Morgunblaðið - 04.03.1997, Side 3

Morgunblaðið - 04.03.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1997 B 3 ÍÞRÓTTIR SKIÐI Myllylae stal senunni Jelena Valbe á spjöld sögunnar RÚSSNESKA skíðagöngudrottninginn Jelena Valbe kom fyrst í mark í 30 km göngu kvenna á laugar- dag. Þar með sigraði hún í öllum fimm greinunum á heimsmeistaramótinu sem lauk á sunnudag í Þránd- heimi og skráði því nafn sitt á sjöld sögunnar. Engin önnur kona hefur nokkru sinni náð slíkum árangri. Galína Kulakova frá Sovétríkjunum vann reyndar all- ar greinamar á HM í Falun í Svíþjóð 1974, en þá var aðeins keppt í þremur. Á HM 1989 var byijað að keppa í fimm greinum. Valbe er 28 ára og hefur nú unnið 14 gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur unnið 40 heimsbikarmót, sem er met, og á tvenn gullverðlaun frá Ólympíuleikum. Reuter DJOKO Dineski frá Makedóníu (t.h.) var síðastur í 50 km göngunni. Hann er hér með bestu skíðagöngumönnum helmsmelstaramótslns, Finnanum Mika Myllylea, sem slgraöi í 50 km göngunnl og Norðmannlnum Blrnl Dæhlie, sem varð þrefaldur helmsmeistarl. Alphand vann þriðja árið í röð FINNINN Mika Myllylaestal senunni síðasta keppnisdaginn á HM í norrænum greinum í Þrándheimi með því að sigra í 50 km göngunni á sunnudag. Hann var annar í 15 km göngunni og boðgöngu og nældi í bronsverðlaunin í 10 km. Hann fer þvf heim með fern verðlaun og þar af ein gullverðlaun. Hann hafði nokkra yfirburði í göngunni og var tæpri mínútu á undan Erl- ing Javenn sem varð annar og tæpum tveimur mfnútum á undan Norðmanninum Birni Dæhlie, sem varð þriðji. Myllylae, sem er 27 ára, var á eftir Dæhlie fyrstu 30 kíló- metrana en náði þá forystunni og hélt henni til loka. „Aðstæður voru nokkuð erfíðar. Þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig veðrið var bjóst ég ekki við að sigra," sagði Myllylae. „Ég notaði skíði sem ég hef aldrei notað áður og var hræddur um að áburðurinn mundi ekki endast út gönguna. En allt var eins og best verður á kosið og draumurinn varð að veruleika. Þeg- ar ég var drengur dreymdi mig um að verða heims- eða Ólympíumeist- ari.“ Dæhlie, sem sigraði í þessari grein á ÓL í Albertville 1992, sagði að göngugreinamar á undan hefðu tekið sinn toll. „Þetta heimsmeist- aramót hefur verið mér hagstætt og ég er ánægður með árangur- inn,“ Dæhlie, sem vann þrenn gull- verðlaun á mótinu. „50 km gangan er lokagreinin og er alltaf erfíð. Ég fann að ég var orðinn þreyttur og síðustu 20 kílómetrana varð ég að gefa eftir og átti ekkert svar við Mika Myllylae." Vladímir Smimov frá Kasakstan, sem vann þrenn gullverðlaun á síð- asta heimsmeistaramóti i Thunder Bay í Kanada, náði aðeins 19. sæti og fór heim frá Þrándheimi án þess að hljóta verðlaun. Daníel í 55. sæti Daníel Jakobsson keppti í 50 km göngunni á sunnudag og hafnaði í 55. sæti af 68 keppendum. Hann gekk á 2:36.35,6 klst. og var rúm- lega 19 mínútum á eftir fínnska heimsmeistaranum. Kristinn bætti sig í stórsvigi KRISTINN Bjömsson, skíða- maður frá Ólafsfirði, bætti sig í stórsvigi á alþjóðlegu móti í Megeve i Fralddandi í gær. Hann hafnaði í 7. sæti og var 0,81 sek. á eftir sigurvegaran- um Patrice Manuel frá Frakk- landi. Kristinn, sem startaði í öðrum ráshóp, hlaut 19,10 styrkstig fyrir árangur sinn en átti áður best 29 stig. Arnór Gunnarsson frá ísafirði var í 35. sæti og hlaut 40 stig sem er nálægt hans besta. Hann keppti i alþjóðlegu svigmóti í Hinterstoder í Aust- urríki á laugardag og sigraði. Hann hlaut 8,22 stig fyrir árangur sinn i mótinu sem er svipað og hann á best. Annar i sviginu var Rainer Schoen- felder frá Austurríki, sem var 0,68 sek. á eftir Kristni. Luc Alphand frá Frakklandi hefur 193 stiga forskot á Norðmann- inn Kjetil Andre Ámodt eftir heims- bikarmót helgarinnar í -KvitQell í Noregi. Hann tryggði sér bruntitil- inn þriðja árið í röð á laugardaginn með því að ná fímmta sæti, en heimamaðurinn Lasse Kjus sigraði. Á sunnudag var keppt í risasvigi og þá sigraði Josep Strobl frá Austur- ríki en Alphand varð fjórði og er Eg er af gamla skólanum og í mínum huga er þessi deildar- bikar aðalbikarinn, þó ekki séu all- ir sammála því, en hann gefur rétt- ■■■■ asta mynd af Stefán frammistöðu liða Stefánsson eftir veturinn," skrifar sagði Ólafur Lárus- son, þjálfari Stjörnustúlkna, eftir að þær höfðu tryggt sér deildarmeistaratitilinn í handknattleik með 28:21 sigri á FH í Garðabænum á laugardaginn. „Ég tel okkur líka í ágætum málum með þennan titil því við höfum orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í vetur. Auðvitað ætluðum við að verja bikarmeistaratitilinn en það tókst ekki. Haukar eru með mjög gott lið og ég vona bara að áhorfendur fái jafn mikla gleði út úr úrslita- einnjg með forystu í þeirri grein. „Ég nota svipaða tækni í risasvig- inu og í bruninu. Ég tók ekki of mikla áhættu því það skiptir svo miklu máli að fá stigin," sagði Alp- hand, sem ætlar að verða fyrsti Frakkinn til að vinna heimsbikarinn síðan Jean-Claude Killy gerði það 1968. „Markmiðið er að sigra í sam- anlagðri stigakeppni. Ég hef nú næst- um 200 stiga forskot á Ámodt og keppninni og í fyrra því deildin er mun jafnari en áður.“ Leikurinn hófst með tilþrifum þegar Garðbæingar léku stórkost- legan vamarleik, sem skilaði góðri markvörslu og liprum sóknarleik, á meðan gestirnir úr Hafnarfírði komust hvorki lönd né strönd. Eftir 18 mínútur var staðan 12:3 og hafði FH gert öll sín mörk úr vítum, sem segir sína sögu um vöm Stjömunn- ar. Martröð Hafnfírðinga hélt áfram fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks en þá vöknuðu þeir við vondan draum í stöðunni 24:10 og tóku á sig rögg á sama tíma og Stjömuliðið fór að taka lífinu með ró. Síðustu tuttugu mínúturnar skoraði FH 11 mörk gegn fjórum Stjörnunnar en sigurinn var aldrei í hættu. Stjaman lék sinn besta leik í við verðum því að sjá hvað hann gerir á heimsbikarmótunum í Japan um næstu helgi.“ Ámodt þarf helst að sigra bæði í stórsvigi og svigi í Japan ætli hann sér að eiga möguleika á titlinum. „Ég náði ekki að saxa á forskotið á heima- velli. Það verður erfitt að ná Alphand úr þessu,“ sagði Ámodt sem varð sjöundi í bruninu og níundi í risasvig- inu. langan tíma, allt gekk upp og setur eflaust ugg að mótheijum þeirra í úrslitakeppninni. Vömin og mark- varslan voru frábærar enda styðja þær hvor aðra en það skilar einnig yfírleitt góðum sóknarleik og varð sú raunin nú. Fanney Rúnarsdóttir markvörður, Herdís Sigurbergs- dóttir, Ragnheiður Stephensen og Sigrún Másdóttir vom bestar en Margét Theódórsdóttir og Inga Fríða Tryggvadóttir léku einnig vel á köflum. Lengi vel vissu FH-stúlkur ekki hvort þær voru að fara eða koma. Ráðleysið var algert en síðan rof- aði til og þá brá fyrir góðum leik. Þórdís Brynjólfsdóttir og Hildur Erlingsdóttir voru þær einu er létu eitthvað að sér kveða fyrir hlé en Hrafnhildur Skúladóttir og Drífa Skúladóttir tóku við sér í lokin. Sigríður Anna setti met í Malmö SJÖ íslenskir frjálsíþrótta- menn keppa á danska meist- aramótinu innanhúss, sem fór fram í Malmö í Svíþjóð um helgina. Sigríður Anna Guð- jónsdóttir setti íslandsmet í þrístökki, stökk 12,83 m og varð önnur. Þá stökk Sigríður Anna 5,62 m i langstökki og varð fjórða. Ólafur Guð- mundsson frá Selfossi varð í öðru sæti í kúluvarpi og 60 m grindahlaupi. Helga Halldórs- dóttir úr FH varð í öðru sæti í 60 m grindahlaupi og 400 m hiaupi. ÍR-ingamir Jóhannes Már Marteinsson og Guðný Eyþórsdóttir fengu silfur- verðlaun í 60 m hlaupi. Sigrarnir sætari nú „VIÐ ætluðum að keyra yfir þær streix í byijun því það þýðir ekk- ert að gefa eftir og enn erfíðara að koma sér af stað síðar í leikn- um, enda var það byijunin sem skilaði okkur sigri í lokin,“ sagði Fanney Rúnarsdóttir sem sýndi tilþrif í marki Stjörnunnar. „Ég er mjög ánægð með sigurinn í deildinni og hann ætti að vera einn merkasti sigurinn þó að það sé ekki litið á hann þannig. Ann- ars er ég mjög ánægð með mót- ið. Við höfum oft rústað deildar- keppni og verið búnar að vinna þegar nokkrir leikir eru eftir en það er skemmtilegra svona, þeg- ar það eru jafnari leikir og lið vinna óvænta sigra. Fyrir vikið eru sigrarnir sætari." Lofar góðu „Við lögðum grunninn að sigri á fyrstu tuttugu mínútunum og má segja að þá hafí sigurinn verið í höfn þó að við höfum misst leikinn í þeirra hendur í lokin,“ sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, sem tók við fyrir- liðastöðunni í Stjömunni af Guðnýju Gunnsteinsdóttur. „Við vorum auðvitað svekktar og sár- ar yfir að falla út úr bikarkeppn- inni en við höfum ekki verið að spila neitt vel í vetur og má segja að annar hver leikur okkar hafi verið í lagi - þess á milli duttum við niður í svaðið og töpuðum með mörgum mörkum. Reyndar höfum við tapað færri stigum í ár en tapað þeim mun stærra. Leikgleði hefur vantað en ef ég hefði skýringu á því, myndi ekki fara á þennan veg. En þessi úr- slit lofa góðu fyrir úrslitakeppn- ina, sem verður spennandi og með því að vinna deildina höfum við séð til þess að Haukar og FH spila líklega saman í fjögurra liða úrslitum." ÚrslKin skiptu ekki mlklu máli „Þetta var hörmulegt hjá okk- ur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Áhugaleysið var mikið en þetta varð betra undir lokin,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, sem var markahæst hjá FH með 10 mörk. „Úrslitin skiptu samt svo sem ekki miklu máli, við fáum KR í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni og þyrftum að spara okkur fyrir þá keppni. Við erum sáttar við stöðu okkar í deildinni, ætluðum okkur að vera í þriðja sæti og náðum því með því að vinna til dæmis Hauka og Fram.“ HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Deildarsigur gef- ur rétta mynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.