Morgunblaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1997
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Haukar dregnir
niður á jörðina
STJÖRNUMONNUM hlotnað-
ist sá heiður að verða fyrsta
liðið sem heimsótti nýkrýnda
bikarmeistara Hauka íHafnar-
fjörðinn á laugardag. Hauk-
arnir háfleygu misstu þá topp-
sætið í deildarkeppninni, því
Garðbæingar skelltu þeim til
jarðar með góðum varnarleik
og sigruðu örugglega, 27:18.
Mikil deyfð einkenndi leikinn
fyrstu 15 mínúturnar, en
þá skoruðu liðin samtals átta mörk.
Garðbæingar voru
harðir í horn að
taka, en Haukamir
virtust ráðvilltir. í
vöminni reyndu
Edwin
Rögnvaldsson
skrifar
toóm
FOLX
■ HLYNUR Jóhannesson mark-
vörður HK og landsliðsins lét til sín
taka á sunnudaginn, brá sér meðal
annars út á miðjan völl til að stöðva
hraðaupphlaup og fékk fyrir vikið
tveggja mínútna brottvísun.
■ MÁR Þórarinsson leikmaður
HK fékk einnig brottvísun þegar
dómarar töldu að hann hefði lyft
undir fót Valsmanns, sem fór inn
úr horninu - beitt „júgóslavneska"
bragðinu svokallaða.
■ „ GAMLA “ brýnið Sigurður Val-
ur Sveinsson, þjálfari og stórskytta
úr HK náði sér ekki á strik við víta-
köstin gegn Val á sunnudaginn.
Fyrsta vítaskot hans var varið, úr
næsta skoraði hann en þriðja fór í
stöngina og þá lét hann Gunnleif
Gunnleifsson taka við. Hann skor-
aði úr öllum sínum flórum.
■ EINAR Gunnar Sigurðsson og
Gunnar Andrésson léku ekki með
Aftureldingu gegn Gróttu, þar
sem þeir em meiddir. Sigurður
Sveinsson lék meiddur, skoraði
fjögur mörk.
■ FYRSTA markið sem Oleg
Titov skoraði fyrir Fram, var hans
hundruðasta mark í deildinni. Hann
hefur skorað 106 mörk.
■ JULIAN Róbert Duranona er
markahæstur, hefur skorað 148
mörk fyrir KA.
Haukar að koma í veg fyrir að
Hilmar Þórlindsson fengi boltann
og einskorðaðist því sóknarleikur
Stjörnumanna við aðeins annan
vænginn. Við slíkar aðstæður er
tilvalið að hreyfa sig mikið án bolta
til að raska varnarleik andstæðing-
anna, en það gerðu gestimir ekki
og skoruðu þeir því aðeins einu
marki meira en Haukar í fyrri
hálfleik.
Stjömumenn léku góðan varnar-
leik og vom fljótir að grípa utan
um útileikmenn Hauka þegar þeir
stungu boltanum niður. I síðari
hálfleik var jafnt
á flestum tölum
fyrstu tíu mínút-
urnar, en eftir
það sigldu
Garðbæingar
framúr. Mun-
urinn var sjö
mörk er jafn-
margar mínútur
voru eftir, en
Haukar minnk-
uðu hann í fimm
mörk rúmri mín-
útu síðar.
Áhangendur
Valdimar
ánægður með
varnarleikinn
„ÉG leyfi mér að fullyrða að
vörnin sem við lékum í þess-
um leik var sú besta sem sést
hefur hér á landi í eitt til tvö
ár,“ sagði Valdimar Gríms-
son, þjálfari Stjörnunnar, sem
er með hönd í gifsi.
Hauka tóku við sér, en þá varði
Ingvar Ragnarsson, markvörður
Stjörnunnar, frá Sigurði Þórðar-
syni í hraðaupphlaupi og Hilmar
Þórlindsson skoraði um hæl eftir
laglega gabbhreyfingu. Niðurlæg-
ingin var alger þegar Einar Einars-
son skoraði með skoti frá eigin
vallarhelmingi yfir Bjarna Frosta-
son, sem kom inná þegar átta mín-
útur voru eftir.
Stjörnumenn léku flestir vel, en
Konráð Olavson var þeirra fremst-
ur og skoraði sjö mörk í síðari
hálfleik. Ingvar Ragnarsson stóð
sig einnig mjög
vel í markinu og
varði 18 skot.
Haukar voru
heillum horfnir,
en slíkt getur
komið fyrir öll
lið. Ef draumar
þeirra um tvö-
faldan sigur í
vetur eiga að
rætast, verða
þeir að geta
bjargað sér ef
slíkt gerist aft-
ur.
Tvær flugi
í einu högc
Ivar
Benediktsson
skrifar
Leikmenn Fram slógu tvær flug-
ur í einu höggi er þeir sigruðu
gesti sína úr Vestmannaeyjum í
Framheimilinu á
sunnudagskvöldið
28:20. Með sigrin-
um komust þeir upp
í fjórða sætið á hag-
stæðari markamun en Eyjamenn
sem vermdu þetta eftirsótta sæti
fyrir leikinn. Fari svo að þessi staða
sem nú er í deildinni haldist til loka
eiga leikmenn Fram heimaleikjarétt
í úrslitakeppninni.
Gífurleg barátta var í leikmönn-
um beggja liða strax frá upphafi.
Sóknarleikurinn var ónákvæmur og
M
IR-ingar niðurlægðu
gamla stórveldið
Valur B.
Jónatansson
skrifar
IR-ingar burstuðu gamla stórveld-
ið í handboltanum, FH úr Hafn-
arfirði, 30:23, í Seljaskóla á sunnu-
dagskvöld. ÍR-ingar
lögðu grunninn að
sigrinum í fyrri hálf-
leik. Vörnin var
sterk og sóknarnýt-
ing liðsins var þá 73% enda fátt
um varnir í liði FH sem má muna
fífil sinn fegurri.
ÍR-ingar byijuðu af krafti og
komust í 3:0 og síðan 6:1. Allt gekk
upp á meðan FH-ingar klúðruðu
hverri sókninni á fætur annarri.
Ragnar Óskarsson stjórnaði leik
liðsins og gerði það mjög vel. Hann
skoraði grimmt og átti gullfallegar
línusendingar. Staðan í hálfleik var
16:8.
Breiðhyltingar voru með sigurinn
í hendi sér allan síðari hálfleikinn
og leikurinn því aldrei spennandi.
FH átti ekkert svar og hreint ótrú-
legt hve lið þessa fornfræga félags
er orðið slakt. IR-ingar sýndu það
hins vegar í fyrri háifleik að þeir
eiga fullt erindi í úrslitakeppnina.
Vörnin hjá ÍR var sterk og náði
að komast inn í fjölmargar sending-
ar Hafnfirðinga. Ragnar var bestur
og eins áttu Magnús Þórðarson,
Jóhann Ásgeirsson og Hans Guð-
mundsson góðan leik. Hjá FH-ing-
um stóð ekki steinn yfir steini. Þeir
voru og áhugalausir og þurfa held-
ur betur að hysja upp um sig bux-
urnar ef ekki á illa að fara. Liðið
er nú í 9. sæti og þess má geta að
það hefur aldrei endað neðar en í
sjötta sæti síðan deildarkeppnin
hófst.
talsvert var um mislukkaðar send-
ingar og misráðnar skottilraunir.
Upp úr miðjum fyrri hálfleik tókst
Frömurum að bæta sóknarleik sinn
og sýna meiri þolinmæði. Þetta bar
þann árangur að þeir náðu þriggja
marka forskoti í tvígang, sem
reyndar var komið niður í tvö mörk
fyrir hálfleik, 12:10.
Sem grenjandi ljón komu leik-
menn Fram til leiks í síðari hálf-
leik. Léku sterka flata vörn með
góðan markvörð að baki sér, Reyni
Þór Reynisson. Sóknarleikurinn
gekk framan af einstaklega vel þar
sem Magnús Arnar Arngrímsson,
Oleg Titov og Daði Hafþórsson fóru
hamförum. Eyjamenn áttu ekkert
svar við stórleik heimamanna og
breytti engu þótt Þorbergur Aðal-
steinsson kallaði menn sína saman
til skrafs og ráðagerða um miðjan
hálfleikinn. Eftir að Fram hafði náð
9 marka forystu 24:15 á 48. mín.
kom los á leikinn enda nánast
formsatriði að ljúka honum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EYJAMAÐURINN Gunnar Berg Vlktorsson sæklr að markl
Fram - hann skoraði tvö mörk.
Afturelding
aftur á toppinn
Afturelding endurheimti efsta
sæti 1. deildar þegar liðið vann
Gróttu, 27:14, og nýkrýndir bikar-
meistarar Hauka
máttu sætta sig við
tap á móti Stjörn-
unni. Afturelding á
eftir að mæta ÍR, FH
og Val en Haukar eiga eftir að leika
við ÍBV, Fram og FH.
Lið Aftureldingar mætti væng-
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
HK af botninum
Leikmönnum HK tókst, með miklu
harðfylgi, að sigra Val, 23:22,
á sunnudaginn og lyfta sér af botni
fyrstu deildar karla.
Stefán Það var enginn ann-
Stefánsson ar en ,-gamla“ kemp-
skrifar an Sigurður Valur
Sveinsson sem gerði
sigurmarkið þegar aðeins þijár sek-
úndur voru til leiksloka. Kópavogslið-
ið er þar með komið upp í næstn-
eðsta sætið með 11 stig þegar þijár
umferðir eru eftir og því enn í fall-
hættu.
Ekki blés byrlega fyrir HK í byij-
un því fyrstu tíu mínúturnar varði
Guðmundur Hrafnkelfsson án afláts.
En HK-menn vissu sem var að við
svo búið mátti ekki standa og tókst
með mikilli baráttu að ná naumu
forskoti. Eftir hlé var mjög mikið
um mistök á báða bóga. Gestirnir
náðu aftur forskotinu og héldu því
þar til rúmar fimm mínútur voru til
leiksloka. Þá gáfu HK-menn allt sitt
í leikinn og Sigurður skoraði sigur-
markið á síðustu stundu.
„Við vissum að tímabilið yrði búið
ef við myndum tapa og það hlaut
að koma að sigri hjá okkur. Við þurf-
um enn fjögur stig en ætlum að taka
öll sex sem eftir eru,“ sagði Gunnleif-
ur Gunnleifsson, sem gerði tíu mörk
og átti frábæran leik.
brotið á Seltjarnamesið á laugardag,
en leikmennirnir létu það ekki á sig
fá, léku frábæra vörn, Bergsveinn
stóð sig með prýði í markinu og sókn-
arleikurinn var fjölbreyttur og mark-
viss. Þetta afsakar samt ekki af-
spyrnulélegan leik Gróttu, einkum í
fyrri hálfleik. Þá gerði liðið aðeins
fjögur mörk, sóknarnýtingin var
20%, vörnin slök og aðeins Sigtrygg-
ur Albertsson hélt liðinu á floti með
góðri markvörslu. Því kom á óvart
þegar hann var tekinn út af snemma
í seinni hálfleik og ekki settur aftur
inn á.
Gróttumenn voru gersamlega úti
á þekju. Liðið er brothætt og fyrst
og fremst hafa Sigtryggur og
Sadovski fleytt því áfram en nú
komst skyttan ekkert áleiðis, gerði
aðeins sex mörk, þar af þijú frá
vítastrikinu, úr 18 skotum. Varnar-
menn gestanna tóku flest skotin og
aðrir leikmenn Gróttu voru lítt áber-
andi.
Afturelding lék skynsamlega og
Jón Andri Finnsson vakti mesta at-
hygli, greip tækifærið og gerði fímm
mörk úr jafn mörgum tilraunum.
„Garnla" brýnið Lárus Sigvaldason,
sem hefur leikið með meistarafiokki
Aftureldingar í 15 ár, innsiglaði ör-
uggan sigur með tveimur síðustu
mörkunum.