Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 C 7
DAGLEGT LÍF
ÁSTA ásamt dansaranum Alfonso og systur hans. UMKRINGD börnum í þorpinu Bell Air. STÚLKURNAR æfa afriska dansa í skóginum.
Eftir tólf tíma flug frá Stokk-
hólmi var Ásta stödd mitt i frum-
skógum svörtustu Afríku. „Allt
umhverfi og fólkið var eins og ég
hafði tæpast þorað að ímynda mér
en sem betur fer hefur vestræn
menning enn ekki hafið innreið
sína.“ íbúar Gíneu, í Vestur-Afríku
eru um 6,5 milljónir, flestir frönsku-
mælandi múslimar sem lifa í sár-
ustu fátækt. „Þeir eiga varla til
hnífs og skeiðar en eru svo lífsglað-
ir, hlýlegir og frjálslegir í framkomu
að ég, kaldlyndur Norðurlandabú-
inn, var hálffeimin til að byrja með.
Fólkið þarna kann að gefa af sér
og er alltaf viðbúið að rétta hjálpar-
hönd. „Þið Vesturlandabúar eruð
ríkir í efnahagslegum skilningi en
fátækir að öðru leyti,“ sagði það
við mig.“
Með í för voru tólf sænskar stúlk-
ur sem æfa með Ástu Afríkudansa
í Stokkhólmi. Þær héldu til í smá-
þorpinu Bell Air þar sem íbúar eiga
heimili í strákofum og höfðinginn
Jósef ræður ríkjum en hann á þijár
árum hefði mig ekki órað fyrir að
hlutskipti mitt yrði eins og raunin
varð.“ í nokkur ár vann Ásta á
hinum ýmsu veitingastöðum
Reykjavíkur en langaði alltaf til að
vinna innan veggja leikhúss. Fyrir
hálfgerða rælni sat hún förðun-
arnámskeið í skóla Línu Rutar fyrir
nokkrum árum, henni gekk vel og
var því hvött til að halda áfram á
sömu braut. Þá hóf hún störf hjá
Borgarleikhúsinu og Sjónvarpinu
sem förðunarmeistari og vann auk
þess mikið fyrir kvikmyndafyrir-
tækið Kjól og Anderson. Síðan lá
leiðin til Stokkhólms.
Til vors mun Ásta dvelja á ís-
landi en ekki með hendur í skauti
því stór verkefni eru framundan.
Útskriftarverkefni hennar úr há-
skólanum í Stokkhólmi er hönnun
gerva í leikrit eftir Árna Ibsen sem
ber heitið Að eilífu. Leikritið er jafn-
framt útskriftarverkefni fjórða árs
nema við Leiklistarskóla íslands.
Tökur á kvikmynd Óskars Jónas-
sonar, Perlur og Svin, hófust nýlega
og þar starfar Ásta sem förðunar-
meistari. Einnig er í bígerð kennsla
í tísku- og kvikmyndaförðun við
Förðunarskóla íslands en með námi
í Stokkhólmi hefur Ásta getið sér
gott orð sem förðunarmeistari við
gerð tískumynda í tímarit, auglýs-
ingar og gerð tónlistarmyndbanda.
Síðast en ekki síst hefur Ásta í
hyggju að setja upp brúðuleikhús
fyrir unglinga hér á landi ásamt
vinkonu sinni. „Til þess höfum við
sótt um styrki, meðal annars til
listasjóðs menntamálaráðuneytis.
Margir íslendingar halda að brúður
og grímur séu bara fyrir börn en
því fer fjarri. Okkur langar til að
skapa sýninguna upp á eigin spýtur
og fara síðan í félagsmiðstöðvamar
og virkja unglingana með.“
Ásta telur ólíklegt að hún muni
setjast að á íslandi en spákona sagði
við móður hennar nýlega að hún
muni ekki búa í einu landi heldur
mynda loftbrú milli margra og
ólíkra landa. „Ég gæti vel hugsað
mér að læra meira, jafnvel leggja
stund á látbragðsleik til að ná betri
tökum á brúðuleik en draumurinn
um Afríku blundar enn sterkt í
mér.“ ■
Morgunblaðið/Golli
ÁSTA Hafþórsdóttir í stofunni heima, klædd heimasaumuðum
litríkum fatnaði og skarti að hætti Gíneubúa.
Kristín segir lyfið virðast mjög öruggt. „Það hefur engin áhrif
á eðlilegan blóðþrýsting og veldur mjög sjaldan ofnæmi. Ekki
er vitað hvers vegna lyfið verkar á þennan hátt, en í
ljós hefur komið að það hættir að verka þegar með-
ferð er hætt. Því þarf að gera ráð fyrir langtíma-
meðferð.“
- Nú hefur lyfið bara áhrifá arfgengan
skalla, alopecia androgenetica, eins oghann
heitir á latínu. Er auðvelt að greina hvers
eðlis skalli er?
„Augljósasta leiðin til að greina arfgengan
skalla er að kanna hárlos í ættinni, en orsak-
ir skalla eru margvíslegar, til dæmis skjald-
kirtilssjúkdómar eða blóðskortur. Einnig
getur hárlos verið tímabundið í kjölfar
fæðingar. Húðlæknar geta skorið úr um
hvort fólk hefur arfgengan skalla og þar
af leiðandi hvort lyfið getur haft áhrif á
hárlosið."
í sérlyfjaskrá, sem heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið gefur út, kem-
ur fram að lyfið Regaine er selt sem
áburður eða hlaup. Þar segir að lyfið
örvi hárvöxt á óþekktan hátt og það
skilist út í þvagi. Ekki er mælt með lyf-
inu fyrir barnshafandi konur, eða konur
með börn á bijósti, fólk með hjartaöng,
lágan blóðþrýsting, hraðan hjartslátt eða
bjúg.
Brynja Tomer
eiginkonur og fullt af bömum. Sök-
um hita inni í þorpinu, sváfu stúlk-
urnar undir berum himni á strönd-
inni allar nætur.
„Mataræði Gíneubúa er öðruvísi
en maður á að venjast," segir Ásta.
„Á morgnana er vaninn að borða
fransbrauð með majónesi en í önnur
mál eru snædd hrísgrjón bragðbætt
með jarðhnetuolíu og einstaka sinn-
um býðst reyktur fiskur. Til að
byija með þráðum við vestrænt
fæði en að nokkrum tíma liðnum,
hætti maturinn að skipta nokkru
máli. Þess í stað var orkunni og
hugsuninni eytt í annað.“
Um fimm ára skeið hefur Ásta
æft Afríkudansa, fyrst í Reykjavík
en síðar í Stokkhólmi. „Eins og
gefur að skilja er á engan hátt sam-
bærilegt að dansa á trégólfi í leik-
fimisal við tónlist af segulbandi en
við taktfastan trumbuslátt inni á
milli tijánna í frumskóginum."
Rík og gömul hefð er fyrir dansi,
söng og tónlist í Gíneu. Trommu-
sláttur er samofinn sögu Afríku og
Ásta lærði tiltekna takta sem ein-
kenna Gíneubúa. Við varðeldinn á
kvöldin var spilað á bassatrommur
sem kallast dudumbe en Ásta æfði
sig aðallega á djembetrommur.
Til kennslunnar voru fengnir þrír
atvinnudansarar og fimm trommu-
leikarar frá Conakry, höfuðborg
Gíneu. „Þeir búa í listamannahverfi
borgarinnar og hafa atvinnu af að
dansa og spila í brúðkaupum og á
ýmsum uppákomum. Það er erfitt
lifibrauð og því voru listamennirnir
að vonum ánægðir með að hafa
fasta vinnu í nokkrar vikur við að
kenna okkur.“
Menningaráfall viA
heimkomuna
Viðbrigðin voru mikil að mati
Ástu að koma aftur í litlu íbúðina
á 9. hæð í miðborg Stokkhólms og
finna einsemdina. „Fjórar milljónir
manna búa allt í kringum mig en
samt eru tengslin nánast engin.
Gagnstætt því
sem við var að
búast, fékk ég
menningaráfall
við heimkom-
una en ekki
þegar ég fór
utan. Úti var ég
alltaf umkringd
fólki, lítil böm
sváfu í kjöltu minni, apar voru
hlaupandi út um allt og hafið og
sjórinn gáfu frá sér vinaleg hljóð.
í kuldanum og hversdagsleikanum
hverfur sú minning smám saman,
landið yfírgefur líkamann, alltaf
eilítið meira hvern dag, nánast við
hvem hnerra eða hósta hverfur eitt-
hvað. En uppi í rúmi á kvöldin,
rétt fyrir svefninn ligg ég með lok-
uð augun og læt mig dreyma."
Enginn veit sína ævina .. .
Ásta er mikil ævintýramanneskja
en segir líf sitt hafa tekið mjög
óvænta stefnu. „Fyrir nokkrum
og stjórnandi
brúðanna er
sjáanlegur á
sviðinu. Grímu-
gerðarmeistari
kenndi mér að
búa til grímur
úr pappamassa
sem er töluverð
kúnst en ekki
er síður mikilvægt að læra að með-
höndla grímurnar og bera virðingu
fyrir þeim.“
Lífsglaðir Gíneubúar
SHARP XG-37V5E
eða af myndbandi
SHARP h/nnir enn eina nýjung. Mjög lélfur og með-
færilegur skiávarpi með fjarstýringu og innbyggðum
^ hátölurum. Er æilaður ráostefnusölum, stofnunum,
fyrirtækjum skólum o.fí. Kynning í verslun okkarog eða
með heimsókn til þín. Leitíð upplýsinga.
BRÆÐURNIR
SHARR.. leiðandi framleiðandi með „LCD"'tækni
'Ljquid Crislal Display