Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Með augum landans Til Samara 2 Maria Elínborg Ingvadóttir gegn- ir starfí viðskiptafulltrúa Útflutn- ingsráðs íslands í Moskvu. UM 1.000 km aust- suðaustur frá Moskvu, I J þar sem áin Volga lið- ast meðfram skógi i \ i vöxnum Zhiguli hæð- RBV unum, er borgin Sam- ara, í samnefndu hér- f fl aði' árinu 1935 II 1 var Samara nefnd A Kubyshef, en endur- Oheimti nafn sitt í byij- un árs 1991. Borgin hefur á sér vinalegan smábæjarsvip, þar býr um ein og hálf milljón manna, eða um helm- ingur íbúa héraðsins. Við aðalgötu bæjarins standa enn gömul timburhús, leifar þess byggingarstíls, sem áður setti svip sinn á bæinn, þessi hús á að varðveita, sum verða gerð upp, önnur verða reist í sama stíl. Bærinn státar af fallegum, svipmiklum bygg- ingum og kirkjum frá byijun ald- arinnar, hér eiga aðrir trúflokkar en ortódistar einnig sín guðshús, mótmælendur þar á meðal. Um tíma bjuggu Tolstoy og Gorky í Samara og er eitt aðalleikhús bæjarins nefnt eftir Gorky og hér er bókasafn með nafni Tolsto- ys- Frá um miðja síðustu öld, hefur Samara verið mikill iðnað- arbær, hér voru afkastamiklar vamartækja- verksmiðjur, enn em framleiddar flugvélar, jafnvel geimför og Lada- bílar, t.d. Lada Samara. í seinni heimsstyijöldinni var Samara, eða Kubyshef, önnur höfuðborg, eða vara höfuðborg Sovétríkjanna, ef svo skyldi fara, að æðsta stjórn ríkisins þyrfti að yfirgefa Moskvu. Sam- ara var vandlega búin undir þetta hlutverk, eins og aðrar varaskeifur í leikhúsum þjóð- anna. Meðal þess var neðanjarð- arbyrgi, eða bunker, sem Stalin lét reisa á árinu 1942 inni í miðri borg. Á fyrstu hæð í einni af opinberum byggingum bæjar- ins eru hliðardyr sem geyma þetta stóra leyndarmál Stalins, sem ekki var gert kunnugt fyrr en á árinu 1990. Til þess tíma vissu fáir af byrginu, þessu ör- ugga skjóli, þaðan sem hann ætlaði að stjórna veraldarvefn- um, nú hefur þetta byrgi að- dráttarafl fyrir vísindamenn og ferðafólk, sem kemur víða að. Vinalegur húsvörður byrgisins sagði mig vera fyrsta íslending- inn sem kæmi í heimsókn og þar með væri ísland 46. landið sem átt hafi fulltrúa sinn á þessum stað. Það var vissulega undarleg tilfinning að ganga í gegnum þykkar stáldyr, sem voru sér- staklega styrktar og niður stál- stiga, einn af öðrum, en byrgið er 37 metrar niður, álíka og 12 hæða hús. Húsvörðurinn var hreykinn af þessum stað, sagði að byrgi Hitlers hefði bara verið 16 metrar niður, þetta væri einn- ig helmingi dýpra en byrgi Bandaríkjaforseta, Bretadrottn- ingar og fleiri þjóðhöfðingja, hann þóttist vita nákvæmlega hversu djúpt hvert byrgi væri. Hann nefndi ekki Saddam Hus- sein og ég kunni ekki við að spyija, en mér var hugsað til kjallarans undir lögreglustöðinni við Hverfísgötu, mér fannst betra að segja ekkert frá því byrgi. Aðalskrokkur byrgisins er eins og stálgeymir, samansettur úr samanboltuðum stálplötum, helmingi þykkri en nauðsynlegt var talið. Sitt hvoru megin við hringstigann eru herbergi, sneið- ar af sívalningnum. Þar eru geymdar ýmsar heimildir í máli og myndum frá seinni heims- styijöldinni, einnig frá ýmsum stórslysum, eins og Tsjemobil, en nú er hér unnið að því að finna leiðir til að bregðast við hamför- um náttúru og mannlegra mis- taka. Gert var ráð fyrir að nokk- ur hundruð manns gætu beðið af sér voðatíma á þessum stað. Út frá neðstu tveimur hæðunum eru byggðar álmur, frá neðstu hæðinni átti að stjóma daglegum þörfum og eftirliti manna og búnaðar byrgisins, en á þeirri næstneðstu em skrifstofur Stal- ins og hans að- stoðarmanns, ásamt fundarsal fyrir æðstaráðið. Skrifstofa Stalins er nákvæm eftir- líking af skrif- stofu hans í Kreml, fábrotin og laus við allt pijál. Á lítt þægi- legum sófa, átti hann að hvílast og endurnýja kraftana, á skrif- borðinu er aðeins einn simi sem er harla óvenjulegt hér um slóðir. Á þessu herbergi eru sex dyr, femar þeirra eru bara til að sýnast, tvennar em útgönguleiðir. Hann vildi hafa vaðið fýrir neðan sig, fannst ör- uggara að fólk sem beið hans, vissi ekki inn um hvaða dyr hann mundi vinda sér og út um hveij- ar þeirra hann mundi hverfa. Fundarsalurinn er einnig byggð- ur eins og fundarsalurinn í Kreml, nema að loftið er eins og í neðanjarðarlestarstöð, fábrot- inn salur, kort af Sovétríkjunum á endaveggnum, til hliðar borð skrifaranna. Þeir sném baki í fundarmenn og þeim var strang- lega bannað að líta þá augum. Hér er rafmagn og ekki verra loft en víða í stómm skrifstofu- byggingum. Ekki er vitað hvort Stalin kom í þetta byrgi, engar heimildir, engin gögn eru til þar um, en af öryggisástæðum var ekki allt- af getið um fundarstaði foringj- ans. Hvort sem Stalin var hér eða ekki, var það undarleg til- finning að ganga um þessar vist- arvemr, setjast við skrifborðið, sitja í sæti foringjans við enda fundarborðsins. Það er erfitt að bera virðingu fyrir stórvirki sem þessu, miklu frekar vekur það upp ótta og ugg gangvart því ógnarvaldi, sem húsbóndi á slík- um stað gæti haft í sínum hönd- um. Vonandi verður þetta alltaf safn. María EUnborg Ingvadóttir. DAGLEGT LÍF VINKONUR Ástu selja upp grímur sem hún hannaði. Draumurinn að ferðast um Afríku með brúðuleikhús í farangrinum Þar sem höfðinginn Jósef ræður ríkjum í litlu þorpi við hafíð í landinu Gíneu, æfði Asta Hafþórsdóttir Afríkudansa og lærði að beija trumbur að hætti innfæddra. Hrönn Marinósdóttir spjallaði við hana um ævin- týraferðina miklu, grímugerð, brúðuleikhús, listina að farða og margt fleira. „MIKILVÆGT er fyrir mig að launa Afríkubú- um á einhvern hátt, þar sem ég hef lært svo ótal margt af þeim. Draumurinn er því að ferðast um lönd Afríku með brúðuleikhús í farteskinu og leika fýrir bæði börn og fullorðna,“ sagði Ásta Hafþórsdóttir í samtali við blaðamann einn hrollkaldan vetr- ardag á íslandi fyrir skömmu. Ásta er nýkomin frá Gíneu, einu fátæk- asta landi Afríku þar sem hún dvaldi í fjórar vikur og lærði ýmislegt nyt- samlegt um mannleg samskipti auk þess sem hún sótti námskeið í af- rískum dönsum og lærði að slá takt- inn með djembetrommum. Athafnakonunni Ástu er margt til lista lagt. Hún er 29 ára að aldri og mun í vor ljúka þriggja ára námi í gervahönnun (maskör) frá Drama- tiske Institutet í Stokkhólmi. Hún er fyrsti Islendingurinn sem útskrif- ast úr þessari deild háskólans en námið byggist á því að móta útlit leikarans; andlit og höfuð, en einnig lærir hún m.a. leikhúsfræði og vinn- ur náið með nemendum annarra deilda við að setja upp leiksýningar. Aukreitis hefur Ásta lært grímu- gerð og í fyrra setti hún ásamt bekkjarsystur sinni upp brúðuleik- hús í skólanum. Á kvikmyndahátíð Stokkhólmsborgar sl. haust unnu nemendur skólans til fyrstu verð- launa fyrir myndina Neyðarútgang- ur en Ásta hannaði grímur og gervi leikaranna. „Það er eitthvað stór- kostlegt við grímur. Listformið hef- ur verið við lýði frá árinu 400 fyrir Krist en grískir leikarar töluðu þá um að skilja sálina eftir þegar grí- man er sett upp og sýningin var að hefjast. í Svíþjóð er gömul hefð fyrir brúðum og grímum í leikhúsi og listin hefur haldið áfram að þró- ast. Oft er sýningin sambland af ýmsum formum en fram koma grímuklæddir leikarar og dansarar Skallalyf sem TELLY Savalas með frægasta skalla í heimi. uppgötvaðist fyrir tilviljun LYF gegn arfgengum skalla var uppgötvað fyrir tilviljun fyrir nær 20 árum, þegar hár fór að vaxa á mörgum sköllóttum sjúklingum sem tóku lyf við of háum blóð- þrýstingi. Þegar aukaverkanir þessar komu í ljós sáu vísindamenn sér leik á borði og hófu rannsókn- ir á þessu sviði. I ljós kom að hið virka efnasamband í blóðþrýst- ingslyfinu, sem örvaði hárvöxt og hægði á myndun skalla, var mlnoxidíl. í kjölfarið hófst fram- leiðsla á skallalyfi, sem heitir Regaine og er nú selt í lausasölu á íslandi. Þetta sama lyf hefur verið á markaði í Bandaríkjunum um nokkurt skeið undir heitinu Rogaine. Kristín Þórisdóttir húðlæknir var í framhaldsnámi á Cleveland-sjúkrastofn- uninni í Bandaríkjunum 1988-1992, en þar voru rannsóknir gerðar á virkni lyfsins áður en það var sett á markað. „Sýnt hefur verið fram á að með notk- un lyfsins er hægt að draga verulega úr hárlosi, auk þess að auka hárvöxt í sumum tilvikum. Best hefur reynst að hefja notkun lyfsins þegar hár byij- ar að þynnast, áður en eiginlegur skalli myndast. Árangur er einstaklingsbund- inn og lyfið verkar því ekki jafn vel á alla. Þeir sem hafa byrjunareinkenni arfgengs skalla og vilja vita hvort lyfið hefur áhrif ættu að prófa að nota það í 6-12 mánuði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.