Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.02.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 B 7 DAGLEGT LÍF Góð áhrif á fyrirbura HELENA Levísdóttir fór með Karenu Helenudóttur, tveggja og hálfs mánaða, í ungbarna- nudd 5 vikna. „Mér finnst Karen hafa haft mjög gott af nuddinu. Hún er fyrirburi, fæddist fimm vikum fyrir timann og vóg að- eins 10 merkur. Nuddið hefur haft þau áhrif að hún sefur mjög Einkennin hurfu SVANHILDUR Hólm Valsdóttir fór með son sinn Val Hólm Sigur- geirsson, 5 mánaða, í ungbarna- nudd í nóvember. „Eg var búin að reyna allar aðrar leiðir til að ná ungbarnakveisu úr Val þegar ég fór með hann í nuddið. Hann hafði oft tekið tvær rispur á dag, aðra um miðjan daginn og hina á kvöldin, allt fram til hálffimm á nóttunni. Þórgunna kenndi mér sérstakt kveisunudd í fyrsta tímanum og í næsta tíma í vik- unni á eftir var hann hættur að taka fyrri rispuna og var orðinn miklu betri á kvöldin. Kveisan var alveg horfin í þriðja tíman- um,“ segir hún og tekur fram að hún haldi áfram að nudda Val kvölds og morgna. Hann njóti nuddsins og sé fljótari að detta út af á kvöldin. ■ vel, oft 7 tíma á nóttu sam- fleytt, og þyngist ört. Hjúkrun- arfræðingurinn hefur sagt að hún sé nú þegar búin að ná meðalþyngd. Við síðustu skoðun var hún 5,4 kg,“ segir Helena. Hún segir nuddið skemmtilega stund. Heima nuddar hún Kar- enu tvisvar á dag. ■ Skríkir af gleði ÞÓRUNN Þórarinsdóttir lærði að nudda son sinn Kristján Stein Kristjánsson, 8 mánaða, þegar hann var aðeins eins mánaðar gamall. „Ég hafði áhuga á að við ættum góða stund saman til við- bótar við vellíðan í öðrum sam- skiptum," segir Þórunn. Hún seg- ist hafa afar góða reynslu af nuddinu. „Nuddið hafði þau áhrif að Kristján var afar vært ung- barn og fór t.a.m. að sofa alla nóttina strax tveggja mánaða. Hann varð snemma stæltur og sterkur og var farinn að skríða 6 mánaða. Fyrst nuddaði ég hann tvisvar á dag. Núna nudda ég hann bara á kvöldin. Hann tekur nuddinu mjög vel og fer að skríkja um leið og hann heyrir mig nudda höndunum saman með olíunni." ■ Vaxandiáhugi hér álandi Eftir að hafa aflað sér menntunar og starfað við nudd í nokkur ár tók Þórgunna kennsluréttindi í ungbama- nuddi frá skóla Schneider í Dan- mörku. Þórgunna flutti heim árið 1990. Fljótlega kom hún sér upp að- stöðu til að halda námskeið í ung- bamanuddi og hefur starfsemin vaxið og dafnað allar götur síðan. „Ég var aðeins í einu herbergi til að bytja með og oft með einn hóp í gangi í hverri viku. Núna em hópamir íjórir og áhuginn fer stöðugt vaxandi. Ekki af því að ég auglýsi svo mikið heldur er reynsla mín sú að námskeiðin spyij- ast einfaldlega út,“ segir Þórgunna. Þórgunna segir að foreldrar hafi látið vel af námskeiðunum. Nuddið gefí ekki aðeins foreldrum og börnum dýrmætt tækifæri til að eiga rólega og notalega stund saman heldur sýni reynslan að nuddið hafi afar góð áhrif á bömin. „Við sjáum ekki síst breytinguna á börnum með svokall- aða ungbarnakveisu og loft í þörm- um. Foreldramir hafa sagt mér að nuddið hafi þau áhrif að bömin hafi oftar hægðir, sofi betur, séu einfald- lega værari og ánægðari," segir Þórgunna og tekur fram að oft megi greina breytingu hjá bömunum eftir fyrstu tvo nuddtímana en alls er hvert námskeið íjögur skipti. Þess á milli og að loknu námskeiðinu er gert ráð fyrir að foreldrar nuddi börnin sjálfir og fá þeir sér til stuðn- ings leiðbeiningarbækling heim. Námskeið Þórgunnu er sérstak- lega lagað að þörfum barna á aldrin- um eins til tíu mánaða. Hins vegar má beita nuddinu mun lengur og jafnvel hluta af því fram á fullorðins- ár. Ungbarnanuddið er byggt upp á indversku, kínversku og sænsku nuddi og fylgja því m.a. þéttar takt- fastar mjólkandi strokur og skrúfu- hreyfingar. Allur líkaminn er nudd- aður með sérstakri nuddolíu og þar- manuddi er beitt þrisvar á dag gegn magakveisu. Foreldrum stendur sífellt til boða fjölbreyttari þjónusta fyrir ungböm. Bamalæknir sagði í því sambandi í samtali við greinarhöfund að varast yrði að sú hugsun yrði ríkjandi hjá foreldrum að nauðsynlegt væri að nýta hana alla. „Til mín koma foreldr- ar,“ sagði hann, „og eru afskaplega leiðir yfír því að hafa ekki haft tök á því að fara með bömin sín í ung- bamanudd, ungbamasund eða aðra líkamsþjálfun á fyrstu mánuðunum eða ámnum. Sú hugsun hvarflar jafn- vel að þeim að þeir séu ekki nægilega góðir foreldrar fyrir vikið þegar stað- reyndin er sú að ungböm þurfa fyrst og fremst að búa við ró og öryggi í faðmi sinna nánustu,“ sagði hann. Hins vegar tók hann fram að ef áðumefndar samverustundur væru jákvæðar og stuðluðu að nánari snertingu foreldra og barna væri ekki ástæða til að mæla gegn þeim enda væri snerting afar mikilvæg í samskiptum foreldra og ungbama. Hann sagði ungbarnanudd við maga- kveisu áhættulaust og ánægjulegt að einhvetjir foreldrar virtust sjá mun á bömum sínum. ■ Einföld aðferð ÞEGAR einungis er ein braut, rennir leiðbeinandinn sér rétt' aftan við þann blinda svo að hann geti auðveldlega kallað til hans. SKÍÐAMENN blindra fara eftir fáum en skýrum reglum. Leiðbein- andinn og blindi skíðamaðurinn renna sér venjulega á gönguskíða- brautum sem liggja hlið við hlið. Leiðbeinandinn er vinstra megin við hlið þess blinda og fer aftur fyrir hann þegar þeir mæta öðrum skíðamönnum. Þegar einungis er ein braut, rennir leiðbeinandinn sér rétt aftan við þann blinda svo að hann geti auðveldlega kallað til hans. Leiðbeinandinn þarf sí- fellt að segja þeim blinda frá því sem framundan er, jafnvel þegar brautin er bein og slétt. Einungis með st öðugum samræðum getur sá blindi fundið til öryggis og skíð- að ótruflað. ■ hættu að rekast á nokkurn skapaðan hlut. Ég fékk mikla líkamlega og andlega útrás af þessu og mér leið eins og ég hefði fengið hluta af sjóninni aftur. Ég gat stoppað hve- nær sem mér datt í hug til að njóta þess að vera úti í náttúrunni. Mín fyrstu viðbrögð voru að ég yrði að deila þessari dásamlegu reynslu með vinum mínum sem einnig voru blindir." Árlegt mót í Kanada Landsmót blindra skíðamanna í Kanada er haldið árlega. Fólk kem- ur saman í sex daga í janúar eða febrúar og fær kennslu og þjálfun við sitt hæfí auk þess sem það nýt- ur samverunnar í afslöppuðu um- hverfi. Hápunktur mótsins er síðan 6 km gönguskíðakeppni blindra. Kristinn segir þessi mót, sem hlotið hafa nafnið „Skíðað í birtu" (Ski for light), vera ákaflega skemmtileg og jafnframt mikilvæg fyrir skíða- mennina. „Mótið er mikil hvatning fyrir þetta fólk og eitthvað til að stefna að allt árið.“ ■ Kclill B. Magnússon. MEÐ AUGUM LANDANS FRÁ kaffiborginni Seattle. Hvernig kaffi? W H h < Arna Garðarsdóttir og eiginmaður hennar Jónas Tryggvason búa ásamt dóttur sinni Jóhönnu Rakel við nám og störf í Seattle. SEATTLE er 600 þús- velja sér tegund. Sama sagan und manna borg í í endurtekur sig þegar maður ætl- Washington-fylki norð- ar að panta sér kaffibolla. Þeir vestast í Bandaríkjun- eru reyndar ekki mikið fyrir bolla um. Borgin er um- hér heldur eru einnota ílát vin- kringd sjó og vötnum sælust því enginn má vera að að vestan og austan. því að setjast niður og gæða sér Ekki langt undan eru á kaffinu, það er helst drukkið fallegir fjallgarðar, meðan fólk gengur eða ekur. Olympic-fjöllin að vest- Þeir kaffidrykkir með eða án an og Cascade-fjöll fyr- koffíns sem eru hvað algengastir ir austan. Stolt allra eru: „café latte, café breve, es- sem búa á þessu svæði presso, café mocca, café Americ- er eldfjallið Rainier ano, café con panna, cappuccino, og drip 4800 m hátt í suð-aust: espresso macchiato, urátt frá borginni. í coffee." Wgóðu skyggni blasir Það tekur jafnlangan tíma að Rainier við hvar sem ákveða í fyrsta skipti hvaða kaffi maður er staddur og maður ætti að fá sér og að velja Y ír\ ekki er hægt að neita tannkremstúpu. Það er ekki nóg í Jf 1 því að það er tign- með að úr nægu sé að velja held- A arlegt. Við og í kringum ur er hægt að fá eitt, tvö, þtjú fjallið er stór þjóðgarð- eða fleiri skot af kaffinu sjálfu ur þar sem auðveldlega er hægt og síðan eru stærðirnar af ílátun- að ganga undan sér fæturna því um „short, tall eða grande". Svo það eru óendanlega margir ef einhver kaupir t.d. latte eða göngustígar í garðinum. Á ve- mocca þá er líka spurning hvers- tuma er hægt að ganga á skíðum konar mjólk viðskiptavinurinn á sömu stígum. Almennt þykir vill: Undanrennu, léttmjólk, Seattle með fallegri borgum hér venjulega mjólk eða kaffítjóma. í Bandaríkjunum. Hún er ekki Það er ekki allt búið enn, því ef mjög stór, útsýni fallegt í allar viðskiptavinurinn er engin sér- áttir og svo er kaffið hér það stök kaffímanneskja þá má alltaf besta sem þekkist í landinu. bæta við bragði t.d. amaretto, Þetta með kafftð þykir kannski möndlu, piparmintu, karamellu, furðulegt því ekki eru kaffíbaunir súkkulaði o.s.frv. Þar með er ræktaðar hér þó landbúnaður sé þetta orðið ágætis kaffikokteill. annar stærsti atvinnuvegurinn Ein útgáfa heyrðist t.d. nefnd um næstur á eftir „aerospace". Fyrir daginn „double tall latté decaf um það bil 25 árum var stofnað and 2% milk with hazelnut“ sem hér fyrirtæki sem heitir útleggst tvö skot af kaffi í stóru Starbucks og selur kaffi. Fyrir- glasi koffínlaust með léttmjólk tækið lagði metnað sinn í að vera og heslihnetu-bragði. með góðar tegundir af kaffibaun- Þegar úrvalið er orðið svona um, ávallt nýmalaðar og margar mikið og hráefnið svona sérlega mismunandi tegundir í boði. Þá gott þá er varla hægt annað en var kaffið annað hvort venjulegt drekka kafft. Enda voru síðustu (regular) eða koffínlaust. Síðan tölur sem heyrðust um kaffí- hefur margt breyst. í dag er neyslu Seattlebúa um 21 gallon Starbucks með 1200 kaffistaði á ári á mann. Ekki má gleyma og kaffístanda hér í borginni. að nefna verðið. „Double tall Næst stærsta kaffífyrirtækið er breve“ sem ég þekki best (tvö með 120 staði. skot af espresso kaffi fyllt upp Eins og flestir vita sem hafa með kaffiijóma) kostar um 2 dvalið í Bandaríkjunum í lengri dollara, eða 140 krónur. En það eða skemmri tíma er þar óendan- er reyndar sagt að Starbuck eða lega mikið úrval af öllum neyslu- aðir kaffisalar hér þurfi ekki að vörum. í matvörubúðinni er heill velta fyrir sér verðlagningunni, rekki með mismunandi tann- það stendur ekki á kaupendum kremstegundum og það tekur að greiða uppsett verð fyrir jafn- 15 mínútur í fyrstu umferð að góðan sopa. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.