Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 23

Morgunblaðið - 18.02.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 C 23 Mismunandi greiðslumat Markaðurinn Það er afar misjafnt, til hvers fólk treystir sér við íbúðarkaup, segir Grétar J. Guð- mundsson, rekstrarstjórí Húsnæðisstofnun- ar ríkisins. Sumir geta lagt verulegan hluta af launum sínum í afborganir en aðrir minna. AÐ ER undarlegt hvernig um- ræður um ýmis málefni fara stundum af stað út frá röngum for- sendum, þannig að hver hefur eftir öðrum eitthvað sem á sér ekki nokkra stoð í raunveruleikanum. Þá getur stundum verið erfitt að snúa við og leiðrétta misskilning, sem jafnvel er orðinn útbreiddur. Hug- takið greiðslumat er dæmi um þetta. Líklega hefur meira verið fjallað um það í opinberri umræðu en flest annað er snýr að húsnæðismálum á síðari árum, en því miður hefur mikið af því, sem margir hafa sagt, verið byggt á meiri háttar misskiln- ingi. A það hefur oft verið lögð áhersla af hálfu þeirra sem starfa að húsnæðismálum, að mikiivægt sé að fólk, sem ætlar að ráðast í íbúðarkaup eða húsbyggingar, sé vel upplýst og þekki vel möguleika sína. Það er ekki síður mikilvægt, að þeir sem fást við þessi mál, með hvaða hætti sem það er, séu með allar staðreyndir á hreinu og með góða yfirsýn yfir alla þætti hús- næðismáianna. Óþörf leiðrétting Það er auðvitað óþarfi að leið- rétta einu sinni enn þann misskiln- ing, að greiðslumatið í húsbréfakerf- inu gangi út frá því að allir geti greitt 18% af heildarlaunum sínum í afborganir af húsnæðislánum, eins og allt of oft er fullyrt. Þetta hlut- fall af heildarlaunum umsækjenda er útgangspunktur í vinnureglum, en það er engan veginn ófrávíkjan- legt skilyrði. Enda segir í reglugerð um hús- bréfakerfið, að miða megi greiðslu- getu umsækjenda við allt að 30% af heildarlaunum þeirra. Það hefur hins vegar verið mat þeirra sem ábyrgð bera á þessu kerfi, að það sé óskynsamlegt að gefa út vinnu- reglur þar sem miðað er við hærra hlutfall af heildarlaunum en 18%. Með því að lækka hlutfallið frá því sem áður var, var reynt að taka að einhveiju leyti tillit til hugsan- legra skakkafalla sem umsækjendúr gætu orðið fyrir eftir kaup eða bygg- ingu. Hið rétta í þessum efnum er að sjálfsögðu það, eins og margoft hefur verið bent á, að þær fjármála- stofnanir sem annast greiðslumatið, eiga að nota hin ýmsu bankagögn, sem þær eiga að hafa undir höndum, til að meta greiðslugetu viðskipta- vina sinna á persónulegum grunni út frá þörfum og getu umsækjend- anna og út frá bankalegum forsend- um. Líklegt er að fleiri og fleiri séu farnir að gera sér grein fyrir þessu. Tvenns konar mat Nokkuð hefur borið á skotum í garð Húsnæðisstofnunar að undan- förnu varðandi þá staðreynd, að greiðslumatið í húsbréfakerfmu er annað en það er í félagslega íbúðar- lánakerfinu. Þá er reyndar fullyrt að það sé ófrávíkjanlegt að greiðsiumat- ið í húsbréfakerfinu miðist við 18% af heildarlaunum umsækjenda, sem er að sjálfsögðu misskilningur, eins og að framan greinir. Það er hins vegar staðreynd að samkvæmt reglugerð miðast greiðslumatið í félagslega íbúðarl- ánakerfínu við 28% af heildarlaunum umsækjenda. Akvörðun þar um er ekki tekin af Húsnæðisstofnun og því er ekki rétt að beina gagnrýni að stofnuninni fyrir þennan mismun. En hins vegar má spyija hvort það sé eitthvað óeðlilegt við það að mis- munur sé á greiðslumatinu í hús- bréfakerfinu annars vegar og félags- lega íbúðarlánakerfinu hins vegar. Þessi tvö lánakerfi eru verulega frá- brugðin. Fjölskyldur sem fá úthlutað fé- lagslegum íbúðum eru alla jafna með lægri laun en sambærilegar fjöl- skyldur sem festa kaup á íbúðum á hinum almenna markaði. Þá er láns- hlutfallið í félagslega íbúðarlánakerf- inu töluvert hærra en í húsbréfakerf- inu. Því er líklegt að ef eitthvað kem- ur uppá, sem raskar forsendum íbúð- arkaupa verulega, að erfiðleikarnir verði meiri á hinum almenna mark- aði. Þess vegna er gert ráð fyrir hærri öryggismörkum í greiðslumat- inu í húsbréfakerfinu. Inn í þetta mál allt kemur reyndar sú staðreynd, að ef greiðslumatið í félagslega íbúðarlánakerfinu myndi miðast við 18% af heildarlaunum umsækjenda, þá myndu fáir þeirra, sem að undanförnu hafa fengið út- hlutað slíkum íbúðum, uppfylla þau skilyrði. Þessi staðreynd lá fyrir þeg- ar ákvörðun var tekin um það í reglu- gerð, að miða greiðslumatið í félags- lega íbúðarlánakerfínu við 28% af heildarlaunum umsækjenda. Viðmiðunarmörk vegna greiðsluerfiðleika Inn í umræðuna um greiðslumatið hefur verið blandað ákveðnu skil- yrði, sem umsækjendur um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika hjá Hús- næðisstofnun þurfa að uppfylla. Því miður virðist sem þessari umræðu hafi verið ætlað að sýna fram á í hvaða vitleysu greiðslumatið í hinu opinbera húsnæðislánakerfi er kom- ið. Þessi umræða er hins vegar á misskilningi byggð. Húsnæðisstofn- un hefur frá árinu 1993 haft heimild til að skuldbreyta vanskilum og fresta greiðslum af lánum stofnun- arinnar í þeim tilvikum er íbúðareig- endur hafa lækkað í tekjum vegna atvinnuleysis, minnkandi vinnu eða veikinda. Eitt af þeim skilyrðum sem um- sækjendur þurfa að uppfylla er, að greiðslubyrði af lánum þeirra sé yfir 30% af heildarlaunum fyrir af- greiðslu en verði undir því marki eftir afgreiðslu. Þetta hefur ekkert með greiðslumat að gera. Þetta er skilyrði sem ákveðið er í reglugerð, alveg á sama hátt og önnur skilyrði, eins og t.d. að vandi stafi af kaupum á hóflegri íbúð miðað við fjöl- skylduaðstæður eða þá því að um- sækjendur eigi einungis eina íbúð. Þarf greiðslumat? Sumir hafa spurt hvort einhver þörf sé yfir höfuð á greiðslumati vegna íbúðarkaupa eða húsbygg- inga. í umræðu um þessar mundir er lögð áhersla á aukið frelsi á flest- um sviðum. Greiðslumat er því á viss- an hátt eins konar skekkja í þeirri umræðu. Því er eðlilegt að sú spurn- ing vakni hvort það eigi ekki einfald- lega að vera undir hveijum og einum komið hvaða ákvarðanir hann eða hún tekur varðandi íbúðarkaup eða húsbyggingar. Þeir sem taka rangar ákvarðanir myndu þá væntanlega súpa seyðið af því. Greiðslumat væri þá hins veg- ar möguleiki, sem þeir sem þess óska gætu notfært sér, til að auðvelda ákvarðanatöku. Ekki er að efa að langflestir myndu notfæra sér þá þjónustu sem felst í greiðslumati. Það er ákaflega misjafnt hvað fólk treystir sér til að gera varðandi íbúð- arkaup eða húsbyggingar. Sumir geta lagt verulegan hluta af launum sínum til afborgana af húsnæðislán- um á meðan aðrir geta minna. Eflaust kemur að því fyrr en seinna, að einhveijar breytingar verði gerðar á greiðslumatinu í hinu opinbera húsnæðislánakerfi. Þá er mikilvægt að menn hafi réttar upp- lýsingar um hvernig það kerfi, sem hefur verið við lýði undanfarin ár, er uppbyggt og útá hvað það geng- ur. Ekki er að efa að þær breytingar sem gerðar verða, hvenær sem það annars verður, verða til bóta, ef upp- lýsingar um stöðu mála eru sannar og réttar. Húseigendafélagið Húseigendafélagið er almennt hagsmuna- félag hús- og íbúðareigenda í landinu. Sandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur fé- lagsins, gerir hér grein fyrir starfsemi þess. Við sem störfum hjá Húseigenda- félaginu erum að vonum oft spurð að því hvað Húseigendafélagið sé, hver séu baráttumál þess og hvaða hag menn hafi af því að vera í félaginu. í þessari grein verður leit- að svara við þessum og áþekkum spurningum. Húseigendafélagið var stofnað árið 1923 og er félagið almennt hags- munafélag allra hús- og íbúðareig- enda á landinu og eru félagsmenn á sjöunda þúsund talsins. Starfsemi félagsins er tvíþætt: Annars vegar hagsmunagæsla og hins vegar ráðgjöf og þjónusta við einstaka félagsmenn, einkum lög- fræðileg aðstoð og upplýsingamiðlun. Hófleg félagsgjöld - Niðurgreidd þjónusta Félagið er aðeins rekið með hags- muni félagsmanna að leiðarljósi en ekki með hagnaðarvon í huga. Fé- lagsgjöldum er mjög í hóf stillt og þjónusta þess stórlega niðurgreidd. Lögfræðiþjónusta Húseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Lög- fræðiþjónustan hefur verið þunga- miðjan í starfsemi félagsins en á hveiju ári leita til þess mörg hundruð félagsmenn með margvísleg álitaefni og fer þeim sífellt fjölgandi. Býr fé- lagið yfir mikilli og sérhæfðri þekk- ingu og reynslu á því sviði lögfræð- innar, sem varðar fasteignir og eig- endur þeirra. Reynslan sýnir að hús- og íbúðar- eigendur hafa mikla og vaxandi þörf á lögfræðilegri ráðgjöf og aðstoð og á það ekki síst við í fjöleignarhúsum. Hafa þannig húsfélög mikinn hag af lögfræðiþjónustunni og mörg fengið árgjald sitt margfalt endur- goldið með því að notfæra sér þessa þjónustu. U pplýsingabanki Á skrifstofu félagsins að Síðumúla 29, fá félagsmenn upplýsingar, gögn og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir eignir þeirra og hagsmuni. Öll þjón- usta félagsins er einskorðuð við fé- lagsmenn og er ekki veitt öðrum. Fundargerðabók fyrir húsfélög Félagið hefur gefið út fundar- gerðabók sem er sérsniðin að þörfum húsfélaga. Bókin hefur að geyma aðgengilegar og hagnýtar upplýs- ingar og leiðbeiningar um allt, sem lýtur að fundum húsfélaga: Hvernig fundi skuli boða og halda, hvernig að atkvæðagreiðslu og ákvarðana- töku skuli staðið, hvernig stýra eigi fundum og rita fundargerðir o.fl. o.fl. Því miður hefur verið allnokkur losarabragur á fundahaldi húsfélaga og hefur það oft haft afdrifaríkar afleiðingar því ákvarðanir teknar á slíkum fundum geta verið ólögmætar og óskuldbindandi fyrir eigendur. Þessi sérhæfða fundarbók á að tryggja að rétt sé að hlutum staðið og er mikið þarfaþing fyrir öll húsfé- lög sem vilja hafa hlutina á hreinu. Barátta fyrir réttarbótum Það hefur verið þýðingarmesti þátturinn í hagsmunabaráttu félags- ins að stuðla að réttarbótum á þeim réttarsviðum sem snerta fasteignir og eigendur þeirra. Er þar fyrst að nefna gildistöku nýju fjöleignarhúsa- laga og húsaleigulaganna í ársbyijun 1995, en félagið átti frumkvæði að samningu og setningu þeirra. Núver- andi formaður félagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., er höfundur nýju laganna um fjöleignarhús og jafnframt aðalhöfundur nýrra húsa- ieigulaga. Þá hefur félagið hafið baráttu fyr- ir setningu laga, annars vegar um fasteignaviðskipti og hins vegar um grennd og nábýli. Á þessum sviðum skortir mjög bagalega skráðar rétt- arreglur og byggist réttarstaða manna á ýmsum ólögfestum megin- reglum og dómafordæmum, sem eru óljósar og ótraustar réttarheimildir sem fáir kunna skil á. Með skýrri og ítarlegri löggjöf á þessu sviði má gera stöðu fasteignareigenda örugg- ari og fækka mjög ágreiningsefnum og dómsmálum, sem er sá dilkur sem réttaróvissa á þessu sviði dregur á eftir sér. Aukin þjónusta og hagsbætur í bígerð er að auka þjónustu fé- lagsins á sem flestum sviðum, svo sem með meiri og íjölbreyttari ráð- gjöf, námskeiðahaldi, útgáfu ýmis konar fræðsluefnis o.fl. Þá er unnið að því að ná samningum við ýmsa aðila, t.d. tryggingarfélög, um hag- stæðari kjör fyrir félagsmenn. Aðild húsfélaga Það hefur mjög færst í vöxt að húsfélög fjöleignarhúsa gangi í Hús- eigendafélagið í einu lagi, einkum til að fá lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði í innri málefnum og vegna við- skipta við verktaka og fleiri aðila. Þegar húsfélag gengur í Húseig- endafélagið, þá öðlast sérhver eig- andi öll félagsréttindi og getur leitað til félagsins með sín mál enda þótt þau snerti ekki húsfélagið sem slíkt. Félagsgjaldið 1997 Grunnfélagsgjaldið fyrir einstakl- ing er kr. 2.400,- en félagsgjald hús- félaga er hálft grunngjald, þ.e. kr. 1.200,- x fjöldi íbúða eða eignar- hluta. Að auki greiða nýir félags- menn skráningar- og inntökugjald sem er kr. 3.200,- fyrir einstakling, kr. 6.400,- fyrir húsfélög með sex eignarhlutum eða færri og kr. 9.600,- fyrir húsfélög með fleiri en sex eign- arhlutum. Mjög stórum húsfélögum er gefinn kostur á inngöngu í félagið á sérstök- um kjörum fyrir inngönguárið, sem eru lægri en að ofan greinir. Innifalið i skráningar- og inntöku- gjaldi einstaklings er 1 viðtalstími hjá lögfræðingum félagsins og húsfé- lags 2 tímar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.