Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Sýndu betri hliðamar ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik sýndi sínar betri hlið- ar á Seltjarnarnesi á laugardaginn þegar það lék síðari leikinn við Sviss í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. í fyrri leikn- um, sem fram fór ytra, hafði Sviss sigur, 30:23, en nú unnu þær íslensku sannfærandi 21:18, unnu fyrir stigunum með baráttu. „Við áttum ekki að tapa svona stórt í Sviss - það var slys. Þá misstum við þær frá okkur en sáum að við gætum alveg unn- ið,“ sagði Fanney Rúnarsdóttir, sem átti stórleik í islenska mark- inu og varði 17 skot. „Munurinn á þeim leik og þessum er að nú lékum við af skynsemi og baráttuandinn var frábær í liðinu. Það vantaði að vísu fleiri áhorfendur hér en þeir sem mættu létu þó aðeins í sér heyra“. Stefán Stefánsson skrifar Fyrstu mínútur leiksins ein- kenndust af varfærni og liðin skiptust á um að hafa naumt for- skot. íslensku stúlk- urnar gáfu ekkert eftir og um miðjan síðari hálfleik tóku þær á sig rögg og náðu, með frábærri vörn ásamt traustri markvörslu Fanneyjar Rún- arsdóttir og góðri baráttu, þriggja marka forskoti sem þær héldu til leiksloka. „Vörnin hjá okkur small saman og markvarslan var góð svo að ekki var að sökum að spyrja," sagði Halla María Helgadóttir, sem skor- aði 14 mörk í leiknum en hún hefur handknattleik að atvinnu í Noregi. En sér hún mun á íslensku stúlkun- um síðan hún hélt til Noregs? „Ég þekkti þessar stelpur ekki mikið því það er búið að yngja liðið mikið upp. Nú er meiri tækni og hraði en skortir á styrk og reynslu". íslenska liðið uppskar stigin tvö með mikilli bar- áttu. Einbeitingin var líka mikil í vöminni og góð markvarsla fylgdi í kjölfarið enda skoruðu þær svissnesku aldrei mark þeg- ar þær voru einni fleiri og fengu fimm sinnum dæmda á sig leik- töf. Sókn íslensku stúlknanna var aftur á móti ekki eins beitt og mik- ið um mistök þar, sem skrifast á taugaóstyrk. Til dæmis fóru flög- ur hraðaupp- hlaup í súginn. Halla María var duglegust við að taka af skarið, Fanney í markinu komst í ham, Harpa Melsteð var sterk í vörninni og Hulda Bjarnadóttir lét gestina hafa fyrir sér á línunni. Svissneska liðið er svipað að getu og það íslenska en leikstjórnandi þeirra, sem var atkvæðamestur í fyrri leiknum var ekki með vegna meiðsla. Barbara Spreiter, Caroline Brunner og Silvia Hugenschmidt voru bestar. Svissneski þjálfarinn segir að sitt lið hafi ekki úr miklum peningum að moða og aðstæður séu svipaðar heima fyrir. Liðið hafi leikið fáa æfingaleiki og eigi við sama vanda að glíma og íslenska liðið, vantar líkamsstyrk og leikreynslu, en segir að nokkrir íslenska leikmenn hafí samt næga snerpu og nægan kraft. Hann segir að áhorfendur á venju- legum deildarleik séu um 200 til 300 en á landsleikjum fari fjöldinn upp á annað þúsund. Morgunblaðið/Golli BRYNJA Stelnsen fær ekkl blíðar móttökur, er hún sæklr að marki Svlss. Morgunblaðið/Golli Held ég stöðunni? ÞORVARÐUR Tjörvl, sem hér sækir að Valgarði Thoroddsen, stóð sig vel í stöðu lelkstjórnanda í liðl Hauka. Hann tók stöðu Arons Kristjánssonar, sem er í leikbanni, og virtist áhyggjufullur f áhorfendastúkunni í gær. Hann þurfti þó ekki að hafa áhyggjur, nema ef til vlll af stöðunni í liðinu því hlnn ungi arftaki hans stóð sig mjög vel í gær. SOKNARNYTING Fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppni íslandsmótsins, leikinn í Mosfellsbæ sunnudaginn 16. mars 1997. UMM Afturelding Mörk Sóknir % FH Mörk Söknir % 11 24 16 29 27 53 46 F.h 10 55 S.h 11 51 Alls 21 24 30 54 42 37 39 10 Langskot 5 5 Gegnumbrot 3 6 Hraðaupphlaup 2 3 Hom 0 2 Lína 9 1 Víti 2 Afturelding í kröppum dansi Steinþór Guðbjartsson skrifar FOLX ■ SVISSNESKA landsliðið í handknattleik fékk páskaegg frá yngri flokkum Gróttu fyrir leikinn á Seltjarnarnesi á laugardaginn. ■ HALLA MARÍA Helgadóttir kom frá Noregi og skoraði megnið af mörkum Islands gegn Sviss. Hún spilar sem atvinnumaður með norska liðinu Sola, en það er bær rétt utan við Stavanger. ■ SVAVA Sigurðardóttir kom einnig heim til Islands fyrir leikinn en hún spilar handknattleik í Sví- þjóð. ■ A UÐUR Hermannsdóttir var á leikskýrslu á laugardaginn en kom ekki inná. Hún hefur verið meidd en er öll að koma til og mun styrkja liðið mikið. ■ ÞÓRUNN Garðarsdóttir var einnig skráð á leikskýrslu þar sem hún átti að vera með ef Auður yrði ekki tilbúinn. Á síðustu stundu var ákveðið að Auður yrði með og Þórunn sat því á pöllunum. Hæstánægður „ÉG er hæstánægður með sigur okkar og það er gaman þegar vel gengur. Ég var sannfærður strax úti í Sviss um að við myndum vinna heima,“ sagði Theódór Guðfinnsson þjálfari íslenska liðsins eftir leikinn. „Stelpurnar voru grimmar og ætl- uðu sér sigur auk þess sem liðs- andinn var frábær. Tapið úti var slys enda dómgæslan hörmuleg en núna var hún sanngjörn. Við slupp- um þó ekki við mistök, það vantar þetta fína hjá okkur og við þurfum að lagfæra það. Nú var það vömin sem lagði grunninn að sigrinum, við lögðum upp með sterka 6-0 vörn eftir að hafa skoðað svissneska liðið vel á myndbandi og lært á veikleika þess. Fanney í markinu kom lika til hjálpar og flestar stelp- umar spiluðu vel þó að sumar geti enn betur. Annars er ég vonsvikinn með litla umfjöllun fjölmiðla um leikina því þetta er fyrsti Evrópusig- ur kvennalandsliðsins í mörg ár. Áhorfendur koma líka mest til að skemmta sér en minna til að styðja okkur. Á leiknum í Sviss spurðum við fyrir leikinn hvenær fólkið hætti eiginlega að syngja en það söng út allan leikinn. Það virðist land- lægt hér að áhorfendur margir hvetji aðeins sitt lið þegar það er að vinna og lítið eftir af leiknum." Króatía sigraði Sviss örugglega og mætir Islandi í næsta leik. Hveija telur Theódór möguleika sinna kvenna gegn þeim? „Króatía er með sjötta besta lið í heimi en við förum langt gegn þeim á barátt- unni. Auður Hermannsdóttir fer líka að koma inn í liðið eftir meiðsli og við erum full sjálfstrausts. Við ætlum að gera okkar besta og sýna að við eigum heima í þessari keppni, liðið er ungt og hópurinn góður.“ íslendingar betri „íslendingarnir voru betri og þrjú mörk eru í lagi okkar vegna,“ sagði Markus Berchten, annar þjálfara svissneska liðsins. „Mitt lið var taugaóstyrkt fyrstu mínútumar því það vantaði besta leikmann liðsins og leikstjórnanda. Við þurftum því að prófa okkur áfram í byijun. ís- lenska liðið lék ekkert endilega bet- ur en í Sviss, liðin hafa lært hvort á annað en mestu munaði um leik- stjórnanda okkar.“ Afturelding fékk óvænta mótspyrnu frá FH í fyrri eða fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum íslandsmóts- ins, sem fram fór í Mos- fellsbæ í fyrradag. Ný- bakaðir deildarmeistar- ar náðu fljótlega fimm marka forystu, 7:2, en leikur þeirra riðlaðist eftir að Sigurður Sveinsson fór meiddur af velli og FH- ingar fóru að hafa nánari gætur á Bjarka Sigurðssyni. Munurinn var eitt mark í hálfleik, 11:10, og jafnræði var með liðunum fram í miðjan seinni hálf- leik en þá skildu leiðir á ný. Hornamað- urinn Páll Þórólfsson gerði tvö mörk í röð með góðum langskotum, staðan 19:16, og eftirleikur heimamanna var auðveldur en þeir unnu 27:21. Þótt sagt sé að allt geti gerst í úr- slitakeppninni hljóta deildarmeistarar hveiju sinni að slá út liðið í áttunda sæti. Þrátt fyrir að FH sé með ágæta einstaklinga er lið Aftureldingar betra og breiddin er auk þess meiri hjá Mos- fellingum. Því komu úrslitin ekki á óvart en FH-ingar eiga hrós skilið fyr- ir góða baráttu og framúrskarandi til- þrif markvarðarins Suk Hyung Lee, línumannsins Hálfdáns Þórðarsonar með sín níu mörk og fjögur fiskuð víta- köst og skyttunnar Stefáns F. Guð- mundssonar, sem sýndi ekki aðeins frábæra skothæfileika sem óneitanlega minna á takta eins besta handknatt- leiksmanns heims, Talants Dujsheba- evs, fyrrum Sovétmannsins með spænska ríkisborgararéttinn, heldur „klippti“ þessi tvítugi strákur sem er bróðursonur Sigurðar Sveinssonar, þjálfara HK, Bjarka nánast út úr leikn- um. Bjarki var óstöðvandi í byrjun og gerði fimm af fyrstu níu mörkum heimamanna. Þegar hann var tekinn úr umferð losnaði um Pál sem gerði átta mörk og þar af sex á mikilvægum kafla í fyrri hluta seinni hálfleiks en fjögur þeirra voru með langskotum. Á fyrrnefndum kafla varði Bergsveinn Bergsveinsson vel og vörnin var sterk eins og í byijun leiks. í raun skipti byijun liðanna öllu. Afturelding var í góðum málum eftir stundarfjórðung og FH-ingar þurftu að eyða mikilli orku í að komast upp að hlið mótheijanna sem áttu síðan nóg inni til að ná góðri forystu á ný. Liðin mætast í Kaplakrika í kvöld og er ljóst að Afturelding hefur framhaldið í hendi sér. Með ámóta frammistöðu losnar lið- ið við oddaleik en FH þarf að gera mun betur til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit. Wuppertí VIGGÓ Sigurðsson er með Wup- pertal í efsta sæti I Norðurriðli 2. deildar í handknattleik í Þýskalandi. Liðið vann Herdecke á útivelli um helgina, 31:18. Ólafur Stefánsson gerði 5 mörk og Dagur Sigurðsson 2. Dmitri Filippov var markahæst- ur með 8 mörk og er nú marka- hæstur í deildinni með 218 mörk. Wuppertal er efst í riðlin- um með 49 stig þegar sjö urn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.