Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 B 9 h Spennan magnast í Þýskalandi Stuttgart hefur verið á mikilii siglingu að undanförnu og gert 13 mörk í þremur leikjum á átta dögum. Um helgina tók liðið meistara Dortmund í kennslustund og vann 4:1. Stuttgart hefur hleypt mikilli spennu í baráttuna um Þýskalandsmeistaratitilinn en aðeins tvö stig skilja að efsta og fjórða lið. Þýski landsliðsmaðurinn Stefan Reuter skoraði fyrir Dortmund á áttundu mínútu en Búlgarinn Krasimir Balakov jafnaði fyrir Stuttgart úr umdeildri vítaspyrnu rétt fyrir hlé. Hollendingurinn Frank Verlaat bætti öðru marki við áður en flautað var til hálfleiks en brasilíski miðheijinn Giovane Elber og Króatinn Zvonimir Soldo skoruðu í seinni hálfleik. Stuttgart þótti leika skemmti- legustu knattspyrnuna í fyrri hluta keppninnar og liðið virðist vera að komast aftur á sömu braut eft- ir góða sigra á Hamburg, Köln og Dortmund. Mark snemma leiks setti það ekki út af laginu og 53.000 áhorfendur á Gottlieb- Daimler leikvanginum - fullt hús - fengu að sjá snilidartakta. Gest- irnir mótmæltu vítaspyrnunni, sem dómarinn dæmdi á Jiirgen Kohler fyrir brot á Elber, og hrukku úr gír. Rétt áður en flaut- að var til hálfleiks skoraði Verlaat með vinstri af um 20 metra færi, Elber, sem sótti í sig veðrið eftir því sem á leið, sneiddi hjá rang- stöðugildru meistaranna og skor- aði átta mínútum fyrir leikslok en Solo innsiglaði sigurinn með lang- skoti tveimur mínútum síðar. „Við létum þá finna fyrir okkur í seinni hálfleik en það nægði ekki,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dort- mund, sem mætir Auxerre í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. „Þetta var engin vítaspyrna,“ bætti hann við. Bayern Munchen vann Schalke 3:0 og er með jafn mörg stig og Dortmund í efsta sæti. Bayern hefur gengið illa að undanfömu og því var sigurinn sérstaklega mikilvægur. Thomas Helmer kom heimamönnum á bragðið á 13. mínútu en Christian Nerlinger bætti öðru marki við á 89. mínútu og Jurgen Klinsmann átti síðasta orðið rétt áður en flautað var til leiksloka. Leverkusen, sem er með jafn mörg stig og Stuttgart en lakari markatölu, vann Arminia Bielefeld 1:0 og er í fjórða sæti. Hollenski miðheijinn Erik Meijer skoraði fjórum mínútum fyrir leikslok en Bielefeld missti tvo menn út af með rautt spjald. SKOTINN Paul Lambert hjð Dortmund og Zvonlmir Sol- don hjá Stuttgart berjast um knöttlnn. Rangers nálgast metið RANGERS vann Celtic 1:0 á sunnudag og er á góðri leið með að verða Skotlands- meistari níunda árið í röð en aðeins Celtic hefur afrekað það, 1965 til 1974. Leikurinn var ekki góður. Brian Laudr- up gerði eina markið rétt fyrir hlé en miðheijinn Mark Hateley fékk að sjá rauða spjaldið í fyrsta leik sínum með Rangers og vamar- manninum Malky Mackay hjá Celtic var einnig vikið af velli. „Ég hafði alltaf á tilfinn- ingunni að fyrsta markið ætti eftir að ráða úrslitum og þannig fór það,“ sagði Tommy Burns, þjálfari Celtic. „En leikurinn var ekki augnayndi.“ Rangers er með átta stiga forystu en liðin eiga eftir sex leiki. „ Við fögnum ekki titlin- um strax,“ sagði Walter Smith, þjálfari Rangers. „Við höfum sigrað Celtie fjórum sinnum á tímabilinu en erum aðeins með átta stiga for- skot. Það sýnir að árangur okkar á móti hinum liðunum hefur ekki verið eins góður og haim gæti verið. Við get- um ekki tekið því rólega eina einustu mínútu.“ Sex lykilmenn Rangers léku ekki með vegna veik- inda eða meiðsla og m.a. var Andy Dibble, þriðji mark- vörður liðsins, í marki og stóð sig vel. Reuter Einvígi Juve ogParma KEPPNIN um meistaratitilinn á Ítalíu, „lo scudetto" er nú al- gjört einvígi Parma og Juventus. Parma sigraði Inter og er áfram 5 stigum á eftir Juve meðan inter er heilum 10 stigum á eftir toppliðinu og er úr leik í baráttunni um titilinn. Juve var í litlum vandræðum með Roma á heimavelli og AC Milan lék sinn besta leik ílangan tíma og sigraði Fiorentina örugglega. Einar Logi Vignisson skrífar frá ítaliu Parma hirti enn einu sinni þrjú stig með 1:0 sigri. Enrico Chiesa gerði sigurmarkið gegn Inter um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu Ben- arrivo. Leikmenn Inter mótmæltu ák- aft, töldu að um rangstöðu hefði verið að ræða en sjónvarpsupptök- ur sýndu að dómarinn hafði rétt fyrir sér og markið var löglegt. Inter náði ekki að jafna þrátt fyr- ir að vera manni fleiri undir lok leiksins eftir að Dino Baggio var vikið af leikvelli fyrir brot á Paul Ince. Buffon markvörður Parma átti stórleik og bjargaði liðinu með stórkostlegri markvörslu. Hann var vígreifur i leikslok: „Við einir getum stoppað Juve og ætlum okkur að gera það.“ Frakkinn Lill- ian Thuram sem sýndi enn einu sinni að hann er einn besti varnar- maður heims hrósaði Buffon mjög: „Það er ótrúlegt til þess að hugsa að hann sé einungis 19 ára gam- all, stöðugleikinn og öryggið er slíkt.“ Landi Thurams, Youri Djorkaeff leikmaður Inter, var ákaflega svekktur yfir úrslitunum. „Við lékum alls ekki illa en úrslit- in eru dæmigerð fyrir þær sveiflur Amunike hetja Barcelona Ásgeir Sverrísson skrífar frá Spáni Nígeríski landsliðsmaðurinn Daniel Amunike var hetja Barcelona er liðið vann mikinn heppnissigur á Lo- gronyes, 1:0, í spænsku meistara- keppninni í knatt- spyrnu á sunnu- dagskvöldið. Barcelona-liðið er enn í öðru sæti í spænsku fyrstu deildinni en það lið sem mesta athygli vekur þessa dagana á Spáni er Real Betis. Liðið vann enn einn stórsigurinn, drifið áfram af framheijanum Alfonso, sem endurtók leikinn frá í fyrri viku og gerði aftur þrennu um helgina. Leikmenn Barcelona virtust með öllu áhugalausir í leiknum gegn Logronyes og tæpast var unnt að ímynda sér að hér færi sama liðið og sigraði Atletico de Madrid I bikarleiknum ótrúlega á miðvikudag. Eina mark leiksins kom á 83. mínútu. Amunike skallaði þá bolt- ann í markið eftir aukaspyrnu frá miðjumanninum Ivan de la Penya, sem var einna skástur leikmanna Barcelona. Markið verður hins vegar fært í syndaregistur Aiz- korreta, markvarðar Logronyes, sem misreiknaði sig gjörsamlega í úthlaupinu. Þetta var fyrsta mark Amunike á þessari leiktíð. Enn á ný sannaðist að það eru mörkin sem telja í knattspyrn- unni; Nigeríumaðurinn nýtti sér mistökin og innsiglaði heppnissig- ur liðs síns. Staðan á toppi 1. deildarinnar breyttist ekki í leikjum sunnudags- ins. „Spútnik“-liðið í deildinni, Real Betis, gjörsigraði Rayo Vallecano á útivelli 0-4. Framheijinn magn- aði, Alfonso, gerði þrennu í leikn- um eins og um síðustu helgi og hafði lítið fyrir því. Eitt spænskt dagblað sagði í gær að þrennuna hefði hann gert „án þess að rugla hárgreiðslunni“. Liðið er hins vegar það sem mest hefur komið á óvart á þessu keppnistímabili. Það hefur nú skor- að 64 mörk, fleiri en nokkru sinni í sögu félagsins í fyrstu deildinni og enn eru heilar 13 umferðir eftir. sem hafa einkennt okkur í ár.“ „Baby-lið Juve vægðarlaust“ sagði „La Gazetta dello Sport“ um sigur Juve á Roma þar sem fram- herjarnir ungu Vieri og Amoruso voru í aðalhlutverki. Engu virðist skipta hve marga fastaleikmenn vantar í lið Juventus - í þetta skipti voru þeir fimm - vélin hikstar ekk- ert. Christian Vieri átti mjög góðan leik og setti tvö mörk í fyrri hálf- leik og félagi hans Amoruso það þriðja undir lok leiksins. Öll komu mörkin eftir hraðar sóknir sem ein- kenna Juventus. „Ungu leikmennirnir nýta vel tækifærin sem þeim gefast til að sanna sig en það er liðsheildin sem ég var ánægðastur með, við sýnd- um enn einu sinni að enginn leik- maður er ómissandi hjá okkur“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juve. Aðspurður um það hvort Juventus myndi flytja sig frá Tórínó sagði hann það ólíklegt en bæði Juve og lið Torino eru afar óánægð með hinn kalda, stemmningslausa Delle Alphi leikvang sem rekinn er af borginni og hyggja á flutning á gamla Stadio Communale leik- vanginn, eða út fyrir borgina. „Vorið er komið, í fyrsta skipti á tímabilinu sáum við hið rétta andlit Milan, taktík Sacchi gekk upp, Savicevic er kominn í gang og Albertini hafði gott af því að sitja aðeins á bekknum. Nú er bara að koma sér í Evrópukeppnina," sagði eigandi AC Milan, Silvio Ber- lusconi, kampakátur eftir 2:0 sigur á San Siro gegn Fiorentina. Frakk inn Desailly gerði fyrra markið með skalla eftir sendingu Savicevic og Albertini, sem sat á bekknum í fyrri hálfleik en kom inn á í leik hléi fyrir Jesper Blomqvist, það síð- ara úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Sampdoria náði að rífa sig upp eftir slakt gengi undanfarið.sigraði botnlið Reggiana 3:0 og skaust uppfyrir Inter í þriðja sætið. Átti markahrókurinn Vincenzo Montella góðan dag, gerði tvö mörk og lagði eitt upp fyrir Carparelli. Úrslit / BIO Staðan / BIO FOLK ■ ARSENE Wenger, knatt- spymustjóri Arsenal, er sagður hafa mikinn áhuga á að kaupa vinstri bakvörðinn Graeme Le Saux frá Blackburn. Þeir munu þegar hafa rætt saman og miklar líkur eru á þessi fyrrum leikmaður Chelsea snúi aftur til London fyrir næsta keppnistímabil. ■ LE Saux hefur leikið frábærlega síðan hann kom inn í lið Blackburn á ný nóvember, eftir 14 mánaða fjarveru vegna mjög slæmra meiðsla. ■ JAMIE Redknapp, enski landsliðsmaðurinn hjá Liverpool, hefur verið orðaður við mörg félög að undanförnu - síðast við Arsen- al, Newcastle og Roma um helg- ina. Talsmaður Liverpool segir hann hins vegar ekki til sölu og fljótlega verði farið að ræða við hann um framlengingu samnings, fram yfir aldamót. Redknapp er 23 ára. ■ TREVOR Sinclair, framheijinn snjalli hjá QPR, er væntanlega á fömm einhvem næstu daga. Ever- ton og Leeds munu slást um fram- heijann og sögð tilbúin að greiða 6 milljónir punda fyrir hann. ■ TONY Yeboah leikur varla framar fyrir Leeds. Ghanabúanum var skipt út af á 72. mín. gegn Tottenham og brást ekki vel við. Fór úr keppnistreyjunni og henti henni í átt að George Graham, knattspymustjóra, er hann strans- aði framhjá varamannabekknum. ■ KENNY Dalglish stjóri New- castle er staðráðinn í að styrkja vörn liðsins, enda veitir ekki af. Talið er að hann gangi frá samn- ingi við Portúgalann Raul á næstu dögum. Hann er 24 ára og kostar félagið ekkert, þar sem samningur hans við Farense er útrunninn. ■ FRANSKI varnarmaðurinn Bruno Ngotty hjá París Saint Germain er líka orðaður við New- castle. Ef af verður í sumar þarf Dalglish að greiða 2,5 miljónir punda fyrir hann. Þess má geta að Inter Milan hefur einnig sýnt franska harðjaxlinum áhuga. ■ TIM Flowers, markvörður Blackburn, er líka sagður á óska- lista Newcastle. Dalgiish keypti hann á sínum tíma til Blackburn frá Southampton fyrir 2,4 miljónir punda, sem enn er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir markvörð í Englandi. Dalglish er sagðurtilbú- inn að slá það met í sumar. ■ GLASGOW Rangers er á hött- unum eftir franska landsliðsmann- inum Marcel Desailly hjá AC Milan. Frakkinn, sem er 28 ára, er gífurlega sterkur leikmaður og getur hvort sem er leikið á miðj- unni eða í vörn. Fulltrúar Rangers og Milan hafa þegar rætt hugsan- leg viðskipti að sögn Mail on Sunday. ■ WALTER Smith, knattspyrnu- stjóri Rangers, hefur einnig áhuga á að kaupa argentínska framheij- ann frábæra Gabriel Omar Bat- istuta frá Fiorentina. ■ RYAN Giggs hjá Manchester United hefur leikið frábærlega undanfarið. „Hann er besti vinstri útherji í heiminum. Það er einföld staðreynd. Ég hef aldrei mætt manni sem kemst í hálfkvisti við hann,“ sagði Gary Neville, hægri bakvörður United eftir sigurinn á Sheff. Wedn. um helgina - „ekki einu sinni í leikjum með enska landsliðinu." f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.