Morgunblaðið - 14.03.1997, Side 1
■ STÍLROF- FATATÍSKA OG FÖRÐUM/2 ■ STÓLAR MEÐ BROS OG
SKEIFU/2 ■ LÁTIÐ BLÓMIN TALA MEIRA OG HÆRRA/4 ■ DREYMIR
UM BRÚÐULEIKHÚS í AFRÍKU/6 ■ SKALLALYF/6 ■ MYNDASAGAN/8
Á vlt íslenskra ævintýra
Dagskráin hefst með móttöku hjá forseta ís-
lands, Ólafi Ragnari Grímssyni að Bessastöðum,
og segir Nicholas það vera mikinn heiður fyrir
erlendu gestina að vera boðið þangað. Að henni
lokinni verður efnt til matarveislu í flugskýlinu
þar sem um 300 manns munu njóta veitinga sem
Guðvarður Gíslason, matreiðslumeistari á Loft-
leiðum, hefur yfírumsjón með.
Um kvöldið verða ýmsar óvæntar uppákomur
og nefnir Nicholas sem dæmi dansandi íslenskar
sauðkindur en fæst ekki til að útskýra nánar
hvers konar dans þær muni stíga. Einnig ætla
íslensk hreystimenni á brókum einum fata að
fleygja sér niður í fallhlífum fyrir framan flug-
skýlið og íslenskar dragdrottningar skemmta.
di brækur
di sauðkindur
Morgunblaðið/Ásdís
NICHOLAS Graham við undirbúning í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli.
FLUGSKÝLI Flugleiða á Reykjavíkurflug-
velli verður fært í heldur óvenjulegan
búning þann 12. apríl næstkomandi. Til-
efnið er heimsfrumsýning á
haustlínu bandaríska fatafyrirtækisins
Joe Boxer sem framleiðir m.a. undir-
fatnað á konur og karlmenn, galla-
buxur og íþróttafatnað. Til að
beija viðburðinn augum koma til
Reykjavíkur um 150 erlendir
gestir, m.a. blaðamenn helstu
tískutímarita, sjónvarpsmenn
og kaupmenn stórverslana í
Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir
að húsrúm verði fyrir um 800
manns þegar tískusýningin hefst um
kvöldið en hún verður í höndum um
30 íslenskra fyrirsæta frá Eskimo models og spil-
uð verður íslensk tónlist, m.a. eftir eftir Björk og
fjöllistahópinn Gus Gus.
„ímynd Joe Boxer á að vera hrein og tær, svip-
að og Island er í augum útlendinga og þess vegna
ætlum við að hemema eyjuna í tvo daga, “ segir
Nicholas Graham, stofnandi og aðaleig-
andi fyrirtækisins, sem nýlega var
staddur hér landi ásamt fylgdarliði.
Nicholas er þekktur fyrir að fara
ótroðnar slóði r við að kynna vör-
ur sínar en aldrei fyrr hefur fata-
línan verið kynnt á þennan
hátt. Undirbúningur hefur
staðið yfir frá í janúar en hug-
myndin er tveggja ára gömul,
upprunninn frá góðkunningja
Nicholas í Kaliforníu, Siguijóni
Sighvatssyni kvikmyndagerðar-
manni. Starfsmenn Joe Boxer hefur
notið Iiðsinnis Flugleiða og fleiri íslenskra fyrir-
tækja við að koma viðburðinum á koppinn en Saga
Film hefur í hyggju að kvikmynda öll herlegheitin.
Joe Boxer nærbuxur.
Þá fer einnig fram hestasýning og jólasveinar
munu stíga á stokk.
Auk alls þessa verða sýnd brot úr söngleiknum
Chicago sem nýtur mikilla vinsælda á Broadway
í New York um þessar mundir og Gus Gus mun
koma fram en Nicholas segir aukið samstarf við
Qöllistahópinn vera á döfínni.
íslensk hönnun í Perlunni
Að fmmkvæði Nicholas var ákveðið að kynna
fyrir erlendu gestunum, íslenska tískuhönnuði
og urðu þær Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir klæð-
skeri og Filippía I. Elísdóttir fatahönnuður fyrir
valinu. Tískusýning þeirra fer fram í Perlunni
daginn eftir, þann 13. ápríl. „Þetta er gott tæki-
færi fyrir okkur," segir Filippía. Við ætlum að
nota dagsbirtuna og gera Perluna að eins konar
ísjökli með aðstoð snjóvélar og Stígs Steinþórs-
sonar sviðsmyndahönnuðar. Sýningin verður síð-
an endurtekin fyrir almenning síðar um daginn
en sýndar verða meðal annars mokkaflíkur frá
Skinnaiðnaði hf. á Akureyri." ■
f