Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 C 3
KORFUKNATTLEIKUR
Hremmingar KR halda áfram
Morgunblaðið/Kristinn
Erfitt að góma knöttinn
:vörður ÍR, og Akurnesingurinn Bjarni Magnússon berjast um bolt-
ikóla í gærkvöldi. Atli lék vel og gerði 14 stig, Bjarni fékk aftur ð
nóti fimmtu villu sína skömmu eftir leikhlé.
3ur ÍR-inga, sem lögðu Skagamenn
arfrábær
á okkur“
sendingar gestanna, sem ætlaðar
voru stóru mönnunum I teignum.
Haraldur Leifsson náði þó að skora
20 stig fyrir Akurnesinga, en Ermol-
inskij hefur oft skorað meira - gerði
tólf stig. Ronald Bayless, sem er
mjög góð skytta, fann ekki fjölina
sína og skotnýting hans var slæm.
Brynjar K. Sigurðsson hitti aftur á
móti ágætlega úr þriggja stiga skot-
um.
Eiríkur Önundarson var besti
maður ÍR-inga í leiknum, en sam-
heijar hans stóðu sig allir vel. „Þessi
leikur var mjög mikilvægur og við
urðum að vinna hann. I síðasta leik
spiluðum við vel í fyrri hálfleik, en
vorum ekki eins góðir í þeim seinni.
Núna var markmiðið hjá okkur að
leika vel allan leikinn og það tókst.
Þetta var frábær sigur hjá okkur,“
sagði Eiríkur, sem var máttarstólpi
liðsins í síðari hálfieik ásamt Tito
Baker.
Skallagrímur lagði Hauka
Theodór
Þóröarson
skrífar
Sjálfstraustið var í góðu lagi hjá
okkur,“ sagði Tómas Holton
þjálfari og leikmaður Skallagríms
eftir að lið hans
hafði sigrað Hauka
örugglega, 86:73, í
Borgarnesi í gær-
kvöldi. „Við vorum
öruggir með okkur allan leikinn og
fengum líka mjög góðan og mikil-
vægan stuðning frá dyggum áhorf-
endum.“
„Þegar menn mæta ekki tilbúnir
til leiks gegn jafnsterku liði og Skal-
lagrímur er er ekki von á góðu,“
sagði Einar Einarsson, þjálfari
Hauka, eftir leikinn. „Við vorum
einfaldlega andlausir frá a til ö, all-
an leikinn. Sigurviljann vantaði al-
gjörlega hjá okkur, ætli hann hafi
ekki orðið eftir í skafli í Hvalfirði
ég vona bara að við finnum hann á
heimleiðinni." Liðsmenn Skalla-
gríms höfðu yfirhöndina strax frá
upphafi leiksins. Þeir léku mjög
góða vörn og léku sóknarleikinn af
öryggi og festu. Liðsmenn Hauka
voru þó aldrei langt undan i stiga-
skorinu og með harðfylgi tókst þeim
að komast tveimur stigum yfir rétt
fyrir leikhlé en heimamenn höfðu
þó síðasta orðið og höfðu þijú stig
yfir í leikhléi, 43:40.
Liðsmenn Skallagríms tóku síðan
leikinn í sínar hendur strax og flautað
var til leiks í síðari hálfleik. Þrátt
fyrir mikinn bægslagang liðsmanna
Hauka, juku heimamenn forskot sitt
janft og þétt og komust mest í 18
stiga mun. Með yfirveguðum leik og
af öryggi sigruðu heimamenn síðan
vonsvikna liðsmenn Hauka, 86:73.
HREMMINGAR körfuknattleiks-
deildar KR virðast engan enda
ætla að taka. Félagið hefur skipt
um erlenda leikmenn hvað eftir
annað í vetur og þjálfaraskipti
urðu á miðju tímabili og nú síð-
ast er allt útlit fyrir að tveir leik-
menn úr byrjunarliðinu séu hætt-
ir. Birgir Mikaelsson er farinn
til Spánar þar sem hann ætlar
að læra tungumálið áður en hann
fer í markaðsnám og varnarjaxl-
inn Oskar Kristjánsson hefur
fundið fyrir gikt á nýjan leik en
hann varð að hætta körfuknatt-
leik vegna hennar fyrir nokkrum
árum. Oskar verður ekki með
KR í kvöld gegn KFÍ en forráða-
menn KR vonast til að hann geti
fljótlega leikið á ný með félaginu.
Njarðvíkingar
■ ■
oruggir i ur-
slitakeppnina
Lögðu Tindastól á
lokakaflanum á Sauðárkróki
Björn
Björnsson
skrífar frá
Sauöárkróki
Þetta var spennandi og skemmti-
legur leikur, eins og allir leik-
ir hér. Það var mikill þrýstingur á
okkur. Við urðum
að ná í stigin til að
tryggja okkur sæti
í úrslitakeppninni,"
sagði Jóhannes
Kristbjörnsson, leikmaður Njarð-
víkinga, eftir 86:82 sigur á Tinda-
stóli í gær. „Þeir fengu óskabyijun
en við hins vegar afleita, en náðum
okkur síðan á strik og sigurinn var
sætur,“ sagði Jóhannes.
Heimamenn byijuðu mjög vel og
náðu góðri forystu enda misfórust
fimm fyrstu sóknir gestanna.
Tindastóll lék mjög sterka vörn sem
getirnir komust ekki í gegnum og
þegar átta mínútur voru til hálfleiks
var staðan 30:10 og allt virtist á
góðri leið hjá heimamönnum. Þá
sneru Njarðvíkingar við blaðinu,
léku mjög stífa pressuvöm sem setti
heimamenn úr jafnvægi og smátt
og smátt minnkaði munurinn og
staðan var 39:32 í leikhléi.
Gestimir gerðu fyrstu sex stigin
í síðari hálfleik. Eftir það var jafn-
ræði en heimamenn þó lengstum
með fmmkvæðið en á lokamínútinni
tókst gestunum að gera fjögur stig
í röð og tryggja sér sigur.
Mjög skrautleg dómgæsla Krist-
ins og Rögnvalds setti mark sitt á
þennan leik. Njarðvíkingar misstu
Rúnar útaf með fimm villur er 7
mínútur voru eftir og Páll og Torey
John fóra sömu leið undir lokin og
þá vora þrír aðrir leikmenn gestanna
með 4 villur. Hjá Tindastóli fóra
Ómar og Peterson útaf á síðustu
mínútunum með fímm villur og
vegna dómgæslunnar var síðari hálf-
leikur hrein leikleysa lángtímum
saman.
Peterson, Arnar og Pieini voru
bestir heimamanna og Ómar og
Láras léku einnig mjög vel. Hjá
Njarðvík vora Sverrir og Páll mjög
góðir og þegar á reyndi komu
„gömlu“ refírnir Friðrik og Jóhann-
es sprækir og gerðu það sem þurfti.
Torrey átti góða spretti en hefur
oft leikið betur.
Sigur á elleftu
stundu í Aþenu
Evrópumeisturum Panathinai-
kos tókst að knýja fram sigur
á franska félaginu Pau Orthez á
síðustu 30 sekúndum viðureignar
liðanna í Aþenu í fyrrakvöld, loka-
tölur 75:71. Mikið var um meiðsli
í franska liðinu en það lét það
ekki á sig fá lengi vel og hélt
gríska liðinu í heljargreipum. I
hálfleik var forysta þess tíu stig,
41:31, en á lokamínútunni linaðist
takið og Grikk-
irnir hrósuðu
happi.
Bandaríski
leikmaðurinn
Byron Dinkins
skoraði þriggja
stiga körfu fyrir
Panathinaikos
þegar hálf mín-
úta var eftir og
kom liðinu yfir,
73:71. í kjölfarið
brást leikmönn-
um Pau Orthez
bogalistin í hrað-
aupphlaupi og
Grikkirnir fengu
knöttinn. Það var
síðan Julius Nu-
osou sem innsigl-
aði sigurinn með
tveimur stigum
Þau mætast
í gærkvöldi skýrðist endan-
lega hvaða lið leika saman i
16-liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu í körfuknatt-
leik en á þvi stigi þarf annað
liðið að sigra í tveimur leikj-
um og verða báðir, eða allir,
leikirnir leiknir á tímabilinu
6. til 13. mars. Eftirtalin lið
leika saman:
Stefanel - Kinder Bologna,
Alba Berlin - Barcelona, Par-
tizan Belgrad - Olympiakos,
Efes Pilsen - Maccabi, Team-
system Bologna - Sevilla, Ci-
bona - Ljubljana, Villeur-
banne - Estudantes Madrid
og Panathinaikos - Limoges.
úr vítum áður en yfir lauk.
Villeurbanne vann nauman sig-
ur á Sevilla, 83:81, og á því heima-
leikjarétt í úrslitakeppni Evrópu-
mótsins eins og Panathinaikos.
Villeurbanne getur þakkað banda-
ríska leikmanninum Delaney Rudd
sigurinn að þessu sinni. Hann
gerði 18 stig í leiknum og skoraði
mikilvægar körfur á lokakaflanum
er liðinu tókst að komast fram úr
því spænska.
Það verður
spennandi að
fylgjast með
leikjum ítölsku
liðanna, Stefanel
Milan og Kinder
Bologna en ekki
var búist við því
fyrir leikina í
gærkvöldi að
þau lentu saman.
Stefanel, sem
hafði tryggt sér
áframhaldandi
keppni, tapaði
mjg óvænt fyrir
Alba Berlin á
sama tíma og
Kinder vann
Split þannig að
ítölsku liðin
mætast.
■ THEÓDÓRA Matthiesen,
skíðakona úr KR, keppti nýlega í
þremur alþjóðlegum stórsvigsmót-
um í Colorado í Bandaríkjunum.
Fyrst lenti hún í 6. sæti og fékk
33,06 fis stig, sem er besti árangur
hennar til þessa. Næst varð hún í
5. sæti og hlaut 33,66 stig. Hún
keppti aftur í síðustu viku og náði
þá sjötta sæti og hlaut 33,16 stig.
■ BRYNJA Þorsteinsson frá
Akureyri, sem er við nám í Nor-
egi, hefur einnig bætt árangur sinn
verulega. Hún varð sjöunda í stór-
svigi á móti í Gesunda í Svíþjóð
nýlega og fékk fyrir það 37,92 stig.
■ HAILE Gebreselassie hinn
fótfrái langhlaupari frá Eþíópíu
setti í gær heimset í 5.000 metra
hlaupi innanhúss. Hann hljóp vega-
lengdina á 12 mínútum 59,04 sek-
úndum á móti í Svíþjóð og bætti
eigið met, 13.10,98, frá því í janúar
í fyrra.
■ JACQUES Villeneuve frá
Kanada setti nýtt brautarmet á
æfingu á kappakstursbrautinni í
Estoril í Portúgal í vikunni. Vil-
leneuve, sem er talinn líklegur til
afreka í Formula 1 kappakstrinum,
ók hringinn á Williams bíl sínum
á 1.18,36 mín og bætti mettíma
Gerhards Bergers um 0,30 sek-
úndur.
■ WANG Junxia ólympíumeistari
í 5.000 m hlaupi kvenna er tilneydd
til að leggja keppnisskóna á hilluna
vegna krankleika sem heijar á
taugakerfi hennar. Junxia skaut
upp á stjörnuhimininn árið 1993 er
hún bætti öll heimsmet kvenna á
vegalengdunum frá þremur til og
með tíu km.
■ HERYANTO Arbi heimsmeist-
ari frá Indónesíu sigraði í einliða-
leik karla á opna indverska meist-
aramótinu í badminton sem fram
fór um sl. helgi. Hann vann Pull-
ela Gopichand 15-4 og 15-7 í
úrslitum eftir að hafa unnið danska
Ólympíumeistarann Poul Erik
Hoyer-Larsen í undanúrslitum.
Cindana Hartono, Indónesíu,
sigraði Lee Soon-deuk frá Suður-
Kóreu í úrslitum í einliðaleik
kvenna, 11-6 og 11-7.
■ GERRY Francis, knattspyrnu-
stjóri Tottenham, hefur áhuga á
að kaupa miðvallarspilarann Marco
Piovanelli frá Lazio á tvær millj.
punda.
■ JIMMY Rimmer, fyrrum mark-
vörður Aston Villa, Man. Utd. og
Arsenal, er fyrsti þjálfarinn frá
Bretlandseyjum til að starfa í
Kína. Hann aðstoðaði við undirbún-
ing kínverska landsliðsins, sem
lagði Bandaríkjamenn 2:1 oggerði
jafntefli við þá á dögunum, 1:1.
■ BRYAN Robson stjóri hjá
Middlesbrough ætlar að reyna að
fá Mario Zagalo, brasilíska landsl-
iðsþjálfarann, til að gefa Juninho
frí frá æfingaleik Brasilíu og Pól-
lands. Leikurinn er sama dag og
Boro mætir Manchester United
og vill Robson eðlilega hafa
Juninho með í þeim leik.
■ ■ ZAGALO hefur kallað á
Romario á ný í landsliðshópinn.
Hann hefur ekki leikið með lands-
liði Brasilíu í meira en tvö ár.
■ LEEDS og Everton eru tilbúin
að kaupa miðvallarspilarann Sean
Curtis frá Aston Villa á íjórar
millj. punda.
■ CURTIS, sem kom til Aston
Villa frá Bolton sl. sumar, er 24
ára landsliðsmaður frá Júgóslavíu.
Hann hefur fengið fá tækifæri með
Villa.
■ FRAKKINN Phillipe Troussi-
er, fyrrum landsliðsþjálfari Fíla-
beinsstrandarinnar, var í gær ráð-
inn landsliðsþjálfari Nígeríu. Laun
hans verða 710 þús. ísl. kr. á mán-
uði.