Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 6

Morgunblaðið - 28.02.1997, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ H DAGLEGT LÍF Ungbarnanudd nýtur vaxandi vinsælda Foreldrum stendur sífellt til boða fjölbreytt- ari þjónusta fyrir ung- böm. Anna G. Ólafs- dóttir fór með „kveisu- barn“ í ungbamanudd ogtalaði við fjórar mæður um reynslu þeirra af ungbarna- nuddi. Bamalæknir lagði áherslu á að ung- böm þyrftu fyrst og fremst á ró og öryggi í faðmi sinna nánustu að halda, Ungbarnanudd hefur átt vaxandi vin- sældum að fagna hér á landi. ÞÓRGUNNA kennir foreldrum að nudda börn sín. NOKKRUM dögum eftir að nýbökuð móðir kemur með afkvæmið heim af fæðingardeildinni koma einkennin í ljós. Einmitt þegar erfíðasti hjallinn vegna bijóstagjafarinnar virðist vera yfírstaðinn og dýrmætu fríi barns- föðurins er lokið fer að bera á óværð hjá barninu. Undir kvöld og jafnvel langt frameftir nóttu engist litli kroppurinn sundur og saman af magakrampa. Móðirin stendur ráð- þrota frammi fyrir vandanum og ber sig upp við hjúkrunarfræðinginn í vikulegum heimsóknum hans. Hjúkr- unarfræðingurinn lætur sér hins veg- ar fátt um fínnast. „Litli anginn er einfaldlega með magakveisu," segir hann og strýkur létt um vanga hvít- voðungsins. Móðurinni færir hann ljósritað blað með yfírskriftinni „Kveisubarnið" og segir í hughreyst- andi tón á leiðinni út úr dyrunum að í raun sé engin örugg lækning til við magakveisu og því sé um fátt annað að ræða en að bíta á jaxlinn og þreyja næstu þijá mánuði. Fyrir mestu sé að bamið virðist braggast vel og kveisutímabilið verði liðið fyrr en varir. Eftir stendur móðirin með bamið í fanginu og er þegar farin að kvíða næstu nóttu. Þegar hver vökunóttinn rekur aðra án þess að nokkur breyting verði á barninu fer hún að ráði hjúkrunarfræðingsins og festir kaup á dropum í apótekinu til að vinna á kveisunni. En allt kemur fyrir ekki og móðir- in er nánast örmagna þegar hún rekur augun í litla auglýsingu um ungbamanudd í dagblaðinu einn morguninn. Sérstaka athygli hennar vekur að ungbamanuddið er sagt vinna á ungbamakveisu og lofti í þörmum. „Þama gæti lausnin verið fundin,“ hugsar hún með sér. „Ég tapa a.m.k. varla á þvi að reyna þessa leið.“ Aldagömul hefö Fjórar íslenskar konur, ein í Kefla- vík og þijár á höfuðborgarsvæðinu, hafa aflað sér réttinda til að kenna ungbamanudd. Ein af þeim er Þórg- unna Þórarinsdóttir. Hún kynntist fyrst ungbarnanuddi á ferðalagi um Indland árið 1977. Að því var hins vegar nokkur aðdragandi að hennar sögn. „Ég varð snemma mjög hrifín af litlum börnum og átt mér þann æskudraum að verða ljósmóðir. Litlu munaði að sá draumur yrði að vem- leika því ég hóf nám í ljósmæðraskól- anum þegar ég hafði aldur til. Á þeim ámm var Hulda Jensdóttir ljós- móðir að kynna hugmyndir franska fæðingarlæknisins Leboyer um nátt- úrulega fæðingu hér á landi. Hug- myndir hans féllu í fijóan jarðveg Yndisleg stund SIGURLAUG Jónsdóttir sótti námskeið í ungbarnanuddi með son sinn Þorstein Geirsson, 4 mánaða, þegar hann var 3 mán- aða. „Ég hafði heyrt vel látið af námskeiðum í ungbarna- nuddi og langaði til að prófa sjálf með mitt barn. Mér hefur fundist það alveg hreint frá- bært. Strákurinn nýtur nudds- ins. Hann er rólegri og sefur betur. Ég myndi tvímælalaust mæla með námskeiðinum fyrir foreldra með ungbörn. Með nuddinu eiga foreldrar og börn yndislega stund saman.“ ■ hjá mér enda hafði áhugi minn á manneskjunni í heild, ræktun sálar og líkama, farið vaxandi. í framhaldi af því tók ég svo ákvörðun um að gera hlé á ljósmæðranáminu og leggja stund á jóganám í Þýskalandi um tíma,“ segir hún. Ekkert varð úr því að Þórgunna tæki upp þráðinn í ljósmæðranáminu að nýju því að áhuginn á jóga rak hana til Indlandsfararinnar. „Ég kynntist ungbarnanuddinu fljótt enda tók ég eftir því að þrátt fyrir ömurlegustu aðstæður í indverskum lestum virtist fólkinu líða mjög vel. Lítil böm æmtu ekki heldur tóku þrengingum og skruðningum í vögn- unum með bros á vör. Skýringanna var ekki langt að leita því í lestinni nudduðu mæðurnar bömin með olíu. I Indlandi er aldagömul hefð fyrir ungbamanuddi og algeng sjón að mæður séu að nudda börn sín utan dyra. Þrátt fyrir oft afar bágar að- stæður eru börnin því víða geislandi af gleði og hamingju. Reyndar er athyglisvert hvað snerting vegur miklu þyngra í samskiptum Indveija en íbúa norðar í álfunni. Streitan er ekki eins mikil og fólk hjálpast meira að,“ segir hún. Persónuleg reynsla Þórgunna hét því í ferðinni að ef hún eignaðist böm skyldi hún not- færa sér ungbamanuddið. Þess var heldur ekki langt að bíða því að tveim- ur árum eftir ferðina eignaðist hún tvíbura í Dublin á írlandi. „Tvíburam- ir, stelpa og strákur, fæddust þremur mánuðum fyrir tímann. Stelpunni var vart hugað líf enda var hún aðeins um 900 gr við fæðingu en strákurinn var tvöfalt þyngri. Við foreldramir höfðum æft okkur í ungbamanuddi áður en tvíburamir komu í heiminn og byrjuðum að halda þétt utan um þá tímunum saman strax á vökudeild- inni. Við strukum árar bamanna og fórum svo fljótlega að nudda þau með ólífuolíu daglega. Árangurinn lét ekki á sér standa; bömin brögguðust ótrú- lega hratt og vel og fengu að fara af sjúkrahúsinu mun fyrr en reiknað hafði verið með. Starfsfólk sjúkra- hússins kallaði þau „litlu kraftaverka- börnin“,“ segir hún. Örar framfarir tvíburanna era í takt við niðurstöður tveggja banda- rískra rannsókna á áhrifum ung- bamanudds á fyrirbura. Önnur rann- sóknin var gerð af vísindamönnum við Læknaháskólann í Miami á áhrif- um ungbamanudds á 20 fyrirbura miðað við viðmiðunarhóp og varð nið- urstaðan sú að fyrirburar í fyrri hópn- um tóku mun örari framföram og þyngdust hraðar en fyrirburar í síð- ari hópnum. Hin rannsóknin var gerð af sálfræðingnum Ruth Rice í Dallas og hnigu niðurstöðumar í sömu átt. Reynsla sænskra sérfræðinga af þvi að nudda fötluð börn er öll á sömu lund. Nudduðu bömin hafa sýnt talsvert meiri framfarir en sam- anburðarhópur. Greint er frá niður- stöðum rannsókna á áhrifum ung- bamanudds í bókinni Infant Massage Instructor’s Manual eftir bandaríska rithöfundinn og jógakennarann Vil- mölu Schneider McClure. Kennir blindum að renna sér á gönguskíðum Kristinn Þórarinsson fluttist til Kanada árið 1951 í leit að ævintýrum, en hann fæddist á Reyðarfirði árið 1928, sonur Pálínu Þorsteinsdóttur úr Vestmannaeyjum og Þórarins Björnssonar hvalveiðimanns frá Norðfirði. Kristinn er gift- ur Lillian Jónasson sem er af íslenskum ættum og eiga þau fjögur uppkomin böm og þijú bamaböm. ndi Eftir að hafa unnið í gull- 'O námunum og hjá Kanadísku Ui ríkisjámbrautunum ( tæp fjörutíu ár getur Kristján nú loks sinnt því sem hann hefur lengi haft áhuga á. „Það era mörg ár síð- í borginni Saskatoon á sléttum Kanada notar Kristinn Þórarinsson frí- tíma sinn til að leiðbeina blindum á gönguskíðum. an ég heyrði að blint fólk gæti auð- veldlega rennt sér á gönguskíðum ef það nyti aðstoðar skíðamanns með fulla sjón,“ segir hann. „Mér fannst þetta stórkostleg hugmynd og ákvað að þegar ég kæmist á eftirlaun skyldi ég leiðbeina blindu fólki." Þegar Kristinn hætti að vinna hafði hann samband við Blindrafélag Kanada og bauð fram krafta sína. Hann fór á námskeið þar sem kennd vora undirstöðuatriði sem ieiðbein- endumir verða að kunna. Bygglst á mlklu traustl Kristinn byijaði á þvi að leiðbeina ungri stúlku sem var að missa sjónina vegna sjúkdóms. Síðustu þijú árin hefur hann hins vegar leiðbeint manni sem er algerlega blindur. „Það er mjög mikilvægt að það ríki gagn- kvæmt traust og virðing milli leiðbein- andans og hins blinda," segir Krist- inn. „Leiðbeinandinn er sjón hins KRISTINN er lengst til vinstri. Við hlið hans er Conrad, blind- ur maður sem Kristinn hefur leiðbeint sl. þrjú ár. blinda og hann verður því að geta treyst því algerlega að leiðbeinandinn sé vel á verði og gefí góða lýsingu á því sem framundan er. Slíkt traust myndast ekki fyrr en eftir mikla sam- æfíngu og löng og góð kynni leiðbein- anda og hins blinda. Markmiðið er að sá blindi geti skíðað afslappaður framhjá tijám og niður brekkur og notið þess að geys- ast áfram úti í náttúrunni." Það var norskur maður að nafni Erling Stordal sem fyrstur kynnti hugmyndina um skíðagöngu fyrir blinda. Hann hafði misst sjónina á unglingsárum og sætti sig illa við hlutskipti sitt. Stórir hertrukkar höfðu eitt sinn skilið eftir sig djúp hjólför í snjóinn á sléttu rétt hjá heimabæ hans og honum datt í hug að skíða eftir hjólförunum. Seinna lýsti hann þessu þannig: „Þetta var ógleymanleg lífsreynsla. Ég renndi mér í hjólförunum eins langt og þau náðu, um 10 km. Ég gat skíðað án þess að eiga það á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.