Alþýðublaðið - 13.12.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞ¥Ð5JHLAÐíÐ Aígreidsla blaðsias er í Alþýðuhúsina við lagólísstræti og Hverfisgötu. Slmi 088. Augiýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi ki. io árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma i blaðið. Áskriftargjald ein lcr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Kappgflíma fór fram í gær i Iðnó milli g!ímu< félaganna Ármann í Reykjavík og Hörður af Akranesi. Voru sjö keppendur af hvorra hálfu, en ekki kunnum vér þá að nefna, þvf engin skrá yfir kepp endur hafði verið prentuð, og verður að segja að áhofendur hafa ekki nema hálft gaman af glímun- um, er þeir geta ekki fylgSt fylli- lega með. En það geta þeir ekki nemá þeir hafi skrá yfir glímu> mennina og geti sjálfir krotað nið- ur vinningana jafnóðum á skránni. Eftir þeim reglum sem settar voru átti vinningur að teljast sum- part eftir bii'cum, en sumpart eftir glímufegurð, þannig að hverjum keppenda voru gefnar einkunnir frá 1 til 8, en ekki vill Alþb. hæla þessari aðferð. Leiksiok urðu þau að Akurnes- ingsr fengu 25 vinninga en Reyk- víkingarnir 21. Eftir fyrnefndum regium skyldi leggja »fegurðar- stiginc við vinningana en þau voru 226 hjá Reykvíkingunum en aðeins 204 hjá Akurnesingunum, og töldust Reykvíkingar því hafa unnið glímumótið. Yfirleitt fór gliman vel fram. Dómarar voru Hallgrímur Bene- diktsson og tveir menn aðrir er vér eigi kunnum nafnið á. Glímunni stjórnaði Guðm. Sig- urjónsson og sást greinilega á hon- um, að hann glímdi hveja glímu með keppendunum í huganum. Nauðsynlegt er að reglum fyrir glímu sé breytt frá því sem nú er. Það er til dæmis sjálfssagt að það teljist bilta þegar annar glímu maðurinn fer alveg flatur, en hinn stendur eftir, þó sá sem fell ur komi höndunum fyrir sig. Sömuleiðis á það að teijast bilta, þegar glímumaður er veginn hátt á loft og lagður þar flatur, þó hann komi höndum fyrir sig þeg ar niður kemur, Glímulistin er fógin í því að koma niður á fæt urnar og standa á þeim, en er ekki fólgin í neinskon&r handa- hlaupum. Eins og reglurnar eru nú, þá sumpart örva þær glfmumennina til þess að beyta kröfturo, en sum part launa þær betur verri glím una. Tökum dæmi: Arni kemur bragði svo vel á Bjarna, að Árni stendur eftir þegar Bjarni fellur Þó Bjarni fari alveg flatur þá telst það ekki bilta ef hann kem ur fyrir sig höndunum. Komi Arni aftur á móti ekki bragðinu betur á en það, (eða hafi ekki betra vald á sjálfum sér) að hann falli líka, ofan á mótstöðumann- inn, þá eru allar líkur til þess að það verði bilta hjá Bjarna. En með þessu er eins og sagt var verri glíma tekin fram yfir betri glimu, og glímumaður neyðist oft til þess, þegar reglurnar eru svona, að fylgja mótstöðumanninum fast eftir er hann leggur hann, eða láta sig falla ofan á hann, en hvorugt gerir glímuna fallegri eða skemtilegri, heldur þvert á móti. Fult hús var áhorfeoda, og verður vonandi ekki langt að bíða næstu kappglímu. Heimssamvinna kaupfélaganna. í október sl. komu fulltrúar kaupfélaganna í Englandi, Belgíu, Frakkiandi, Þýzkalandi, Danmörku, Finnlandi, HoIIandi, Rússlandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, Tsjekko- Slaviu, Georgiu, Ítalíu og Lithá saman á fundi f Haag. Fundur þessi er merkur, fyrst og fremst af því, að það er í fyrsta skifti eftir stríðið að hinar andvígu þjóðir mætast á fundi til þess að ræða samvinnumál; og í öðru lagi er hann merkur fyrir þá sök, að rætt var um að koma á heimssamtökum samvinnumanna hið allra bráðasta. Málið var ekkl útrætt á þessum fundi, en verður leitt til lykta á fundi sem halda. á í London í janúarmánuði næsta ár. — Undirbúningsfundur verður hald- inn í Khöfn f aprfl undir næsta ársþing, sem haldið verður í Ba- zel í Sviss. £loyð 6eorge segir ai ínglenðingar xtli að kðga 3ra! Khöfn 12. des. Lloyd George hefir lýst yfir # ræðu í neðrimálstofu parliaments- ins, að stjórnin ætli með harðrt hendi að kúga íra. Umsáturs- ástandi verði Iýst yfir á vissum svæðum írlands og dauðahegning sett við þvf að hafa vopn í eigu sindi. Jafnframt sagði hann að stjórnin væri albúin að reyaa að' koma samkomulagi á við íra. Danska krónan fellur aftur. Khöfn, 12. des, Sænskar krónur (100) kr. 133,50 Norskar krónur (100) — 99,50 Dollar (1) — 6,89^ Pund sterling (1) — 23,75, Þýzk mörk (100) — 9,65 €rlenð símskeyti. Khöfn, 10. des. Konstantin gallharðnr. Fréttaritari „Politiken" hefir át£ viðtal við Konstantin konung f Luzern. Segist konungur halda hið bráðasta til Aþenu og þaðan í broddi hersins til Smyrna, því að eins griskar hersveitir geti leyst úr hinum vandasömu Asíumálum. Símað er frá Aþenu, að 1 milj. 13 þús. 724 hafi greitt atkvæði í konungsmálinu, þar af 999,954 með Konstantin, en 10,383 á móti honum, 3,387 seðlar auðir. Til- kynning stjórnarinnar til konungs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.