ávallt finna nýjustu upplýsingar. Slóðin er http://www.fmr.is/marka ds/markadsfr.htm Húsnæðisverð í sérbýli og fjölbýli i Reykjavík 1996 Moftalx/orAfá h\/orn formotra Meðalverðíá hvern fermetra I SERBYL1 70-109 ferm. 110-149 ferm. 150-209 ferm. 210-269 ferm. 270-369 ferm. SERBYLÍ ALLS I FJÖLBÝLI (af sambærilegri 83-124 ferm. (4 herbergi) 101-155 ferm. (5 herbergi) FJOLBYLI ALLS 63.618 kr.- 65.172^- ______62.708 =___-54.223 \ 48.703 J I _—1 r ___| 68.480 kr.J 63.857-------- 71.666 fll^ FJÁRVANGUR IÖ66III VERDBRtFAFYRIRTÆKi Laugavegi 170,105 Reykjavík, sími 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs í síma 5 40 50 60 Dæmi um mánaðarlegar afborganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs* 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngrciðslulán. *Auk vcrðbóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.